Þjóðviljinn - 11.06.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.06.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. júnl 1978 LANDHELGISMÁLIÐ SVAVAR GESTSSON: ÞJÓÐIN BAR SIGURORÐ AF NATO-VINUM i Morgunblaöinu og Timanum hefur aö undanförnu mátt lesa skrýtna texta um landhelgismál- ið. Framsóknarflokkurinn þakk- ar sér 200 milna landhelgina vegna þess að flokkurinn hafi verið i öllum þeim rikisstjórnum sem hafa fært út landhelgismörk- in. Framsóknarflokkurinn gieymir hins vegar að láta þess getið hversu erfiðlega hefur gengið að vinna með honum að útfærslu iandheiginnar, sérstak- lega i 12 milur og siðar i 50 milur. Sú saga verður ekki rakin ýltar- lega hér. 1958 1972 1972 kom enn að þvi að færa út landhelgina. I þetta sinn var Framsóknarflokkurinn vissulega i rikisstjórn ásamt Alþýöubanda- laginu og Samtökum frjáls- lyndra. Enn er Lúðvik Jósepsson sjávarútvegsráðherra. Alþýðu- bandalagið hafði fyrst allra flokka flutt tillögu um það i sér- stakri landhelgisnefnd þingflokk- anna að landhelgin yrði færð út i 50 sjómilur á ákveönum degi. 50 sjómflur voru ekki valdar sem viðmiðun af neinu handahófi, heldur vegna þess að 99% af þorskafla tslendinga veiðast inn- an 50 milnanna. Framsóknar- flokkurinn drattaðist með til út- færslu i 50 milur, en þá dró til átaka við Breta og Vestur-Þjóö- verja og Atlantshafsbandalagið. Þorskastrlð hófst, Nató-herskip send á tslandsmið og lif islenskra sjómanna var f stórfelldri hættu á miðunum umhverfis landið. Við- ræöur viö Breta sigldu í strand, en i október 1973 er draugagang- urinn frá NATO orðinn svo magnaður i stjórnarráðinu að ólafur Jóhannesson þáverandi forsætisráðherra leitar leiða til hannesson hefur yfirleitt ekki verið staðinn að óheiðarleika i stjórnmálabaráttunni, hann reynir alla jafna heldur en hitt að bregða yfir sig skikkju dreng- skapar og heilinda. En þessi ferð hans til London og framkoma hans við samstarfsflokka sina i rikisstjórn var eitthvert lúaleg- asta bragð sem um getur I sliku samstarfi. Ekki vegna þess ein- vörðungu hvernig samningarnir voru,heldur ekki sist vegna þess sem hann hafði lofað áður og svikið. munum bölvun. Morgunblaðið reyndi að gera útfærsluna i 50 milur tortryggilega, hélt þvi til dæmis fram að afli Breta heföi heldur vaxið en minnkað eftir að landhelgin var f$srð út! Borgar- stjórinn I Reykjavik, Geir Hali- grímsson, gerði sér einkaerindi til Grimsby til þess að grafa und- an málstað Islands i landhelgis- málinu, aðallega með þvi að gera Lúðvik Jósepsson sjávarútvegs- ráðherra tortryggilegan. Þegar eitt ár var liöiö frá útfærslu land- helginnar komst leiðarahöfundur Aðeins skal minnt á, að 1958 þegar landhelgin var færð (út i 12 milur, var hér rikisstjórn Framsóknarflokksins, Alþýöubandalagsins og Alþýðu- flokksins. Lúðvik Jósepsson var sjávarútvegsráðherra i þeirri rikisstjórn. Hann beitti sér fast fyrir þvi að landhelgin yrði færð út i 12 milur; hinir stjórnarflokk- arnir voru hikandi. Utanrikisráðherra vinstri- stjórnarinnar, Guðmundur I. Guðmundsson bar þau boð i breska sendiráöiö aö Lúðvik þyrði ekki i bráðina að færa land- helgina út. Breski sendiherrann þáverandi segir frá þvi i endur- minningum sinum að það hafi orðið Bretum mikil vonbrigði þegar yfirlýsingar Guðmundar I. Guðmundssonar reyndust vera hrein og bein markleysa; Lúðvik undirritaði reglugerð um útfærslu landhelginnar i 12 sjómilur. Framsóknarflokkurinn hafði hins vegar hótað þvi að reka Lúðvik úr rikisstjórninni ef hann undirritaöi reglugerðina. En einhugur þjóöarinnar var á bak við stefnu Alþýðubandalagsins i landhelgis- málinu og þess vegna þoröu milli- flokkarnir ekki annað en að dratt- ast með. Þessi var nú reisnin vfir Framsókn i landhelgismálinu 1958: Framsóknarflokkurinn vildi taka tiiliti til hgsmuna Atlants- hafsbandaiagsins sem aftur gætti hagsmuna Breta i land- helgisdeilunni. En það kom fyrir ekki vegna þess aö þjóðin stóð einhuga á bak við stefnumótun Aiþýðubandalagsins i landhelg- ismálinu. Það er riiikill misskilning- ur, að 50 sjómílna