Þjóðviljinn - 08.07.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.07.1978, Blaðsíða 7
Það er nánast hvíld að setjast upp I rútuna þegar maður hefur verið hlaupandi og kallandi all- an matartimann. Leikskólinn er auðvitað lokaður um helgar, i dag verða börnin að gæta hvers annars. Auðvitað hefði ég ekki átt að vinna i dag, en kaupið er hæst á helgidögum. Og brátt erum við hjá dyrum frystihússins. Ekki er hægt að segja að þær laði mann til sin. En hvers á ómenntuð barna- kerling völ? Frystihúsiö verður hennar athvarf og annað heim- ili. Ragna Freyja Karlsdóttir \ Allir stökkva á fætur um leið og rútan staðnæmist og ryðjast til dyra. — Þvi lætur fólkið svona, spyr einn nýliðinn. Fær það borgaðan hálftima ef þaö stimplar sig inn fyrir kl. 1 ? — Onei, segir öldruð kona — það fær borgaðar minúturnar. Þaö geta oröið tiu minútur á viku — Þó nokkrar minútur yfir árið. Það er veriö að vinna ufsa. Það gengur bara sæmilega. En svo kemur verkstjóri með bónusmiða og borðfélagi minn verður döpur á svip. Ég verð lika döpur, þvi ég veit vel að það er mér að kenna hve lágar tölur bónusmiðinn okkar sýnir alla- jafna. Ég vil ekki og get ekki elt bónusinn, en mér er raun að sjá vonbrigði borðfélaga mins. — Hvernig stendur á þessu? segir hún við verkstjórann — Af hverju fáum við ekki meira? En verkstjórinn hefur enga skýringu. — Sumar fá aldrei bónus, segir hann. Við höldum áfram og ég sé að borðfélagi minn flýtir sér. Auð- vitað vill hún ekki viðurkenna það. Hún heldur einnig uppi fyrirspurnum. Á kaffi er hún búin að finna borð sem hefur klárað 30 pönnur. En þá glymur hringingin, guði sé lof. Kaffi- stofur eru miklir dásemdarstað- ir. Að þessu sinni er mikiö mál- skraf. Það stendur styrr um Laugardagur 8. júll 1»78 ÞJÓÐVILJINN — 8tÐA i' Umsjón: Hallgerður Gísladóttir Kristín Ástgeirsdóttir Kristín Jónsdóttir Sólrún Gísladóttir Steinunn H. Hafstað Ragna Freyja Karlsdóttir Laugardagur í íshúsi Úr dagskrá yerkakvenna í Vestmannaeyjum sem flutt var á menningar- dögunum þar sunnudagavinnuna sem var bönnuð i fyrra, en atvinnurek- endur vilja koma á aftur. — Ég vil ekki vinna á sunnu- dögum, segir önnur 30 pönnu konan — Ég skal rétta upp hönd á móti þvl á fundi. Ég skal ger- ast rauðsokka. Ég skal gerast marx-leninisti. Ég skal. Það dettur á þögn við borðið. En svo segir einhver: Það er aldeilis að hún segir brandara. Og önnur með hægð Þú þarft nú ekki að gera allt þetta þó þú réttir upp hönd. Það er ekki svo erfitt. — Jú, segir sú með 30 pönnurnar. Það er alveg óskaplega erfitt. Kannski yrði maður einn. Ekki virðist okkur hinum vera likur á þvl. En hún kom aldrei á fund. Kannski hefur einstæð móöir ekki efni á að vera rót- tæk. (Kannski hefur hún ekki efni á að vera ekki róttæk) Verkstjórar eru alltaf karlmenn Svo er kaffitiminn búinn og Iiðið heldur aftur til vinnu. Sum- ar taka á sig krók inn á snyrt- inguna en ekki nærri allar. Viö vitum allar að einn verkstjórinn hefur kallað trúnaðarmann á eintal og spurt hvort henni finndist það nokkurt réttlæti að konurnar lengdu kaffihléið með klósettsetum. Og hugsandi um þetta segi eg við borðfélaga minn. — Þvi skyldi ekki kona vera verkstjóri I sal þar sem ein- göngu konur vinna? Eftir þessu ættum við að stjórna togara- lönduninni hjá körlunum. — Já — nei, segir hún frekar við ufsann en mig. Verk- stjórarnir eru alltaf karlmenn. Og nú er orðið svo áliðið dags að maður nennir ekki að rök- ræða. Ufsinn stingur mann i hendurnar, skellirnir þegar ver- ið er að pakka glymja I hausn- um á manni. Fólkið á gólfinu rifur kjaft. Eftirlitið er orðið þreytt og viðskotaillt eins og við. Loks er farið að þrifa. Og heim komumst við að endingu. Keppst við i vinnslusal frystihúss Hvenær förum við að stjóma? Stelpan sem er fjögurra ára kemur á móti mér með reifaða hönd. — Og mamma, ég fór i blltúr á sjúkrahúsið af þvi krakkarnir skelltu hurðinni á mig og lækn- ORÐ í BELG „Oft er flagð... A borgarstjórnarfundi 16. júni, þegar rætt var um vlsitölumálið, áttu eftirfarandi orðaskipti sér stað milli Magnúsar L. Sveins- sonar og Guðrúnar Helgadóttur: Magnús sagöi: „En ég verö að segja það alveg eins og er, aö þaö getur e.t.v. hentað sumum að tala tungum tveim um stundarsakir, — en það fer öllum afskaplega illa, og ekki sist jafn fallegri konu og Guðrúnu Helgadóttur”. Guðrún lét þessu ekki ósvarað og sagði: „Ég skal nú játa að ég kann mig ekki alveg svona á opinberum fundum, — ég veit ekki hvort maður á að borga fyrir kompliment. Ef svo er, þá vil ég bara geta þess, að mér finnst Magnús líka bara ansisætur!”. Svariö vakti almennan hlátur og klapp á pöllunum sem voru þéttsetnir. irinn sagði að ég væri dugleg og konan keyrði mig. Grannkonan sem hafði hlaupið undir bagga, vann að sjálfsögðu ekki á laugardegi. Hún var kennariog þar að auki i barnaverndarnefnd — hjálpi mér, hvaö skyldi hún hugsa um mig. Og bóndinn úti á sjó og öll helgarverkin eftir. Af hverju lætur maður hafa sig i að vinna við svona aðstööu. Og af hverju er aðstaöan svona? Mörgum finnst þó aö það sé ekki verst með litlu börnin — það sé verra með þau hálfstálpuöu — aö vita ekkert um þau allan daginn þegar skóla lýkur. Eftilvill eru þau sofnuð ein i ibúöinni þegar móðirin kemur heim eftir næturvinnutima. Hve lengi á þetta brjálaða kerfi að stjórna okkur? Hvenær förum við að stjórna þvl? Blómarós Okkur vantar röska eldri en 20 ára, blómarós f HAGA. Þarf aö sjá um: vélritun, símavörzlu, almenna afgreiöslu. Upplýsingar í verzluninni e. hádegi. „Blómalínurnar frá Haga“. Hagi h.f. Suöurlandsbraut 6. „Bráðum kemur betri tíð/. með blóm í HAGA sæta langa sumardaga". Tómar konur! Sameinuðu þjóöirnar hafa ákveðið, að áriö 1979 skuli vera ár barnsins, eða sér- staklega helgað málefnum, sem varða velferð barna. Menntamálaráðurneytið hefur skipað nefnd, til aö sjá um framkvæmd þessa máls hér. Ungur maöur vakti máls á þvi við aðstandendur jafnréttissiðunnar, að i þess- ari nefnd væru tómar konur. Vildi hann meina, að börn kæmu karlmönnum lika við, allavega hafði hann litið þannig á málið. Hér með komum við þessari athuga- semd á framfæri og erum sammála unga föðurnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.