Þjóðviljinn - 28.06.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.06.1978, Blaðsíða 16
UOÐVHHNN Miðvikudagur 28. júni 1978 Aðalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum Utan þessa tlma er hxgt aö ná I blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins f þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, Utbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. C181333 Kinnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I siraa- skrá. V estmannaey jar: Meimmgardagamlr hef jast á morgun Fjögra daga fjölbreytt dagskrá >/Hér er allt á ferð og flugi/ og við erum að leggja síðustu hönd á undirbúninginn"/ sagði Vilborg Harðardóttir/ framkvæmdastjóri Menn- ingardaga sjómanna og fiskvinnslufólks/ sem hef j- ast í Vestmannaeyjum á morgun, fimmtudag, og lýkur á sunnudagskvöld. Vilborg sagði að greini- legt væri/ að mikill áhugi væri fyrir Menningardög- unum uppi á landi/ og hefði ekki linnt hringingum frá fólki/ em væri að spyrja um fyrirkomulag hátíðar- innar og ferðir tif Eyja. aöa sjómönnum og fiskvinnslu- fólki en Vestmannaeyjar, þar sem öll afkoma hefur byggst á þessum störfum frá ómunatiö og allt snýst i rauninni kringum sjávarútveginn. Þar aö auki búa Vestmannaeyjar yfir sérstæöri náttúrufegurö og fuglalifi og þar gefst tækifæri til aö skoöa nýja hrauniö frá 1973 sem enn rýkur úr og ævintýralega uppbyggingu bæjarins eftir gos. Ferðir og fyrirgreiðsla Daglegar feröir eru til Vest- mannaeyja meö Flugfélagi Is- lands, sem flýgur fjórum sinnum á dag, og meö Herjólfi frá Þor- lákshöfn kl. 13.30 daglega, bill er frá Umferöarmiöstöðinni kl. 12.30. Aukaferöir eru farnar ef nauðsyn krefur. Mikilvægt er að tilkynna þátttöku og panta svefn- pokapláss og aögöngumiöa i tima til miðstöövar menningardag- anna. Miöstræti 11, Vestmanna- eyjum, simi 2448 eöa skrifstofu MFA Grensásvegi 16, Reykjavik, simi 84223. _eös Vilborg Haröardóttir. Me'nningardagarnir „Maöurinn og hafiö 1978” verða settir i Iþróttahúsi Vestmannaeyja ann- aö kvöld, 29. júni, en fyrr um dag- inn- verða opnaðar sýningar og kvikmyndasýningar hefjast. Ýmsar sýningar verða opnar tilefni Menningardaganna. Má þar nefna útisýningu á veiðarfær- um og vélum, samsýningu mynd- listarmanna, ljósmyndasýningu, - sýningu frá Listasafni alþýðu, vinnuumhverfi og sérsýningu i Byggöasafninu og Bókasafninu. Kvikmyndasýningar veröa dag- lega, og á fimmtudag og föstudag verða vinnustaðir opnir gestum og atriði úr dagskrá hátiðarinnar flutt verkafólki i kaffitimunum. Skipulagðar verða skoðunarferð- ir undir leiösögn um bæinn og Heimaey og siglingar kringum eyjarnar. I réttu umhverf i Varla er hægt að hugsa sér eðli- legra umhverfi fyrir hátíö helg- Hópur 12 ára barna i Eyjum fyrir framan myndasöguna „Maöurinn og hafiö”, sem þau máiuöu á vegg salthúss tsfélagsins. Kennari þeirra, Sigurfinnur Sigurfinnsson, er lengst til vinstri á myndinni. Þaö er oröin föst venja, aö 12 ára nemendur i Vestmannaeyjum máii mynd á einhvern húsgafi I lok skólaársins og vekja málverkin verðskuldaöa athygli gesta og heimamanna. Rafmagnsverð í Reykjavík: Hækkar 1. ágúst Borgarráð samþykkti á fundi siuum i gær aö heimila Rafmagnsveitu Reykjavikur hækkun á gjaldskrá frá 1. ágúst nk., og nemur hækkun- in aö meðaltali 8,3%. Aöalsteinn Guöjohnsen, rafmagnsstjóri, sagöi i sam- tali við Þjóöviljann i gær, aö fjárvöntun Rafmagnsveit- unnar til þess að fjárhags- áætlun standist, naani nú 337 miljónum króna, og skiptist sú vöntun þannig á eftirtalda kostnaðarliöi: V/kaup- gjaldshækkana frá 1. janúar 152 miljónir, v/gengisbreyt- inga (vaxtabyrði vegna er- lendra lána) 38 miljónir, og v/veröbólguáhrifa á fram- kvæmdir og vörukaup 147 miljónir. Aðalsteinn sagöi aö