landholgin sé mál dagsins í dag eins og kommúnistar halda fram, 50 sjómílna landhelgi á engan hljómgrunn. Sú tala er aldrei þess að bliðka hernaðarbanda- lagið. Seint I október eöa snemma i nóvember sendi hann sérstakan einkaerindreka sinn til London til þess að hafa tal af Edward Heath þáverandi forsætisráöherra Breta. Einkaerindrekinn þekkti Heath persónulega, var I Fram- sóknarflokknum og um leið i þeim armi flokksins sem helst vildi sundra vinstristjórninni. Erind- rekinn undirbjó ferö ólafs til Lon- don sem var farin snemma i nóvember. Tilgangur fararinnar var sá, að sögn Olafs Jóhannes- sonar inni I rikisstjórninni og á blaðamannafundum, að hann færi utan tii þess aö kanna hvort hugsanlega væri grundvöllur fyr- ir því að hef ja viðræður við Breta, hvort þeir væru reiðubúnir til þess að draga herskip sin úr land- helginni og þar meb að viöur- kenna lögsögurétt Islendinga. Ölafur lagði áherslu á það áður en hann fór út að hann væri að hef ja könnunarviðræður. En þegar hann kom til London i teboðið hjú Heath i Downingstræti 10 þá dró Ölafur upp tilbúiö uppkast að samningi sem Bretar féllust þeg- ar á. Uppkastið reyndist siðan vera úrslitakostir af hálfu Breta. Einkaerindreki ólafs hafði þá áð- ur undirbúið ferð hans með þess- um hætti og hafði I umboði ólafs farið utan til samninga . við Breta. Það er rétt að leggja áherslu á það að Ólafur Jó- Kosnlngahandbókiii fyrir Alþingiskosningarnar kemur út eftir helgina. Bókabúðir, flokkslistar og aðrir aðilar, sem vilja panta bókina, þurfa að gera það á mánudaginn eða sem fyrst i sima 8 12 90. Aðeins sent skuldlausum viðskiptavinum. Bókaútgáfan Fjölvis. Þarna lét Framsóknarforing- inn undan kröfum Atlantshafs- bandalagsins rétt eins og haföi gerst 1958 þegar forsætisráðherra Framsóknar hótaði að biðjast lausnar fyrir sjávarútvegsráð- herrann. Þannig er saga Framsóknar- flokksins i landhelgismálinu ákaflega gloppótt. öheilindin og óheiðarleikinn gagnvart sam- starfsflokknum er aðaleinkennið. „50 mílna landhelgin á engan hljómgrunn” Þátt Sjálfstæðisflokksins i land- helgismálinu þarf ekki að ræða i löngu máli. Hann var beinlinis andvigur útfærslunni i 12 milur og gerði allt sem hann gat til þess að grafa undan samtökum lands- manna. Þegar hann komst til valda ásamt Alþýöuflokknum ’69 varö það eitt fyrsta verkið að gera nauðungarsamningana við Breta og Vestur-Þjóðverja 1961. Samkvæmt þessum samningi af- söluðu Islendinar sér réttinum til frekari útfærslu landhelginnar i hendur útlendinga — þ.e. Breta og Vestur-Þjóbverja. Þessi samningur er einhver hrikaleg- asti afsalasamningur landsrétt- inda sem geröur hefur verið hér á landi. Þaö sem bjargaði málun- um var þaö að báðir þáverandi stjórnarandstööuflokkar lýstu þvi yfir að þeir hefðu nauðungar- samninginn að engu ef þeir kæm- ust I stjórnaraðstöðu — og það varö. Éf Sjálfstæðisflokkurinn heföi ráðið ferðinni áfram hefðu landhelgismörkin ekki verið færö út úr 12 milum fyrr en Bretar og Vestur-Þjóöverjar voru tilbúnir til aö samþykkja slikt og það gat i fyrsta lagi gerst 1. janúar 1977 er Efnahagsbandalagslöndin færðu landhelgismörk sin i 200 sjómilur. Þegar Alþýðubandalagið beitti sér fyrir útfærslunni I 50 sjómilur var Sjálfstæöisflokkurinn á móti þvi. Hann gerði allt sem hann gat tii þess að gera islenskum hags- »> Morgunbiaðsins svo að orði — 1. september 1973: ,,Það er mikill misskiiningur að 50 milna land- helgin sé mái dagsins i dag, eins og kommúnistar halda fram, 50 milna landhelgin á engan hljóm- grunn.”l leiðara Morgunblaðsins 29. mai 1973 hafði verið um það talaö að NATO væri mikilvæg- ara en landhelgismálið.og þannig mætti endalaust tina upp dæmin um framkomu Sjálfstæöisflokks- ins þegar tslendingar áttu i ör- lagarikustu átökum siðari tima. Saga Morgunblaösins og Sjálf- stæðisflokksins i sambandi við þessi átök veröur vonandi rituö fyrr en seinna; sú saga gæti oröið kennslubók um óþjóölega afstöðu á úrslitastundum. Upphaf stjómar- samstarfsins Þegar Olafur Jóhannesson kom með úrslitakostina frá Heath i byrjun