Þjóðviljinn - 19.08.1978, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 19.08.1978, Qupperneq 15
Laugardagur 19. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 „Þetta er gert að fyrirmælum borgarverkfræðings án efa...., