Þjóðviljinn - 08.07.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. júll 1978
AFMÆLSKULIST
Nú er svo komið að megnið af fulltrúum á
Alþingi íslendinga eru nýir á nálinni — eða eru
þeir kannske nýir af nálinni — og fer ekki hjá
því að almenningur í landinu f ari að leiða hug-
ann að því hvernig þeir geti með nokkru móti
farið að því að inna af höndum hin f jölmörgu
og f lóknu störf, sem kref jast verður af hinum
kjörnu fulltrúum hinnar háu löggjafarsam-
kundu Islendinga, Alþingis.
Eitt er það þó sem Ijóst er og það er að eitt-
hvað verður að gera til að berja inni hausinn á
háttvirtu þingliði sem nú sest i fyrsta sinn á
rökstóla stofnunarinnar, hvernig þeir eigi að
koma skoðunum sínum á framfæri í ræðu.
Þeir geta nú alltaf fengið hjálp í þessum efn-
um, ef eitthvað þarf að koma í riti. Nú, ég hef
leyft mér aðgerast svo djarf ur að taka saman
það helsta, sem ég veit um mælskulist, ef vera
kynni að eitthvað af því, sem ég veit um þá
hluti, gæti orðið hinum ungu þingmönnum að
vegarnesti. Raunar er það mælskusnillingur-
inn Demosþenes, sem lagði grundvöllinn^ að
því sem hér eftir verður greint frá.
Hið f yrsta og eitt af því mikilvægasta, þegar
tekið er til máls — háttvirtir þinqmenn — er
að hafa eitthvað til að tala um. Eins og allir
vita æfði Demosþenes sig í mælskulist með
því að hafa steinvölu uppí sér meðan hann tal-
aði. Mjög er áríðandi að taka hnullunginn útúr
sér áður en tekið er til máls í þingsölum, sér-
staklega ef umræðum er sjónvarpað eða út-
varpað, því bæði geta tennur brotnað í hita
leiksins, nú/)g þegar sjónvarpað er, þá breytir
hnullungur í munni stórlega útliti þess, sem
ræðuna flytur. En þó er hættulegast að vera
með hraungrýtismola uppí sér, þegar ræða er
haldin á Alþingi, því sá sem gleypir apal-
hraungrýti í miðri eldhúsumræðu getur átt
erfitt með að rökstyðja mál sitt fyrst á eftir.
Skynugur ræðumaður — og þetta á ef tif vill
sérstaklega við eftir síðustu kosningar — gæt-
ir þess jaf nan að vera sæmilega vígbúinn áður
en hann stígur í ræðustólinn, því áhorf- og
heyrendur á áhorf- og heyrendapöllunum
geta átt það til f yrr en varir að byrja að grýta
harðsoðnum eggjum og gömlum rotnum
tómötum í ræðumenn. Þá er það alsiða víða
um lönd að varpa kláða- og fnykpillum yfir
þingheim, en við slíku verða góðir ræðumenn
að vera búnir, ef þeir eiga ekki að fipast i
málefnalequm málflutningi.
Vatn er nauðsynlegt að hafa við höndina.
Það getur hæglega verið blandað með svarta-
dauða eða vodka, eða hverju sem er, sem ekki
er vatn, en lítur út f yrir að vera það.
Oft er óþægilegum spurningum varpað
f ram af þeim sem hlýða á mál ræðumanns. Þá
er gottað nota gamla góða ráðið að heyra ekki
spurninguna, og ef menn heyra hana, þá er
ráðlegt að f ikta svolítið við heyrnartækið, sem
maður þykist vera með á bakvið eyrað, og síð-
an ágættað nota gamlagóða ráðið: „Þetta var
ágæt spurning, en er ekki rétt að bera hana
fram, þegar hún á betur við?" En ef spyrj-
andinn gerist ágengur og frekur, þá er ráðið
aðsvara: „Mér f innst nú að spyr jandinn hefði
átt að láta ógert að blotta sig með því, að
spyrja slíkrar spurningar. Svarið er of aug-
Ijóst öllu hugsandi fólki til að hún sé svara-
verð."
Algengt er það í þingsölum Alþingis að að-
eins einn, tveir eða enginn sé að hlusta á ræðu-
mann. Það haganlegasta við slíka áheyrendur
er það, að ef uppþot verður i þingsalnum, þá
er alltaf hægt að ganga út f rá því sem gefnu
að liðið á áhorfendapöllunum geti yfirbugað
þingmennina.
Nú/eftir þessa ræðu, sem hér hefur verið
formúleruð, má búast við þvi að áheyrendur
tryllist af fögnuði, stappi niður fótum og
klappi ræðumanni á höfuðiðog jafnvel troði á
andlitinuá honum í geðshræringu augnabliks-
ins; nú,þá er ekki um annað að gera en hringja
í ellefusextíuogsex og biðja Bjarka að senda
liðsauka.
Og þess vegna segi ég að sjaldan er góð vísa
of oft kveðin:
Nú fer okkar þing að þinga.
Þá er rétt að enginn gleymi
að námskeið fyrir nýgræðinga
er nauðsyn öllum þingsins heimi
Flosi
Landbúnaðarframleiðslan miðist
Fyrst og fremst
við innanlandsþarfir
Ályktun adaifundar SÍS
Á nýafstöðnum aðal-
fundi SlS bar landbún-
aðarmál talsvert á góma
og um þau samþykkti
fundurinn svofellda álykt-
un:
„Aðalfundur Sambands
ísl. samvinnufélaga, hald-
inn að Bifröst dagana 29.
og 30. júní 1978, lýsir þung-
um áhyggjum vegna
þeirra sérstöku vanda-
mála sem við er að stríða
um þessar mundir í land-
búnaðarmálum vegna
sölutregðu og mikillar
birgðasöfnunar af völdum
óðaverðbólgunnar í land-
inu.
