Þjóðviljinn - 10.08.1978, Síða 6

Þjóðviljinn - 10.08.1978, Síða 6
; 6 SIÐA — ÞJÓDVILJINN [ Fimmtudagur 10, ágúst 1978 Bókmenntir bíóhúsanna Notuðu og nýju hefur borist merkisbæklingur í hendur. Er hér um að ræða sýnishorn úr bók- menntaútgáfu íslend- inga, sem sjaldan er minnst á. Með öðrum orð- um, bíóprógrömmin, eða handbæklingar kvik- myndahúsanna. Við birt- um hér úrdrátt úr hinni æsispennandi atburða- rás kvikmyndarinnar „Læknir í hörðum leik." Fyrst segir frá nýútskrif- uðum lækni, sem hittir dóttur yf irlæknisins. Seg- ir svo frá: Með þeim takast góð kynni, svo að Sweeney stendur allt til boða hjá óliviu. Gallinn er bara sá, að þegar hún hefur samfara- blossa, verður einnig vart innri krampa hjá henni, svo að hún Hið nakta lýðræði heita kerinu, það er bankastjóri. — MeinGott!! — Og þessi hérna, sem situr á bekknum og er að tala við sima- stelpuna, hann er alþingismað- ur. — Aber.. — Og sjáðu þennan feita, sem er að stinga sér hann er forstjóri stærsta heildsölufyrirtækis... —-Das ist unmöglich, hvernig dettur þeim i hug að blanda sér innan um venjulegt fólk? — Islendingar eru lýðræðis- legir i eðli sinu, og sund er afar gömul heilsuiþrótt, sagði ég stoltur. — En kannski sækir hið vinn- andi fólk ekki svo mikið þessa staði? — Jú, jú. Sjáðu þennan hor- aða, hann er hafnarverkamað- ur. Og veistú hvern hann er að tala við? Forstjóra eins stærsta fiskútflutningsfyrirtækis Is- lendinga!! Þjóðverjinn var orðinn hljóð- ur. Við töluðum ekki svo ýkja mikið saman eftir þetta, en urð- um samferða i sturtu. Eftirá skiluðum við lyklunum og vor- um i þann mund að kveðjast, þegar við rákumst á alþingis- manninn og verkamanninn fyrir utan. Alþingismaðurinn var kominn i tvihnepptu fötin sin, var búinn að setja upp gullúrið og var að opna hurðina á nýja bandariska drekanum. Verka- maðurinn var kominn i götóttu úlpúna sina og var að -bisa við lásinn á skellótta reiðhjólinu. Þjóðverjinn varpaði öndinni af feginleika. — Ach, aber doch! Þá ræður raunverulegt lýðræði ríkjum á íslandi engu að siður. Dagbjartur Ég hef ávallt haldið þvi fram að sundlaugarnar á islandi væru vagga lýðræöisins. Eöa til nánari útskýringar: þar sem fólk kemur til dyra eins og það er klætt. Þarna vappa sjómenn, alþingismenn, verkamenn, námsmenn, plpulagningarmenn og kvenmenn innan um hvert annað eins og góðir grannar. Fólk heilsast, skimar til sólar, klórar sér, dýfir sír i iaugina, spúir klórvatni, stynur i h'eitu pottunum og grettir sig i sturt- unum. Meö öðrum orðum: fólk hagar sér eins og heima hjá sér. Þetta er hið eina sanna lýð- ræði. Búið er að kasta klæðum, stéttarhamirnir fallnir, og eftir að sólarferöir geröust ódýrar, þykir ekki einu sinni fint að vera með Valbjarnarbrúnku. Þetta ástand, hið nakta lýðræði, kem- ur aftur á móti útlendingum spánskt fyrir sjónir. Ég komst að þessu rækilega um daginn. Ég lá i hádeginu i Laugunum og naut þessara dýrmætu geisla, sem Islendingar meta meira en nokkuð annað. Skyndi- lega kom skaðbrenndur útlend- ingur öskrandi upp úr heitasta pottinum. Hann hafði skellt sér niður i suðuna án þess að gera hinar rammislensku fyrir- byggjandi ráðstafanir, þeas. að fara i hina volgu fyrst og byggja upp líkamann stig af stigi. Ot- lendingurinn hlammaði sér rauður og þrútinn niður við hlið- ina á mér og mér skildist á for- mælingum hans, að hann væri þýskur. Til að taka upp hansk- ann fyrir þessar vitisgildrur mörlendinga, reyndi ég aö út- skýra fyrir honum i huggunar- tóni, hvernig uppbyggingar- kerfinu væri háttaö. Eftir stutt- ar umræður um islenskt hvera- vatn, spurði Þjóðverjinn, hvort tslendingar notfærðu sér sund- laugar almennt. — Já, blessaður vertu hingað koma allir. — En þeir finu fara náttúru- lega i privat laugar? — Nei, nei, hér eru allir jafnir. Þessi þarna t.d. sem þú traök- aðir á, þegar þú ruddist upp úr lætur ekki laust það, sem hún hefur fengið. Og meður þvi að lestin á ekki langt eftir, þegar ólivfa fær krampann, verður að flytja hana og Sweeney i einu lagi á spítala. Það má aö sjálfsögðu deila um það, hvort það var heppilegt eða ekki, að næsti spitali var einmitt sá, sem Sweeney hafði verið ráðinn til starfa i svo og að Ólivla er dóttir yfirlæknis þeirrar virðulegu stofnunar. Ólivia hafði raunar orðið þess áskynja að kvillinn gerði ekki alltaf vart við sig, ef athöfnin fór fram á cinhverju hreyfanlegu undirlagi en I þetta sinn brást það jafnvel lika. En hinn nýbakaði læknir fær önnur og verðugri verkefni: Eitt fyrsta vandamálið, sem Sweeney verður að leysa, er að hjálpa manni, sem hefur dottiö á aldinmaukskrukku — en krukkan gengið inn i endaþarm mannsins, svo að ógerningur virðist að ná henni út aftur. Svo vel vill til, að meðal starfs- manna spitalans er roskinn maður, sem hafði verið i 8. her Breta I Norður-Afriku forðum og þar hafði það einmitt komið fyrir, að maður hafði hlammað sér heldur harkalega niður á skothylki, sem fór sömu leið og krulikan. Þessi starfsmaður kann þvi aðferð til hjálpar. En allt fer þó vel að lokum. Nýútskrifaði læknirinn fær prinsessuna og hálfan spital- ann, eða eins og stendur i pró- gramminu: Loks tekur Sweeney að sér að skreppa til Hollands til að sækja þangað skemmtibát. Vcrður það söguleg ferð, þvi að margt leynist þar undir þiljum — en loks tekst honum þó að krækja sér I óliviu, svo að aftur verður ekki snúið NoN vill með þessari hugvekju vekja athygli á þeim bók- menntagifhsteinum, sem leyn- ast i miðasölum kvikmyndahús- anna. Það er nefnilega yfirleitt miklu skemmtilegra að lesa prógrömmin en að horfa á sjálfa kvikmyndina. Bókmenntadeild NoN. Þióðviuinn fyrir 40 árum Til Siglufjaröar komu frá hádegi I dag til nóns i dag 35 skip með samtals 15.460 mál af sild. — Söltun nam I gær 4.393 tunn- um — þar af 1.260 tunnur matjessild. — Sildin er talin mjög misjöfn að stærð og fitu- magni, og söltun þvi minni en ella. Veiðiveður var ágætt. Mik- il sild var á svæðinu frá Haga- nesvik til Tjörness, og á þvl svæði var meginflotinn. — Fimm skip biðu afgreiðslu á Siglufirði siðdegis I dag. — 1 morgun stöðvaöist verksmiðjan SRN vegna vatnsleysis, en þó aðeins litla stund. — Vegna langvarandi þurrka, er vatns- magniö i vatnsgeymum bæjar- ins með minnsta móti — en vatnsþörfin geysimikil, bæði i verksmiðjunum og söltunar- stöðvunum. (Þjóöviljinn, 10. ágúst 1938) Góðar ferðalýsingar eru ómissandi menningarþáttur i Alkuklúbbnum. Félags- menn eru beðnir að senda inn svipmyndir úr sumarfri- um sinum. Þau mega gjarn- an vera i eftirfarandi anda: „Losarabragur á framhliðinni,, Við lögöum upp laugar- daginn 8/7. Ætlunin er að aka austur um hringinn rangsæl- is og koma við i nær öllum plássum á leiðinni. Fyrst var ekið áleiðis i Þorlákshöfn og eftir mikinn velting var kom ið þangað, vegagerðarmenn hafa með einhverjum dular- fullum hætti skilið eftir hryggi og rásir á Þrengsla- veginum svo aksturinn eftir veginum minnir helst á snöggar hreyfingar trillu á leið I róður. Köttur fjölskyldunnar var ekki með en hefði áreiðanlega orðið sjóveikur i Þrengslunum. Þorlákshöfn hefur tekið miklum s takka s kiptu m siðustu árin, gróður hefur skotið þar rótum I görðum einbýlishúsa, höfnin er á heimsmælikvarða og malbik hefur lagst á götu og torg. Hitaveita er á leið I staðinn um 10 km leið, vegna hraun- klappanna er leiðslan lögð ofanjarðar, steyptir eru smá stöplar með vissu millibili og rörið kemur þar ofan á. Þor- lákshafnarbúar eru að gera hugsjón Egils Thorarensen að veruleika. Þorlákshöfn er snyrtilegt athafnapláss i ör- um vexti. Úr Þorlákshöfn liggur leiðin upp sveitina I átt að Hveragerði. Sú leið er ekki söguleg fyrir annað en drullugar brýr eða öllu held- ur að allar merkingar og að- vörunarskilti við brýrnar voru svo drullug að þau hefðu eins getað verið ein- hverjar tilvitnanir I forn- sögurnar, en þá voru bilar ekki til. Einhver losarabragur er a framhliðinni á Hveragerði. Það vantar herslumuninn á snyrtimennskuna. Þeim sem sviður það i augum skal bent á að aka inn i plássiö og skoða t.d. heilsuhælið, öll umgengni þar og skipulagn- ing með glæsilegum hætti, heilsuhælið er einn endalaus unaðsreitur. (Timinn 26/7) Alyktun: Stórsnjöll lýsing á umhverfi og staðarhátt- um! Hins vegar var það mik- il heppni, að köttur fjölskyldunnar var ekki með. 1 sambandi við tilvitnanir i fornsögunar, vil ég benda á eftirfarandi: „Mjök er tregt um tungu að hræra.” Fyrir hönd Alkuklúbbsins, Hannibal ö Fannberg formaður

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.