Þjóðviljinn - 11.06.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.06.1978, Blaðsíða 9
Sunnudagur II. júnl 1978 ' ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Hvort finnst yöur mannúMegra - atómsprengja eöa nevtrónusprengja? bátur er staddur á hverjum tima. Sovétmenn eru sagöir „kyn- slóöum” á eftir i þessari hlustun- ar- og eftirlitstækni. Þvi eigi þeir ekki annan kost en aö smiöa mik- iö af hinum háværu og klossuöu kafbátum sinum i þeirri von aö einhverjir sleppi ef til átaka kem- ur út á mergöina. t greininni segir aö Rússar reyni mikiö til aö afla sér upplýsinga um hinn banda- riska útbúnaö meö njósnum, en þvi er bætt viö, aö þær ættu firna mikiö ógert, jafnvel þótt þeim tækist nú aö komast yfir upp- lýsingar af þessu tagi. Efi og sjálfstraust Annan júni er uppsláttur á for- siöu hins sama blaös: Yfírmaöur bandariskra varna efast um aö Nato geti staöist rauöliöum snún- ing þrátt fyrir tæknilegar umbæt- ur. A annarri siöu sama dag er svo grein sem segir meö fyrir- sögn aö „Bandariski flotinn er fullur sjálfstrausts á Atlants- hafi.” Þar er greint frá þvi, aö bandariski flotinn hafi nú svo góöan búnaö og vopn gegn kaf- bátum, aö hann gæti komiö 95% af vopnum og vistum meö skipa- lestum yfir Atlantshaf — þrátt fyrir allan sovéska kafbátaflot- ann. Talsmenn flotans segjast þar hafa aö undanförnu náö stór- kostlegum framförum; geti þeir nú fundið óvinakafbáta i 60-70 milna fjarlægö frá skipalest og grandaö þeim snarlega. Tals- menn flotans bæta þvi viö aö ef til átaka komi i Evrópu þá sé rangt aö gera ráö fyrir þvL aö vopn og vistir veröi aö flytja yfir hafiö meö loftbrú vegna hins rússneska kafbátaflota. Sekt Sovétmanna Þaö sem hér aö framan segir jafngildir ekki þvi.að Sovétmenn séu saklausir vesalingar i vig- búnaöarkapphlaupi. Það firrir þá ekki ámæli þótt mikið af þvi sem þeir gera megi kannski skoöa sem viöbrögö viö bandariskum yfirburðum i hernaöartækni. Inn- rás i Tékkóslóvakiu jafnt sem ný ævintýri þe'irra á austurhorni Af- riku eru mjög hæpiö framlag til friðar, svo ekki sé meira sagt. Nixon Bandarikjaforseti sagöi áriö 1968 að innrásin i Tékkó- slóvakiu heföi bjargaö Nató næstu tiu árin. Jörgen Dragsdahl frá Infor- mation fór nýlega i könnunarferð til Moskvu og hann minnir lika á þaö hvernig Sovétmenn hafa ein- staklega gott lag á aö gera sjálfa sig tortryggilega i vigbúnaöar- málum. Menn vita að vegna þess aö Sovétrikin framleiöa um helm- ingi minna en Bandarikin, þá kostar það helmingi meira fyrir Sovétmenn aö hafa i fullu tré við keppinauta sina i vigbúnaöi. Og satt aö segja er þaö þó enn dýrara þvi aö þeir þurfa aö bæta á sig m.a. hálfrar milljóna manna vesturþýskum her sem er talinn mjög vel þjálfaður og vigbúinn. Auk þess fer drjúg- ur hluti sovésks vigbúnað- ar til liðs þess sem stend- ur á landamærum Kina. öll efnahagsleg rök mæla þvi með þvi,aö Sovétmenn hafi raunveru- legan áhuga á aö stööva vig- búnaðarkapphlaup, svo mjög sem þaö þrengir aö þeirra kjörum. En þeir fást ekki til aö ræöa málin opinskátt. Þeir fara meö allar upplýsingar eins og mannsmorö. Allar umræöur um vigbúnaðar- kapphlaupiö byggja á vestrænum heimildum. Dragsdahl sá sem áöan var nefndur segir þetta leyndardómamakk ganga svo langt, aö i SALT-viöræðum biöji fulltrúar sovéska hersins banda- risku fulltrúana aö segja „borgaralegum” sovéskum full- trúum ekki frá vissum hlutum sem varöa sovéska herinn! B ókhaldsbrellur Annaö þékkt dæmi er þaö aö Sovétrikin halda fast viö þaö i friöartali sinu aö þau verji aöeins 17 miljöröum rúblna á ári til hernaöar — en þaö er aðeins fimmtungur af bandariskum út- gjöldum. Siöan hamra þau á þvi, aö báöir aðilar skuli td. minnka hernaöarútgjöldin um 10%. Þetta er fáránlegt þvi hér er bersýni- lega ekki um sambærilegar tölur aö ræöa. Til dæmis kaupir banda- riski herinn vigbúnaö sinn á markaðsveröi — i Sovétrikjunum er allt á einni hendi og þvi hægt að skrá t.d. nýja skriödreka eöa flugvélar á spottverði sem ekki kemur kostnaðarveröi viö. Sovét- menn geta einnig skrifaö allar rannsóknir vegna hernaöar á aðra útgjaldaliöi rikisins. Ailt þetta gerir það að verkum, að þegar Sovétmenn krefjast hrein- skiptni i vigbúnaöarmálum þá tala þeir fyrir daufum eyrum og hafa i reynd afhent vestrænum aðilum einokun á upplýsinga- starfsemi um vigbúnaöarkapp- hlaupiö. Minnisblöð í moldviðri Af þvi sem aö ofan er rakiö má vera ljóst aö það er hægt aö finna margar gloppur á þeim upp- lýsingum sem að okkur er otaö um vigbúnaöarkapphlaup og valdajafnvægi. Hitt