Þjóðviljinn - 02.08.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.08.1978, Blaðsíða 14
14SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. ágúst 1978 íslandsmótið 1. deild: Fram — ÍA 0:2 Pétur skaut Fram á bólakaf Það er alveg greinilegt að Skagamenn ætla ekkert að gefa eftir í baráttunni um Islandsmeistaratitilinn í ár. I gær lögðu þeir Framara/ þriðja hæsta lið- ið/ að fótum sér og eru því enn í humátt á eftir Vals- mönnum sem hafa eins og kunnugt er unnið alla sína 13 leiki í mótinu. islands- mótið snýst vart lengur um annað en baráttu þessara tveggja liða! Botnbaráttan er að vísu nokkuð spenn- andi jafnvel þó að Breiða- bliksmenn eigi pantaðan farseðil i 2. deild. Leikurinn i gær var eign IA frá upphafi til endaj. alger „klassa- munur” á liðunum. Skagamenn leika mjög léttan og frjálslegan sóknarleik með þá Pétur Péturs- son og Karl Þórðarson sem bestu menn. Þrátt fyrir stanslausa pressu i fyrri hálfleik tókst Skagamönnum ekki að skora. Bæði Pétur og Kristinn Björnsson óðu hreinlega i dauða- færum en markvörður Fram, Guðmundur Baldursson, varði '*hvað eftir annað á stórglæsilegan hátt. Framarar á hinn bóginn áttu varla eina einustu sóknarlotu , sem eitthvað kvað að og staðan i hléi 0:0 nánast fáranleg. 1 seinni hálfleik komu Skaga- menn enn ákveðnari til leiks og á 4. min kom fyrsta mark leiksins. Hornspyrna var tekin og Pétur Pétursson náði til knattarins og skoraði með föstu skoti, 1:0. 10 minútum siðar var Pétur aft- ur að verki og enn eftir horn- spyrnu. Mikil þvaga myndaðist fyrir framan mark Fram en Pét- ur átti siðasta orðið og þrykkti i netið, 2:0. Við markið færðist allmikið lif i Framara og áttu þeir tvö hættu- leg tækifæri, en ,allt kom fyrir ekki. Heppnin virtist heldur ekki á þeirra bandi . Þannig notuðu þeir báða sina skiptimenn snemma i hálfleiknum og þegar liða tók á meiddist Kristinn Jör- undsson og varð að fara útaf og skilja 10 félaga sina eftir á vellin- um. Við þetta var allur vindur úr Fram og það sem eftir lifði leiks léku Skagamenn sér að þeim þó án þess að skora. Var sérlega skemmtilegt að fylgjast með trió- inu Karli, Kristni og Pétri en Matthias Hallgrimsson vant- aði i liðið en hann mun vera i ein- hverri fýlu um þessar mundir. Eitthvað mikið er augljóslega að hjá Fram um þessar mundir. Guömundur markvörður var sá eini sem eitthvað gat. 4 leikir í 1. deild í kvöld: Valur lelkur við FH í Hafnarfírði Þaö veröur mikiö um aövera í knattspyrnunni i kvöld. Heilir 4 leikir á dagskrá í l. deild. Sá leik- ur sem aö sjálfsögöu mesta athygli vekur er leikur Vals og FH en hann fer fram á Kaplakrika- Ingi Björn og félagar hans I Val verða f eldiinunni i kvöld. vellinum og hefst kl. 20. I fyrri umferð vann Valur mjög nauman sigur 2:1 á Laugardalsvellinum og þótti jafnvel ýmsum sem heppnin hefði verið þeim óeölilega fylgispök. Síð- asti leikur sem þessi lið háðu í Hafnarfirði var í islandsmótinu r\ fyrra. Sá leikur fór fram alveg undir lokin og lauk með jafntefli/ 1:1.eftir hörku- spennandi leik en Vals- menn jöfnuðu þegar að- eins 1 mínúta var til leiks- loka. I Eyjum leika heimamenn við Þrótt. Eftir fréttum að dæma virðist allt i upplausn hjá Eyja- mönnum þvi bræðurnir Arsæll, Sveinn og Karl hyggjast nú- hætta að leika með liðinu vegna fyrirhugaðrar atvinnumennsku Karls I Belgiu. Þetta skýrist þó allt betur i leiknum i kvöldÞessi leikur hefur mikið að segja fyrir IBV en liðið er i harðri baráttu um 3. sætið i deildinni. A Laugardalsvellinum leika Vikingar við KA. Vikingar eru i baráttunni um 3. sætið og KA — rnenn eru enn i nokkurri fall- hættu, þrátt fyrir yfirburðasig- ur yfir Fram um helgina. Og i Keflavik leika heima- menn við Breiðablik. Hér er um allra siðasta tækifæri fyrir Blika að þoka sér upp stiga- töfluna. Þeir eru raunveru- lega „fallnir” nema ef krafta- verk gerist og vist er að leik- menn hafa fullan hug á að kraftaverkið eigi sér stað. —hól. íslandsmót 14 ára og yngri fór fram um helgina: Pétur Pétursson var skæður i leiknum I gærkvöldi. Hér sést hann I höggi við varnarmann Fram. KR-ingar í úrslit 1 gær fór fram einn leikur i Úrvalsdeildinni svoköiluðu. Það voru KR og Fram sem léku og lauk leiknum með stórsigri KR-inga sem skor- uðu 8 mörk gegn tveimur mörkum Fram. Leikið var á Framvellinum. Með þessum sigri hafa KR-ingar tryggt sig i úrslitaleik mótsins en enn er allt á liuldu hverjir leika gegn þeim. IBK er komið i 4-liða úr- slit en um andstæðing er ekki vitað. Staðan í 1. deild Staðan i 1 deild er nú þessi: Valur 13 13 0 0 35:5 26 Akranes 14 12 1 1 40:10 25 Fram 14 7 1 6 16:18 15 Víkingur 13 6 1 6 21:23 13 IBV 12 5 2 5 16:16 12 KA 13 3 4 6 12:25 10 Þróttur 13 2 5 6 16:20 9 Keflavik 12 3 3 6 13:19 9 FH 13 2 4 7 17:27 8 Breiðablik 13 1 1 11 10:33 3 Mörg góð afrekunnin Um helgina fór fram Unglinga- meistaramót ísiands I frjálsum iþróttum. Mótið var haldið af UMSB og var haldið á Borgar- nesi. Geysilega góð þátttaka var á mótinu en alls sendu 20 félög keppendur til leiks. Keppt var I svo til öllum greinum frjálsra iþrótta og verða hér birt bestu af- rek mótsins: Strákar:: Þórður Þórðarson Leikni 975 stig fyrir 8,3 i milliriðli i 60 m hlaupi. Stelpur: Jóna Björk Grétarsdóttir, Ar- manni 1050 stig fyrir 8,2 i undan- úrslitum i 60 m hlaupi. Piltar: Guðmundur Karlsson, FH 1021 sög fyrir 48,07 i spjótkasti. Telpur: Svafa Grönfeldt, UMSB 1034 stig fyrir 12,9 í 100 m hlaupi i undanúr- slitum. 1 stigakeppninni urðu Urslit þessi: 1. UIA 79 2. HSH 73 3. UMSB 65 4.-5. Leiknir 58 4.-5. ÍR 58 6. FH 48 7. HVÍ 3S 8. UDN 24 9. Armann 20 10. UMFS 15 11. HSK 13 12. KA 12 13. KR 10 14. HSS 9 15.-16. UMFB 8 15.-16. USVH 8 17. USAH 6 18. UMSS 2 —hdl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.