Þjóðviljinn - 11.06.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.06.1978, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. júni 1978 helgarviðtalið , ,Maðurinn vilja auðæfi náttúrunnar. Tortim- ing þjóðflokka, sem búa i náttúru- legu umhverfi sinu, er þema sem sifellt skýtur upp kollinum i bók- um Mowats. Sjálfur er hann mað- ur, sem forðast stórborgarþys og „þróað” umhverfi, hann býr stór- an hluta árs á Nová Scotia, f jarri öllum mennta- og menningar- svæðum, — Ég hef engan áhuga á hinum tæknivædda manni. Eða þeim, sem hefur komið sér áfram i llf- inu, hagnast, orðið rikur eða guð veit hvað. Ég hef áhuga á manni hins óvinveitta umhverfis. The man of adversity. Manninum sem hefur sigrast á hinni hrjóstrugu náttúru. Ég hef áhuga á að at-' huga hvers konar maður það er. Þess vegna hef ég dvalist meðal eskimóa, og skrifað um þá. Ég hef búið meðal fiskimanna Ný- fundnalands i 7 ár, i litlu af- skekktu fiskiþorpi. Allt eru þetta menn hins óhagstæöa umhverfis. — Þú hefur einnig skrifaö mik- ið um vikinga Græniands? — Sögulegur áhugi minn á nor- rænum vlkingum, sem bjuggu á Grænlandi, vaknaði þegar gamall vinur minn, sem er fornleifafræð- ingur, benti mér á gamlar rústir á Ungava-skaga, sem liggur milli Hudson-sunds og Davissunds. Þessar rústir eru örugglega göm- ul hibýli grænlenskra vikinga frá 13. og 14. öld. Þarna mátti sjá griöarstóran Þórshamar, 3 til 4 metra á hæð, einnig eru þarna steinrústir langskála, rúm 100 fet að lengd. Þessar tóftir vöktu á- huga minn á Norðurlöndum. Um þetta leyti var ég að skrifa sögu Nýfundnalands, sem ég er sann- færður um aö hafi veriö Vinland, eða hluti Vlnlands. Ég varð svo gagntekinn af rústunum, norræn- um mönnum Grænlands, Islands og Noregs, að bókin um sögu Ný- fundnalands breyttist I sögu Vest- ur-vikinga, þ.e. þeir.ra norrænu mannasem sóttu vestur á bóginn 'og námu land á Grænlandi og N- Kanada. — Þú litur á Islendingasögurn- ar sem fræðiiega ábyggilegar? — Já, sumar. T.d. eru lýsingar á siglingaleiðum afar nákvæmar. Ég er sjálfur gamall sjóari, og þegar ég las Islendingasögurnar -fa^ájp /few'&t' dýr meðal dýra” Ungava-skaga, uppgötvaöi fyrr- néfndur kunningi minn fullkomið steinþorp, sem hann taldi vera .byggt af norrænum mönnum á Grænlandi. Húsin voru ferhyrnt, og standa i röð, steinlagður vegur liggur i gegnum þorpið og rústir af steinbrú yfir litla tjörn standa enn, og þarna er meira aö segja kirkja eða hof, sem minnir mjög á kirkjurústir á Suðureyjum fyrir utan strendur Skotlands. Þetta þorp var sannarlega ekki byggt af eskimóum. — Telur þú, að þarna hafi verið búið allt árið? — Nei, sennilega ekki, heldur hafa norrænir menn notað hibýlin um ákveðinn veiðitlma, t.d. I ár eða svo. Siöan sneru þeir aftur til Grænlands. Þessari niðurstöðu komst fornleifafræðingurinn að, eftir nákvæma athugun á staðn- um. Ég komstað sömu niðurstöðu eftir að hafa lesið tslendingasög- urnar, þ.e.a.s. að norrænir menn á Grænlandi sóttu vestur á leið til frekari fæðuöflunar og veiöa. Þegar bók min kom út um þetta efni, skrifaði kunningi minn til min: „Hefur þú verið að stelast I bréfin min?” Aftur hlátur. Mowat tekur pip- una úr munnirium og heldur á- fram: — Ég svaraði br$fi hans og við ákváðum að fara og skoða staðinn saman. Þá varö ég endanlega sannfærður um ferðir norrænna mann^ i vesturveg frá Græn- landi. Skoðun min á þróun nor- rænna manna á Grænlandi er hins vegar sú, að eftir að hluti