Þjóðviljinn - 08.07.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.07.1978, Blaðsíða 14
íslendingar þéttbýlisþjóð 14 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 8. júli 1978 Af 222 þúsund íbúum landsins alls eiga 197 þúsund heima í þéttbýli Hagstofan hefur nú birt endan- legar tölur um mannfjöldann á tslandi miðaö við 1. desember siðast liðinn. Reyndust þá vera 222.470 manns búsettir i iandinu, eða um 1.500 fleiri en árið áður. Nemur sú fjölgun aðeins 7 af þús- undi, sem er óvenju iltil fjölgun. Fóik sem býr i strjálbýli var 25.658 manns og haföi fækkað um 600 á árinu. Strjálbýlisbúar (eða sveitafóik öðru nafni) eru nú 11,5% landsmanna, en það þýðir að 8 af hverjum 9 búi I einhvers konar þéttbýli. 82 þéttbýlisstaðir Þéttbýlisstaðir teljast sam- kvæmt skilgreiningu Hagstofunn- ar vera 82 i landinu, og er þá allt þéttbýli á höfuðborgarsvæöinu talið til eins og sama þéttbýlis- staðar. Þar er um aö ræða sveitarfélögin Reykjavik, Kópa- vog, Seltjarnarnes, Garðabæ og Hafnarfjörð, svo og þéttbýli i Mosfellssveit. Ibúafjöldi samtals 118 þúsund. Með svipuðum hætti teljast kaupstaðirnir Keflavik og Njarðvik til eins þéttbýlisstaðar með 8 þúsund ibúum. 3 svæði með 139 þús. íbúa Þéttbýlisstaðir með 5 þúsund ibúa og fleiri teljast þá 3 i landinu, Reykjavikursvæði, Akureyri og Keflavikursvæði. A þessum stöð- um búa samtals 139 þúsund manns. Þéttbýlisstaöir með milli 2 og 5 þúsund ibúa eru 7, Akranes, ísa- fjörður, Sauðárkrókur, Siglu- fjörður, Húsavik, Vestmannaeyj- ar og Selfoss, með samtals 22 þúsund ibúa. 13 þéttbýlisstaðir hafa meira en 1 og minna en 2 þúsund ibúa, Grindavik, Sandgerði, Borgar- nes, Olafsvik, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Bolungarvik’, Ólafsfjörður, Dalvik, Neskaup- staður, Eskifjörður, Höfn i Hornafirði, Hveragerði, meö samtals 16 þúsund ibúa. 24 staðir með undir 200 ibúa 15 þéttbýlisstaðir hafa milli 500 og 1000 ibúa hver, samtals 10 þús- und. 20 þéttbýlisstaðir hafa frá 200 og upp i 500 ibúa hver, sam- tals 7 þúsund. Þá eru 8 þéttbýlis- staðir með milli 100 og 200 ibúa og Afmæli Sjötugur er I dag Kristinn Guðmundsson fyrrverandi bif- reiðastjóri Suðurgötu 11, Sand- geröi. Kristinn er frá Straum- fjaröartungu. Hann verður að heiman i dag. Skátar Framhald af bls. 1 aðstöðu fyrir islenskt æsku- fólk,—” I svari ráðuneytisins þar sem undanþágan er veitt, segir: ,,—enda renni allur ágóði óskipt- ur til æskulýösheimila á vegum skátahreyfingari’inar. Skilagrein. skal send tollstjóranum i Reykja-' vik svo og yfirlýsing um að ágóö- anum sé varið i framangreindu skyni.” / —AI. Fyrst og fremst Framhald af 2 siðu lega til rikisvaldsins, að hin óvenju mikla útflutningsþörf á þessu ári og óhagstætt skilaverð vegna óðaverðbólgunnar innan- lands, verði ekki látin skeröa tekjur bændastéttarinnar, sem þegar er ein tekjulægsta stétt landsins. Fundurinn skorar jafnframt á rikisvaldið að létta af landbúnað- inum tollum og opinberum gjöld- um af aðföngum, i þvi augna- Leiðréíting ! grein um rikisstjórnir frá 1917—1978, sem birtist i Þjóðviij- anum s.l. miðvikudag, slæddist miði, að búvöruverðið verði hag- stæöara islenskum neytendum og samkeppnishæfara erlendis en nú er. Vextir afurða- og rekstrarlána verði i sama augnamiði stórlækk- aðir, samfara vaxtaleiðréttingu til handa islensku atvinnulifi al- mennt. Afurða- og rekstrarlánin verði hinsvegar aukin veruleg, þannig að bændur geti fengið tekjur sinar greiddar við afhend- ingu framleiðslunnar og jafn- framt staðgreitt framleisðlu- kostnaðinn”. —mhg Kaflar úr ræðu Framhald af 5. siðu hálfa öld með harðvítugri baráttu að ná sömu launum fyrir sömu vinnu og karlar. Verðum við nú ekki að herða róðurinn fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum, að við konur getum haft vinnu eftir vilja okkar og getu, og að það sé okkar sjálfra að meta