nóvember 1973 lýsti Morgunblaðiö þvi þegar i stað yf- ir aö Olafur gæti treyst á stuöning Sjálfstæðisflokksins. Hið sama gerði Alþýðuflokkurinn. Þar meö lá fyrir að Framsóknarflokkurinn ætlaði að knýja samningana i gegn með stuðningi viðreisnar- flokkanna. Sjálfstæöisflokkurinn ætlaði þannig að rifa rfkisstjórn- ina á hol; mynda rikisstjórn með Framsóknarflokknum án kosn- inga. Þannig hófst samstarf Framsóknar og ihaldsins sem siöan leiddi til myndunar núver- andi rikisstjórnar — það voru með öðrum oröi afskipti Atlants- hafsbandalagsins og Breta sem lögðu grundvöllinn að hjónabandi þessara tveggja flokka. Það er einkar vel við hæfi. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru komnir saman I rikisstjórn var þaö eitt fyrsta verk ráðherranna að lýsa þvi yfir að Islendingar gætu ekki variö landhelgina.Þess vegna yrði aö semja við Breta og Vestur-Þjóöverja. Uppkast var gertað samningi viö Vestur-Þjóö- verja sem gerði ráö fyrir 57 tog- urum á veiðum i islensku land- helginni — þjóðin hafnaði þessu samkomulagsuppkasti með víð- tækum mótmælaaögerðum. Svo mikla áherslu lagði ríkisstjórnin- in þó á aö semja við útlendinga að hún samdi við Breta I Osló — fyrir milligöngu Atlantshafsbanda- lagsins — um veiöar I landhelg- inni allt til 1. desember 1976 — en mánuði siöar tóku Bretar sér 200 milna landhelgi. Þaö er þvi endaleysa að tala um „sig- ur” á sambandi við Oslóarsam- komulagið. „Siðlaus ævintýrapólitík Hlutur Alþýðuflokksins i land- helgismálinu er þvi miður ljótur: Hann sat á svikráðum við út- færsluna i 12 milur þó að hann væri innan rikisstjórnar. Hann var andvigur útfærslunni i 50 mil- ur, kallaði hana „siðlausa ævin- týrapólitik”. Hann stóð að samn- ingunum 1961 sem gerðu ráð fyrir aö Islendingar mættu aldrei færa landhelgina úr 12 sjómilum. 200 mílurnar vorið 1974 Þess verður aö geta aö frum- varpiö um heimild til útfærslu landhelginnar i 200 sjómilur var samþykkt 13. april 1974 og sam- kvæmt þeim lögum var lýst yfir útfærslu i 200 sjómilur frá 15. október 1975. Það er nauösynlegt að taka það einnig fram að út- færsla landhelginnar I 50 milur haföi ekki aðeins úrslitaáhrif á möguleika Islendinga til þess aö friða fiskistofna sem voru I stór- felldri hættu vegna vaxandi ágangs erlendra fiskveiðiþjóða heldur ber einnig að gera sér grein fyrir þvi að útfærslan i 50 milur hafði mjög veruleg áhrif á alþjóðlega þróun hafréttarmála. Otfærslan i 50 milur auðveldaði þvi útfærsluna I 200 milur, ekki aðeins við Island, heldur einnig hvarvetna annars staðar. Þjóðin vann sigurinn Niðurstaðan af þessum hug- leiðingum verður þvi þessi: Allir þeir'flokkar sem á sinum tima voru andvigir útfærslunni á land- helgi Islands eftir að tslendingar losnuðu undan danska svinakjöts- samningnum vilja nú eigna sér árangurinn. Þeir um það — en þjóðin má ekki gleyma þvi ab það var hún sem vann sigur ú úrtölu- mönnunum með þvi að styrkja og styðja stefnu Alþýðubandalagsins i landhelgismúHnu. Þrfflokkarnir voru allir bundnlr af hagsmunum NATO, þeir voru alllr þeirrar skoðunar að „NATO væri mikil- vægara en landhelgismálið”, þeir voru reiðubúnir til þess að fórna islenskum hagsmunum á altari hernaðarbandalagsins. Sjálfshól NATO-flokkanna nú er þvi aðeins aumkunarverð tilraun til þess að kasta ryki í augu kjósenda. Stað- reyndir málsins liggja fyrir. Þær geta allir réttsýnir menn kynnt sér. Alþýðubandalagið óttast ekki þeirra mat. Ræktunarstefna í stað rányrkju Nú, þegar landhelgin er að verða að fullu friðuð fyrir erlend- um veiöiskipum, ber að marka skýra stefnu um það hvernig ú að nýta landhelgina. 1 þeim efnum ber að fara með gát: þar verður skynsemi og framtiöarheill að ráöa en ekki sérhagsmunirnir. Nú þarf að skapa þjóðareiningu um heildarstefnu til nýtingar lands- ins og landhelginnar, ræktunar- stefnu i stað rányrkju. Sú þjóðar- eining þarf að risa af engu minni þrótti en i landhelgismálinu forð- um tið. Sú eining næst þó aöeins et félagsleg sjónarmiö eru lögð til grundvallar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.