Þjóðviljinn - 08.07.1978, Blaðsíða 16
AQalstmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mðnudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, iltbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóöviljans I slma-
skrá.
Verkefnaleysi 1 Stálvík
Skipasmiðastöðin fæst við smiði
vörubílapalla, meðan samið er um
smíði þriggja skuttogara í Póllandi
DJOÐVIUINN
Laugardagur 8. júli 1978
Bryjólfur ö. Steinsson, (t.v.)
trúnaöarmaður i Stálvik hf. og
Guöjón Jónsson formaöur Málm-
og skipasmiöasambandsins, ræöa
um hiö alvarlega atvinnuástand i
stööinni. (Mynd: eik)
Engin tilboð bárust i
Tónabæ
7,9
imlljóna
tap frá
ára-
mótum
Æskulýðsráð mun á næstunni
taka ákvöröun um framtiö Tóna-
bæjar, en ekkert tilboö barst i
eignina þegar hún var auglýst til
sölu f vor.
Frá 6. mai hefur staðurinn ver-
iö lokaður og hefur öll æskulýðs-
starfsemi þar lagst niður. Ómar
Einarsson fulltrúi hjá Æskulýðs-
ráði sagöi i samtali við Þjóðvilj-
ann i gær, aö taprekstur hússins
frá áramótum fram til 1.7. næmi
7,9 miljónum króna og einnig
sagöi hann, að ódýrara væri að
reka staðinn lokaðan en opinn.
Aætlað söluverðmæti Tónabæj-
ar er um .200 miljónir króna, en
rekstur staðarins hefur á undan-
förnum árum verið helsti „höfuö-
verkur” æskulýösráðs, bæði
vegna tapsins, mikils viðhalds-
kostnaðar og sifelldra kvartana
frá ibúum og lögreglu vegna
drukkinna unglinga, sem söfnuð-
ust þar fyrir framan. Aö lokum
gafst ráðið upp á að reka staöinn
og vildi selja hann.
Þó ákveðið hafi verið að aug-
lýsa Tónabæ til sölu sF vetur,
hefur engin ákvörðun verið tekin
um hvernig söluandvirðinu skvldi
variö. —AI
Landhelgisgæslan
byrjuð eftirlit
með laxveiði
Reynt að
sporna viö
netaveiði
á laxi
Frcgnir hafa borist um ferðir
varðskipa og jafnvel flugvéla
meö ströndum noröaniands til at-
hugunar á þvi, hvort stunduö
kunni að vera ólögleg laxveiði I
sjó. Menn munu misjafnlega
hressir yfir þessum athöfnum
Gæslunnar og telja aö þær spilli
hlunnindum, m.a. meö þvi aö fæla
burtu æöarfugl. Klaöiö haföi tal af
Þresti Sigtryggssyni, skipherra,
og spuröi hann hvort Landhcigis-
gæslan heföi fengist viö þetta
eftirlit aö undanförnú.
Framhald á 14. slðu!
Skipasmíðastöðin Stál-
vik í Garðabæ er nú verk-
efnalaus. Þar vinna rúm-
lega 100 manns# sem fást
nú við smáviðgerðir á skip-
um og smiða palla á vöru-
bíla! Á sama tima er beðið
eftir samþykki íslenskra
stjórnvalda vegna smíði og
innflutnings þriggja skut-
togara frá Póllandi, en
þrjú útgerðarf yrirtæki
hafa undirritað samninga
um smiði togaranna i Pól-
landi.
Þetta er lýsandi dæmi um at-
vinnustefnu fráfarandi rikis-
stjórnar. Afgreiðslutimi pólsku
togaranna er langur, þvi gert er
ráð fyrir að fyrsta skipið komi
eftir 2 1/2 ár. Og þótt pólsku tog-
ararnir yrðu eitthvað ódýrari en
innlendir, liggur i augum uppi
hvort er þjóðhagslega hagkvæm-
ara sú gjaldeyriseyðsla eða inn-
lend verðmætasköpun með nýt-
ingu þess vinnuafls, þekkingar og
aðstöðu sem hér er fyrir hendi.
Er blaðamaöur og ljósmyndari
Þjóðviljans komu i Stálvik hf. I
gær, var þar tómlegt um að litast.
Aö visu er búiö að semja um
smiði tveggja skuttogara, fyrir
Grindvikinga og Grundfiröinga,
en framkvæmdir geta ekki hafist
af fullum krafti fyrr en lán til
smiöanna hafa verið samþykkt af
viðkomandi yfirvöldum. Venju-
lega er lánað um 85% af verði
skuttögara, og lánar Fiskveiði-
sjóður 75% en Byggðasjóöur 10%.
A meðan allt er i slikri óvissu
um framtiðina, eru litil verkefni
fyrir hið fjölmenna starfsliö.
SmiÖaðir eru vörupilspallar i stað
skuttogara og fengist viö viögerð-
ir á nokkrum skipum. Samkvæmt
upplýsingum Brynjólfs O. Steins-
sonar, trúnaðarmanns i Stálvik,
er nú verið að vinna að viðgerðum
á varðskipinu Þór og tveimur
öðrum skipum.
Þessi stöðvun skipasmiðanna
hefur 1 för með sér, aö bónus
starfsmannanna lækkar til muna,
en bónusinn hefur komið vel út i
nýsmiðinni.
Rúmir tveir mánuðir eru siöan
siöasta skipi sem smiðað var i
Stálvik, skuttogaranum Arinbirni
RE, var hleypt af stokkunum.
Brynjólfur sagði, að ef verkefni
heföu verið áframhaldandi, hefði
nú verið kominn upp skipsskrokk-
ur og byrjað að setja skipið sam-
an. En á gólfinu þar sem pláss er
fyrir heilan skuttogara, stendur
nú aðeins einmanalegur vörubill.
—eös
Hraðbraut
Grænn 1 Akureyri
lCjrænn 1 heitir hraðbrautin
okkar til Akureyrar.
Við munum fljúga í 12-14 þús. feta hæð og áætlaður
flugtími er u.þ.b. 55 mínútur. Velkomin um borð.
Fullkomiii leiósögutæki vísa beina
og örugga leiÓ
FLUCFÉLAC ÍSLANDS
ÍNNANLANDSFLUG