það, — og að það sé ekki hægt frekar í frystihúsa- vinnu en hverri annarri vinnu að reka konur úr starfi, ef þær ekki eru tilbúnar til að vinna eftir- ‘ vinnu eða nætur- og helgidaga- vinnu. Þessi staða hefur oft komið upp i frystihúsunum, og oft hefur þurft að beita hörðu af samtak- anna hálfu, til að brjóta slikt á bak aftur, —en það hefur lika oft komið fyrir, að konur hafa orðið að beygja sig fyrir slíku ofriki. Fiskveiðar og fiskiðnaður er grundvallaratvinnuvegur okkar villa inn i töflu sem sýnir orsakir afsagnar rikisstjórnar frá 1944—1978. Þjóðviljinn birtir þvi töfluna hér ieiðrétta og hiðst, ve!- virðingar á þessum leiðu mistök- um. þjóðar, sem allt lif þjóðarinnar byggist á, og ég tel að svo muni verða um ókomna framtið, þvi gullkista þjóðarinnar er hafið’ umhverfis landið eins og það hefur verið frá ómunatið. 1 þess- ari framleiðslu er konan ásamt sjómanninum stærsti aðilinn. Konur hafa, þar sem annars stað- aristörfum, flestarumheimili að sjá, i viðbót við sin erfiðu störf i fiskiðnaðinum. Enn vantar þó mikið á, að fisk- vinnslunni hafi verið skipaður sá sess I hugum þjóðarinnar, sem henni bersem undirstööuatvinnu- greininni.er allt byggist á i þessu landi. Enn eru flest önnur störf talin girnilegri. Enn eru fiskvinnulaunin með lægstu kauptöxtunum. Enn er þar vinnuöryggið minnst og vinnutiminn lengstur. Það má kallast furðuleg þröng- sýni forráðamanna þjóðarinnar að búa þannig að aðalatvinnuvegi hennar, að ungt fólk sækir i dag i öll önnur störf fremur, — nema þá sem timabundið fyrirbæri. Er ekki mál til komið að hef ja þessi störf til æðra vegs — og skapa fólkinu, sem þau vinnur, þau li'fskjör i launum, öryggi og fristundum, að starfið verði eftir- sóknarvert?” Mótmæla Framhald af bls. 9. mikil meðal grunnskólakennara en tiltölulega litil meðal skrif- stofufólks. Starfsfólk i Starfs- mannafélagi Reykjavikurborgar tók mjög litinn þátt i þessum að- gerðum. Samtök sjómanna hvöttu ekki félagsmenn sina til þátttöku, og sama er að segja um Samband islenskra banka- manna”. Laxveiöi Framhald af bis. 16 Þröstur kvað svo verið hafa vegna þess, að orð léki á um ólög- lega laxveiði i sjó. Gæslan heföi litið eftir hvar væru net m.a. i Skjálfandaflóa, Húnaflóa, Mið- firði og svo hefði þyrla verið við eftirlit i Borgarfirði og við strönd- ina milli Þorlákshafnar og Eyr- arbakka. Annars væru reglur um þessi HESTAMENN Gerist áskrifendur að Eiðfaxa mánaðarbiaði um hesta og hesta- mennsku. Með einu símtali er Áskriftarsími 85111 Pósthólf 887, Reykjavík. Orsakir afsagnar ríkisstjórna 1944 — 1978 Rikisstjórnir Efnahags- mál Herstöðva- málið Fallí kosningum Sjálfstfl. Alþýðuf 1. Og sósíaiistaf 1.. 1944 — 1947 X Sjálfstfl. Fram- sókn og Alþýðufl. 1947 — 1949 X Framsóknarfl. og Sjálfstf 1. 1950 — 1953 (*) M Framsóknarfl. og Sjálfstæöisf 1 1953— 1956 X Framsókn Alþýðu- bandal.og Alþýðufl. 1956 — 1958 X Sjálfstæóisf 1. og Alþýðuf lokkur. 1959 —1971 -• • X Framsókn Alþýöu- bandal.og Samtökin. 1971 — 1974 (X) (X) Sjálfstæöisflokkur og Framsókn 1974 — 1978 w _ .... . .. .. (X) 16 þéttbýlisstaðir með 50-100 ibúa, og er hvor flokkur meö rúmlega 1 þúsund ibúa samtals. Minnsti kaupstaðurinn er Seyðisfjörður með 958 ibúa, en hann fékk kaupstaðarréttindi árið 1894. Stærsta kauptúnið án kaup- staðarréttinda er Borgarnes með 1.461 ibúa. Nýjasti kaupstaðurinn er Selfoss með 3.123 ibúa, en hann fékk kaupstaðarréttindi i mai siöast liðnum. Skólastaðir Á eftirtöldum stöðum voru ibú- ar fleiri en 50 1. desember 1977 en þó taldir til strjálbýlis: Klepp- járnsreykjum og Reykholti, báðir i Reykholtsdal i Borgarfirði, Kristnesi i Eyjafirði, Eiðum á Héraði, Skógum undir Eyjafjöll- um og Reykholti i Biskupstung- um. A 5 þessara staða eru starf- ræktir skólar en á einurn er heilsuhæli. Á skólastaðnum Laugarvatni eru 158 ibúar og telj- ast þeir til þéttbýlis. Efni