Þjóðviljinn - 09.06.1978, Page 9
ÆSKULVÐSBLAÐ
ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Þykir ópraktí skt!
— Fólki finnst þaö alveg stór-
undarlegt aö kona i svona góöri
stööu, eins og þaö segir, skuli
vera aö fara i myndlistaskóla,
sagöi Anna Hlööversdóttir
hjúkrunarfræöingur og nemandi i
Myndlista- og handiöaskólanum.
— Mig hefur alltaf langaö til aö
fást við myndlist frá þvi að ég
man eftir mér, og finnst það
miklu skemmtilegra en að starfa
sem hjúkrunarfræðingur.Þess
vegna fór ég i þennan skóla i
fyrra og er nú á öðru ári, i textil.
Þegar ég segi fólki að ég sé i
skóla, segir það yfirleitt: „Nú, já,
þú ert i öldungadeildinni.” Það er
nefnilega alveg gengið út frá þvi
visu að maður sé þar, segist -
maður vera i skóla og er kominn
af svokölluðum skólaaldri, eða er
ekki i einhverju langskólanámi.
_ Hvaö finnst fólki svona undar-
legt viö aö þú skulir vera i þessum
skóla?
— Jú, sjáðu til, þetta þykir svo
skelfing ópraktiskt nám- Engin
örugg atvinna eða tekjúr. Og þó
margt sé t.d. skylt með tónlistar-
og myndlistanámi þá þykir það
miklu skiljanlegra að fólk fari i
tónlistarskóla. Það er vegna þess
að þar er kennslan miklu hefö-
bundnari og fólk fær yfirleitt
fasta vinnu að námi loknu, við
kennslu o.þ.h.
— En hér i skólanum er lika fólk
að læra til kennslu, er þaö ekki?
— Jú, jú, það er kennaradeild
hérna og út i frá er lika borin
miklu meiri virðing fyrir henni
ásamt auglýsingadeildinni en
öðrum deildum skólans. Þær eru
nefnilega i hugum manna deildir
sem gefa eitthvað i aðra hönd.
—Hvaö fara myndlistanemar
yfirleitt aö gera aö loknu námi?
— Það er nú afar misjafnt, en
yfirleitt fer ekki nema helm-
ingurinn af fólkinu, sem kemur
út úr þessum skóla, að starfa við
það sem það hefur veriö að læra.
—Hvernig likar þér skólinn?
— Mér likar satt að segja
miklu betur við námið en ég bjóst
við i upphafi.En það sem fyrst og
fremstháir þessum skóla er allt
of þröngt og óhentugt húsnæði.
Deildirnar verða allt of ein-
angraðar, þar sem við erum hér
eiginlega i tveim húsum, á fimm
hæðum.
Annars finnst .mér þetta mjög
góður skóli, og ég er mjög
ánægð . með að hafa farið i betta
nám. -IGG
Anna Hlöðversdóttir.
Að vera í byggingasamvinnufélagi
Rætt við
Ingveldi Þor-
kelsdóttur,
ritara
Blaöamaður Þjóöviljans geng-
ur varlega upp á loft i gömlu húsi
viö Tjarnargötu. Pikk, pikk,
pikk... þar skellur viö hlustum
taktfast ritvélarhljóö. Hann
bankar kurteislega i öxlina á
ungri konu, sem næst situr, og fær
glapið hana inn i eldhús til aö for-
vitnast um hagi hennar og lifs-
striö. Hitt fólkið heldur áfram aö
pikka en blaöamaöurinn fær
skyndikaffi — þrátt fyrir ósvifn-
ina. Unga konan heitir Ingveldur
Þorkelsdóttir, 25 ára gömul, og
leysir fúsiega úr spurningum.
— Hver er vinnustaðurinn og
hvaö gerir þú?
— Þetta er Félagsmálastofnun
Reykjavikurborgar og ég er ritari
hér, sé um launagreiðslur til
kvenna sem starfa hjá heimilis-
hjálpinni og reikninga til þeirra
sem hennar njóta.
— Ert þú f jölskyldumann-
eskja?
