Þjóðviljinn - 08.07.1978, Side 3

Þjóðviljinn - 08.07.1978, Side 3
Laugardagur 8. júll 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Blaðamanna- verkfall yfir- vofandi í Noregi Þorgrlmur Gestsson simar frá Noregi: A miðnætti aðfararnótt sunnudags fara niu hundruð blaðamenn við 71 norskt blað I verkfali náist ekki sam- komuiag viö blaðaiítgef- endur fyrir þann tima. Ef til verkfalls kemur verður það fyrsta blaöamannaverkfalliö I sögu norskra dagblaða. Blaðamannfélagið valdi þá leið að segja upp störfum ákveðins fjölda félagsmanna sinna til að landið yrði ekki algjörlega blaöalaust á með- an á hugsanlegu verkfalli stæði. Eigendur þeirra blaða þar sem verkfall var ekki boðað brugðust við þessu með þvi að setja verkbann á blaðamennina. Arbejder- pressen, sem m.a. gefur út Arbejderbladet, er sjálf- stæður samningsaðili. For- ráðamenn hennar hafa boð- að verkbann frá 25. þessa mánaðar. Framámenn I Verkamannaflokknum hafa gagnrýnt þá ákvörðun harð- lega og benda á að það minni óþyrmilega á aögerðir at- vinnurekenda sem Verka- mannaflokkurinn barðist gegn áratugum saman. Samningaviðræðum milli blaðamanna og útgefenda hefúr ekkert miðaö áfram og loks lýstu útgefendur þvi yfir um siðustu helgi að viðræður væru gagnslausar á þessu stigi málsins. Þeir höfðu þá ekki hvikað frá upphaflega tilboði sinu um 0.9% hækkun á meðalkaupi sem jafngildir 86.50 norskum krónum i hækkun á mánuði. Krafa blaðamanna er um 4.2% kauphækkun eða kr. 350 krónur. Auk þess fara blaða- menn fram á þriggja mán- aða barnsburðarleyfi á laun- um, aukin áhrif á stjórn blaðanna, þar á meðal I sam- bandi við mannaráðningar, og lagfæringar á greiðslum fyrir aukavinnu. Útgefendur hafa visað öll- um þessum kröfum alger- lega á bug. Sænska öryggislögreglan: Sökuð um samstarf við hryðiuverkamenn 5/7 — Sænska fréttastofan TT skýrir svo f rá að morð- ið á Rolovic/ ambassador Júgóslaviu í Stokkhóími, sem framið varisendiráði Júgóslavíu þar í apríl 1971/ hafi verið skipulagt með aöstoð starfsmanna sænsku öryggislögreglunn- ar, SAPO. Morðið frömdu liðsmenn króatisku hægri- öfgasamtakanna Ustasja. Fullyrðingin um hlutdeild SAPO í morðinu kemur frá einum Júgóslava þeirra sem áttu þátt í undirbún- ingi árásarinnar á sendi- ráðið. Maður þessi talaði það sem hann taldi sig vita um málið inn á segulband, og var frásögn hans fyrir skömmu birt í júgóslav- neska tímaritinu Nin. Ut- anríkisráðuneytið sænska fékk svo senda þýðingu á greininni frá sendiráði Svía i Beograd. Myrtur í Svíþjóð Ekki er hægt að krefja mann- inn, sem inn á bandiö talaði, frek- ari sagna um málið, þvi áö hann er ekki lengur á lifi. Hann var myrtur i desember 1975 i Falken- berg i Sviþjóð. Hann var félagi i Ustasja og formaöur miðnefndar félagsskapar þessa i Evrópu. Hann skýrir svo frá á segul- bandinu, að einn af foringjum Ustasja, Króati að nafni Blaz, hafi haft góð sambönd við sænsku öryggislögregluna. Blaz flýði frá Júgóslaviu fyrir 20 árum og hefur siðan starfað meðal Ustasja- manna i Vestur-Þýskalandi og Ástraliu. 10. febrúar 1971 tóku Ustasja- menn á vald sitt ræöismanns- skrifstofu Júgóslava I Gautaborg. En eftir sólarhring gáfust þeir upp samkvæmt skipun frá Blaz, sem komist hafði að þvi hjá kunn- ingjum sínum i SAPO, aö hvorki ræöismaðurinn né aðrar mikil- vægar persónur væru meðal gisl- anna. Taldi Blaz þvi að júgóslav- nesk yfirvöld myndu ekki sam- þykkja að láta Ustasja-fanga I Júgóslaviu lausa i skiptum fyrir glslana. SAPO gaf grænt Ijós Skömmu siðar kom Blaz til Stokkhólms og fyrirskipaði liðs- mönnum sinum þar að taka á sitt vald sendiráð Júgóslava þar á- samt með öllu starfsliðinu. I skiptum fyrir starfsliðiö átti að knýja júgóslavnesk stjórnarvöld til þess að láta lausa niu menn úr Ustasja, sem voru i júgóslav- neskum fangelsum. Formaður miðnefndarinnar, sá er inn á bandið talaði, var á móti þessu vegna