Þjóðviljinn - 11.06.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.06.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. júni 1978 VIKAN SEM VAR — men vitdraga jú eina llnu! (—úr „Framin”, föroyskt tíöarrit fyrir sosialismu og sjálvstýri) Vesalings íhalclið byrgði sinn bæ /Kennarafélag MH I mótmælir embættisveitingu | , Á fundi í Kennarafélag Mennta- skólans við Hamrahlíð 26. maí s.I. var eftirfarandi ályktun samþykkt með öllum greiddum atkvæðumi Kennarafélag M.H. vill beina I þeirri fyrirspurn til menntamála- ráðuneytisins, hvort með ákvörðun 1 þess um embætti skólameistara á j Kgilsstoðum sé ætlunin að hefja til vegs þá stefnu, að til skólastjórnar ' utan hofuðbörgarsvæðisins skuli helst valinn sá umsækjandinn sem minnsta hefur háskólarrfenntunina, einkum ef hann hefur ekki full réttindi til kennslu á viðkomandi , skólastigi. Félagið lýsir megnri vanþóknun sinni á þeim viðhorfum að meta skólastjórn í menntaskóla í dreifbýli svo lítils sem þessi ákvörðun ber vitni um. (Fréttatilkynning) Ég hef áöur minnst á það hversu auðveldlega menn kom- ast hjá opinberri umræöu á Is- landi, slikt sannast enn. Vil- hjálmur Hjálmarsson gerist sekur um embættisveitingu sem minnir mest á það þegar Calli- gula gerði hestinn sinn að ræðis- manni, en halda menn kannski að ráðherrann reyni að verja gerðir slnar? Það er ófátt sem minu elskulega hjarta dettur i hug; flest virðist samt Vil- hjálmur telja brýnna. Það undr- ar að visu engan að hann taki ekki marká undirtyllum sinum, kennurum, frekar en fyrri dag- inn en maöur hefði þó ætlaö að hann virti Félag islenskra fræða svars þegar það andmælir gerðum hans. Borgarstjórnarkosningar eru nú það langt um liðnar aö maður getur litið þær úr ögn meiri fjarlægð og velt þvi fyrir sér sem minnisstæðast er. Hvað ömurlegast þótti mér að horfa upp á Ólaf Jóhannesson kvarta yfir þvi i sjónvarpi að kjósendur hefðu ekki áttað sig á hundsbót- unum sem rikisstjórnin rétti þeim fyrir kosningar. Mér flaug i hug visa sem ég lærði ekki alls fyrir löngu en er vist gamall húsgangur: Til að öölast þjóðarþögn, þegar þeir verða aö fela, gefa sumir agnarögn af þvi sem þeir stela Þaö er heldur ekki annaö að heyra en ólafur sé grautfúll yfir þvi að i'haldið skyldi tapa Reykjavik. „Nú fær „stóra afl- ið” i borgarstjórn tækifæri til aft standa við stóru orðin” hefur „Morgunblaðið eftir honum með flennifyrirsögn 3. júni. Þaö gekk sú skrýtla um bæinn eftir kosningar að Sjálfstæftis- flokkurinn ætlaði i mál við al- menning eftir áfallið á kosninganóttina. Vesalings ihaldið byrf$i sinn bæ/ og beið þess rúmunum i/ að teikn yrði á himni á sól eða sæ/ og sofnaði loksins frá þvi. — En það var eins og fyrri daginn að litið var náttúran breytt: Því vorsólin glampaði á götur og torg/ og gerði ekki kommunum neitt. — Ég veit að sá ágæti sósialisti Þorsteinn Erlingsson fyrirgefur mér f gröf sinni þessa frjálslegu meðferð á einu erindinu úr „Jörundi”. Hvort afkomendur hans gera það skal ósagt látið. hér á landi persónufróðleiksins? Kaupfélagsstjórataliö er komið út. Og svo aðmaður vaði úr einu i annað: Ætli „kvenheildsali” veröi ekki næsta nýyrði tung- unnar. A kvikmyndasiðu „Morgunblaðsins” kosninga- daginn er talað um „karlleik- ara”. í minu ungdæmi var talað um leikara og leikkonur og látið þar við sitja. Spekimál Eitthvað hefur Geir Hall- grimsson verið uggandi um úr- slit kosninganna i Reykjavik. öðruvisi verður tæpast skýrð sú fyrirhyggja hans að hafa með sér vestur um haf ræðustúf eftir Bjarna Benediktsson sem átti við einmitt þetta tækifæri og lesa hann