ákveö- iö hefði veriö aö skera fram- kvæmdir niðurum 67 miljón- ir, en afganginum væri mætt með fyrrgreindri hækkun. Reykjavik er töluvert und- ir öðrum sveitarfélögum I orkuverði, sagði hann, sér- staklega í sambandi við raf- hitun. Samfara þessari hækkun voru gerðar nokkrar breytingar milli taxta, mest hækkar órofin rafhitun, en minnst taxti til smáiönaöar. Heimilisnotkunartaxtinn hækkar aðeins meira en meöaltalshækkun nemur, eða um 8,5%. I dag kostar kilówattstund til heimilis- notkunar 16,52 krónur og af þvi renna 4,10 til rikissjóðs. Rafmagnsveita Reykja- vikur fékk tvivegis á siðasta ári samþykktar hækkanir á gjaldskrá sinni, þann 1. janúar um 14% og þann 1. nóvember um 21%. Þar af voru 7% 1. janúar og 6% 1. nóvember vegna hækkunar á heildsöluverði rafmagns frá Landsvirkjun. Aöalsteinn gat þess, aö bú- ist væri viö 25% hækkun á heildsöluveröi frá Lands- virkjun á næstunni og ef til þess kemur mun gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavikur hækka um 10% af þeim sök- um. —AI Hverjum verður falin stjómarmyndun? Ráðherrar vilja ekkert segja Um hálf ellefu leytið í gærmorgun hófst ríkis- stjórnarfundur. Strax á eftir þeim fundi hófst rikisráðsf undur. Á rikis- ráðsfundinum lagði ríkis- stjórnin fram lausnar- beiðni sína. Forseti ís- lands fól rikisstjórninni, að venju, að sitja áfram þar til ný stjórn hef ur verið mynduö. Er ráöherrarnir komu út af .r ikisráösfundinum um kl. 12 náöi blaöamaöur Þjóöviljans tali af þeim Gunnari Thoroddsen iönaöarráöherra og Matthiasi Á. Matthiesen fjármálaráöherra. Ráöherrarnir vildu ekki gefa neitt upp hvaö hefði veriö rætt á rikisstjórnarfundinum, nema þaö aö stjórnin hefði ákveöiö aö segja af sér og leggja fram lausnar- beiðni sina fyrir forsetann á rikis- ráösfundinum, sem var mjög stuttur. Þegar ráðherrarnir voru spurðir hvað tæki nú við, og hvaða leik Sjálfstæðismenn myndu nú leika þegar að rikis- stjórnarmyndun kemur, þá svör- uðu þeir þvi til að um það væri ekkert hægt aö segja á þessu stigi málsins. Hvor flokkur um sig, Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkurjheföi gefið út yfir- lýsingar fyrir kosningarnar um þaö aö hann myndi ganga óbundinn til þeirra og það stæði ennþá. Það er þvi ljóst aö enn er allt á buldu hverjum verður falin Stjórnarmyndun, en þaö mun skýrast núna á næstunni. Forseti tslands mun ráðgast viö ráögjafa sina um það hverjum veröur falið að mynda stjórn. t þvi sambandi koma ýmsir mögu- leikar til greina. Forsetinn getur Matthias A. Matthiesen: Enginn veit hverjum veröur falin stjórnarmyndun, en viö Sjálf- stæðisfiokksmenn erum enn óbundnir. falið Ólafi Jóhannessyni stjórnar- myndun sem fyrrverandi forsætisráöherra. Geir Hall- grimssyni getur verið falin stjórnarmyndun sem formanni stærsta stjórnmáiaflokksins. Þá er hægt að feia Lúðvik Jósepssyni stjórnarmyndun, sem formanni stærsta stjórnarandstöðuflokks- ins,óg aö lokum er hægt að fela Vilhjálmur Hjálmarsson á leiö út úr Stjórnarráöshúsinu. i í Benedikt Gröndal stjórm|rmynd- un, sem formanni þesss flokks sem er helsti sigurvegaii kosn- inganna. Þaö eru hins vegar eng- ar formlegar reglur til þm þaö hverjum beri aö fela s|jórnar- myndun, aö afloknum Hosning- um. Þetta byggist oftast’á venj- um, en þess má geta a& þegar Ólafi Jóhannessyni var falið aö Einar Agústsson gengur niöur tröppurnar af siðasta rikis- stjórnarfundinum. \ mynda rikisstjórn eftir kosning- arnar 1971, þá kom einnig mjög sterklega til greina að fela Hanni- bal Valdimarssyni stjórnar- myndunartiiraunir, en hann var formaöur þess flokks sem var þá sigurvegari kosninganna, þ.e. Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. —Þig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.