Þjóðviljinn - 19.08.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. dgúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Frá fundi forystumanna Alþýöubandalags og Alþýðuflokks með fulltrúum launþegahreyfingarinnar.
Ljósm. —eik.
Mikil fundahöld í gær — Rætt við verkalýðsforystuna
Þaö er vor í lofti
sagöi Guömundur J. Guðmundsson í gœr
Mikil fundahöld voru aII-
an daginn i gær vegna
stjórnarmyndunarviðræði
anna. Þingflokkur Alþýðu-
bandalagseins kom saman
til fundar kl. 10 í gærmorg-
un þar sem þingmönnum
var gefið yfirlit yfir stöð-
una í viðræðunum og þær
tillögur, sem fram hafa
komið til lausnar á efna-
hagsvandanum voru rædd-
ar.
Kl. 14 i gær hófst svo fundur
Lúðviks Jósepssonar og Bene-
dikts Gröndals meö forystumönn-
um i launþegahreyfingunni og
mættu þar fulltrúar almennu
verkalýðsfélaganna, fagfélag-
anna og fulltrúar opinberra
starfsmanna. A meðan sá fundur
stóð yfir áttu aðrir forystumenn
Alþýðuflokks og Alþýðubanda-
lags með sér fundi um einstök
mál.
Guðmundur J. Guðmundsson
formaður Verkamannasam-
BIÐSKÁKIN:
Kortsnoj bað
um frestun
I gær áttu þeir Karpov og
Kortsnoj að tefla áfram 13. ein-
vfgisskák þeirra sem fór I bið á
fimmtudaginn. Flestum á óvart
bað Kortsnoj um frestun á bið-
skákinni I 2 daga. Eins og
kunnugt er þá notaði Kortsnoj
mikinn tima á biðleik sinn, þ.e.
41. leik hvits. Hann hefur aðeins
20 minútur til að ljúka 15 leikjum
en næstu timamörk eru við 56
leiki.
Biðstaðan er talin ivið betri hjá
Kortsnoj jafnvel þó hann sé
skiptamun undir. Kortsnoj og að-
stoðarmenn hans rannsökuöu biö-
skákina alla fyrrinótt og hafa
greinilega komist að þeirri niður-
stöðu að best væri að rannsaka
hana enn betur og þvl bað Korts-
noj um frestun. Keppendur mega
fresta þrisvar án þess að tilgreina
neina sérstaka ástæðu. Þetta er i
annað sinn sem frestaö er i ein-
viginu en Karpov fékk áður frest-'
aö 12. einvigisskákinni.
14. einvigisskákin verður tefld
samkvæmt áætlun á laugardag-
inn.
—hól
bandsins sagði er hann var spurð-
ur hvort hann væri vongóður um
að þessar stjðrnarmyndunarvið-
ræður bæru árangur: „Þaðervor
I lofti”
Karl Steinar Guönason vara-
formaður Verkamannasam-
bandsins sagði að hann væri mjög
vongóður um að þetta tækist nú,
og bætti þvi við að það ætti að
liggja ljóst fyrir nú um helgina
hvort árangur yrði af viðræðun-
um.
Þá sagði Guðmundur Þ. Jóns-
son formaður Landssambands
iðnverkafólks, i örstuttu samtali
við blaðið, að hann væri nokkuð
bjartsýnn á að hægt yrði að
mynda stjórn i þessari tilraun.
Að loknum fundi formanna
flokkanna með forystumönnum
launþegahreyfingarinnar hófust
viðræður flokkanna á nýjan leik
og mætti þar Jón Sigurðsson.for-
stjóri Þjóðhagsstofnunarinnar,
gagngert til að svara ýmsum
fyrirspurnum um efnahagsmál,
en eins og fram kom i viðtali
Þjóðviljans við Ragnar Arnalds i
gær þá hafði Þjóðhagsstofnun
verið sendur spurningalisti.
Ragnar Arnalds tjáði blaðinu
siðdegis i gær að það sem einkum
væri nú til umfjöllunar i viðræð-
unum væri meðhvaða móti mætti
afla tekna til að standa straum af
kostnaði við niðurfærsluaðgerðir.
Samkomulag mun vera um að
setja samningana i gildi, en ekki
hefur verið rætt til hlitar hvort
það eigi að gilda um hæstu iaun,
en ljóst er að ef af þvi yrði þá
myndu skattar verða hækkaðir á
hátekjumennina. —Þig
BLAÐBERABIÓ
Aladdinlampinn
gamanmynd i litum.
Aðalhlutverk: Tony Rendal.
Sýnd kl. 1 e.h. i Hafnarbiói laugardaginn
19. ágúst.
djoðviuinn
Siðumúla 6. Simi 8-13-33.
TILKYNNING
til rafverktaka á Austurlandi
Frá og með 1. október 1978 taka i gildi
reglur um rafverktakaleyfi.
Starfandi rafverktökum á Austurlandi er
bent á að kynna sér skilyrði og skilmála,
til að öðlast rafverktakaleyfi við rafveitur
á Austurlandi.
Upplýsingar varðandi rafverktakaleyfin
eru veittar hjá Rafmagnsveitum rikisins
Selási 8 Egilsstöðum simar 1300-1303 og
Rafveitu Reyðarf jarðar simi 4210 Reyðar-
firði.
Rafverktökum sem ekki eru með rafverk-
takafyrirtæki sin skráð á Austurlandi eftir
1. október 1978 er óheimilt að taka að sér
raflagnavinnu á framanskráðum orku-
veitusvæðum, nema samkvæmt rafverk-
takaleyfi.
Rafmagnsveitur rikisins Austurlands-
veita
Rafveita Reyðarfjarðar.
LÆKNASTOFA MIN
Alfheimum74, verður lokuð frá 1. septem-
ber til áramóta. Sigurður E. Þorvaldsson
sérfræðingur i lýtalækningum.
Blaðamaður
á Þjóðviljanum óskar eftir litilli ibúð á
leigu sem fyrst. Upplýsingar i sima 40595.
SUMARFERÐ ALÞYÐUBANDALAGSINS í REYKJAVIK 3, SEPTEMBER N.K.
Kynnumst landi og
sögu í sumarferðinni
Sumarferö Alþýðu-
bandalagsins i Reykjavik
verður farin sunnudaginn
3. september n.k. Ekið
verður sem leið liggur í
Þjórsárdal og verður
dvalist þar allan daginn.
Eins og ávallt verða góöir
leiðsögumenn i hverri rútu, fjöl-
fróðir menn, sem eru þaul-
kunnugir sögu og náttúru lands-
ins og I Þjórsárdal er margt
fróðlegt að sjá. Þar var eitt sinn
blómleg byggö með 20 bæjum og
kirkjustað á Skeljafelli, en
næsti nágranni byggðarinnar,
Hekla lagði hana i auðn i einu
vetfangi. Margir hafa eflaust
komið i Þjórsárdalinn, heimsótt
Stöng og skoðað Þjóðveldisbæ-
inn, en I dalnum og nágrenni
hans eru ótal aðrir staðir, sem
eiga sér merka sögu, auk þess
sem landslag er stórbrotið og
fagurt i Þjórsárdal, — ekki sist
á þessum árstima i skrúði
haustlita og berja.
Frá Vindási við Sandá verð-
ur farið i e.k. hringferðir um
dalinn en einnig mun gefast gott
tækifæri til gönguferða, útivist-
ar og þeir sem vilja geta fengið
sér sundsprett i nýju „Nor-
dals”-lauginni i dalnum.
Farmiða má panta á skrif-
stofu Alþýðubandalagsins að
Grettisgötu 3 i sima 17500.
Skrifstofan er opin frá 9-17 virka
daga og til að auðvelda undir-
búning ferðarinnar er æskilegt
að menn skrái sig sem fyrst
eftir helgina. Verði farmiða
verður i hóf stillt að venju,
þannig að enginn ætti að þurfa
að sitja heima þess vegna.
Fararstjóri verður Björn Th.
Björnsson, listfræðingur, en i
ferðanefnd félagsins eru að
þessu sinni Jón Hnefill Aðal-
steinsson, sagnfræðingur, Silja
i sumarferöum Aiþýðubandalagsins sameinast skemmtun og fróð-
leikur, og ætU ferðin i Þjórsárdal að geta orðið öllum til ánægju
livernig sem viðrar. — Þessi mynd var tekin I sumarferðinni 1976,
en þá var komið viði dalnum á leið til Sigöldu. Ljósm. — eik.
Aðalsteinsdóttir, bókmennta- arkitekt og dr. Gunnar Karls-
fræðingur, Hrafn Hallgrimsson, son. —Ai