Þjóðviljinn - 02.08.1978, Blaðsíða 1
Aukafundur Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna:
Fundir um allt land
Rekstrarvandi frysti-
húsa á Suöurnesjum og í
Vestmannaeyjum var
meginumræðuef nið á
aukafundi Sölumiðstöðv-
ar hraðf rystihúsanna
sem haldinn var í
Reykjavík síðdegis í gær.
Fundurinn samþykkti að fela
stjórnarmönnum að boða frysti-
húsamenn til funda hver á sin-
um stað og ennfremur verði
frystihúsamönnum innan
Sjávarafurðadeildar SIS boðiö á
þessa fundi. Áformað er að
hvort hann
reynir stjórn-
armyndun
' Albert tók ekki
þátt í þing-
flokksfundi
iLíkur á að Geir
reyni fyrst að
mynda stjórn
ilfri
allra flokka
Þessi mynd var tekin á aukafundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna i gær. Ljósm. Leifur.
könnuö verði á þessum fundum
afstaða manna til áframhald-
andi reksturs, en eins og kunn-
ugt er þá hafa flest frystihús á
Suöurnesjum hætt fiskmót-
töku og sagt upp starfsfólki
sinu. Þaö munu verða um 300
manns sem þar missa atvinnu
sina strax, en við það^ bætist
annað eins af sjómönnum sem
ekki munu róa.
Stefnt er að þvi að þeir fundir
sem S.H. boðar til verði lokið
fyrir miðjan mánuðinn, en þá
verði boðað til stjórnarfundar,
þar sem lekin verður afstaöa til
þeirra vandamála sem nú blasa
viö i rekstri frystihúsanna.
—Þig
Geir Hallgrimsson hafði enn
ekki tekið formlega ákvörðun um
það hvort hann tæki að sér að
reyna að mynda rikisstjórn er
Þjóðviljinn ræddi við hann i gær-
kvöldi. En á honum mátti þó
heyra að allar likur væru á þvi að
hann tækist verkið á hendur.
Miðstjórn og þingflokkur Sjálf-
stæðisflokksins sátu á fundum
allan eftirmiðdaginn i gær og
varð engin formleg niðurstaða af
fundinum.
Þjóðviljinn var viðstaddur er
fundur hófst og spurði þá nokkra
Sjálfstæðismenn að þvl hvað
þeim þætti um hugsanlega stjórn-
arþátttöku flokks sins.
Guðmundur Karlsson, alþm.
sagðist ekki vera fráhverfur
stjórnarþátttöku, en kvaðst ekki
hafa neinar sérstakar hugmyndir
um hvers konar stjórn bæri aö
mynda.
Er við inntum Kjartan Gunn-
arsson aö þvi hvernig honum litist
á þjóðstjórn, þ.e. stjórn allra
fjögurra flokkanna á þingi, svar-
aði hann af bragði: „Þjóðstjórn,
það er stjórn þar sem allir eru
jafn ábyrgöarlausir”.
Sverrir Iiermannsson sagði að
Geir ætti að reyna að mynda
stjórn, það væri skylda stærsta
flokksins að reyna slikt.
Hann taldi þjóðstjórn ekki fjarri
lagi, en þó væri afstaða Alþýðu-
bandalagsins þar óljós „eftir aö
þeir fóru að draga sig út úr pólitik
með þvi aö neita viðræðum”,
sagði Sverrir. „Einnig er afstaða
„nýja flokksins á gamla grunnin-
um” okkur nokkuð óljós. Við
þekkjum grunninn, en nú er bara
að sjá hvort ekki fer að slá i það
sem ofan á en”
Albert Guðmundsson vildi ekkert
segja er hann kom á fundinn, en
Sverrir: Geir á að reyna.
það vakti athygli blaöamanns að
hann var fyrstur til að yfirgefa
fundinn, og tók ekki þátt I þeim
þingflokksfundi sem haldinn var I
framhaldi af miðstjórnarfundin-
um.
Er Albert yfirgaf fundinn
spurðum við hann hvort niöur-
staöan væri fengin. „Nei”, svar-
aði kappinn * á hlaupunum út,
„áttirðu virkilega von á einhverri
niðurstöðu? ”, „Já”, svaraði
blaöamaðurinn i sakleysi sinu.
