Þjóðviljinn - 02.08.1978, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÚÐVILJINN j Miðvikudagur 2, ágúst 1978
Kona og „Hið
æðra spendýr”
— Og nú skulum við öll sameinast um að einangra
helvítis kommana...
Mig langar til aö benda á
gagnmerka grein i Lesbók
Morgunblaösins 30. júli sl., sem
heitir „Karlasamfélag og
kvennavöld”. Þar kemur fram
sá góöi og gildi sannleikur um
hlutverk kynjanna, sem ég hefi
ávallt aöhyllst, þ.e. aö náttúran
sjálf hafi gert ráð fyrir verka-
skiptingu kynjanna. Þar kemur
likafram.seméghef einnig alla
tiö haldið fram, aö uppvask er
ekki karlmannsverk, eöa: ,,En
þó aö konur vinni úti i vaxandi
mæli, eykst ekki löngun manns-
ins til aö taka þátt i heimilis-
verkum”. Þetta sannar og sýn-
ir, eins og ég hef alltaf sagt, aö
þaö eru aöeins konur sem hafa
löngun til heimilisverka, þvi
karlmennhafa aðeins löngun til
kvenna, eöa eins og segir einnig
i greininni: „Drápið og veiöin
göfgar manninn, gerir hann aö
manni. (Og hvenær verður kon-
an að konu? Þegar rétti maður-
inn tekur hana á réttan hátt).
Veiðihvöt mannsins, hin brýna
þörf á þvi aö vernda ættstofninn
og fjölskylduna, viðhald tegund-
arinnar með úrvali, byggist á
hinni liffræðilegu árásarhneigö
mannsins”.
Um „hin æöri spendýr”, þ.e.
karlmanninn segir ennfremur:
„Innan okkar dýraflokks,
hinna æöri spendýra, hafa karl-
dýrin aðeins kynmök viö þau
kvendýr, sem þau geta ráöiö yf-
ir”. Og siöar: „Menn eru mjög
viökvæmir. Þeir fá aöeins notiö
sin i heimi, þar sem imyndunin
ræður miklu, þar sem ein-
kennisbúningar, leikir, stööur
og titlar kitla imyndunarafliö og
svala hégómagirndinni. Eigi
maður aö geta notiö sin á frjáls-
an, eðlilegan og frjóan hátt,
þarfnast hann aödáunar
kvenna. Hinir „leynilegu”
karlaklúbbar hafa oröiö til til aö
vekja viröingu kvennanna”.
Þetta eru orð að sönnu, enda
hef ég alltaf elskað og dáð
Fri'múrararegluna eins og hún
leggur sig.Aðlokum langarmig
að birta niðurlag greinarinnar
um töframátt konunnar, þennan
mátt sem mun ekki aöeins
bjarga Kröflu (þangað sem
framsýnir menn fengu konu
með töframátt til aö sjá fyrir
óorðna hluti) heldur mun þessi
töframáttur stjórna um ókomna
framtið örlögum manna og
samfélags:
„Konan hefur töframátt, og
án þessara töfra fjarar hiö
skapandi lif i samfélaginu út.
Maöurinn missir sitt fjaður-
magnog verðureinsog vél. Meö
töframætti sinum stjórnar kon-
an á laun stööugt örlögum
manna og samfélags. 1 hæfi-
leika konunnar til aö hrlfa og
hrifast birtist ekki aöeins henn-
ar eigin innsta eöli, heldur sjálf
sköpunargleði alheimsins. Hlut-
verk konunnarhlýtur aö vera aö
tefla tilfinningunum gegn raun-
hyggjunni, eldmóöinum gegn
andleysinu. Þarsem töframætti
konunnar er ekki beitt, þar
verður maöurinn einmana og
yfirgefinn, jafnvel þótt Guö sé
með honum”.
þJOÐVILIINN
fyrir 40 árum
Úr borginni
Næturlæknir
i nótt er Sveinn Pétursson,
Garðastræti 34, simi 1611.
