Þjóðviljinn - 21.07.1978, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.07.1978, Blaðsíða 1
UÚÐVIUINN Föstudagur 21. júli 1978 —153. tbl. 43. árg. Skuldahali dreginn inn á kosningaárid! Þorbjörn Broddason lýsir viðskilnaði ihaldsins í umrœðum um borgarreikninga ársins 1977 Við síðari umræðu um reikninga Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1977 á borgarstjórnarfundi í gær ræddi Þorbjörn Broddason um f járhagsstöðu borgar- innar og lýsti viðskilnaði íhaldsins eftir áratuga stjórn. Verður síst af öllu sagt að hann beri vitni um „blómlegt bú". Reikningarnir 1977 bera merki kosningahitasóttar og blandast jafnframt timburmönnum frá kosningunum 1974, sagöi Þor- björn. Er þar átt viö stóra kosn- ingavixilinn sem tekinn var þá aö upphæö 600 milj. kr. og breytt i gengistryggt lán. Heildartap borgarinnar vegna allra gengis- tryggöra lána nálgast nú 2 miljaröa króna. Eftirstöövar kosningavixilsins frá 1974 voru um sföustu áramót 430 milj. kr. Skammtimalán borgarinnar jukust á siöasta ári um 725 miljónir kr., en i fjárhagsáætlun var gert ráö fyrir aö greiöa þau niöur um 71 miljón. Geymslufé, sem kemur til vegna óeyddra fjárveitinga, hef- ur aukist nálega á hverju ári um langt skeiö, en 1977 lækkaöi þaö um 525 miijónir, og er liöurinn nú bókfæröur á minus 274 miljónir, svo ótrúlegt sem þaö kann aö viröast. Langtimalán stóöu svo til i staö eöa lækkuöu um aöeins 27 miljón- Alvarlcgt ástand í skípasmídum Eitt af þvi sem þarf aö fjalla um i stjórnar- myndunarviðrœðum, segir Guðjón Jónsson formaður Málm- og skipasmiðasambandsins í fréttum að undan- förnu hefur verið skýrt frá þvi að samið hafi verið um smiði skuttog- ara erlendis þar á meðal i Portúgal á meðan blasir við verkefna- skortur og siðan at- vinnuleysi i íslenskum sk ipa sm iða iðnaði. Haft var samband viö Guöjón Jónsson formann Málm- og skipasmiöasambands Islands til aö fá frekari upplýsingar um þetta mál frá sjónarhorni málm- og skipasmiöa. — Guöjón sagöi aö stjórnvöld heföu þegar samþykkt smiöi tveggja skutttogara I Portúgal, en auk þess heföi veriö samiö um smiöi 3ja togara I Póllandi, en Fiskveiöasjóöur og stjórnvöld heföu ekki enn tekiö afstööu til þess hvort heimila ætti lánveit- ingar til þeirra smiöa. — Guðjón var þá inntur eftir þvi hvernig ástandiö væri al- mennt hjá islenskum skipasmiöj- um. Hann sagöi aö nú væru tveir mánuöir siöan Stálvlk h.f. heföi skilaö sinu slðasta verkefni og heföu menn engin verkefni fengiö þar nema viö aö smlöa vörubils- palla, sem þýddi aö liöa færi aö þvi aö mönnum yröi sagt upp. Hjá fyrirtækinustarfa á annaö hundr- aö manns. A Akranesi væri á- standiö einnig mjög slæmt, þvi þar heföu engin verkefni fengist, . en hins vegar væri enn nóg aö gerahjáSlippstööinniá Akureyri. — Þá mætti einnig koma fram aö ekki einungis nýsmlöar væru fluttar úr landi heldur einnig viö- gerðirnar og breytingar. A árinu 1977 heföu veriö framkvæmdar breytingar á skipum erlendis fyrir um einn og hálfan milljarö króna. Auk þess bættist viö þaö Guöjón Jónsson allar tjónaviögeröir sem fram- kvæmdar væru erlendis en þaö væri ákvöröun tryggingafélag- anna. Rauöanúpsmáliö sýndi ljóslega hver er vilji trygginga- félaganna í þessum efnum, en þá kostaöi þaö iönaöarmenn mikla baráttu viö tryggingafélagiö aö fá aögera viö skipiö hérheima. Þaö sér hver maöur aö meö þvl aö færa skipabreytingar og viðgerö- ir alfariö inn I landiö þá spörum viö gjaldeyri og bætum um leiö greiöslujöfnuð okkar viö útlönd. Það eru engin tæknileg eöa þekk- ingarleg vandkvæöi á þvl fyrir okkur Islendinga aö annast viö- geröirog smiöar sjálfir og mynd- um viö geta framkvæmt þær á sambærilegum tima og betur úr garöi geröar en aörar þjóöir. — Guöjón var aö lokum