Fundurinn telur eölilegt, aö
landbúnaöarframleiöslan miöist
fyrst og fremst viö þarfir inn-
lendra neytenda og islensks iön-
aöar, en leggur jafnframt áherslu
á nauösyn öflugrar markaösleitar
og sölustarfsemi erlendis, þar eö
nokkur útflutningur verður jafn-
an nauösynlegur, eigi eölilegt
framboö landbúnaöarvara aö
vera tryggt á heimamarkaöi.
Útflutningsbætur á landbúnaöar-
vörur verða óhjákvæmilegar i
fyrirsjáanlegri framtíö, vegna
þeirra miklu niöurgreiöslna á bú-
vöruverði og styrkja til land-
búnaöarins, sem tiökast i helstu
markaöslöndum okkar.
Fundurinn beinir þvi sérstak-
Framhald á 14. siöu
Nefnda-
kjor í
borgar-
stjórn
A fundi borgarstjórnar
Reykjavikur I gær var kosið i
barnaverndarnefnd, hafnar-
stjórn, skipulagsnefnd og
iþróttaráö, til viðbótar þeim
nefndum sem kjöriö var i
fyrir þrem vikurn. Kosningu
nokkurra nefnda var enn
frestaö.
Barnaverndarnefnd: Arn-
mundur S. Backmann,
Guöný Guöbjörnsdóttir,
Bragi Jósepsson, Guöriin
Jónsdóttir, Sigurjón Fjeld-
sted* Aslaug Friöriksdóttir,
Malthias Haraldsson, aöal-
menn. Til vara: Guörún
Helgadóttir, Guömunda
Helgadóttir, Asgeröur
Bjarnadóttir, Valborg
Bentsdóttir, Þórunn Gests-
dóttir, Þórhalla Runólfsdótt-
ir, Jóna Sveinsdóttir.
Hafnarstjórn: Guömundur
J. Guömundsson, Björgvin
Guömundsson form., Jónas
Guömundsson, Birgir Isl.
Gunnarsson, Albert Guð-
mundsson, aöalmenn. Til
vara: Guöjón Jónsson.
Skjöldur Þorgrimsson,
Pálmi Pálmason, Olafur B.
Thors, MagnúsL. Sveinsson.
Skipulagsnefnd: Siguröur
Haröarson form., Guölaugur
G. Jónsson, Gylfi Guöjóns-
son, Birgir Isl. Gunnarsson,
Hilmar Ölafsson, aöalmenn.
Varamenn verða kjörnir siö-
ar.
tþróttaráö: Gisli Þ. Sig-
urösson, Siguröur Jónsson,
Eirlkur Tómasson form.,
Sveinn Björnsson (kaup-
maöur), Júlíus Hafstein,
aöalmenn. Til vara: Hjálm-
ar Jónsson, Höröur Óskars-
son, Jón A. Jónsson, Arni
Arnason, Hilmar Guölaugs-
son.
Al/h—.
Sumarferð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra 29.-30. júll
Hveravellir
Þjófadalir
Kerlingarfjöll
Aö þessu sinni liggur leiöin
aö Hveravöllum, I Þjófadali
og Kerlingarfjöll.
Fariö verður kl. 10 á
laugardagsmorgni frá
Svartárbrú í Langadal og inn
á Auðkúluheiöi hjá Frið-
mundarvötnum og suöur á
Hveravelli. Á leiöinni veröur
sérstaklega skoðaö svæði
það á Auðkúluheiði, sem til-
lögur hafa verið uppi um að
leggja undir umdeilt uppi-
stööulón Blönduvirkjunar.
Um kvöldiö verður ekiö i
Þjófadali og tjaldað. Veröur
þar eldur kveiktur og dag-
skrá flutt meö söng og dansi.
A sunnudagsmorgni geta
menn farið i skoðunarferðir i
ýmsar áttir, meðal annars
gengið að Fögruhlið við ræt-
ur Langjökuls. Siðan verður
ekið i Kerlingarfjöll og það-
Leirhverasvæði i Kerlingarfjöllum.
an noröur Kjalveg aftur i
Langadal og komiö aö Svart-
árbrú um kl. 9 á sunnudags-
kvöld.
Verö: 6.000,- kr. og hálft
gjald fyrir börn yngri en 14
ára.
Væntanlegir þátttakendur
láti skrá sig og fái nánari
upplýsingar hjá eftirtöldum:
livammstangi: Þóröur
Skúlason, Hvammstanga-
braut 19, simi 1382.
Blönduós: Guðmundur
Theódórsson, Húnabraut 9,
simi 4196.
Skagaströnd: Sævar Bjarna-
son, Bogabraut 11. Simi:’
4626.
Varmahiiö: Hallveig Thorla-
cius, Mánaþúfu, simi 6128.
Sauöárkrókur: Rúnar Bach-
mann, heimasimi 5684, simi
á verkstæði 5519.
Hofsós: Gisli Kristjánsson,
Kárastig 16, simi 6341.
Siglufjöröur: Július Július-
. son, Túngötu 43, simi 71429.
KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra