Þjóðviljinn - 10.08.1978, Síða 7
Fimmtudagur 10. ágUst 1978 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7
Meginskýringin á verðbólgunni er sú að hún er
helsta gróðamyndunaraðferðin. Hæð vaxta er þvi
afleiðing en ekki orsök. Ekki er unnt að
uppræta meinsemd með þvi að káfa
i afleiðingunum en láta orsakirnar eiga sig
V erðbólga og vextir
A6 undanf örnu hef ég af göml-
um vana fylgst meö tillðgum
stjórnmálaflokkanna um ný
„bjargráS” i þágu atvinnuveg-
anna meö aöstoö fjölmiöla. Ég
hef ekki lagt orö í belg þótt ég
hafi oft oröið hissa, en nú er svo
komiö aö ég get ekki oröa bund-
ist lengur. Astæöan er sú tillaga
forustumanna Alþýöubanda-
lagsins aö vandi útflutningsat-
vinnuveganna skuli aö hluta til
leystur með þvi aö lækka vexti.
A þessu hefur veriö klifaö i til-
löguformi og ræöum og nú siö-
ast skrifar Svavar Gestsson fo--
ustugrein i Þjóöviljann sjötta
ágúst um ágæti þessa bjarg-
ráös. Hann segir þar m.a. aö
sparifé i landinu sé um 90
miljaröar króna og heldur
áfram: Tillögur Alþýöubanda-
lagsins geröu ráö fyrir þvf að
veröbólga yröi aöeins (svo!) 5%
til áramóta... Samkvæmt tillög-
um Alþýðubandalagsins veröur
rýrnun sparifjárins til áramóta
4,5 miljarðar... Þrátt fyrir
þriöjungslækkun vaxta heföi
spariféö haldiö raungildi sinu
samkvæmt tillögum Alþýöu-
bandalagsins.” Mig skortir
greind til þess aö skilja þaö
hvernig ‘4,500 miljóna króna
rýrnun sparifjár og 5% almenn
verðbólga geti tryggt að spari-
féö haldi „raungildi” sinu, og
væri fróölegt að fá skiljanlegar
skýringar á þvi.
Siöan samfelld veröbólga
hófst á íslandi fyrir rúmum ald-
arþriðjungi hafa vextir veriö
neikvæðir hérlendis og eru þaö
enn, þótt þeir séu hrikalega háir
samíkvæmt prósentureikningi.
(Fyrrihluta þessa tímabils voru
i lögum gamlar siögæðisreglur
um þaö hversu háir vextir
mættu vera og hétu hærri vextir
okuriíslenskum lögum; þaö orö
var afnumið úr lögum og mál-
vitund almennings i tiö viö-
reisnarstjórnarinnar.) Þetta
hefurleitttilþess aö veröbólgan
hefur oröiö ein helsta gróöa-
myndunaraögeröin á tslandi
siöan. Menn sem hafa áttaö sig
á kerfinu hafa kappkostaö þaö
aö komast yfir sem mestlánsfé i
bönkum og sjóöum, festa þaö I
steinsteypu og framleiöslutækj-
um, en endurgreiöa aö lokum
lánin meö margfalt veröminni
krónum. Mjög skýrt dæmi um
þetta kom fram i eignakönnun
sem framkvæmd var fyrirrúm-
um tveimur áratugum. Út-
geröarmaður sem haföi veriö.
landskunnur fyrir skuldabasl og
greiðsluörðugleika reyndist þá i
raun vera auöugasti maöur
landsins og haföi siöan viöur-
nefniö riki.Mestöll fjárfesting á
tslandi hefur slðustu áratugina
veriö greidd niöur meö verð-
bólgunni, og á þaö ekki aöeins
viö um fyrirtæki heldur og
t.a.m. húsnæöiskaup almenn-
ings. Þeir sem eru á minum
aldri muna þaö hversu óhemju-
legan skuldabagga menn uröu
aö taka á sig til þess aö kaupa
ibúö, en á örfáum árum breytt-
ist bagginn I siminnkandi pinkil
fyrir tilstilli veröbólgunnar.
Þeir fjármunir sem þannig
hafa runniö tii skuldara hafa aö
sjálfsögöu veriö teknir frá þeim
sem hafa reynt aö spara, frá þvi
fólki sem hefur ætlaö aö
„ávaxta” fé sitt i lánastofnun-
um eða frá sjóöum eins og At-
vinnuleysistryggingasjóði, lif-
eyrissjóöum, byggingasjóöum
o.s.frv. Þegar ég var ungur var
það altitt aö fólk reyndi aö spara
og ávaxta fé til elliáranna, en
þessu fé hefur veriö stoliö á
veröbólguáratugunum, enda
hefur slik sparifjármyndun ein-
staklinga sokkiö niöur i algert
lágmarkaö undanförnu. Mér er
minnisstætt dæmi af fööur min-
um. Hann keypti sér Iiftrygg-
ingu ungur vegna þess aö hann
haföi hvarvetna fyrir augum
átakanleg kjör aldraös fólks.
Hann hafði ungur bæöi stopula
vinnu og illa launaöa, svo aö
hann varð aö ganga nærri sjálf-
um sér til þess aö geta greitt iö-
gjöld af liftryggingunni, ma.
margsinnis aö neita sér um aö
kaupa föt þrátt fyrir brýna þörf.
Þegar hann fékk liftrygginguna
greidda sextugur nægöi hún
nákvæmlega fyrir einum föt-
um. Fólk sem er á minum aldri
þekkir allt hliöstæö dæmi.
Sá er munur á islensku þjóö-
félagi og öörum auðvaldsþjóö-
félögum aö hér eru engir kapi-
talistar sem hagnast á þvi aö
eiga fjármagn og lána þaö, en
kapitalistar af þvi tagi eru mjög
voldugir i meiri háttar auö-
valdsþjóöfélögum. Okurlána-
starfsemi (svo að ég noti út-
dautt fornyröi) hefur hérlendis
veriö I þvi fólgin aö forréttinda-
menn hafa keypt vixla með af-
föllum en haft aöstööu til þess
aö selja þá fullu veröi i bönkum,
sem jafnframt hafa tekið á sig
innheimtu og áhættu. I öflugum
auövaldsþjóöfélögum berjast
fjármagnseigendur gegn verö-
bólgu i eiginhagsmunaskyni, en
hérlendis hafa engir reynt aö
„ávaxta” fé I bönkum og sjóö-
um nema fátæklingar sem ekki
hafa getaö notaö f jármuni sina
til áhrifa og hafa því orðiö aö
sætta sig viö samfelldan þjófn-
að.
Meginskýringin á óöaverö-
bólgunni á tslandi er sú, aö hún
er helsta gróöamyndunaraö-
feröin í þjóöfélaginu. Hæö vaxta
er afleiöing en ekki orsök, og
aldrei hefur veriö unnt aö upp-
ræta neina meinsemd meö þvi
aö káfa í afleiöingum en láta or-
sakirnar eiga sig. Vilji menn
draga úr veröbólgu og uppræta
hana er leiðin sú ein aö koma i
veg fyrir aö unnt sé aö græöa á
veröbólgu. Þaö veröur aö
tryggja aö sparifé haldi ævin-
lega verögildi sinu. Dragi úr
veröbólgu er auövitað sjálfsagt
aö lækka vexti sem þvi nemur;
ef þau undur geröust aö verölag
héldist stööugt hef ég ekkert viö
þaö aö athuga aö sparifé væri
vaxtalaust; kæmi upp þaö
kraftaverk aö veröhjöönun yröi
mættuvextirnirvera neikvæöir.
Sumum kann aö viröast þetta
óraunsætt, en ég hef ekki áhuga
á þjóöfélagi þar sem gróöinn sé
hreyfiafl, enda tel ég aö sú skip-
an sé aöeins timabundiö fyrir-
bæri i mannkynssögunni.
Mörg hafa dæmin veriö rakin
um þaö hversu þungbærir ofur-
háir vextir séu fyrir atvinnu-
fyrirtækiog einstaklinga, og get
ég tekiö undir þau dæmi öll. En
óöaveröbólgan hefur fleiri af-
leiöingar en háa vexti. Þær birt-
ast á öllum sviöum þjóölifsins
og hafa aö minu mati haft
háskalegust áhrif á siögæöisvit-
und fólks. En svo aö haldiö sé
áfram meö fjármunahliðina, er
auövitað ekki hægt aö stjórna
fyrirtæki af neinu viti eöa fyrir-
hyggjuef launakostnaöur hækk-
ar um f jölmarga tugi prósenta á
ári 'að krónutölu, þótt þaö feli i
sér lækkun á rauntekjum allra
sem hafa lægri laun en visitau-
fjölskyldan. Hugmyndin um
visitölubætur á kaup er hliöstæö
vöxtum af sparifé; afleiöing en
ekki orsök. Mér þykir vænt um
aö forystumenn Alþýöubanda-
lagsins og Þjóöviljinn hafa ekki
enn lagt til þaö „bjargráö” aö
lækka visitölubætur á kaup,
þótt hægt sé að styöja slika til-
lögu nákvæmlega sömu rökum
og hugmyndina um vaxtalækk-
un.
6. ágúst 1978.
Magnús Kjartansson
Frá Reyöarfirði.
ins til aö geta ráöist 1 kaup á sliku
hráefnisöflunartæki. Þaö eru
nefnilega ekki allir nógu ánægöir
meö hlut SR i atvinnutækifærum
hér. Til dæmis litur ekki út fyrir
abvibfáum kolmunna til bræöslu,
en ef svo væri hefði þaö auövitaö
bæöi i för með sér aukna atvinnu
og betri nýtingu bræöslunnar.
Hefðum viö skip sjálf breytti þaö
mikiu til batnaöar.”
— Reyðarfjörður hefur stund-
um heyrst nefndur i sambandi viö
fyrirhugaöa stóriðju á Austur-
landi?
„Þetta er nánast eini staöurinn
sem til greina kemur hvaö slikt
varðar hér eystra vegna land-
rýmis og hafnarskilyrða. Það
hefur tika flogiö sterklega fyrir,
aö þegar sé búiö ab mæla fyrir ál-
verksmiðju miöja vega milli
Eskifjaröarog Reyöarfjaröar, þó
það fari hljótt. Ég er auðvitað al-
farið á móti hugmyndum i þá
veru.”
Mælt fyrir álverksmiðju?
Arni Ragnarsson heitir ungur
simvirki og hreppsnefndarlimur
á Reyöarfiröi. Þjóöviljinn heim-
sótti hann i simstöðina ekki alls
fyrir löngu til aö forvitnast um
kauptúniö, atvinnuástand og
menningarlegt ásigkomuiag ibú-
anna.
„Atvinnuástand er nokkuö gott
hér fyrir þaö fólk sem hér býr, en
bágara hins vegar hvaö varðar þá
sem áhuga hafa á að flytjast
hingað og setjast hér aö til fram-
búöar. Kaupfélag Héraösbúa sit-
ur hér og veitir verulega atvinnu,
hér er innflutningshöfn og skipaö
á land áburði og fóöurbæti fýrir
allt Fljótsdalshéraö. I eigu kaup-
félagsins er lika hálft Hólmanes,
skuttogari sem leggur upp afla á
Eskifirði, en Eskfirbingar eiga
togarann á móti. Hluta aflans er
svo ekiö hingaö til vinnslu. Hér
landa lika Gunnar og Snæfugl, og
aö auki nokkrar trillur.”
— Eru uppi raddir um aö
kaupa skuttogara hingaö?
„Já, þaö hafa farið fram viö-
ræöur milli KHB og útgeröar-
fyrirtækisins „Gunnar og Snæ-
fugl” um aö fá hingaö togara og
fyrir þvi er lika eindreginn vilji
bæjarbúa.”
— Hvaö með önnur atvinnu-
fyrirtæki?
„Vegageröin hefur i rauninni
sinar höfuðstöövar á Austurlandi
hér og margir vinna hjá henni.
Svo er hér saumastofa. ný af nál-
inni, sem býr til fyrir Alafoss og
önnur fyrirtæki. Annaö er þaö nú
ekki verulegt. Hins vegar hafa
sumir verið aö láta sér fljúga i
hug, aö hér á firöinum kynnu aö
vera góð skilyrði fyrir fiskeldi.
Þar er ef til vill framtiðarmögu-
leiki.”
— Hvernig er ástandið yfir vet-
urinn?
„Þaö er nú meö heldur daufara
móti frá hausti og fram á loðnu-
bræðslutfmann. Okkur vantar til-
finnanlega skip til aö afla hráefn-
is fyrir Sildarverksmiðjur rikis-
ins á staðnum, og þaö hefur veriö
allmikiö rætt aö fá yfirráö yfir
eöa meiriítök i stjórn fyrirtækis-
— Hverniger félagsleg aöstaöa
hér f plássinu?
„Félagsheimili er hér ágætt og
veriö er aö byggja Iþróttahús og
sundlaug, þ.e. gólf iþróttavallar-
ins er lagt yfir sundlaugina þann-
ig að ekki er nema annað hvort i
notkun í einu. Viö erum hinsvegar
ákaflega óánægö meö þau skil-
yrði sem hið opinbera, meö Þor-
stein í fararbroddi, setur fyrir
framlögum i þessa byggingu, og
þaö er raunar sonur Þorsteins,
Jes, sem teiknar hana. Þessar
byggingar eru aö margra dómi
allt of iburöarmiklar og mikill
kostnaöur fylgir i kjölfariö.”
ös/öt
Einar Sigurðsson nýi þulurinn hjá
rikisútvarpinu.
Nýr þulur
hjá hljóðvarpinu
„Það þarf
að hafa
taumhald á
tungunni”
Er morgunútvarp hófst i gær-
morgun barst landsmönnum til
eyrna ný þularrödd á öldum ljós-
vakans. Nýi þulurinn heitir Einar
Sigurösson 23 ára aö aldri. Einar
tjáöi blaöinu i stuttu samtali, áö-
ur en hann hljóp inn I þularklef-
ann, að hann kæmi til meö aö
starfaáútvarpinuieinnog hálfan
mánuð, en eins og kunnugt er þá
er Pétur Pétursson þulur kominn
i 6 mánaöa fri frá störfum. Einar
sagöist hafa verið blaöamaöur á
Alþýðublaöinu undanfarin 2 ár og
myndi hann að loknu starfi sinu
hverfa tii náms erlendis.
Aðspurður hvort starfiö væri
erfitt þá sagöi hann aö á þaö væri
litil reynsla komin enn, en það
væri flóknara en hann heföi gert
sér grein fyrir. Það væru mörg
smáatriöi sem þyrfti aö hafa i
huga og umfram allt aö hafa
taumhald á tungunni. —Þig.