Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 9
Föstudagur 9. júnl 1978 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 9 Steinunn Jóhannesdóttir leikari: Þaö er nú búiö aölabba þennan spöl nokkrunt sinnum og þess vegna mætti leiða rök aö þvi aö Ieiöin hafistyst! Þá er aftur komið að því að ganga Kef lavíkurgöngu og fórna baráttunni gegn herstöðvunum/ NATO og heimsvaldastefnunni eins og kílói af hvoru læri. Það ætti ekki að vera neinum hraust- um og glöðum sósíalista ofraum ef hann á góða skó og kann að búa sig,þótt veður verði vott. Og þetta vor verður væntanlega eftirminnilegt fyrir eitthvað annað en veðurblíðu. Vorið sem ihaldið féll i Reykjavík. Allt i einu getur maöur gengið um götur þessarar borgar og það er ekki lengur nema tæplega annar hver maður sem maður mætir Ihald, en svo lengi sem menn muna hafa þeir verið i hreinum meirihluta. Það var eins og eitt af náttúrulögmálunum. En stundum gerist það ótrúlega. Ekki án baráttu, hjálpi mér. nei, en maður veit ekki alltaf, hvenær hún ber ávöxt; þess vegna er um að gera að halda áfram röltinu milli Keflavikur og Eeykjavikur það er aldrei að vita, hvenær nóg er gengið. Þvi er ekki að neita, að það fylgir þvi sæluhrollur um hrið að tilheyra þeim sem eru að siga á. Að eiga málstaö, sem hefur fengið aukinn hljómgrunn, og sá málstað- ur er ekki af lakara taginu, málstaður verkalýðs, þjóðfrelsis og jafnréttis kynj- anna skulum við vona. Alþýðubandalagið bara orðið næststærsti flokkur landsins! En það er nú ekki alveg að marka; kannski hafa einhverjir byltingarsinnaðir kommúnistar og jafnvel sannir kommún- istar og hugsanlega einn eða tveir kommúnistar kosið flokkimi siöasten ætla að bjóða fram sjálfir og sundraðir næst. En eftir stendur sú staöreynd að hér i höfuðborginni skrúfar um helmingur ibúanna frá heitavatninu hans Gunnars og sóar þvi bæði i uppþvott og bað, fullur af hroka og kann ekki lengur að þakka fyrir sig með þvi að krossa x við D. Og fólk spænir upp malbikið hans Geirs á Lödum og Skódum (þeir frökkustu náttúr- lega komnir á Lödu-Sport) og vogar sér að skrifa x G, komið á kjörstað. Og það er eins og það hafi ekki nokkurn skilning á þvi, af hverju B-tsleifur varð að hætta i Grænu byltingunni miðri. Hann fékk linuna i einni af siögæðisprédikun- um Morgunblaðsins, þar sem bent var á þá hættu sem fylgir þvi aö vera að planta trjám út um allt, ekki sist i úhverfum. En siðspillandi áhrif trjáa eru alkunn og var Sviþjóð tekin sem dæmi, þótt áhrifin hafi þegar breiðst út tilGamlakirkjugarösinsi Reykjavik. Fólk liggur bara i leti undir trjám, veltist um i kelerii, drekkur rauðvin og reykir hass, i stað þess að fá sér vinnu i malbikinu. Og verkefnin óþrjótandi framundan. Það er eftir að bika Bakarabrekkuna, og Arnarhólinn og Austurvöll, svo þarf að rifa nokkur hús i viðbót i Grjótaþorpinu og þar þarf að bika, og i Þingholtunum eru alltaf að myndast glufur sem þarf að bika. Svo þarf aö breikka Sóleyjargötuna og þá þarf að bika skák af Hljómskálagarðinum, sem þýðir að tvær flugur eru slegnar i einu höggi, þvi spillingin upprætist um leiö, og tvær flugur i viðbót gera fjórar, þegar búið er að leggja kirkjugarðinn undir malbik. Suðurgatan ber ekki nokkra umferð svona mjó. Landakotstúniö er næst á dagskrá, og þannig mætti lengi telja dæmin um malbikunarhugsjón borgarstjórnarmeirihlutans sáluga. En það sem einn kallar hugsjón kallar annar skemmdarvargastarfsemi, og fylgi Birgis Isleifs nennti ekki á kjörstað. Hinir vanþakklátu Borgarstjórnin sem féll kenndi að sjálfsögðu rikisstjórninni um ófarirnar, og auðvitað nennir fólk ekki aö láta stela af sér svona miklu svona fljótt eftir gerða kjarasamninga. En það nennir ekki heldur að biða svona lengi eftir strætó i nepjunni, eða sitja fast I umferöarhnútum milli 8—10 og 4—7 á degi hverjum, vegna fáránlegrar skipulagningar, þar sem bú- staðir manna eru i einum enda bæjarins en vinnustaðir i hinum. Og það ergir bæði kjósendur og börn þeirra að þurfa að eyða heilum klukkutima I það daglega að koma þeim siðarnefndu i fóstur einhvers staðar á einkaheimilum vegna skorts á góðum barnaheimilum nálægt vinnu eöa bústað. Fólk er alveg voðalega vanþakklátt. Eitthvað af þessu vanþakkláta fólki Geir er s j álf ur Aron bak við tjöldin gerir sér nú vonir um, að meö þvi að skipta um prinsip (grundvallarreglu) I stjórnun borgarinnar, þá megi kannski breyta einhverju til batnaðar, og jafnvel bjarga einu gömlu húsi i leiðinni eða grænum bletti frá þvi aö verða breytt i bensinstöð eða smurstöð eða þvottaplan eða bilageymsluhús,niieða þá bankaútibú eins og fyrir hókus pókus. En það voru siöustu forvöð, þvi þaö er svona um það bil aö verða ólift i miðbænum. Þó verður reynt að halda þar útifund annað kvöld (laugardag). Þá munu safnast saman á Lækjartorgi vanþakklátir viða að af landinu, sem ekki hefur tekist að skilja, hvaða blessun fylgir bandariska hernum á Islandi. Lúnir og læramjóir úr langri göngu munu þeir leggja enn einu sinni til að skipt verði um prinsip i hermálinu. Áöur en það verður of seint. Aöur en landsihaldið verður endan- lega búið að glutra niöur afganginum af efnahagslegu sjálfstæði þjóöarinnar, þykjandisk hafa til þess fullt umboð. Það hefur margur misskilið sitt hlutverk. Og er það ekki skrýtið? Það er eins og menn séu ekki jafn grobbnir af umboös- gróðanum og þeim heimafengna, þeir fela hann, sverja fyrir hann og segjast ekki græða neitt. Gróðinn er af Guði sendur Þegar ég var krakki heima á Akranesi, þá vissum viö öll að Haraldur Böðvarsson & Co. átti allan Niðurskagann. Húsin voru merkt honum með stórum hvitum stöfum á rauðu. Það voru Haraidarbúöir og Haraldarfrystihús og Haraldarbilar og Haraldarbátar og gott ef ekki var Haraldarbryggja. Og hann hafði gefið Akurnesingum Bióhöllina og hún var rauð með hvitum stöfum, eins og hann ætti hana ennþá. Og hann átti Breiðina og sildina sem frændi veiddi og mamma saltaði. Og hann var svona rikur af þvi hann græddi svo mikið. Eða græddi hann svona mikið af þvi hann var svona rikur? En mamma og hinar konurnar græddu ekkert voðalega mikið, þótt þær hömuðust oni tunnunum hans allan daginn, svo þær fóru i verkfall. Svona var barnaskólahagfræðin einfalt kennd á Akranesi og maður fór smám saman að geta sér þess til, hvaðan gróðinn væri tekinn. En hér i Reykjavik er þetta allt öðru visi. Gróðinn er ekki tek- inn frá neinum, eins og forsætisráðherra tók skýrt fram i flokkakynningu Sjálf- stæðisflokksins á dögunum. Gróðinn er af guði sendur góöum og dugmiklum mönn- um (eins og konungsvaldið i Evrópu fyrir daga kapitalismans), hann er bæði sjálf- sagður og eðlilegur, ekkert til að gera veður út af, ekkert til að flika. Enda er Geir Hallgrimsson ekkert að troða þvi upp á hvern mann að hann sé erfingi H. Ben & Co. og maður gleymir þvi jafn óð- um og manni er sagt það. Og ekki er hann að klina nafninu sinu á oliuumboðin. Hvernig á maður að muna, hvort þaö er Esso eða Shell? Forsætisráðherra er hóg- vær og einbeittur maður, maður hinna mörgu umboöa, og hann notar ekki um- boösgróöann til að kaupa málningu og mála nafnið sitt út um hvippinn og hvapp- inn, hann kaupir hlutabréf og stjórnunar- aðstööu i arðbærum fyrirtækjum eins og tslenskum aðalverktökum og hefur viöskipti viö sjálfan sig, en fyrst og fremst hefur hann viöskipti