Þjóðviljinn - 08.07.1978, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.07.1978, Blaðsíða 1
Tilkynmng frá forseta íslands Þessi aðdragandi er nauðsynlegur Viöræöur þær sem nú fara fram milli stjórnmálaflokka eru ekki formlegar stjórnarmyndunarviöræður en eigi aö siöur eru þær nauösynlegur aödragandi aö þvi aö unnt sé aö fela ein- hverjum einum stjórnmálaflokki að hafa forystu um myndun nýrrar rikisstjórnar. Viðræðurnar fara fram i fullu samráöi viö forseta og mun hann enga nýja ákvöröun taka fyrr en þær eru til lykta leiddar sem veröa mun upp úr helgi. Reykjavik, 7. júli 1978. EKKI HÆGT EYÐA TÍMANUM í EINSKIS NÝTT HJAL Einn af frambjóöendum Sjálfstœðisflokksins í Reykjavík Ræðst harkalega að forsetanum Þaö heyrir til aigjörra undantekninga aö ráöist sé aö forseta landsins á opinberum vettvangi. Einn af frambjóö- endum Sjálfstæöisflokksins i Reykjavik, Haraldur Blöndal (skipaöi 12. sætiö), ræöst harkalega aö forsetanum i grein i Visi i gær. Hann segir m.a.: „Þegar þetta er ritað eru liðnir tiu dagar frá kosn- ingum. Tiu dagar eru liönir án þess aö reynt hafi verið aö mynda rikisstjórn. Tiu dagar eru liðnir án þess aö forseta eða leiötogum Alþingis hafi dottið i hug nýtur maöur til þess að mynda stjórn.” Siðar i greininni segir Har- aldur: „Menn heyra rætt um það, aö leiðtoginn ætli sér góöan tima til myndunar rikistjórn- ar. Það er jafnvel rætt um allt aö tveggja mánaöa stjórnar- myndunartilraun”. Þá visar þessi frambjóðandi Sjálfstæöisflokksins til þess aö Sveinn Björnsson, fyrrum for- seti, heföi aldrei leyft sér „slikan munaö”. Aðeins vörubíll til viðgerðar Þessi mund var tekin í skipa- smiöastöðinni Stálvfk I gær. t stóra salnum þar sem rúm er fyrir heilan skuttogara var aöeins einmanaleg vörubif- reiö. Þaö er veriö aö smiöa á hana pall. Á sama tima og skipasmiðastöðin hefur engin verkefni I nýsmföum er búiö aö semja um smiöi á þremur skuttogurum I Póllandi. Ljósm. eik. SJÁ BAKSÍÐU Tvelr efnstaklingar hlrða sirkusgróðann • Fengu undanþágu frá skemmtana- skatti í trausti þess að Bandalag ísl. skáta fengi allan ágóðann I Ijós hefur komið að „skátasirkusinn" er hér á vegum fyrirtækisins Jók- ers h.f./ og að eigendur þess, skátarnir Steinþór Ingvarsson framkvæmda- stjóri Bandalags ísl. skáta og Þorsteinn Sigurðsson, fjármálastjóri bandalags- ins, hirða meirihlutann af ágóða heimsóknarinnar. Bandalag isl. skáta fær þó viss- ar prósentur á móti þeim félög- um, en í trausti þess aö banda- lagið stæði fyrir heimsókninni var gefin undanþága frá þvi aö sketnmtanaskattur sem er 20% yröi greiddur af andviröi miða- sölunnar. Nú hefur skátahöfðingi Páll Gislason læknir hins vegar viðurkennt i samtali við Dagblað- iö að meirihluti ágóðans renni til Jókers, sem rekur spilakassa eöa leiktækjasali i borginni. Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri i menntamálaráöuneytinu, en það veitir undanþágur frá greiöslu skemmtanaskattsins, sagði i samtali viö Þjóðviljann i gær, að hann hefði þegar ritaö tollstjóranum i Reykjavik bréf, og vakiö athygli hans á málinu. 1 umsókn Bandalags isl. skáta um undanþáguna segir, „Væntanlegum hagnaöi af skemmtun þessari verður variö til skátahreyfingarinnar á Islandi m.a. til æskulýðsheimila og ýmissrar annarrar félagslegrar Framhald á 14. siöu Laugardagur 8. júli 1978—43. árg. —143. tbl. Skjálftahrina við KRÖFLU? Óvíst hvort eldgos er í aðsigi órói var á Kröflusvæð- inu í gær og er búist við jarðskjálftahrinu. Mikíll viðbúnaður er á svæðinu. Skjálftavaktin í Reynihlíð tók til starfa kl. 20 i gær- kvöld, sími er opinn og starfsmenn Kisiliðjunnar eru búnir undir tíðindi. Jarðfræðingar fóru norður í gærkvöld. Um hádegisbil i gær tók segul- hallamælir við Kröflu að sýna sig til norðurs og vesturs meö jöfnum en mjög litlum hraða, nákvæm- lega eins og geröist fyrir hrinuna i janúar i vetur. Veröi atburðarás nú lik og þá, ætti hrinan nú aö vera hafin. Ekki er unnt að segja hvort gos er i aðsigi eöa ekki. Ef að likum lælur, mun Noröur- landsvegur um Bjarnarflag rofna eins og siðast þegar umbrot urðu á Kröflusvæöinu. Er vegfar- endum þá bent á aö fara um Hóls- sand, Kelduhverfi og Tjörnes. —eös MOWIUINN Alþýðubandalagið óskar viðræðnavið Framsókn Þingflokkur Alþýðubandalagsins hefur farið fram á viðræður við Framsóknar- flokkinn um horfur i stjórnmálum eftir kosningarnar og um framgang vinstri- stefnu. Hér er um að ræða viðræður hlið- stæðar þéim sem eru i gangi við Alþýðu- flokkinn. Framsóknarflokkurinn heldur fundi i framkvæmda- stjórn og þingflokk.i til þess að fjalla um stöðu mála nú um helgina, en viöræöufundurinn meö Framsóknarflokknum fer fram á mánudagsmorgun Verður fundurinn haldinn klukkan 10 árdegis. Könnunarviðræður halda áfram. Könnunarviðræðum Alþýöubandalagsins og Alþýðu- flokksins er haldiö áfram. 1 gærmorgun hittust undir- nefndir viðræöunefnda flokkanna. A mánudag halda viö- ræðunefndirnar sameiginlega fundi klukkan 2 siödegis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.