Þjóðviljinn - 21.07.1978, Blaðsíða 4
9
4 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Föstudagur 21. júll 1978
UÚÐVIUINN
Málgagrt sósialisma, verkalýös-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg-
mann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein-
ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs-
ingar : Siöumúía 6, Sími 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
Vinstri stefna
Orðin vinstri og hægri eru ekki úrelt þing í stjórnmál-
unum, heldur afmarka þau skýrt þær meginfylkingar
sem takast á í stéttaþjóðfélagi nútímans. Vinstri stefna
er stefna verkalýðshreyfingar, félagshyggju, þjóðfé-
lagsgagnrýni og menningarlegs þroska á einstaklingum
og samfélagi. Vinstri stefna er fólgin í kröfunni um það
að fólk hafi aðstöðu til áhrifa á umhverfi sitt. Vinstri
stef na er nátengd uppreisn alþýðu á hvaða sviði sem er,
jafnt á sviði verkalýðsbaráttu, menningarlífs sem þjóð-
•f relsis.
Forsenda þess að unnt sé að tala um vinstri stjórn í
landsmálum er það, að haft sé samráð við verkalýðs-
hreyfinguna og hún studd til að ná þeim markmiðum
sem hún telur brýnust hverju sinni. Skipting þjóðartekna
ségerðeins hagstæð launastéttum og mögulegt er. Þetta
kemur ekki aðeins fram í kaupgjaldi og einkaneyslu,
heldur einnig í ráðstöfunum til að auka og bæta sam-
neyslu í þjóðfélaginu. Nægir þar að minna á dagheimili
barna, ýmsa menningarstarfsemi og almannatrygging-
ar.
Þjóðviljinn telur að vinstri stjórn á íslandi rísi ekki
undir naf ni ef hún tekur ekki f járfestingarmálin föstum
tökum, sameinar lánasjóði og samhæfir starfsémi
þeirra, samtímis því sem bankakerf ið er einfaldað. Hér
þarf að beita aðferðum áætlunarbúskapar til að veita
f jármunum til framleiðslunnar, en frá milliliðum og fá-
nýtum tvíverknaði í margs konar þjónustu á vegum pen-
ingavaldsins. Þetta er nauðsynlegt til að atvinnurekstur-
inn í framleiðsluskapandi greinum, svo sem sjávarút-
vegi og iðnaði, skili sem mestum arði. Innf lutningsversl-
un sé sett undir almannaeftirlit til að komið sé í veg f yrir
gjaldeyrisbrask. Meginþættina í starfsemi olíufélag-
anna þarf að þjóðnýta, fækka ber tryggingafélögum
verulega og draga úr óráðsíu í vátryggingum.
Slíkar ráðstafanir eru nauðsynlegar til að eðlileg að-
staða skapist fyrir verkalýðshreyfinguna í landinu að
gæta hagsmuna félaga sinna, og til að treyst verði efna-
hagslegt sjálfstæði landsins, því eins og málum er nú
háttað geta milliliðirnir stefnt fjárhag landsins í voða
með braski, ef þeim býður svo við að horf a.
Varðstaða um ef nahagslegt sjálfstæði er einn liðurinn
i vinstri stefnu. Haf na ber þátttöku útlendinga í atvinnu-
lífi hérlendis. Efnahagslegt sjálfstæði byggir framar
öðru á siðgæðisþreki þjóðarinnar. Hersetin þjóð er
hvorki pólitískt óháð né siðferðilega sterk. Hér þrífst
margvísleg f jármálaspilling í skjóli bandaríska hersins
og beinlínis af hans völdum. Þess vegna þarf að ein-
angra herinn og skera á öll efnahagsleg tengsl við her-
stöðina á meðan hún er hér, en stefna að því að landið
verði herlaust eins fljótt og hersamningurinn leyfir.
Góöur andi ?
Alþýðublaðið er málgagn Benedikts Gröndals, þess
manns sem nú stýrir fundum þriggja flokka um mögu-
leika á vinstra samstarfi þeirra til myndunar ríkis-
stjórnar. Þann sama dag og gengið var frá því að f lokk-
arnir þrír skipuðu viðræðunefndir í þessu skyni, þriðju-
dag, birti Alþýðublaðið grein sem þakti alla forsíðuna.
Eyjólfur Sigurðsson, formaður framkvæmdastjórnar
Alþýðuflokksins, ritaði þar hugleiðingu um stjórnar-
myndun og varaði mjög sterklega við samstarfi við Al-
þýðubandalagið. Hann taldi að meginverkefni Alþýðu-
flokksins væri að einangra Alþýðubandalagið. — Fyrsti
viðræðudagur flokkanna þriggja var miðvikudagur.
Strax að þeim degi loknum, í f immtudagsblaði, birti Al-
þýðublaðið ritstjórnargrein eftir þingmanninn og rit-
stjórann Arna Gunnarsson þar sem hann gerir því skóna
að myndun „vinstri stjórnar" (auðkenni hans) muni
mistakast, og þá skuli Alþýðuflokkurinn mynda einn
minnihlutastjórn án hlutleysis nokkurs flokks. Nú er
vandséð hvernig Alþýðuflokknum bæri slíkt einka-um-
boð framar öðrum f lokkum, og mega þetta vera ómerk
orð að því leyti. Hitt er spurning, hvort skrif á borð við
þessi frá Eyjólfi og Árna, og þá miðað við þær stöður
sem þeir gegna í f lokki sínum, eru ætluð til ef lingar góð-
um viðræðuanda um vinstri stjórn undir forystu Bene-
dikts Gröndals? —h.
„íyöar hendur
fel ég anda
minn
ff
Þegar kjörtimabili lýkur ger-
ast ýmsir menn hástemmdir,
einkum i þakkarávörpum.
Mörgum hefur oröiö hált á þvi
aö vitna f helga bók og velja
heldur óheppilegar samliking-
ar. Kiippari þessa þáttar rakst á
eitt gott dæmi i þessum dúr er
hann fletti fundargerö tóm-
stundaráös Kópavogs. Formaö-
ur ráösins Pétur Einarsson,
Mælti orft Krists á krossinum.
góöur og gegn framsóknarmaö-
ur, sá sérstaka ástæöu til aö
þakka samskiptin i ráöinu. Pét-
ur lét gera svofellda bókun:
„Ég vil meö þessum oröum
lýsa þakklæti minu og viröing
fyrir öllum þeim, sem hafa lagt
nýskipan tómstundamála i
Kópavogi liö sitt.
Ég er ánægöur meö hvaö und-
an mönnum hefur gengiö I þess-
um málaflokki hér i bæ. Ég
hlusta á hrós manna úr öörum
bæjarfélögum um skipan tóm-
stundamála i Kópavogi og fyll-
ist endanlega af monti fyrir
bæjarins hönd og eru þá ekki
allir taldir. Ég vil ljúka afskipt-
um minum af pólitik og félags-
málum i Kópavogi meö þessum
fleygu oröum, sem beint er til
þeirra, sem viö taka:
I yöar hendur fel ég anda
minn.”
Eftir kosningar þótti mörgum
þetta spámannlega mælt hjá
Pétri!
„Skemmdan
ávöxt skal
yy
einangra
A meöan formaöur Alþýöu-
flokksins Benedikt Gröndal
vann af heilindum aö þvi aö
koma á staö viöræöum um
vinstra samstarf fyrstu daga
vikunnar, stal flokksbróöir hans
senunni. Forsiöa Alþýöublaös-
ins s.l. þriöjudag var lögö
undir stjórnmálahugleiöingu
formanns framkvæmdastjórnar
Alþýöuflokksins, Eyjólfs Sig-
urössonar. Frá þvi hún birtist
hefur vart veriö vitnaö I önnur
ummæli krata.og orö Benedikts
og Kjartans mega sinlitils. Þar
gaf sá tóninn sem miklu ræöur i
flokksfélögum Alþýöuftokksins.
Hann likir i grein sinni Alþýöu-
bandalaginu viö „skemmdan á-
vöxt” sem „eyöileggi undir-
stööu þeirra þjóöfélaga sem
þeir starfa P’ og þvi skuli kratar
„einangra Alþýöubandalagiö”.
Þessi ummæli birtir Alþýöu-
blaöiö daginn áöur en vinstri
viöræöur viö Alþýöubandalagiö
og Framsókn hefjast. Þennan
þriöjudag er heldur ekki minnst
á fyrirhugaöar vinstri viöræöur
og ekki haft orö eftir Benedikt
um þær, né i þeim tölublööum
Alþýöublaösins sem siöan hafa
komiö út.