við bandariska her- inn. Og kannski hefur forsætisráðherra átt við þaö, þegar hann sagði að gróöinn væri frá engum tekinn, að hann væri frá „engum” tekinn hér innanlands, a.m.k. i hans eigin tilfelli kæmi hann mest utan- landsfrá. Þetta er auðvitað miklu hald- betri skýring en sú að guð útdeili gróðan- um. Það eru ekki nema örfáir ihaldsmenn sem trúa þvi að hann sé að skipta sér af efnahagsmálum. Aronskan er i fullu gildi Forsætisráðherra Islands græðir kannski manna mest á viðskiptum við herinn.. Hann er þvi jafnt i einkaerindum sem umbjóðenda sinna, þegar hann telur flokksbræðrum sinum trú um að hann sé að semja um öryggi landsins viö Carter kristna. Ekki furða þótt Sjálfstæöisflokk- urinn sé klofinn i hermálinu. Þaö vilja fleiri græða en Geir. 7254 þátttakendur i prófkjöri ihaldsins i Reykjavik i nóv. s.l. vildu að gjald væri tekiö af hernum fyrir leigu á landi, þegar sú goðsögn var úr gildi numin að hann væri hér okkur til varnar. 1510 vildu að Geir hefði umboðs- launin áfram einn (Sjá Rétt 4. h. ’77). Þaö er skrýtiö að Sjálfstæöismenn skuli ekki sjá aö klofningur i gjaldtökumálinu er aðeins gerviágreiningur, þvi auövitað er tekið gjald af hernum. Aronskan er i fullu gildi. GEIR ER SJALFUR ARON BAK VIÐ TJÖLDIN. Eru þeir kannski ekki að byggja nýja flugstöövarbyggingu handa okkur? Eru þeir ekki að stækka flug- brautirnar fyrir okkur? Lögöu þeir ekki Keflavikurveginn fyrirokkur, þann sama og sumir ætla að þramma á morgun? Sjá þeir okkur ekki fyrir ókéypis björgunar- og leitarflugi? Og er kannski einhver búinn að gleyma þvi, hve frækilega þeir björguðu rollunum hér um árið, þegar Rússar komu af stað Vestmannaeyjagos- inu? Og svo eru menn að tala um að þeir séu ekki látnir borga. Og stofna meira að segja heilan Stjórnmálaflokk út af svona vitleysu. Bandarikjamenn hafa sko svo sannarlega þurft að greiöa fyrir þann góðvilja (good-will á þeirra eigin máli) sem þeirhafa aflað sér á tslandi. Og þeir gera það með glöðu geði; þvi meira sem þeir fá að borga þeim mun fastara verður kverkatakið, sem þeir hafa á islensku efnahagslifi. tslenskt efnahags- og at- hafnalif er allt eins og maðksmogið af bandariskum dollurum, eða hafa þeir kannski ekki lykilinn að Alþjóðabankan- um i rassvasanum? Og hverjir opna þær dyr fyrir tslendingum þegar þeir þurfa lán i stóriðjuna ,,sina”. BANDARIKJA- MENN. Umboðsfyrirtækiö Geir Hallgrimsson & Co. (þ.e.a.s. rikisstjórn hans og „islenskt auðvald”) hiröir umboðslaun fyrir það að islenska þjóðin liggur uppi á Bandarikja- mönnum, eða eigum við kannski heldur aðsegjaundir. Það er hætt við að gangan sem hefst i býtið i fyrramáliö verði meira en 50 km löng. Gangan gegn hervaldi og auðvaldi verður vist seint mæld i kilómetrum. En það er nú búið að labba þennan spöl þó nokkrum sinnum og þess vegna mætti leiða rök að þvi að leiðin hafi styst. Ég er lika viss um að það verður gengið sam- taka, það kemur varla til með að heyrast mikill metingur um það, hver sé rauðast- ur, né hvort menn hafi hist, mæst og kysst með s eða z.A morgun verður mér t.d. alveg sama þóttég gangi við hliðina á einhverjum sem skrifar txppi með tvöföldu. Það sem sameinar okkur er að við viljum ekki verða skotmark i „heims styrjöldum framtiðarinnar,” eins og stóð svo fallega i leyniskýrslunum sem birtust i Þjóöv. 6.6. s.l. og þó skiptir meira máli að glata ekki þjóölegu og efnahagslegu sjálfstæði fram að þvi að ósköpin dynja yfir. Þegar nifteindasprengjan er fallin verða vist fáir til að fara um óbrotgjarnan Keflavikurveginn. Aöalatriðið er; tsland úr NATO! Herinn burt! Steinunn Jóhannesdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.