Næturvörður
er þessa viku i Ingólfs- og
Laugavegsapóteki.
Útvarpið I dag:
19.20 Hljómplötur: Nýtisku tón-
list.
20. 15 útvarpssagan „Október-
dagur” eftir Sigurd Hoel.
20.45 Hljómplötur: Danssýning-
arlög eftir Glazounow, islensk
lög og lög leikin á smáhljóðfæri.
22.00 Dagskrárlok.
K.R. vinnur
1. fl. K.R. er nú i Færeyjum.
Keppti hann i fyrsta skifti á
sunnudaginn var, þá við Havnar
Boltfélag. Sigraöi K.R. meö 3:1.
Hitaveitugeymarnir
Dómnefnd hefur ákveðið aö
Veita engin 1. verðlaun fyrir til-
löguuppdrætti að vatnsgeymum
. hitaveitunnar. Dæmdi nefndin
2. verölaun (1000 kr.) Sigurði
Guömundssyni, arkitekt, 3.
verðlaun (500 kr.) Agúst Páls-
syni, arkitekt. Einnig lagöi
nefndin til að keypt yröi tillaga
Sigurðar S. Thoroddsen, verk-
fræðings, fyrir 450 kr. og
samþykkti bæjarráö þaö á fundi
sinum 29. júll.
Athugiö!
Leshringurinn fellur niður I
kvöld, en veröur aö forfalla-
lausu næsta miövikudag.
1‘t‘iltir t'n
nlor ttiltt ty tii)
ktlllltlXl I (/(íöd
xliiDn. t/rtvDti
lit nilititi tí ln t>n
Jiiitiri titi iiii ntt'r
i itiiiittn titi firiitV
n n fiiiiniiitiini.
Mpa
Er tímabært aö skipta um
r
formann í Alkuklúbbnum?
Ritstjórn Notaös og nýs er
ákaflega lýðræðisleg og amast
ekki við frjálsum skoðanaskipt-
um nema þau beinist gegn her T
landi og Bandarikjastjórn. Og
.heimsvaldasinnaður kommún-
instaáróður er að sjálfsögðu
einnig bannaöur á sföunni. Enda
erum við á móti öllum boðum,
bönnum og einræöi i hvaða
mynd sem er. Viö erum svo ein-
lægir hatursmenn öfgasinna og
sameignarsinna að við gætum
skotiö þá alla saman. 1 nafni
lýöræöis og frjálsra skoðana-
skipta birtum viö hér ádrepu á
Hannibal Fannberg.í samræmi
viö meirihlutaákvörðun rit-
stjórnar NN og þrátt fyrir fýlu
og mótatkvæði Hannibals. Lifi
frelsið!
„Til formanns Alkuklúbbsins
Undanfariö hefur þú brotið
freklega gegn markmiöum
klúbbsins. Tvisvar hefur þú
beinli'nis gengiö út fyrir þann
grundvöll sem var markaöur i
upphafi — sem sé aö berjast
gegn kommúnistum og öfga-
mönnum — sem vaöa uppi (sjá
ljósrit af tilkynningu um stofnun
klúbbsins á slnum tlma.)
Nú-hefur þú tekiö til viö aö
vitna i sjálfa höfuöfjandmenn
okkar (Verkalýösblaöiö og
Rauöa Fánann) og hleypa þeim
inn i kiúbbinn!
Klúbbfélagar hafa nú rætt sln á
milli hvort ekki væri timabært
að skipta um formann —• og fá
einhvern sem heföi i heiöri
upprunalegan tiigang okkar.
Næsti aöalfundur mun skera
úr um framtiö þína!
Fyrirgefðu sparkið, en ritv'él-
in er rétt ófarin I viðgerð.
Skúnkurinn.
(p.s. mörgumfinnst tilvitnunin i
Rauða fánann nokkuð langsótt
(aftur i tímann) og samúö þln
með Búkarin, Radek og Rykov
allgrunsamleg)"
Mannslát
Sira Bjarni Þorsteinsson á
Siglufiröi er látinn.
