Þjóðviljinn - 11.06.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.06.1978, Blaðsíða 8
8 SÍÐA —r ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. júni 1978 Afvopnunarráðstefnan í Genf — óþekktur teiknari Þeir ku vera farnir að hafa áhyggjur af dreifingu kjarnavopna. ■- batt og i valdaj afnvæ í heiminum sunnudagspistill eftir ÁRNA BERGMANN i fyrra var 360 miljörð- um dollara sóað í vig- búnað. Það er fjórtánföld sú upphæð sem notuð var til þ róunaraðstoðar á meðan 75% af allri vopna- sölu fara til þróunarland- anna. Heill her af ágætum og sérfróðum mönnum kemur sér saman um að ný tíðindi úr vígbúnaðarkapp- hlaupinu geri kjarnorku- styrjöld sennilegri en áður. Gjöreyðingarhættur marg- faldast. Það er kölluð saman afvopnunar- ráðstefna hjá Sameinuðu þjóðunum og Geir Hall- grímsson forsætisráðherra fer þangað. En í sömu ferð sækir hann fund hjá Nató, þar sem samþykkt er að auka hernaðarútgjöld um 3% á ári til 1984 og þar með herða á kapphlaupinu. Eins og aörir talar Geir um nauðsyn afvopnunar. Og bætir siðan við eins og kollegar hans, að vestræn riki verði að efla varnir sinar. Þeir i Varsjárbandalaginu tala ósköp svipað. Allir eru að tryggja hið fræga hernaðarlega jafnvægi. Og eins og segir i nötur- legri skrýtlu: Það verður ekki strið.en það verður svo mögnuö barátta fyrir friði að ekki mun standa steinn yfir steini. Það er alltaf verið að segja okk- ur Islendingum, aö við eigum að hafa hægt um okkur i herstöðva- málum. Okkur er sagt að við megum ekki trufla jafnvægið. Við skulum skoða þetta örlitið nánar. Sigrar og ósigrar risanna Það er t.d. sagt: Rússar sækja allsstaðar fram með áhrif og ítök og við megum ekki leggja þeim lið. Þá er minnt t.d. á Kúbu.Viet- nam og Angólu sem dæmi upp á úrþenslu sovéskra áhrifa. 1 þeirri romsu felst i fyrsta lagi fyrirlitn- ing á þeim hreyfingum sem þjóð- frelsis- og byltingarbaráttu hafa háð i þessum löndum. I annan stað er þvi gleymt að það er ein- mitt bandarisk heimsvaldastefna sem tryggir samband byltinga I þessum löndum við Sovétrikin. í þriðja lagi er þvi alltaf sleppt aö Sovétrikin hafa ekki aðeins eign- ast pólitiska bandamenn. Þau hafa misst samherja og eignast nýja andstæðinga. Kinverjar eru ekki samherjar Kremlverja eins og fyrir 1960, heldur hörðustu andstæðingar, og munar um minna. Sovésk utan- rikisstefna hefur beðið ósigra I Ghana,i Indónesiu,i Egyptalandi, Albaniu og viðar. Bandarikin hafa einnig beðið ósigra eins og við vitum. Sannleikurinn er sá að risarnir tveir hafa báðir misst úr höndum sér hluta þess mikla valds sem úrslit heimsstyrjald- arinnar siðari færðu þeim i hendur. Hlutur meðalstórra og smárra rikja i heimsmálum hefur að sama skapi vaxið — og þar með nokkuð aukist svigrúm þeirra til sjálfstæðra athafna. En það er einmitt i vigbúnaðarkapp- hlaupinu að risaveldin halda sér- stöðu sinni — hinar firnadýru og hárnákvæmu nýungar i vigbúnaði auka með nokkrum hætti sérstöðu þeirra og eins og gera vandamál striðs og friðar að þeirra einka- málum. Þau hafa bæði sýnt sterka viðleitni gil að reyna að leysa afvopnunarmál meö tvi- hliða samkomulagi sín i milli — aöstæður krefjast. Þegar her- foringjar Nató vilja pína þjóð- þingin til aukinna fjárveitinga bera þeir saman magntölur og fá þá út að ástandið sé skelfilegt vegna þess að Varsjárbandalagið hafi svo og svo mörgum fleiri skriðdrekum eða hermönnum á að skipa en þeir sjálfir. Þegar þessir sömu hershöfðingjar þurfa að hressa upp á hugrekkið hafa þeir hátt um að Nató