Þjóðviljinn - 11.06.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.06.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. júnl 1978 UOBVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri EiBur Berg-, mann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meB sunnudagsblaBi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiBsla, auglýs- ingar: SIBumúla 6, Simi 81333 Prentun: BlaBaprent hf. Óuppsegjanlegur smánarblettur Stjómarflokkarnir hafa verið svo vinsamlegir að draga landhelgismálið inn i kosningabaráttuna. Það er i fyrsta sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn telur sér henta að minnast á landhelgismálið i kosning- um; til þessa hefur hann talið sér sæmst að þegja. Nokkrar helstu staðreyndir landihelgi'jsmálsins eru: 1. Sjálfstæðisflokkurinn var andvigur útfærslu landhelginnar i 12 milur. Alþýðuflokkurinn sat á svikráðum við útfærsluna. Þegar þessir flokkar mynduðu rikisstjórn saman i ársbyrjun 1960 var það þeirra fyrsta verk að gera samninga við Breta um að landhelgin yrði ekki framar færð út úr 12 míl- um. Þessi samningur var óuppsegjanlegur að mati þeirra viðreisnarráðherranna j þeir töldu þetta atr- iði einn helsta kost samningsins. Hitt mun þó sönnu nær að aldrei i sögu lýðveldisins hafi verið gengið eins langt i þvi að afsala landsréttindum i hendur útlendinga og i þetta sinn. Nauðungarsamningurinn 1961 er óuppsegjanlegur sem smánarblettur á rikis- stjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 2. Þegar leið á sjöunda áratuginn varð ljóst að ásókn erlendra veiðiskipa i islenska fiskistofna væri stórlega vaxandi. Tilþess að svara þeim staðreynd- um flutti Alþýðubandalagið fyrst flokka á alþingi tillögu um 50 milna landhelgi, en innan 50 milnanna veiðast nærri 100% þorsks sem fæst hér við land. Sjálfstæðisflokkurinn var andvigur útfærslunni i 50 milur; Alþýðuflokkurinn kallaði hana „siðlausa ævintýrapólitik.” 3. Vegna 12 milnanna og 50 milnanna átti islenska þjóðin i harðvitugum átökum við útlendinga, Breta og Vestur-Þjóðverja og allt Atlantshafsbandalagið. Allan þann tima sem þessar erfiðu deilur stóðu yfir sat Sjálfstæðisflokkurinn á svikráðumviðhagsmuni íslendinga. Afstaða hans er sem skólabókardæmi um óþjóðlega afstöðu. En þar var ekki um að ræða hann einan; afstaða Alþýðuflokksins var engu skárri,og Framsóknarflokkurinn var eins og drusla i höndunum á sérlegum sendimönnum Atlantshafs- bandalagsins. Alþýðubandalagið stóð eitt flokka vörð um íslenska hagsmuni; en það hefði aldrei dugað til eitt sér, ef ekki hefði þar komið til . að öll þjóðin stóð sameinuð. — Það var ‘ * þjóðin sem sigraði hin óþjóðlegu öfl sem vildu leggja landhelgismálið, réttnefnt „lifshagsmuna- mál þjóðarinnar”, undir dóm útlendinga og At- lantshafsbandalagið. Lúðvik Jósepsson sjávarút- vegsráðherra Alþýðubandalagsins i báðum vinstri- stjórnunum hafði þar forystu, en stefna Alþýðu- bandalagsins var studd af meirihluta þjóðarinnar — landsmönnum öllum að heita mátti. 4. Það var i tið vinstristjórnarinnar sem lögin um 200 milna landhelgi voru samþykkt á alþingi. Þróun hafréttarmálanna varð ör á þessum tima vegna út- færslunnar i 50 sjómilur sem vakti heimsathygli og naut stuðnings þjóða um allan heim. Landhelgismálið er eitt stærsta málið i siðari tima sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. An útfærslu landhelginnar gætu landsmenn ekki náð tökum á þvi verkefni að skapa hér aðstöðu til mannsæmandi lifskjara. An landhelgisútfærslu engin islensk at- vinnustefna, heldur stóriðja i eigu útlendinga. Út- færsla landhelginnar er þvi hornsteinn undir þau lifskjör sem þjóðin býr við i dag. Nú þarf þjóðin 'að sameinast um það af reisn og skynsemi að land- helgin verði nýtt með heill framtiðar i huga;nýtingu fiskistofnanna einkenni ræktun en ekki rányrkja. Það er þakkarvert að stjórnarflokkarnir skuli vera svo vitiausir að ræða um landhelgismálið; það gefur Alþýðubandalaginu tækifæri til þess að rifja upp mikilvægar pólitískar staðreyndir, sem ráða úr- slitum um tilveru þjóðarinnar. —s. ...og þetr ramn fá fé sitt aftnr meft rentum og renturentum.... EINKABISNESS OG LÆKNISFRÆÐI: Mútur til að komast inn í læknaháskóla Gífurlegur og vaxandi fjárstraumur liggur um heilbrigðisþjónustu eins og menn vita - um leið er það Ijóst, að eðli málsins sam- kvæmt er einatt hægur vandi fyrir óprúttna menn að raka til sín miklu fé fyrir störf á þessu svið. Þetta leiðir til spillingar sem víða er gagnrýnd. Hér á eftir verður sagt frá múthneykslum sem upp hafa komist í sambandi við mikla aðsókn að lækna- námi í Bandaríkjunum. SögB eru dæmi af tveim ungum mönnum i New York. BáBir áttu vel stæöa feöur - var annar faöir- inn varaforstjóri kjörbúöar, hinn var vlnsali. Báöir hinir ungu menn vildu gerast^ læknar, en höföu lokiö heldur lélegum próf- um frá menntaskóla (college). Báöir eru þessir ungu menn aö ljúka læknanámi, en þeir hafa fariö aö þvi meö mjög ólikum hætti. 