Engu er llkara en hægri öflin i
flokknum undir forystu Eyjólfs
og fréttamannaklikunnar hafi
tekiö völdin af þeim Benedikt og
Kjartani. Þeim er eftirlátiö aö
ræöa viö Framsókn og Alþýöu-
bandalagiö meöan málgagn Al-
þýöuflokksins hreytir fúkyröum
i væntanlega samstarfsaöila.
Stefna á forleik
aö viöreisn
En þó Eyjólfur Sigurösson
vilji einangra Alþýöubandalag-
iö og tali um þaö eins og góöur
og gegn krati kalda-striöstim-
ans,en þeir sáu „vonda komm-
únista” i hverju horni, þá má
hann eiga þaö aö hann er hrein-
skilinn. Aö þvi leyti er hann
skárri en norski kalda-striös-
kratinn Hákon Lie, sem var
buröarás hægri aflanna i norska
Verkamannaflokknum. Eyjólf-
ur segir þaö hreinskilnislega
aöstefnt skuli á myndun minni-
hlutastjórnar Alþýöuflokks meö
stuöningi Sjálfstæöisftokksins.
Slik stjórn hefur marga kosti
fyrir Alþýöuflokkinn. Hún
tryggir helmingi þingflokksins
ráöherrastóla, hiín varöveitir ó-
breytt ástand I utanrikismálum
3em er mjög aö skapi norskra
og danskra krata, hún færir
kratana I átt til þess kjarasátt-
mála sem þeir óska eftir og
oannig mætti lengi telja. Morg-
mblaöiö viröist taka fagnandi
þessari hugmynd Eyjólfs, enda
veitir hún Geir von i ráöherra-
dóm áöur en næsti landsfundur
Sjálfstæöisflokksins veröur
haldinn.
þarna sé „huldumaöurinn”
fundinn, sem Benedikt gat ó-
mögulega munaö nafniö á sem
handhafa gjaldeyrisreiknings-
ins fræga. Vera kann aö Eyjólf-
ur hafi meö grein sinni fyrst og
fremst veriö aö kvitta fvrir nor-
ræna greiöslu.
Þeir sem af heilum hug vilja
mynda vinstri stjórn vona aö
þaö nægi fyrir Alþýöuflokkinn
aö láta þýöa grein Eyjólfs á
Noröurlandamál og láta slikt
duga sem kvittun.
Að tapa áróöurs-
stríðf
Framsóknarmenn hafa aö
undanförnu skrifaö greinar þar
sem þeir reyna aö átta sig á
kosningaúrslitunum. Allir þeir
sem skrifa eru sammála um aö
Framsóknarstefnan sé kórrétt;
þeir hafi aöeins tapaö áróöurs-
striöinu. Ingvar Gislason segir i
gær:
„Hin áhrifamikla áróöursvél,
sem nú malar i landinu, hin
samvirka fréttamafia rikisfjöl-
miöla og siödegisblaöa, lagöi
Framsóknarflokkinn I einelti og
bjó til af honum afskræmda
mynd, sem þúsundir lands-
manna uröu til aö trúa og festa
sér i minni. Jafnframt vann
fréttamafian aö þvi aö fegra I-
mynd helstu andstæöinga og of-
sóknarmanna Framsóknar-
flokksins og gera hlut þeirra
sem allra mestan. Markmift
fréttamafiunnar, sem hefur
tengst viö þrjá stjórnmála-
flokka meft einum eöa öörum
I ~
1
un rfklMtiörnar »tó pann |
•r. Hann akorMt akki '
undan Þvl •* taka á sig
tMÓ ábyrgöohtutvorfc aö
tMtia baráttu g*gn »»rö-
»1« •iáthtMátanokklnn.
•A hann *»lti minnthlut*-
•tfórn Alpýöullokkslni
1*111 á AlWngl. Aloýöu- |
tlokkurlnn gangi pvi »lö- .
n »lö «r að •t(a. oltlr
Skemmdur unn«nM«..-
En9in áslæö
lormaöur Iramkvmmrto- (il aö ÖOXtra
•liómar Alpýöunokk.ln., ,
•krMar grsln I Alpýöu- AlpýöU-
nó bandalagiö
•t.nd. ylir um .tlöm«r- Ey|óllur Siguröst
myndun og or ömyrkur I haldur álram og M
Formaður framkvæmdastj. Albýfluflokks:
Vill minnihlutastjóm
Alþýðuflokks með hlut-
leysi Sjálfetæðisflokks
S'.‘Tj ••
**' $.4 2-
____________4? &
P«i> »öii».
