Þjóðviljinn - 09.06.1978, Síða 8
ÆSKULYÐSBLAÐ
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN
I kulda
og trekki
Blaöamaöur stendur á Lækjar-
torgi meö tilskipun I vasanum
upp á aö hafa viötöl viö ungt fólk i
atvinnulífinu. Köld rigning hellist
skyndilega yfir og nú eru góö ráö
dýr. Hamarshögg berst yfir torg-
iö úr stórri nýbyggingu aö norö-
anveröu við þaö. Þar stóöu áður
Hilmar Haröarson: Fær borgaö
70% af fullri uppmælingu.
gömul timburhús svo sem Hótel
Hekla og Smjörhúsiö. Blaöamaö-
ur tekur til fótanna og skýst inn i
bygginguna. Þar eru margir
menn við vinnu i dragsúgi og hrá-
slaga. Ungir menn I atvinnulifinu.
Uppi á efstu hæð eru tveir þeirra
aö slá innan úr stigagangi. Þeir
eru Hilmar Haröarson, 18 ára tré-
smiðanemi á 1. ári, og Gunnar
Þóröarson, 24 ára trésmiöanemi
á lokaári. Báöir fást þeir til aö
eiga oröaskipti viö blaðamanninn
þrátt fyrir trekk og kuldaregn.
Hilmar, sem er nýbyrjaöur aö
læra trésmiði er spuröur hvernig
honum iiki I henni.
— Það er ágætt aö vinna í
þessu.
— Hvernig eru kjörin?
— Ég fæ 70% af fullri uppmæl-
ingu sem nemi.
— Og geturðu lifaö af þvi?
— Já, ég bý i foreldrahúsum og
kemst sæmilega af enda er ég
ekki mjög eyðslufrekur.
— Þú ert ekki farinn aö leggja
peningana i neitt fast?
— Nei, ekki enn sem komið er.
— Hvernig finnst þér að búa i
Reykjavik?
— Það er ekki verra en annars
staðar.
— Ferðu mikið út aö skemmta
þér?
Gunnar Þóröarson var aö hamast viö aö rifa mótatimbur innan úr stigagangi i gjóstri og slyddu
rigningu. (Ljósm.: GFr.)
1 i * h Wmm\
\M \ Wm j
Viðtal við
trésmíða-
nemana
Hilmar
Harðarson
og Gunnar
Þórðarson
— Svona þegar tækifæri gefst.
Nú er blaðamaðurinn eiginlega
allur kominn í herðarnar enda
vanari innisetum heldur en
kuldavinnu utan dyra. Hann snýr
sér að Gunnari.
— Ert þú fjölskyldumaður?
— Nei ég er einhleypur.
— Hvernig gengur aö lifa?
— Það gengur sæmilega þar af
leiðandi.
— Attu Ibúö?
— Ég er að kaupa einstaklings-
ibúð I blokk hjá Einhamri. Hún er
að verða tilbúin.
— Þarftu þá ekki aö vinna mik-
ið?
— Ég vinn svona að meöaltali
10—12 tima i eftirvinnu á viku og
oft um helgar.
— Er ekki lýjandi aö vinna
svona mikiö?
— Það er rólegt yfir vetrar-
timann en nú er nóg að gera og ég
er ánægður með það.
— Áttu bil?
— Nei.
Nú er regnið farið að lemja
handrit blaðamannsins og einn og
einn sultardropi dettur lika á
það. Þar að auki lemjast þau til
og frá vegna dragsúgsins svo að
hann þakkar fyrir sig skjálfandi
af kulda og tekur á sprett.
—GFr.
Sómi íslands...
Fallegar, vandaðar og hentugar innréttingar frá JP eru eins og
svo margur annar innlendur iðnaður sannkallaður ,,sómi ís-
lands”. Við bjóðum þér upp á 21 möguleika á útliti og verði. Það er
þitt að velja en við erum ávallt til þjónustu reiðubúnir ef þú þarf t á
aðstoð að halda.
Að þessu sinni
bendum við sérstaklega á klæðaskápa og gull-
fallegar innihurðir, auk þess sem við minnum
að sjálfsögðu á eldhúsinnréttingarnar, sem
hafa farið sannkallaða sigurför um landið sið-
ustu mánuðina.
ddhús
fataskápar ^
baðskápar C
sólbekkir iájwg|i
inmhuiðir Bflzr
viöarklæðningar
Líttu við, skoðaðu úrvalið!
Gleymduekkiað við höfum bæðireynsluna.... ogfagmennina.
JP innréttingar
Skeifan 7 - Reykjavík - Símar 83913 — 31113