Þjóðviljinn - 02.08.1978, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 2. ágúst 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13
Gróðurhús eru við nánast hvert hús á Flúðum og bændurnir i kring lifa margir
eingöngu á gróðurhúsaræktun.
Nýja skólahúsið sem gegnir hlutverki hótels á sumrin.
Skjólborg vinsæl
Landinn er þó meira hrifinn af
„Skjólborg” á sumrin, en svo
nefnast model-húsin sem reist
voru á árunum 1972-1974. Dvalar-
gestum er boðið þangað allt árið
um kring, i miðri viku eða um
helgar og fjölgar gestum i Skjól-
borg ár frá ári.
1 Skjólborg eru alls átta tveggja
manna herbergi með baðherbergi
og heitu keri beint fyrir utan. Út i
heita pottinn má hoppa allt árið
um kring án tillits til veðurfars og
telja margir það ekki eftir sér að
keyra á Flúðir I vetrarfærðinni og
anda að sér sveitaloftinu i nokkra
daga. Sameiginlegt eldhús er fyr-
ir allar ibúðirnar og er þvi liklega
nokkur þröng á þingi ef búið er i
öllum herbergjunum, en á vet-
urna er slikt afar sjaldgæft og al-
gengast að t.d. ein fjölskylda hafi
aðstöðuna alla útaf fyrir sig.
— Og hvernig kemur t.d. helg-
ardvöl i Skjólborg út fjárhags-
lega?
— Við höfum i sumar selt
fyrsta sólarhringinn á kr. 7.500/-
og siðan hverja nótt eftir það með
50% afslætti, eða á kr. 3.750/-.
Vikan er seld á kr. 32.000/- en
vetrarverðið höfum við mun ó-
dýrara og það gildir allt árið um
kring nema i júni, júli og ágúst.
Nú, annar kostnaður er auðvitað
mismunandi mikill við svona
helgardvöl, t.d. i mat og fleiru, en
bensinkostnaður er óverulegur
frá Reykjavik, þvi þaðan er ekki
nema um 1 1/2 tima keyrsla, þar
af klukkutimi á steyptum vegi.
Okkur finnst þetta þvi alveg upp-
lögð helgarferð fyrir Reykvikinga
að skreppa hingað austur.
— Og svo er sundlaugin opin
allt árið um kring?
— Hún er jú opin svona megnið
af árinu. Laugin sjálf er ágæt en
búningsklefarnir orðnir gamlir og
hrörlegir. Það stendur hins vegar
til að reisa hér iþróttahús og þá er
liklegt að búningsklefar þess yrðu
notaðir fyrir sundlaugina lika. En
það er nóg af heitu vatni hérna og
ekkert mál að hafa laugina opna
tólf mánuði á ári.
Byggðakjarni kringum
garðyrkjustöðvar
og skóla
Tryggvi sagði, að i Hruna-
mannahreppi væru nú um 500 ibú-
ar. Þar af búa um eitt hundrað i
þeim byggðakjarna sem myndast
hefur á Flúðum i kringum skól-
ann og garðyrkjustöðvarnar. Þar
er opin verslun alla daga vikunn-
ar á sumrin og. viðgerðarverk-
stæði er á staðnum, enda umferð
mikil. Fólk sem fer á Gullfoss,
Geysi, Þingvöll, Laugarvatn,
Skálholt, Þjórsárdal, til Heklu
eða eitthvað annað i nágrenninu á
gjarnan leið um Flúðir og grund-
völlur fyrir verslun og þjónustu er
þvi töluverður.
Sumarbústaðahverfi eru svo
viða I kringum Flúðir, enda nátt-
úrufegurð mikil. Sumarbústað-
irnir sækja sina þjónustu niður I
byggðakjarnann og er þvi nóg við
að vera yfir sumarmánúðina.
Um framtiðaráform ferða-
mannamiðstöðvar á Flúðum var
Tryggvi hótelstjóri fáorður.
Margt væri þó hægt að gera til
þess að auka fjölbreytni i verk-
efnavali fyrir dvalargesti á Flúð-
um, t.d. með þvi að koma upp
gufubaðsaðstöðu, betri iþróttaað-
stöðu o.s.frv. Ekkert væri þó fast-
ákveðið i þeim efnum annað en
bygging iþróttahússins.
Strákarnir á Flúöum eru vel hraustir og sýndu ljósmyndaranum a.m.k. glæsileg tilþrif á túninu fyrir utan Félagsheimilið
Þær taka sig vel út I islenska upþhlutnum stúlkurnar sem reiða fram matinn og hér eru nokkrar þeirra með vel metta og hamingju-
sama ferðamenn i baksýn.