þetta er unnið upp úr Hag- tiðindum, júnihefti. mál mjög óljósar og loðnar. Heimilt væri t.d. að stunda ýsu- veiði og silungsveiði væri leyfi- legt að stunda i sjó? aðeins væru um það reglur hve fjarri ósa- svæðum slik net yrðu að vera. Net, sem lögð eru fyrir göngusil- ‘ung, ber að taka upp kl. 10 á föstu- dagskvöld og þau má ekki leggja á ný fyrr en kl. 10 á þriðjudags- morgun. Þröstur Sigtryggsson taldi að það þyrftu að vera miklu ákveðnari reglur bæði um merk- ingar neta og möskvastærð. Það væri auðvitað breytilegt hvað menn teldu sig vera að veiða. Sumirsegjast vera að veiða rauð- maga, en það er engin reglugerð til um þær veiðar, en hins vegar um grásleppuveiði. Ef algjörlega ætti að sporna við netaveiði á laxi I sjó þá þyrfti aö fara fram viðtæk könnun á göngusvæöum laxa i námunda við þessar ár og banna þar lagnir, á- leit Þröstur Sigtryggsson. Og bætti við: — Ég er að vísu ekki nógu kunnugur þessum málum,en mér sýnist þó að það vanti ákvæði um netalagnir á fjörðum, sem lax gengur um. Það er margt gott I lögum um laxveiði, en þau eru gloppótt. —mhg I Lindarbæ Sunnudag kl. 20.30 mánudag kl. 20.30 Miðasala I Lindarbæ alla daga kl. 17-19 og sýningardaga kl. 17-20. Simi 21971.___ Gæslan truflar ædarvarp og selveiði Talsverð óánægja er nú á Hvammstanga, og raunar á Vatnsnesi öllu og Heggstaðanesi vegna þeirrar röskunar sem eftirlitsferðir Landhelgisgæsl- unnar á þessar slóðir hefur vald- ið. Bændur sem tekjur hafa af æðarvarpi segja að lágflug þyrlu og gæsluvélar siðustu daga yfir svæðið hafi gjörspillt varpi. Þá kvarta selveiðimenn yfir þvi að ferðir hraðbáta meðfram strönd- um hafi hrakið selinn á haf út og spillt selveiðinni. Engin laxveiði sé i þau net sem lögð hafi verið út á þessu svæði, og sé hér eingöngu um fikt við silungsveiði að ræða. Þessvegna séu þessar eftirlits- ferðir gæslunnar ástæðulausar með öllu og spilli einungis fyrir hefðbundnum búrekstri. —-ekh Dregur úr mótmæla- aðgerðum vörubílstjóra 7/7 — Hundruð vörubila héldu út fyrir landamæri Austurrikis I dag og virðist þvi sem að farið sé að draga úr mótmælaaðgerð- um vörubilstjóra, austurriskra og erlendra, gegn nýjum vega- skatti Austurrikismanna. Vöru- bilstjórarnir brugðust við gegn þessari skattlagningu með þvi að loka flestum akvegum Ut Ur landinu, og sumsstaðar halda þeir þvi áfram enn. Nýtt evrópskt myntkerfi á döfinni 7/7 — Leiðtogar rikja Ef nahags- bandalags Evrópu, sem eru nú á ráðstefnu i Brimum i Vestur-Þýskalandi, samþykktu I dag að vinna að nýju evrópsku myntkerfi, i þeim tilgangi að Vestur-Evrópa verði svæði „stöðugleika i gengismálum.” Kerfið á að verða tilbúið i des- ember og til stuðnings þvl á aö vera sjóður að upphæð yfir 50 miljarðar dollara. Sagði Bret- inn Roy Jenkis, forseti stjórn- arnefndar EBE, að sjóður þessi yrði stærri en Alþjóðlegi gjald- eyrissjóðurinn(IMF) og að þessi áætlun væri sú stórfelld- asta, sem nokkurntima hefði komið til greina i gengismálum. Plútó er minnsta plánetan 7/7 — Bandariskir stjarnfræð- ingar hafa uppgötvað nýtt tungl sem gengur i kringum Plútó, ystu plánetuna I sólkerfi okkar. Hefur þessi uppgötvun gert stjarnfræðingunum fært að reikna út stærð Plútós, og sýnir sig þá að hann er minnsta plá- netan i sólkerfinu. Aður hafði Merkúr verið talinn minnstur. Hinn nýfundni máni hefur þegar verið skirður Karon eftir ferju- manni þeim I forntrú Grikk’ja, er flutti sálir framliðinna til. dauðrarikisins. Alþýðubandalagið i Hveragerði Fundur verður haldinn i Alþýðubandalaginu Hveragerði mánudaginn 10. júli næstkomandi kl. 20.30. Lkaffistofu Hallfriðar. Dagskrái 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Hrepps- málin. 3. Garðar Sigurðsson, aiþingismaður, ræðirstöðu þjóðmála að kosningum loknum. 4. Sumarferðalag. 5. önnur mál. —Stjórnin Garðar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.