þeirra flutti til GodthSb; sem liggur tals- vert noröarlega, hafi þeir mætt Thule-eskimóum að norðan, og Rætt við kanadíska rithöfundinn FARLEY MOWAT smám saman lært lifsbjörg af þeim. Þetta þýöir að^ þeir hafi hætt landbúnaði og snúíð sér I æ rikari mæli að fiskveiðum. — Hver er þln skoðun á hvarfi norrænna manna á Grænlandi? — Enginn hefur getað svarað þvi fullkomlega. En ég tel, að svarið sé ofureinfalt. Eftirlifend- ur norrænna manna blöndúðust frumbyggjunum, þ.e.a.s. eski- móunum. Ég trúi ekki á neinar ævintýrakenningar, eins og að eskimóarnir hafi útrýmt þeim, eða sjóræningjar tekið þá hönd- um og flutt úr landi. Það verður að taka tillit til hins langa tima þessa þróunartimabils. Vilhjálm- ur Stefánsson rakst á ljóshærða eskimóa á öðrum áratug tuttug- ustu aldarinnar. Þá hlóu allir að honum og sögðu hann vera geð- veikan íslending, sem reyndi að sanna að Islenskir vikingar hefðu farið um alla Norður-Ameriku. — Ef þú ættir að taka saman hugmyndir þinar um vestur-vik- ing norrænna manna, hverjar væru þær i stuttu máli? — Ég held, að öll þróunin hafi verið eðlileg. 011 þróun er nátt- úruleg eöa eðlileg. Ég trúi ekki á stórslysakenningar, heimsóknir frá fjarlægum plánetum, eða ihlutan guðlegra vera. Þetta var eðlileg þróun, þegar utanaðkom- andi evrópsk eða norræn menning blandast menningu „vanþróaðri” frumbyggja, leystist upp og hvarf. Þessir norrænu menn voru einangraðir frá fyrri heima- löndum sinum, þeir lifðu við erfiðari aðstæður, þurftu að breyta högum sinum og háttum og gerðust smám saman þeir sömu og frumbyggjarnir. — Þú ert sagður marxisti. Not- ar þú marxiskar kenningar i bókum þinum? — Já, en aldrei beint. Mér leið- ast predikanir. Fyrir fimm árum skrifaði ég bók, sem kannski væri hægt að kalla marxiska. Hún hét „Whale for the killing” („Hvalur til dráps”) og fjallar um stóra langreyði, sem komst inn á stórt lón, sem lá við litið fiskiþorp, þar sem ég dvaldi. Þetta var kýr og hún var kálffull. Hún komst inn á flóði, eltandi sildartorfu, en komst ekki út aft- ur. Henni leið þó vel þarna, lóniö var nógu stórt og næg áta. Þeir fyrstu sem uppgötvuðu skepnuna voru gamlir fiskimenn staðarins, sem þarna höfðu búiö alla ævi. Þeir geröu henni ekkert mein. Hins vegar voru þarna tveir tugir ungra manna, sem höfðu verið i atvinnu á meginlandinu, kynnst menningunni og komið aftur meö nýjar hugmyndir um tilveruna. Þessir menn náðu i alla tiltæka riffla og skotfæri og eyddu heilli viku i að skjóta á dýrið. Þegar ég komst á snoöir um þetta, höfðu þeir skotið á hana minnst þrjú- fjögur þúsund skotum. Hvalurinn var ennþá lifandi og ég hélt, að hún mundi lifa þetta af. Nú > /992 klofnaði þorpið i tvennt. Annars vegar ungu mennirnir, sem vildu halda áfram að freta á skepnuna, og hins vegar gömlu mennirnir og ég, sem vildum binda enda á nið- ingsháttinn. Að lokum dó skepnan úr blóð- eitrun frá skotunum. Ég skrifaði bók um þettan atburð, bók, sem var ekki full af bræði, heldur sorg. I engum bóka minna held ég að það komi jafn skýrt fram, að maðurinn er dýr meðal dýra, og samvinna og samstaða sé eini möguleiki mannkynsins, vilji það lifa af. Samtimis er skilningur á samlifi okkar við önnur dýr lifs- nauðsynlegur. Þið verðið meira að segja að reyna að skilja vini ykkar á Keflavikurflugvelli, bæt- ir hann við og hlær. — Hefur þú einhverja skýringu á hrottaskap mannskepnunnar? — Hrottaskapur er umbreyting eðlishvata. Meðvitaður hrotta- skapur