FORMADUR framkvrmdastJArn-
• r AlþýAuflokksins. Eyjólfur
AII>íðublflAiIi6rn. um Mm pad V*r. Staöa
• U m«nn. Mm p... n.lur ■tórvarmnaö 1
« M4, hvort mynd- #Nlr ko.nlngMlgur A- |
•ikÍMtiórn m*ö Ipýðullokkdnt. og viö .
' 1 akulum I Immhaldi •!
Þ«im ságri ainangr* pá. |
•k*ra á práöinn milll >
11111 m *.rk*lýö.hr«yllng.rlnn«r
AUIUUl og Alpyóubandalagtmt. |
pvi hím á *nga aamtoiö >
Amaö Þ«im Ungur. Allt
dakur vlö Alpýöubanda- |
flokkurinn eigi að ganija hreint til
verks. ráöast itetfn þeim vanda aem
^i’ítmil1>A|>,>* *f,ir h*nn h*fur
“rœs® .9”;
- . .
"fiZi myndun „vinstri
stjórnar” mistekst?
Alþýðuf lokkurinn hefur gert
tilraun til að mynda nýsköpunar-
stjórn. Hún mistókst. Nú gerir
hann tilraun til að mynda svo-
kallaða vinstri stjórn. Fari sú til-
raun einnig út um þúfur er Ijóst,
að Alþýðubandalagið eða Fram-
sóknarf lokkurinn hafa ekki þor
til að taka að sér stjórn efna-
hagsmálanna.
tlmamörk um árangur. Þessar
tillögur og tilgangur þeirra veröi
rækilega kynntur þjóðinni.
Ef hinir stjórnmálaf lokkarnir
bregða fætl fyrir framgang þess
ara tlllagna á þingi, ætti Alþýðu-
f lokkurinn hiklaust að rjúfa þing
og ef na til nýrra kosninga. Sama
ætti hann að gera, ef hann næði
ekki settu marki á tilteknum
Krotar vilja fflýftffVinstrittjórnarviðrnÖunum:
Niðurstaða
um helgina?
gomkvymt hfíimildum Visis vilia Al- I heloina hvnri ---
Grein Eyjólfs hefur leitt til mikilla btaftaskrifa, og virftist Mbl.
I einkum fagna henni.
Er „huldumaö-
urinn” fundinn
Ljóst er aö þessum formanni
framkvæmdastjórnar Alþýöu-
flokksins er mjög i mun aö
hindra allt samstarf viö Alþýöu-
bandalagiö. Aö hindra slikt
samstarf samrýmist mjög vel
þeim skilyröum sem styrkveit-
ingum norrænna krata hafa
fylgt I gegnum árin, og þætti
norrænum krötum eflaust
vinstra samstarf I andstööu viö
þann f járstuöning sem auöveld-
aöi Alþýöuflokknum sigur I
kosningunum. En hvers vegna
gengur Eyjólfur fram fyrir
skiöldu?
paö skyldi þó ekki vera, aö
hætti, Alþýöuflokkinn, Sjáif-
stæöisflokkinn og Alþýöubanda-
lagiö, var þaö aö veikja al-
mannatraustiö á Framsóknar-
flokknum, gera hann tortryggi-
legan, óheiöarlegan. Ef hægt
var aö ná sliku markmiöi, hlaut
þaö aö reynast áhrifameira en
málefnaleg barátta.”
Sióar I greininni bendir Ingv-
ar á aö Framsókn hafi ekki háö
neina vörn, heldur haldiö aö sér
höndum. Athyglisvert er aö
Ingvar talar um „fréttamaflu
rikisfjölmiöla” og aö Timinn
hafi ekki komiö neinum vörnum
viö. Þannig viröist sótt aö Þór-
arni Tlmaritstjóra og formanni
útvarpsráös af hans eigin
flokksmönnum. Fróölegt veröur
aö fylgjast meö uppgjörinu.
—óre.