„Það datt mér.aldrei i hug”, var
svar Alberts Guðmundssonar.
Kjartan: t þjóðstjórn eru allir á-
byrgðarlausir.
Ákvöröun um hádegi
í dag.
Geir Hallgrimsson sagði, að
enginn hefði snúist öndverður
gegn þvi að hann hefði forystu um
viðræður um myndun rikisstjórn-
ar, en vildi ekkert um umræður
innan Sjálfstæðisflokksins segja.
Kvaðst hann þurfa að ráðgast
við nokkra menn áður en hann
gæfi svar sitt, en svarið myndi
koma öðru hvoru megin við há-
degið I dag.
eng.
UOWIUINN
Miðvikudagur 2. ágúst 1978 -163 tbl. 43. árg.
Lúðvík Jósepsson um slit viðræðna:
Kröfur um
áframhald á
efnahagsstefnu
hægri stjórnar
gátu ekki verið grundvöllur vinstra
samstarfs. Slikum kröfum neitar
launafólk i landinu og fulltrúar þess
Hvers vegna tókst ekki að
mynda vinstri stjórn? Vegna þess
að Alþýðuflokkur og Fram-
sóknarflokkur vildu ekki fram-
kvæma vinstri stefnu. Krafa
þeirra flokka um tvöfalt meiri
kjaraskerðingu en fólst I bráða-
birgðalögum rikisstjórnarinnar
réð úrslitum.
Stjðrnarmyndunarviðræður
Alþýðuflokks, Alþýðubandalags
og Framsóknarflokks strönduðu
á þvi að Alþýðuflokkur taldi óhjá-
kvæmilegt að lækka gengið um
minnst 15% og að launafólk gæfi
eftir 7% af umsömdu kaupi eða
jafngildi þeirra verðhækkana
sem af gengislækkuninni leiddi.
Tillögum Alþýðuflokksins um
þetta neitaöi Alþýðubandalagið.
Alþýðuflokkurinn krafðist
áframhalds á efnahagsstefnu
rikisstjórnar thalds og Fram-
sóknar. Þessari kröfu neitaði
Alþýðubandalagið og þessari
kröfu neita allir forystumenn i
samtökum launafólks.
Fulltrúar Framsóknar lögðu
aldrei fram neina tillögu. Þeir
fylgdu að sjálfsögðu kauplækk-
unartillögu Alþýðuflokksins og
báru sig illa undan tillögum
Alþýðubandalagsins um fækkun
oliufélaga, fækkun vátryggingar-
félaga, lækkun verslunarálagn-
ingar og skattlagningu á fyrir-
tæki.
Af þessari reynslu verður
launafóik að læra. Það sér nú aö á
Alþýðuflokkinn er ekki hægt aö
treysta, og vinstri menn sjá aö á
Framsóknarflokkinn er ekki
heldur hægt að treysta.
Alþýðubandalagiö eitt hefur i
þessum viðræðum staðið við sina
yfirlýstu vinstri stefnu.
Sjá grein Lúðviks Jósepssonar á siðu 8 og 9.
Ólafur Jóhannesson:
Líst illa á þjóðstjórn
Fersónulega list mér ekki vel á
þjóðstjórn sagði Ólafur Jóhann-
esson formaður Framsóknar-
flokksins er Þjv. hafði samband
við hann i gær. En þá hafði frést
að likiegast væri að Geir Hall-
grimsson myndi reyna slika
stjórnarmy ndun.
„Það hefur engin ákvörðun
veriö tekin i Framsóknarflokkn-
um um framhald á stjórn-
armyndunarviðræðum. Við höld-
um miðstjórnarfund á föstudag
og þar veröur um þessi mál f jall-
að.
Þriggja flokka stjórn Sjálf-
stæðisflokks, Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks hefur ekkert
verið rædd i okkar röðum og um
þann möguleika vil ég ekkert tjá
mig fyrr en eftir miðstjórnar-
fundinn á föstudag”. eng
Alþýöubanda-
lagid ekki i
stjórn sem litlu
yill breyta —
segir Ragnar
Arnalds um
stjórnarmyndun
SJA BAKSÍÐU
Miðstjórn og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins funduðu lengi dags 1 gær um það hvort Geir ætti að reyna
stjórnarmyndun.
Geir svarar í da