er ófinnanlegur meðal annarra dýrategunda. Maðurinn er eina skepnan sem hefur getaö tamið sér meðvitaðan hrotta- skap. Hvers vegna getum við þetta? Þetta er löng saga, og þarna fléttast saman allar hvatir villtrar dýrategundar. Hin villta dýrategund, sem við eitt sinn vor- um. Það er búið að temja okkur, beina okkur út á rangar brautir, leiða okkur afvega frá þvi um- hverfi sem við upphaflega byggð- um okkur. Eðlishvatir mannsins, sem hafa ekki lengur neitt gildi, eru leystar úr læðingi I rangar áttir. Drápshvötin, t.d. er einfald- lega hvöt hverrar skepnu til fæðu- öflunar. Þar sem við drepum ekki lengur i þessu skyni, þessi aðgerð erekki lengur eðlileg aðgerð, leit- ar eðlishvötin, sem ennþá er til staðar, útrásar á annan hátt. Við stofnum til styrjalda, fremjum blóöuga glæpi, drepum dýr til skemmtunar (sportveiðar). Mesta vandamál mannsins er einmitt þessi afbrigðileiki eðlis- hvatanna, hin afskræmda eðlis- hvöt. _IM Farley Mowater meðal þekktustu rithöfunda Kanada. Út eftir hann hafa komið 24 bækur og hann hefur verið þýddUr á 34 tungumál. Hann hefur skrifað mestmegnis „huglægar vísindabækur" eins og hann kemst sjálf ur að orði. Eða eins og hann útskýrír nánar: ,,Það að láta stað- reyndirnar aldrei blandast sannleikanum". Hann hefur fengist við gerð barnabóka, en aldrei ritað skáldsögu. „Þó halda margir fræðimenn því fram, að fræðibækur mínar séu skáldsögur", segir hann og hlær. Teikning og texti: Ingólfur Mowat er af skoskum ættum. Hann hefur einnig skoskan hreim, segist borða haggis og býður blaðamanni upp á ósvikirin skota. Svo skýrir hann nánar frá skrif- um sinum. — Ég hef skrifað mest um Noröurheimskautið, en einnig um hafiö og sjómenn, um striðið: ég hef skrifað um allt milli himins og jarðar nema um kynlifið. Astæð- an fyrir þvi er sú, að þegar ég var ungur og var að byrja að skrifa, sagði roskinn rithöfundur við mig: „Það ?r mjög auðvelt að skrifa um kynlif og hægt er að ná miklum iáma i þeim skrifum. En farðu að ráðum minum, skrif- aðu ekki um það, svo framarlega sem þú getur framkvæmt það”. Hlátur. Mowat virðist vera einn þeirra manna, sem hefur stöðug- an kimnisglampa i augunum. Hann tjáir mér að enn hafi hann ekki verið þýddur á Islensku, en það sé i bigerð. Bók sú fjallar um Noröur-Kanada og hvernig lffs- skilyrðum ibúa ér ógnað vegna umsvifa stórra fyrirtækja og fjöl- þjóðlegra auðhringa, sem „nýta” Margeirsson. með hugarfari sjómannsins, stóö- ust öll smáatriði. Það hefði verið hægðarleikur að fylgja þessum siglingaleiðum, sem þar eru gefn- ar upp. Ég las allar gömlu íslend- ingasögurnar og einnig sumar fornaldarsögur, sem af mörgum eru álitnar eins konar skáldsögur. En jafnvel þær innihéldu staðar- lýsingar, sem reyndust mér gagnmerkar. 1 þessu sambandi vil ég nefna sögu Örvar-Odds. Þar er lýst stað fyrir vestan Grænland, sem siðar hefur verið talin goðsögn ein. Þessi staðar- lýsing kemur heim og saman i smáatriðum við fyrrnefndan stað á Ungava-skaganum. Breskur njósnaflugmaður hefði ekki getað gefið betri lýsingu. Allar lýsingar á ölduhæö, veðurfari og umhverfi standast fullkomlega. En þetta stendur i bók, sem er álitin skáld- saga, og sagnfræðingar og forn- leifafræðingar lita ekki við. Þetta er ekki eini staðurinn. Fjölmarg- ar rústir, allt frá noröanveröu Davissundi að Ungava-skaga, benda á ákveöna siglingaleið. A einum stað, við Pain-vatnið á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.