hafi yfir- burði vegna þess aö tækni- búnaður þess sé betri, nýrri, full- komnari. Lítil saga af skriðdrekum Þessi saga er alltaf að endur- taka sig. Tökum skriðdreka sem dæmi. I nýlegri grein i danska blaðinu Information er getið um þrennskonar tölur yfir skriðdreka þá sem blakkirnar tefla hvor gegn annarri i Evrópu. The annað mál er að árangurinn hefur verið næsta rýr til þessa. Hvernig er borið saman? Eins og við sögðum áður er eink- um reynt að hræða smáþjóðir eins og íslendinga frá sjálf- stæöum ákvörðunum i utanrikis- málum með skirskotun til þess að ekki megi raska hinu viðkvæma jafnvægi i herstyrk milli austurs og vesturs. Það sé nógu bölvað að Varsjárbandalagið sé alltaf að draga á Nató i þeim efnum og reyndar orðið sterkara en Nató á mörgum sviðum nú þegar. Það er rétt að itreka það sem við höfum stundum lagt á áherslu áður, að engin skynsamlegur samanburðargrundvöllur 'virðist til á herstyrk hernaðarblakkanna tveggja. Ekki bætir það úr skák að sömu aðilar túlka sömu tölur á mismunandi vegu eftir þvi sem Times segir að Nató hafi 21.500 skriðdreka gegn 57.930 skriðdrek- um Varsjárbandalags. Associated Press segir að Nató hafi 13.700 skriðdreka gegn 67.800. Sænska friðarrannsóknastofnunin SIPRI segir að hlutföllin séu 11.900 gegn 26.800. Og siðan kemur sér- fræðingur blaðsins ofan á allar þessar tölur og segir þær allar marklausar. Af hverju? Hann segir, að þeg- ar talað sé um skriðdreka Var- sjárbandalags verði að nefna um leiö fjölda þeirra eldflauga sem Nató hefur til taks gegn skrið- drekum. A þvi sviði hefur Nató aldrei haft jafn mikla yfirburði og nú. Bandariska timaritið Aviati- on Week and Space Technology segir, að 1976 hafi Nató átt 47.000 eldflaugar sem granda skrið- drekum en á þessu ári fari talan upp i 193.000. I öðru lagi er spurt um gæði skriðdrekanna. Verulegur hluti hinna sovésku skriðdreka eru frá fyrstu árunum eftir striiXen hinir bandarisku og þýsku eru yngri og fullkomnari. 1 þriðja lagi sýndi reynslan af siðasta striði milli Israela og Egypta að skriðdrekar eru miklu lakari vopn en áður hafði verið reiknað með. Fót- gönguliði getur skotið eldflaug, sem kostar 4000 dollara, og hún leitar sjálf uppi og eyðileggur skriðdreka sem kostar hálfa miljón dollara. Striðsaðilar þar i Miðjarðarhafsbotnum urðu fyrir svo miklu skriðdrekatjóni að margir hafa siðan talið þá úrelt vopn — og væri stórlega dregið úr framleiðslu þeirra ef ekki kæmu til þau tregðulögmál sem mjög setja svip sinn á alla hernaðar- hugsun. Listin að granda kafbátum Eins og við höfum stundum minnst á áður hefur svipað oft orðið upp á teningum, þegar talið berst að hinni frægu sovésku flotahættu. Bandariski öldunga - deildarþingmaðurinn Les Aspin hefur komist svo að orði að mikið af hinum skelfilega rússneska flota væri hvergi til nema á skrif- borðunum i Pentagon, húsi bandariska hermálaráðuneytis- ins. Samkvæmt hans athugunum erusovésk skipaðjafnaðilélegri, smærri og eldri en hin banda- risku. Við getum tekið alveg spánný dæmi af þessu flotarifrildi. A for- siðu International Herald Tribune 31. mai sl. er sagt frá harðorðri gagnrýni Carters Bandarikjafor- seta á mikinn vigbúnað Rússa. Inni i sama blaði er fróðleg grein; hún er um það að Rússar séu langtá eftir Bandarikjamönnum i að hlera uppi kafbáta og fylgjast með þeim. Bandarikjamenn geta filtrað nákvæmlega hljóðbylgjur i sjónum á þann veg að þeir vita hvar hver einasti sovéskur kaf-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.