Þjóðviljinn - 09.08.1978, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN. Miðvikudagur 9. ágúst 1978
Vestmannaeyjabær. Ljósm. —jsj.
Litíð við á þjóðhátíð í Eyjum
Eins og oftast áöur héldu Eyja-
menn þjóöhátiö sina um versl-
unarmannahelgina. Þetta var 99.
þjóöhátiöin frá upphafi, en þaö
var i annaö sinn siöan eftir gos, aö
hátiöin var i Herjólfsdalnum.
Þjóöhátiöargestir voru um 5000,
og var töluveröur fjöldi aökomu-
manna, þó hústjöld Eyjamanna
hafi aö vanda sett mestan svip á
tjaldbúöirnar.
Mikil og fjölbreytt útidagskrá
var flutt, og var hátiöin sett á
föstudegi af Arna Johnsen, sem
jafnframt var kynnir og dag-
skrárstjóri. Aö lokinni guösþjón-
ustu og keppni krakka úr Iþrótta-
bandalagi Vestmannaeyja, lék
lúörasveitin i Eyjum nokkur lög,
en siöan stigu fram á sjónarsviöiö
knáir kappar: annars vegar þjóö-
hátiðarnefnd iþróttafélagsins
Þórs, sem annaöist hátiöina i ár,
og hins vegar bæjarstjórnin i Eyj-
um. Skyldu liö þessi eigast viö i
reiptogi yfir tjörnina i Herjólfs-
dal. Leikreglurnar voru afar ein-
faldar og skýrar: Hver maöur
fylgi sinum hnút, hvert svo sem
hnúturinn fer. Dró siðan bæjar-
stjórn i austur en þjóöhátiöar-
nefnd i vestur, og heyröi blaöa-
maður á fólki, að heldur hefði nú
bæjarstjórnin þótt lin viö átökin
og fariö of fljótt úti tjörn. En jafnt
ósigri sem sigri var vel tekið, og
tókust liðin i hendur eftir aö
bæjarstjórnin haföi rölt yfir
tjörnina, búin aö viöurkenna
glæsisigur þjóöhátiöarnefndar-
innar.
Aö loknu bjargsigi var dagskrá
ætluð börnum i umsjá Leikfélags
Vestmannaeyja og hljómsveitar
Þorsteins Guömundssonar, sem
lék fyrir dansi á barnaballi.
Um kvöldið var kvöldvaka meö
fjölbreyttu efni en siöan var stig-
inn dans til klukkan fjögur að
morgni á tveimur danspöllum við
undirleik Eymanna og Steina
spil.
A laugardegi var litið lát á
mannskapnum, og var hátiöinni
haldið áfram af engu minna fjöri
og festu en áður. Skömmu eftir
hádegi hófst dagskrá með tónlist
og iþróttum, og sýndi meðal ann-
ars flokkur iþróttamanna nýja
sjálfsvarnarlist, Kimewasa.
Um kvöldið var svo i fyrsta
skipti á þjóðhátiö varðeldur. Sat
Arni Johnsen með gjtarinn við
eldinn og söng þekkt lög og tók
fólk undir. Að sögn Arna munu
hafa veriö þarna um 3000 manns,
og sagði hann þetta liklega hafa
verið stærsta kór sem sungið
heföi við varðeld. A miönætti var
svo haldin flugeldasýning meö
aðstoð átta flugeldasérfræöinga
undir umsjón Hjálparsveitar
skáta, og þótti hún hin glæsileg-
asta i alla staði.
Var siðan stiginn dans frameft-
ir nóttu á danspöllunum við und-
irleik hinna sömu og kvöldið áö-
ur, Eymanna og Steina spil.
A sunnudeginum var iökaður
dans um kvöldiö, en síðan lauk
hátiöinni kl. eitt. Reyndar var enn
danshugur i fólki, og sá diskótekið
i dalnum um að halda uppi dans-
stuöi, og var blm. tjáð morguninn
eftir, aö þaö heföi starfaö til kl. 6.
Þjóöhátiðarnefnd gaf út mikið
og vandaö þjóðhátíöarblað, 64
bls., og önnuöust þeir Arni John-
sen og Sveinn Tómasson ritstjórn
þess.
Þjóðhátiðin fór hiö besta fram i
ágætu veöri, þrátt fyrir nokkra
ölvun.
Vlikiö fjölmenni fylgdist meö óförum bæjarstjórnar.
Séö yfir hluta hátiöarsvæöis
Félag áhugasafnara
Vilja
stuðla
að betri
skóla-
söfnun
Félag áhugasafnara var
stofnað 1. nóvember 1975.
Eins og nafnið bendir til er
það félag karla og kvenna
sem hafa það að áhugamáli
að safna og varðveita ýmsa
hluti og muni.
Ahugasvið félagsmanna
eru ótrúlega mörg m.a. bæk-
ur, frímerki, stein- og berg-
tegundir, skordýr, uppsett
dýr, mynt, gamlir munir úr
atvinnusögu og lifi þjóðar-
innar, spil, póstkort og sitt-
hvað annaö. Flestir munu
einhverntima hafa „safnað”
einhverju og flest opinber
söfn i dag eru til orðin i byrj-
un vegna einstakra einka-
safna.
í lögum félagsins segir
m.a.: Tilgangur félagsins er
að tengja saman safnara
með skyld áhugasvið, auka
kynni og samstarf safnara
úti á landi, halda fræðslu-
fundi og erindi og stuðla að
sýningum hluta.
Markmið félagsins er m.a.
að vinna að þvi að sérhver
skóli hafi i sinni umsjá vel
skipulagt safn muna, jafnt úr
dýra-, jurta- og steinariki og
munu félagsmenn reiðubúnir
til að leiðbeina með slikt.
Einnig gengst félagið fyrir
sumarferðum til náttúru-
skoðunar með söfnun i huga.
Fyrsti formaður félagsins
var Lúðvik Jónsson, meina-
tæknir, sem lést fyrir aldur
fram.
Félagsmenn geta allir þeir
Islendingar orðið, sem hafa
áhuga á einhverri tegund
söfnunar og/eða vilja stuðla
aö velgengni samtakanna.
Þeir sem áhuga hafa á að
kynna sér nánar starfsemi
félagsins skal bent á að snúa
sér til Kristjáns S. Jóseps-
sonar i sima 26628 og. veitir
hann allar nánari upplýsing-
ar.