Þjóðviljinn - 11.06.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.06.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 11. júni 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 f Norræna húsinu í dag: Tónverk Jóns Þórarinssonar rÉJr\ rÉJTv rtJr\ <ö> <Q> mjb Á sunhudagskvöldið kl. 20.30 verða flutt verk eftir Jón Þórarinsson tónskáld í Norræna húsinu. Á tónleik- unum verður boðið upp á gott yfirlit á verkum Jóns. Sum verkin eru gömul, allt frá æskuárum hans, en önnur eru ný af nálinni, m.a. verða þrjú verk frumf lutt. halda að þau séu það eina sem eftir mig liggur. Og margir halda aö þetta séu þjóðlög. Þessi lög hafa veriö flutt i alls konar bún- ingi. Meira að segja verið poppuð upp. Ég er heldur á móti þvi. Popparar eiga að semja sjálfir sin eigin lög.” Og um hin lögin segir Jón: „Magdalena Thoresen var ást- kona Grims Thomsens, og ljóð hennar Jeg elsker dig gæti verið ort til Grims. Ég held að ég hefði ekki farið að fást við þetta ijóð nema sá möguleiki væri fyrir hendi.” Og að lokum segir Jón: „Undirbúningur undir þessa tón- Jón Þórarinsson tónskáld. leika hefur tekið tima, ég hef ver- iö að ganga frá ýmsu núna sein- ustu dagana — og ég hlakka til tónleikanna. í rauninni hef ég aldrei samiö nótu nema af ein- hverju ákveðnu tilefni —' héf aldrei skrifað nótur til að safna i skrifboðsskúffuna. ’ ’ UTFLUTNIN GUR — SÖLUSTARF Iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri óskar eftir að ráða mann til starfa við útflutning á vegum deildarinnar Viðskiptafræðimenntun og/eða starfs- reynsla við útflutningsstörf skilyrði Umsóknir sendist starfsmannastjóra Iðnaðardeildar Sambandsins fyrir n.k. mánaðmót, og með þær verður farið sem trúnaðarmál. Iðnaðardeild Sambandsins, Glerárgötu 28. Akureyri. Tveir bættir fyrir strengja- kvartett eru i þeim hópi, og mun Strokkvartett Kaupmanna- hafnar frumflytja það verk. „Þetta .verk á sér langa sögu. Þetta er inngangur og tvöföld fýga. Fúgan er nánast prófverk- efni mitt til meistaraprófs og var samin árið 1947. Inngangurinn var saminn núna nýlega, en upp úr gömlu efni frá þeim árum”, segir Jón Þórarinsson um þetta verk. Þá verða frumfluttir þrir gaml- ir islenskir mansöngvar, sem Kristinn Hallsson syngur við und irleik Ólafs Vignis Albertssonar. „ Þetta er nýtt verk, og eru i rauninni þjóðlagaútsetningar.” segir Jón, „ég fór aö fást við þjóö- lög og útsetja þau, þvi mér fannst að margar þær þjóölagaútsetn- ingar sem til voru, vera byggöar á nokkrum misskilningi og þvi þörf aö setja þjóölögin i nýjan búning. Menn hafa ekki alltaf gert sér grein fyrir eðli þeirra gömlu tóntegunda sem þjóðlögin standa i.” Þá frumflytur Gisli Magnússon pianólag sem heitir Alla marcia. „Þetta pianólag er frá árinu 1954 og var birt i riti sem gefiö var út i tilefni þess að Ragnar i Smára varö fimmtugur”, segir Jón. Af öörum verkum sem leikin verða má nefna tvö sönglög sem Magnús Jónsson syngur: Vor- visu sem samin var um 1950 fyrir þjóðkórinn, og Gróð- urlaus fjöll sem samið var fyrir Sigurð Skagfield. Þá leikur Gisli Magnússon Sónatinu fyrir pianó, sem sam- in var á námsárunum, og hafa ýmsir. pianóleikar flutt það verk oft og mörgum sinnum. Og Ruth Magnússon flytur ljóða- flokkinn Um ástina og dauðann á- samt Jónasi Ingimundarsyni. „Þetta verk var upphaflega sam- ið við undirleik hljómsveitar. Það hefur viða veriö flutt. Ég hef meira aö segja heyrt söngvara frá Filippseyjum flytja þaðj’ seg- ir Jón. Og Ólöf Harðardóttir syngur fimm lög við undirleik Guörúnar Kristinsdóttur: tvö viö ljóö Andrésar Björnssonar og þrjú við ljóð Steins Steinar- Og Siguröur I. Snorrason leik- ur Sónötu fyrir klarinett og pianó ásamt Guörúnu Krist- insdóttur. „Þetta verk var meist- araprófsverkefni”, segir Jón, „kennari við Yale-há- skólann frumflutti það á tónleik- um i skólanum, og siðan var það aftur flutt á tónlistarhátiö allra tónlistarskóla á austurströndinni. Núna hef ég heyrt á skotspónum að einhver Bandarfkjamaður ætli að spila þaö inn á plötu.” Og tónleikunum lýkur á þvi að Sigurður Björnsson og Guðrún Kristinsdóttir flytja Fjögur lög frá æskuárunum. Þar gefur aö heyra Islenskt vögguljóð á hörpu og Fuglinn i fjörunni, — lög sem aflaö hafa Jóni einstæöra vin- sælda meö þjóö sinni. Og svo eru tvö önnur lög, sem ekki eru eins þekkt — viö ljóö eftir Kristmann Guömundsson og Magdalenu Thoresen á norsku. „Ég samdi þessi lög áður en ég fór til fram- haldsnáms i Bandarikjunum. Þorsteinn Hannesson söng þau þá — eöa einhver þeirra — og ég lék undir af veikum mætti,” segir Jón. „Þau hin tvö fyrri hafa sennilega heyrst oftar en allt ann- að sem ég hef gert — oe ýmsir NÆSTU 3JA VIKNA ferðir verða: 9. júní (Uppseld). 7. júlí, (Konoverhótel og íbúðir) 4. ágúst, (Ivanhoehótel m/eða án eldunaraðstöðu) 1. september (Konoverhótel og íbúðir) Sem dæmi um verð fyrir ferðir og gistingu má nefna kr. 174.800 þann 7/7 og 1/9, og kr. 189.000 þann 4/8. FiLsuáFJbLsAC Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar Lækjargötu 2 og Hótel Esju, sími 27800, farskrárdeild, sími 25100, skrifstofur okkar úti á landi, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. búflýgurí vcstur til New York. Svosuður á sólarstrendur Florida. Flatmagar á skjannahvítri Miami ströndinni eða buslar í tandurhreinum sjónum. Tekurí hendina á Mikka mús á fimmtugsafmælinu. Snæðir safaríkar amerískar steikur. (Með öllu tilheyrandi). Býrð á lúxus hóteli í tveggja manna herbergi, með eða án eldunaraðstöðu, eða í hótelíbúð. Shoðar Cape Kennedy Safari Park, Everglades þjóðgarðinn og hin litríku kóralrif Florida Keys. Slærð til og færð þér bílaleigubíl fyrir 19-23 þúsund kr. á viku. Ekkert kílómetragjald. íslenskur fararstjóri verður að sjálfsögðu öllum hópnum til halds og trausts.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.