upp i sima þegar sjón- varpið sló á þráðinn. — Nema þá að forsætisráðherrann hafi jafnan með sér „Samlede værk- er” fyrirrennara sins, hann á kannski erfitt með s vefn eins og tii hans er hugsað eftir kaup- ránið. „Gróðinn er ekki tekinn frá neinum” er haft eftir Geir i „Þjóðviljanum” þriðjudaginn 6. júnL Ekki vissi maður að for- sætisráðherrann okkar væri svona bráðfyndinn ofan á business-vitið. Þetta minnir á þau hin fleygu orð: „Kreppan er eins og vindurinn, enginn veit hvaöan hún kemur né hvert hún fer”. — Meðal annarra orða: Þetta hefur verið eignað Asgeiri Asgeirssyni en veit einhver hvenær og hvar hann á að hafa mælt þessum spekimálum? Það skyldi þó aldrei vera að forsætisráðherra hafi haft her- mangsgróðanni huga og hugsað sem svo að sá gróði væri þó al- tént ekki tekinn af löndum hans nema þá i skertri sjálfs- virðingu? „Meira hermang á vegum Einars Agústssonar” er fyrirsögn i „Þjóðviljanum” fimmtudaginn 1. júni. Hvernig er það, hefur heildsalinn Geir Hallgrimsson alveg látið her- mangið fram hjá sér fara? Og hvernig er þaft hvenær megum vib eiga von á „Heildsalatali” J_ Ólafur Jóhannesson: Afram hefur krossferð Hannesar Gissurarsonar gegn kommúnismanum, hann er nú farinn að skrifa i „Visi” auk álitamálanna i „Morgun- blaðinu”. Það er „útvíkkandi umsetning á allar siöur” eins og hjá Bör Börsson forðum. „Rök- fræði ákvarðananna knýr okkur til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn” segir Hannes fimmtudaginn 1. júni en lætur þó ekki hjá lifta að skoöa hlutina I ögn alþjóölegra samhengi viku siftar: ,,Og ts- h Nú fær „stóra aflið” í borgarstjórn tækifæri til\ að standa við stóru orðiro lendinga verftur að minna á það sem þeir gleyma stundum að þeir eru Vesturlandabúar. Vilja þeir vera það áfram? Þeir kjósa um það i þingkosningunum 25. júni”. — Þarna er nú ekki verið að láta smáskitleg dægurmál eins og kauprán og verðbólgu rugla hugsunina. Sigurgeir bæjarstjóri á Sel- tjarnarnesi gerir i „Morgun- blaðinu” 1. júni einhverja lymskulegustu árás á Alþýðu- bandalagið sem hugsast getur: Dóninn segir blátt áfram að stefnuskrá þess sé um margt sambærileg við stefnuskrá Sjálfstæöismanna! Erum við orðnir svona andskoti viðfeðm- ir? var það fyrsta sem mér flaug ihug. Nú, reynslan verður að skera úrum það en einn er sá maður sem tæpast er i vafa, Rúnar Sveinbjörnsson heitir hann. Hann er á framboðssnær- um Fylkingarinnar og hreint ekki billegur i sfðasta tölublaði „Neista”: „Sérhvert atkvæöi til okkar vegur meira en einn Al- þýðubandalagsmoðhaus i viðbót inn á Alþingi! ” Alltaf er maður feginn hressilegu tungutaki. 1 þessum skrifuðum orðum er ég að horfa á framboðskynningu Kommúnistaflokks Islands sem að elskulegri sögn „Verkalýðs- blaðsins” býður fram félaga- skrá sina til þings i Reykjavik! „Igóðsemi vegur þar hver ann- an” stendur þar. Lokaorð í alvöru Að lokum svolitil alvara i sigurvimu bæjarst jórnar- kosninganna. Ég held að það skipti miklu fyrir Alþýðubandalagsmenn að búast ekki við of miklu. Við breytum ekki eignahlutföllum i Reykjavik með Alþýðuflokk og Framsókn i eftirdragi og við höggum ekki strax að rótum borgaralegs eignarréttar á framleiðslutækjunum. Það sem helst kann að gerast á kjörtima- bilinu er að okkur takist að rjúfa þá hagsmunakeðju sem Reykjavikurauðvaldið hefur margvafið um sig, allri alþýðu manna til ills og bölvunar. Þetta breytir hins vegar ekki þvi aö viö höfum áhrif á stjórn borgarinnar sem aldrei fyrr. Og hvernig væri nú að Alþýðu- bandalagið lærði af reynslunni svona rétt til tilbreytingar? Ég hefi þaö fyrir satt að allt okkar flokksstarf hafi aldrei i annan eins öldudal komist og þegar flokkurinn sati vinstri stjórnun- um tveim: flokkurinn var „upptekinn við aö stjórna” var sagt! Slikt má ekki endurtaka sig með allri virðingu fyrir góftum foringjum. Helst þyrft- um við að virkja á einn eöa ann- an hátt hvern einasta flokks- bundinn sósialista i Reykjavik vift borgarmálefnin. Slikt væri besti undirbúningurinn undir þann siag sem við stöndum frammi fyrir að fjórum árum liftnum og jafnframt besta svarið við þeirri gagnrýni sem stundum heyrist aö okkur beint. aft við höfum ekkert að bjóða fólki annað en örlítið heiðarlegri krataflokkenþannsem fyrir er. Jón Thor Haraldssor Barnakóra- keppni Norðurlanda háð í Háskólabíói Dagana 12.-18. júni n.k. munu dvelja hér nær 200 norræn ung- menni vift samkeppni i kórsöng og söngskemmtunum fyrir almenn- ing. Barnakórakeppni Norftur- landanna verftur hér háð i siðasta skipti 13. júni i Háskólabiói. Hún hefur farift fram undanfarin 12 ár á hinum Norðurlöndunum til skiptis, og er nú komift aft þátta- skilum. Bæfti er aft kostnafturinn hefur farift árlega vaxandi, svo aft illviftráftanlegt hefur orftift, og svo hitt, sem talift er vera maklegt orðið, aft árangur þessarar sam- vinnu norrænu útvarpsstöftvanna hefur orftift svo mikill, aft menn eru sammála um að bestu barna- kórarnir séú orftnir þaft góftir, aft erfitt muni reynast þar um aft bæta. Islensku kórarnir tveir, sem undanfarin ár hafa verift þátttak- endur i þessari keppni, hafa tekið þeim framförum við að þreyta þessa raun, að þeir eru nú taldir meðal bestu sambærilegra kóra á Norðurlöndum. Norrænu kórarnir munu dvelja i Skálholti dagana 14.-16. júni i boði Kórs öldutúnsskóla i Hafnarfirði, sem til þess hefur hlotið nokkurn styrk frá Norræna menningarsjóðnum og Mennta- málaráðuneytinu. Þar munu fær- ustu söngstjórar Norðurlandanna þjálfa þá sameiginlega og sam- ræma þá söngtækni, sem bestan árangur hefur gefið. Einnig verö- ur þeim kennt að syngja nokkur lög á öllum norðurlandamálun- um, sem kórarnir munu syngja á tónleikum i hátiöarsal Mennta- skólans við Hamrahlið föstudag- inn 16. júni. Norrænu barnakórarnir munu taka þátt i þjóðhátlðarhátiðahöld- unum 17. júnl, bæði með þvl að syngja fyrir sjúka og aldraða, og koma fram á skemmtuninni á Arnarhóli. Afleysinga- þjónusta við bændur Þann 5. júni s.l. skipafti landbúnaðarráfiherra nefnd til þess að láta fara fram athugun á þvl, hvernig best verfti vift komift afleysingaþjónustu vift land- búnaftarstörf. Er þaö gért með hliðsjón af þeirri þörf, sem er á þvi, að bænd- um verði gefinn kostur á skipu- lagftri orlofs- og afl&ysing- - þjónustu, svo hliöstætt verði og hjá öðrum atvinnugreinum. Nefndinni er falið að gera drög aö frumvarpi um framangreint efni og afhenda ráðuneytinu með greinargerð fyrir næstu áramót. I nefnd þessari eiga sæti: Leifur Jóhannesson ráðunaut- ur, Stykkishólmi, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Hjört- ur E. Þórarinsson bóndi, Tjörn, Svarfaftardal, Ölafur Andrésson bóndi, Sogni, Kjósarsýslu. Ný skáldsaga eftir Sigurð Á. Friðþjófss. Út er komin hjá Letri ný skáldsaga eftir Sigurft A. Frift- þjófsson sem nefnist „Þjóftleg reisn”. Höfundur kveftst tileinka skáldsöguna öllum þeim sem hafa látið lifift i baráttu gegn fas- isma, en þeim sem halda uppi rauðum fána eru sendar baráttu- kveðjur I ávarpi höfundar. Þar hefur söguna aft meira en tiræftur öldungur er látinn rifja upp undarleg tiftindi sem gerftust - i bernsku hans. Skáldsagan er 183 bls.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.