inntur eftir þvi hvort ekki væri nauðsyn- legt aö f jalla um þessi mál I sam- bandi viö viðræöur um myndun rikisstjórnar. — Guöjón sagöi aö þaö væri réttlætismál og ætti aö vera sjálf- sagöur hlutur. Hann bætti þvi viö aö æskilegt væri aö ef Alþýöu- bandalagiö myndi taka þátt i rlkisstjórn þá ætti flokkurinn aö beita sér fyrir þvi aö mál þetta Framhald á 14. siöu ir, en I fjárhagsáætlun var gert ráö fyrir 239 miljón króna lækkun á þeim liö. Eftirstöövar gjalda jukust um 984 miljónir króna á árinu 1977, og námu þær um áramótin 3,2 miljöröum kr. Þorbjörn Broddason geröi grein fyrir þv(,aö á miöju ári 1978 er aökoman aö fjárreiöum Reykjavikurborgar slst betri en um áramótin þegar reikningum fyrra árs var lokaö. Örlög sœlgœtissölunnar á Hlemmi ráðin: Fer til Strætis- vagnanna Samþykkt var í borgar- stjórn í gær með atkvæðum meirihlutaf lokkanna þriggja gegn atkvæðum Ihaldsins, að Strætisvagn- ar Reykjavikur reki sæl- gætissöluna í biðstöðinni á Hlemmi. Er þetta í sam- ræmi við nýlega meiri- hlutasamþykkt í borgar- ráði. Þýðir þetta að öllum tilboðum frá kaupmönnum og öðrum aðilum i rekstur þessarar sælgætissölu er hafnað. Eins og menn muna, var borg- arstjórnarlhaldiö búiö aö sam- þykkja aö leigja sælgætissöluaö- stööuna út til hæstbjóöanda, þrátt fyrir þaö aö allar llkur bentu til aö Strætisvagnarnir mundu hagnast best á þvi aö taka þessa sölu I eigin rekstur. Andmæltu fulltrúar Sjálfstæöisflokksins harölega öll- um ráöageröum um þaö, aö Strætisvagnarnir fengju tækifæri til aö hagnast á þessum rekstri og bitu sig fast i þaö aö meö út- boöunum hafi almenningur I bæn- um verið blekktur, úr þvi aö ekki væri ætlunin aö taka neinu þeirra. 1 útboöunum var hins vegar hin þekkta klausa: „Réttur áskilinn til aö taka hvaöa tilboöi sem er eöa hafna öllum”. Heimsmeistara- mótið í skák sjá 2. siðu Viðræðunefndirnar aö störfum. — Ljósm.: —eik. Eðlilegur gangur í viðræðum flokkanna I gær sátu viðræðunef nd- ir þríf lokkanna, Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarf lokks, á fundum, bæði fyrir hádegi og eftir. Einnig voru þing- flokkar á fundum, svo og vinnunefndir á þeirra veg- um. Sameiginlegur vié- ræðuf undur hefst á ný kl. 9 i dag, en ekki hefur enn verið ákveðið um neina f undi undirnefnda. Gert er ráð fyrir einhverjum fundahöldum um helgina. í viöræöunum i gær og i fyrra- dag hefur verið rætt um efna- hagsvandann eins og hann blasir nú viö, svo og um tillögur um niöurskurö á milliliöastarfsemi og yfirbyggingu, en á þann mála- flokk leggur Alþýöubandalagiö mikla áherslu. 1 gærmorgun var rætt um sjálfstæðismálin, þ.e. herstööva- og stóriöjumál, en siö- degis i gær kynnti Jón Sigurösson forstööumaöur Þjóðhagsstofn- unnar útreikninga úr efnahagslif- I tilefni tóbaksverðs á hestamannamóti: Fast tóbaksverð það eina leyfilega I tilefni þess, sem kemur fram í Þjóðviljanum í gær, að vindlapakki, sem kosta á um 750 kr. úr búð, hafi verið seldur á 1000.kr. á landsmóti hestamanna að Skógarhólum, hafði blaða- maður samband við inn- kaupastjóra Áfengisversl- unarinnar Svövu Bernhöft, og spurði hana, hvort þetta væri gert samkvæmt gild- andi reglum. 1 svari Svövu kom fram, aö ATVR skammtaöi kaupmönnum álagningu á tóbaksvörur, og næmi sú álagning 15%, og yfir þaö verö mætti ekki fara. Kvaöst hún ekki vita til þess, aö útimót væru á nokkurn hátt undanþegin þess- um ákvæöum, en mjög ákveönar reglur eru i gildi um verö á tó- baki. Ennfremur kom fram, aö eftir- lit meö vörum frá ATV^ heyrir ekki undir verölagsstjóra. Kvaö Svava hins vegar ekki vanþörf á, aö vakin væri athygli á oft á tiö- um óhóflegri álagningu á vörum og veitingum, sem seldar væru á útimótunum. —jsj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.