4 Borgaði tólf miljónir Annar sonurinn sótti um skóla- vist i 27 læknaskólum og var hafn- aö i öllum. Hann fékk ekki innrit- un fyrr en faöir hans haföi lofaö aö gefa viökomandi skóla 50 þúsundir dollara eöa um 12 miljónir króna. Hinn faöirinn var einnig beöinn um aö gefa viökomandi skóla eins og tiu þúsundir dollara, eftir aö syni hans haföi veriö hafnaö i ein- um tólf læknaskólum. En sonur- inn reyndist hafa bein i nefi, og bannaöi fööur sinum aö leggja fram þetta mútufé. Þess i staö fór hann til ttaliu og tókst aö komast aö i læknanámi viö háskólann i Bolognu. Skólinn sem hér er um aö ræöa er Chicago Medical School. Kom- iöhefur fram viö vitnaleiöslur, aö þessi skóli hefur á undanförnum árum haft um 10 miljónir dollara út úr umsækjendum um hiö eftir- sótta og siöar arövænlega lækna- nám — eöa aðstandendum þeirra. IJtbreitt spillingarkerfi Bandarisku læknasamtökin hafa fordæmt þann sið aö tengja saman „gjafir” til læknaskólanna (sem eru einkafýrirtæki eins og svo margir aörar menntastofnan- ir I Bandarfkjunum) og skólavist. En þessi siöur breiöist engu aö siöur ört út. Heyrst hefur aö sumsstaðar hafi allt að 250 þús- undir dollara (nálægt 60 miljónir króna) veriö boönar fram til aö „greiöa fyrir” inngöngu einhvers vafagemlings i læknaskóla. Stundum hafa mútur verið greiddar stjórnmálamönnum, sem hafa áhrif á inngönguskil- mála þeirra skóla sem njóta stuö- nings af opinberu fé. Skólinn hafði frumkvæði Blaðiö New York Times hefur fariö i saumana á þessum mál- um, og reynt aö fylgja þvi eftir af dæmum um ungu mennina tvo sem fyrr var frá sagt, Blaöiö hef- ur komist aö þvi, að það er erfitt aö fá fólk til aö tala um þetta. En m.a. komst blaöið á snoð- ir um undarlegustu tiltektir framgjarnra foreldra: faðir þess sem hafnaöi i Chicago, reyndi aö beita bisnesssamböndum sinum i Texas til aö fá son sinn tekinn inn þar, hann lét hann skipta um lög- heimili ef þaö gæti auöveldaö honum að komast i læknanám á Florida o.s.frv. Aö lokum fékk faöirinn „skuldbindingarkort” frá Chicago Medical School þar sem blátt áfram var beðið um 50.000 dollara, sem greiöast skyldu á næstu fjórum árum. Hann sendi fyrstu greiösluna, og sonurinn var tekinn inn sex mánuöum siðar. Þetta var hrein fjárkúgun Hinn stúdentinn átti einnig viö- ræöur viö fulltrúa margnefnds læknaskóla i Chicago. — Ég hefi aldrei lent i öðru eins, segir hann viö New York Times. Allar spurningarnar snér- ust um fjármál. Stúdentinn segir, aö viku eftir samtaliö heföi milliliður frá skól- anum komiö til hans og talað um „fjárhagsleg vandamál” skólans og s’agt að nú þyrftum viö að leggja fram 10.000 dollara — Þetta var ekkert annaö en f járkúgun og ég gat ekki látiö föö- ur minn standa i þessu. Ég fékk um sama leyti vilyröi fyrir skóla- vist i Bolognu og fór þangað. Þeir sem flýja land Hann kvaöst hafa hitt flejri bandariska læknastúdenta á Italiu, sem hefðu sagt sér, frá hliðstæöum dæmum — þaö var ætlast til aö fjölskyldurnar borg- uöu fyrir inntöku. Þá höföu stúdentar og sögur aö segja af þvi, aö pólitisk sambönd heföu verið notuö til aö koma stúdent- um ilæknanám t.d. i New York og Ohio. Hann bætti þvi viö, aö hann vissi vel, aö meðal bandariskra lækna væri litið niöur á þá sem ljúka námi erlendis og myndi þetta há honum i starfi siöar. Og ég get engum sagt aö ég sé „erlendur læknir” af þvi aö ég neitaöi aö borga mútur. Svo mörg eru þau orö — og mættu þeir vel taka notis af, sem telja áö meira einkaframtak leysi flestan vanda — einnig á sviöi heilsugæslu og lækninga. (ByggtálHT) AÐALFUNDUR Kaupfélag Hafnfirðinga verður haldinn í fundarsal Kaupfélags Hafnfirðinga miðvikudaginn 14. júní kl. 20.30. Dagskrá; Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.