— Já, ég bý með Gunnari Þor-
steinssyni bilstjóra hjá ölgerð
Egils Skallagrimssonar og á eina
dóttur, Elvu Dögg 5 ára.
— Leigið þiö eöa búiö i eigin
húsnæöi?
— Við erum að byggja i Bygg-
ingasamvinnufélagi Kópavogs og
fáum 3ja herbergja ibúð I blokk
afhenta i haust. A meðan erum
við i leiguhúsnæði.
— Hvernig skilmálum gangið
þiö aö i sliku byggingasamvinnu-
félagi?
— Við borguðum fyrst stofn-
framlag, sem var um 1300 þúsund
krónur i júni i fyrra og siðan fast-
ar mánaðargreiðslur. Þær eru
hjá okkur 110 þúsúnd krónur á
mánuði og að lokum borgum við
eitthvert jafnaðargjald vegna
hækkana á byggingakostnaöi.
— Vinniö þiö bæði fullan vinnu-
dag?
— Já, og auk þess vinnur Gunni
mikla eftirvinnu. Það er algengt
að hann komi kl. 8-9 á kvöldin
heim.
— Þurfiö þið aö borga háa
húsaleigu?
— Nei, við erum svo heppin að
vera ekki á hinum almenna leigu-
markaði. Við leigjum ibúð hjá
móður Gunna svo að leigan er
hagstæð.
ár erum við komin yíir hann. Þá
eru bara stóru lánin eftir.
— Hvar hefuröu litlu dótturina
meöan þú ert i vinnu?
— Hún er hjá dagmömmu af
þvi að það er ekki hægt að koma
henni á dagheimili. En hún er á-
nægð hjá dagmömmunni.
— Eigið þiö einhverjar tóm-
stundir?
— Það er ekki mikill timi fyrir
þær. Gunni er að vinna svo lengi
fram eftir á kvöldin og ég verö þá
að sjá um húshaldið.
— Ætlar þú aö vinna áfram á
skrifstofu?
— Eg var hálfnuð með öld-
ungadeild menntaskólans við
Hamrahlið en varð að hætta
vegna húsnæðiskaupanna. Ég
vonast til að geta byrjaö aftur
næsta haust en veit ekki hvort það
verður hægt, það eru svona
draumórar. En ég er ákveðin i aö
halda áfram þó að siðar veröi.
—GFr
Ingveldur Þorkelsdóttir hlakkar
til aö komast I nýju ibúöina i haust.
(Ljósm.: GFr)
— Hvernig fóruö þiö aö þvi aö
borga stofnframlagið?
— Gunni átti bil sem hann gat
selt og einnig rétt á lifeyrissjóðs-
láni. Þannig gátum við klofið það.
— Ætli það sé ekki einhver hag-
stæöasti byggingamátinn aö vera
i byggingasamvinnufélagi?
— Jú, ég býst við þvi. Hins veg-
ar er biðtiminn 2 ár i þessu félagi
sem við erum i.
— Veistu hvað greiðslurnar eru
háar fyrir þá sem byrja núna?
— Já, stofnframlagið er orðið
1900 þúsund krónur og mánaðar-
greiðslur 190 þúsund á mánuði
fyrir þriggja herbergja ibúð i
blokk.
— Er þetta ekki dálítið erfitt?
— Okkur er ekki vorkunn að
þvi leyti að við getum bæði unnið
úti og klofið þetta á þann hátt. Við
getum hins vegar ekki leyft okkur
allt og þetta er ekki auðvelt. Erf-
iðasti timinn eru 3 ár. Eftir rúmt
X-G
Islensk gæðaframleiðsla!
d | J i \ Fífa er fundin lausn
Auðbrekku 53, Kópavogi. Sími 43820.
Fifu skáparnir ert^andaöiMaUegi^ódýri^j^Tentí^iva^erT^er^^
Fifu skaparnir eru islensk framleiösla.
Þeirfástiþremviöartegundum, hnotu, álm og antikeik.
Haröplast á boröplötur i mörgum fallegum litum allt eftir yöar
eigin vali. Komiö og skoöiö, kynniö ykkur
okkar hagstæöa verö. Látiö okkur teikna og fáiö tilboö.
Fifa er fundin lausn.