Þjóðviijinn miövikudaginn
3. ágúst ’38.
Þess vegna segir Verkalýös-
hreyfingin við Framsókn : Veriö
þið meö i aö þurrka burtu gróöa
þessara heildsala og lækka há-
launin, notiö siðan allt þaö fé
sem þjóöarbúskapnum sparast
þannig til að auka atvinnuna á
skynsamlegan hátt —og ef lifs-
kjör vinnandi stétta á íslandi
reynast of há þegar gróöi auö-
mannanna er brott numinn og
skynsamlegu fyrirkomulagi
komið á framleiösluna, þá skal
verklýöshreyfingin meö ykkur
gripá til annarra ráða til að
tryggja þau lifskjör og undir-
byggja þau betur, jafnvel þó það
kostaði hana aö lækka þau um
stund.
(Þjóðviljinn 20. júii 1938)
Eftirfarandi visa var hringd til Notaðs og nýs á
dögunum, og þarfnast hún ekki skýringa:
Alþýðublaðið er að kafna
undir atkvæðum og nafninu
af því að það hefur hafnað
í arðræningjasafninu.
Umsækjandi dagsins er akm.
(Skammstafanir gerast æ tiöari
meöal umsækjenda). Umsækj-
andi skýrir frá öskubuskuævin-
týrinu á nútlmalegan hátt.
Umsóknin hljóðar þannig:
„Glamourlegar
dömur”
,,Hvað gerir ung stúlka, sem
boðiö er út til kvöldveröar, og
hefur aöeins tvær klukkustundir
til þess að hafa sig til?
Afþakkar hún?
Þetta henti einmitt Svönu vin-
konu mina um daginn. Ungur
herramaöur hringdi til hennar I
vinnuna og bauð henni út að
boröa um kvöldið. Svana af-
þakkaði. — Þegar hún sagði
mér frá þessu, hélt ég aö nú
væri eitthvaö alvarlegt aö
henni. Afþakka kvöldverð meö
HONUM?? Haföi hún verið eitt-
hvað lasin? — Nei, Svana haföi
bara verið með óhreint hár og
auk þess hafði hún ekki farið I
klippingu i lengri tlma, svo
hárið var fremur rytjulegt og
hún gat ómögulega ráöið sjálf
viö aö þvo það, setja I sig rúllur,
og greiöa sér svo vel á svona
stuttum tima. Hvað þá heldur
að setja allar hugsanlegar
snyrtivörur framan I andlitið,
s.s. augnskugga, eye-liner,
mascara og hvaö sem þetta allt
nú annars heitir. —Nú er Svana
ósköp falleg stúlka, þó hún hafi
ekki smurt andlit sitt meö
snyrtivörum, eins og góöri vin-
konu sæmir, benti ég henni á
það. Nei, þaö dugöi ekki, HANN
vill hafa dömurnar sinar
,,glamour”legar a.m.k. þegar
hann er meö þeim úti aö boröa.
Ég gat ómögulega sætt mig
viö að þetta endurtæki sig, svo
ég sagöi Svönu, aö næst þcgar
hann hringdi, skyldi hún þiggja
boðiö, ég skyldi sjá um aö hún
yröi mætt timanlega, — og
alveg einsog hann vildi hafa
hana.
...Og viti menn, , herrann
hringdi aftur, allt var sett 1 full-
an gang, og innan tveggja
klukkustunda var ungfrú Svana
orðin eins og alvöru „lady”.”
(Vikan, 30/6 ’77)
Alyktun: Þó að umsóknin hafi
veriö lengi á leiðinni, hefur hún
ekki rýrnaö i verðmæti, nema
siður sé. Annars verða dömur
að eyöa meira en tveimur
timum fyrir framan spegilinn,
ef þær eiga að lita út eins og ÉG
vil hafa þær. (Velkomin(n) I
klúbbinn akm.
Meö kveðjum
Hannibal ö. Fannberg,
formaöur