er svo erfið- ara aö benda á greiöfæra leiö út úr þvi moldviðri sem upp er þyrlaö um þessi mál. En þaö skiptir miklu aö okkur takist aö koma i veg fyrir aö fólk ánetjist frekar en oröiö er röksemdum þeirra „jafnvægiskenninga” sem i reynd hafa ekki þýtt annað en aukinn vigbúnaö og auknar hætt- ur á tortimingu þjóöa og mann- kyns alls. Og það er þá brýnt að menn hafi i huga eftirtalin atriði sem mörg- um munu sæmilega kunn nú þeg- ar: Vigbúnaöarkapphlaupið á sér miklu fleiri rætur en beinar öryggisþarfir Sovétrikjanna og Bandarikjanna. Vopnasala er at- vinnuvegur og gróöavegur. Bandarikin hafa sterkar tilhneig- ingar til aö leysa greiösluhalla og atvinnuleysi meö vopnafram- leiöslu og sölu — um leiö og þau auka meö vigbúnaöarkapphlaupi á efnahagslega örðugleika Sovét- rikjanna.Sovéskur vigbúnaður er m.a. tengdur viöleitni til að halda óbreyttum itökum i austur- Evrópu. í vítahring Stórveldunum hefur ekki tekist að leysa vitahring sem mætti lýsa þannig: nýtt vopn — sem kallar á nýtt varnarvopn sem kallar á svar viö varnarvopni. Ný vopn hafa orðiö til undir þvi yfirskini aö þau mætti nota sem tromp i samningaviðræöum viö and- stæðinginn — niöurstaöan hefur alltaf oröiö sú aö hiö nýja vopn hefur festst i sessi hjá báöum. Um leið þýða hin nýju og ná- kvæmu vopn auknar styrjaldar- hættur. Ýmsir óháðir sérfræöing- ar (Barnaby frá SIPRI, Agrell ofl.) telja að hin nýju vopn hafi dregiö úr þeim mun sem i vitund manna hafi til þessa verið á kjarnorkustriði og „venjulegu” striöi. Þeir telja aö þeim sjálfs- blekkingarviöhorfum hafi vaxið fiskur um hrygg meöal herfor- ingja og sumra stjórnmáiamanna aö strið með „venjulegum” vopn- um sé hugsanlegt og lfka aö unnt sé aö heyja kjarnorkustyrjöld og vinna hana. Þessi viðhorf segja þeir eru að sönnu ekki rikjandi meöal þeirra manna sem mestu ráða hjá hernaðarbandalögum,en samt breiöist þessi hugsunarhátt- ur út. Tækniþróunin og dreifing há- þróaðra vopna um allar jaröir auka einnig likur á stórstyrjöld sem byrji vegna tæknilegra mis- taka eöa bilana. Við eigum að trúa Þaö er sjálfsblekking aö hægt sé aö heyja styrjöld milli blakk- anna tveggja, þannig aö báöir stilli sig um að nota sin stórvirk- ustu vopn. En þaö er hugsanlegt aö risarnir tveir heyji styrjöld sin i milli sem þýöi þaö fyrst og fremst aö Evrópa tortimist — vesturevrópskir félagar Banda- rikjanna i Nató og austur- evrópskir sessunautar Sovétrikj- anna i Varsjárbandalagi hverfi af yfirborði jaröar meöan risarnir tveir haldi tórunni bak viö um- samdar giröingar varnareld- flauga (sbr. Alva Myrdal — „Af- vopunarleikurinn”). Okkur er sagt aö viö skulum vera rólegir og biða eftir þvi, að risaveldin hernaöarbandalögin semji sin á milli um afvopnun. Okkur er sagt að lúta nauöhyggju þeirra forræöis. Okkur er sagt að treysta þeim — enda þótt risa- veldin hafi tifaldaö vopnabúnað sinn frá þvi þau hófu afvopnunar- viðræöur fyrir um þaö bil tuttugu árum. Viö eigum aö trúa þeim þegar þau segja satt og þegar þau ljúga okkur fulla. Viö eigum aö trúa þeim þegar þau boöa I oröi slökun og sáttfýsi jafnt og þegar þau boða hörku og tortryggni. 1 staö þess aö ganga úr leikn- um. Arni Bergmann Gröfumaður óskast til starfa hjá Hveragerðishreppi. Upplýsingar á skrifstofu hreppsins i sima 4150 eða hjá verkstjóra i sima 4337. Hveragerðishreppur LAUSSTAÐA við skráningardeild Rannsóknarlögreglu ríkisins Staða ritara við skráningardeild Rannsóknarlögreglu rikisins er laus til umsóknar. Vélritunarkunnátta nauðsyn- leg. Eiginhandar umsóknir ásamt upplýs- ingum um fyrri störf sendist Rannsóknar- lögreglu rikisins, Borgartúni 7, Reykjavik fyrir 19. júni 1978. ÚTBOÐ Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar óskar eftir tilboðum i byggingu parhúsa (30 ibúðir). Húsunum skal skila tilbúnum undir tréverk, en undanskildir eru ýmsir verkþættir, svo sem jarðvinna, raflögn, hita- og hreinlætislagnir og fleira. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu F.B., Mávahlið 4,frá þriðjudeginum 13. júni gegn 30 þús. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð föstudaginn 7. júli 1978. ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i lagningu hitaveitu i Njarðvik,3ja áfanga. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 9a Keflavik, og á Verkfræðistofunni Fjarhitun hf. Alftamýri 9,Reykjavik,gegn kr. 20.000.00 skilatryggingu Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja fimmtudaginn 22. júni 1978 kl. 14.00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.