Þjóðviljinn - 24.06.1978, Síða 14

Þjóðviljinn - 24.06.1978, Síða 14
1:4 SIÐA — ÞJÓÐVXLJINN. Laugardagur 24. júnl 1978 Kosninganóttin: Lóðarlögun Tilboð óskast i framkvæmdir við lóð hússins Auðbrekku 61, Kópavogi. Innifalið I verkinu eru sprengingar, steyping stoðveggja, trappa og stétta, regnvatns- og snjóbræðslulagnir, malbik o.fl. Verkinu sé lokið eigi siðar en 15. september 1978. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik, gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 6. júli 1978, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 KOSNINGA- HANDBÓK FJÖLVÍSS ÓMISSANDI Á KOSNINGA- NÓTTINA! # Allar upplýsingar um úrslit undanfarinna alþingiskosninga — og siðustu sveitar- stjórnakosninga. # Verðlaunagetraun þar sem lesendur fá að spreyta sig á heildaratkvæðatölum og þingmannafjölda flokkanna. # Fæst i flestum bókaverslunum, söluturn- um og á mörgum kosningaskrifstofum flokkanna. Einnig á afgreiðslu Fjölviss, Siðumúla 6, Reykjavik. Sjónvarpad lengur en síðast Kosningasjónvarpið verður með svipuðu sniði og siðast og sömu menn sem stjórna þvi, sagði Guðjón Einarsson frétta- maður i samtali við Þjóðviljann i gær. Við Ömar Ragnarsson verð- um fyrir framan myndavélarnar en Marianna Friðjónsdóttir stjórnar útsendingu. Sá munur er þó á að talnaflóðið veröur ekki eins mikið og i sveitastjórnar- kosningunum og gefst þvi betra tækifæri til aö ræða tölurnar þeg- ar þær koma. Reiknað er með að sjónvarpað verði fram á 5ta tim- ann að minnsta kosti. Tölvan verður notuð á svipaðan hátt og siðast, hún sýnir nýjustu tölur og frávik frá siðustu ksosn- ingum. Þá skrifar hún út nöfnin á þeim frambjóðendum sem eru kjörnir skv. tölunum og nafn þess sem er næstur að ná kjöri. Enn- fremur kemur spá yfir allt landið um þingmannatölu hvers flokks. Inn I þetta veröur fléttað viötöl- um við kjósendur viöa um land og sýndar glefsur af framboðsfundi i Guðjón Einarsson fréttamaður Valaskjálf á Egilsstöðum. Þar verða klippt saman hnyttin til- svör úr ræðum frambjóðenda og háðulegar athugasemdir um and- stæðingana auk þesssem fundar- menn eru teknir tali og spurðir hverju þeir spái um úrslitin. Þá verður inn á milli flutt is- lenskt skemmtiefni og verða það söngvarar og hljómsveitir sem komið hafa fram i sjónvarpi á liðnum árum og er reynt að hafa það efni við hæfi flestra, sagöi Guöjón. Þegar fyrstu tölur koma i Reykjavik veröa nokkrir fram- bjóðendur i sjónvarpssal til að ræða þær. Enginn þeirra hefur veriö kjörinn á þing áður en eru nú allir nálægt baráttusætum. Þetta eru þau Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, Guðmundur G. Þór- arinsson, Vilmundur Gylfason, Friðrik Sóphusson og Ólafur Ragnar Grimsson. Um kl. 4 er ætlunin að hringja I formenn flokkanna til að spyrja þá um viöhorfin sem þá blasa við. Sjónvarpað verður úr Austur- bæjarskólanum I Reykjavik, en fréttaritarar sjónvarpsins á öör- um talningastöðum munu lesa tölur beint i sjónvarpið jafnóðum og þær berast. —GFr. Kosningaútvarpið: Útvarpaö beint frá öUum talningastööum Tölvuspá fyrír allt landið þegar fyrstu tölur berast úr Reykjavik Kosningaútvarpiö hefst kl. 23 á sunnudagskvöld og stendur fram á næsta dag og verður nú útvarp- að I fyrsta sinn beint frá öllum talningastöðum. Búist er við fyrstu tölum frá Reykjavik korter yfir 11 og þá mun strax vera gerð tölvuspá fyrir allt landið, sagði Kári Jónasson fréttamaður sem stjórna mun kosningaútvarpinu. Allir fréttamenn og tæknimenn útvarpsins auk annars starfsliðs mun taka þátt I útsendingunni og er þetta mun viðameira en I byggðakosningunum, sagði Kári. Fréttamenn og tæknimenn verða á talningastöðum i Austurbæjar- skólanum, i Reykjavik, i Borgar- nesi, á Isafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Seyðisfirði, Hvolsvelli, i Hafnarfirði, og verða kosninga- tölur lesnar beint frá þessum stöðum, eins og fyrr sagði og auk þess frá Reiknistofnun Háskól- ans. Þegar úrslit liggja fyrir er ætl- un að tala við frambjóðendur i hverju kjördæmi, beint ef þeir eru á talningastað eða þá i gegnum sima, og leita eftir áliti þeirra. Um kl. 4 eða 5 um nóttina verða leiðtogar stjórnmálaflokkanna spurðir álits á niðurstöðum eins og þær liggja þá fyrir. Kári Jónasson fréttamaður Búist er viö fyrstu tölum frá Reykjavik og Reykjaneskjör- dæmi kl. 11.15-11.30 en þaö fer mjög eftir veðri hvenær úrslit verða ljós t.d. á Vestfjörðum, Norðurlandskjördæmi eystra og Austfjöröum,en þar eru flugvélar notaðar til að flytja kjörkassa. I siöustu kosningum voru úrslit ekki komin i þremur af átta kjör- dæmum á hádegi daginn eftir þ.e. I Suðurlandskjördæmi, Vestfjörð- um og Norðurlandi vestra. Kári sagði að mikill vilji væri alls stað- ar að hraða talningu sem mest. Eftir hádegi á mánudag verða endurtekin viðtöl viö frambjóð- endur sem tekin voru um nóttina og i kvöldfréttum kl.19 koma leið- togar stjórnmálaflokkanna i út- varpiö og ræða úrslitin. —GFr Sveitarstjórnarmál Út eru komin Sveitarstjórnar- mál, 2. hefti, 1978. Er ritiö sem fyrr vandað að efni og frágangi. Helstu greinar i þvi eru þessar: Minningargrein um Karl Kristjánsson, eftir Pál Ltndal. Grundarfjörður, eftir Halldór Finnsson. Grundarfjarðarkaup- staður hinn forni, eftir Sigfúá Hauk Andrésson, skjalavörð. Hlutverk sveitarstjórna i iðnað- armálum, eftir Jón Isberg, sýslu- mann. Hlutverk fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri I heilbrigöis- þjónustu Noröurlands, eftir Claf Sigurösson, yfirlækni á Akureyri. Framkvæmd fasteignamats eftir 1976, eftir Guttorm Sigurbjörns- son, forstjóra Fasteignamats rik- isins. Reynslan af nýskipan fé - lagsmála i Kópavogi, eftir Kristján Guðmundsson, félags- málastjóra. Hlutfallskosning eða óbundin kosning, eftir Hallgrim Guömundsson. Birtir eru frétta- pistlar frá Hrtsey. Yfirlit er um ýmsar gjaldskrár og margan annan girnilegan fróðleik er að finna i ritinu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.