þess, -að aðeins þremur mönnum var ætlað að taka sendi- ráðiö, en það taldi hann ekki næg- an liðstyrk. Blaz sagði honum þá, að hann þyrfti ekki að hafa á- hyggjur af sænsku lögreglunni. SAPO hafði sem sé fullvissað Blaz um, að hún myndi ekki skipta sér af sendiráðstökunni. Eftir morðið á ambassadornum fyrirskipaði Blaz nýja og „stóra” aðgerð, sem átti að framkvæma þegar morðingjarnir yrðu leiddir fyrir rétt. En hann hætti við þær fyrirætlanir, þegar sambands- menn hans i SAPO sögðu honum, að aðgerðin myndi ekki borga sig. Áhrifamiklir vinir Sumarið 1972 kom Blaz enn til Sviþjóðar. Hann sagði þá mönn- um sinum þar, að hinir áhrifa- miklu vinir hans i SAPO hefðu látið hann vita, að nú væri timinn fullnaður til nýrrar aðgerðar, sem sé að frelsa Ustasja-fangana úr Kumla-fangelsinu. Arangurinn varð vel skipulagður fjöldaflótti úr Kumla i ágúst sama ár. 15 fangar sluppu, þar á meöal þeir tveir Júgóslavar, sem dæmdir voru fyrir morðiö á ambassa- dornum. Þeir voru þó handteknir aftur fáeinum dögum siöar. En mánuði siðar var Júgóslöv- um þessum sleppt úr Kumla, þeg- ar Ustasja-menn rændu flugvél i Malmö. Þessi uppljóstrun þykir að von- um ekki góð til afspurnar fyrir sænsku öryggislögregluna. Hún hefur jafnan verið hreiður hægri- manna og sænskar leyniþjónustu- stofnanir eiga að baki nokkuð flekkóttan feril. A árum siðari heimsstyrjaldar áttu til dæmis leyniþjónustustofnanir Þjóðverja greiðan aðgang að flestu, sem njósnaþjónusta Svia vissi. Uppbótar- þingsætum úthlutað Landskjörstjórn kom saman til fundar í gær til að úthluta uppbótar- þingsætum. Lands- kjörnir þingmenn eru þessir: 1. Björn Jónsson (A), 2. Finnur Torfi Stefánsson (A), 3. Olafur Ragnar Grimsson (G), 4. Gunnlaugur Stefáns- son (A), 5. Friðrik Sophusson (D), 6. Hjörleifur Guttorms- son (G), 7. Jósep H. Þor- geirsson (D), 8. Bragi Niels- son (A), 9. Ólafur G. Einars- son (D), 10. Geir Gunnarsson (G), 11. Arni Gunnarsson (A). Eftirtaldir þingmenn eru varamenn landskjörinna þingmanna: Frá Alþýðu- fiokki Agúst Einarsson, Bjarni Guðnason, Jón Bald- vin Hannibalsson, Bragi Jósepsson og Gunnár Már Kristóf ersson . Frá Sjálfstæðisflokki Steinþór Gestsson, Halldór Blöndai og Sigurlaug Bjarnadóttir. Frá Alþýðubandalagi Hannes Baldvinsson, Soffia Guö- mundsdóttir og Skúli Alex- andersson. —eös Bardögum liirnir í Beirút Hætta á stríði ísraela og Sýrlendinga 7/7 — Bardögum hefur aö mestu siotaö i Beirút, höfuðborg Libanons. Sýrlendingar hættu stórskotahrið sinni á austurborg- ina, þarsem kristnir menn búa og varðliöasveitir hægrimanna hafa bækistöðvar, sennilega vegan hótana Eliasar Sarkis, Llbanons- forseta, um aö segja af sér. Einn- ig kann hér nokkru aö valda um ótti Sýrlendinga viö að tsraelar skerist i leikinn til stuönings hægrimönnum. Enda þótt stjórnin I Libanon fái litlu ráðið, óttast margir vaxandi upplausn efSarkissegirafsér,og á þaö munu Sýrlendingar ekki vilja hætta að svo stöddu. Þar aö auki er greinilegt að öflugustu riki Vesturlanda styðja Sarkis og hafa ambassadorar þeirra lagt fast að honum að hætta við af- sögnina. Hið sama gera leiðtogar ýmissa libanskra stjórnmála- og trúflokka. Veruleg hættaer talin á að strið brjótist út milli Israels og Sýr- lands út af Libanon, og sagði blað eitt i Libanon i dag að svo gæti auðveldlega farið ef Sarkis gerði alvöru úr þvi að segja af sér. Hestameim! Nýkomið: ___ íslenskir ^Enskir Areentískir Reiðbuxur stretch 13.900. ílauel 14.900.— Pískar frá 1.290-- 1.690— ístöð, margar tegundir, frá kr. 2.190- 10.900— Kappreiðarskeifur úr áli, iitiar fjaðrir nr. 3V2- 4'/2 Einnig tannraspar frá 13.895— - 20.370- Argentískir — vönduð vara AUar járningarvörar, hamrar, hnykkingartengur, hnifar, sex tegundir af naglbítum, nasamúlar, krossmúlar o.fl. o.) sérverslun hestamaimsins Lóuhóiar 2-6. Sími 75020

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.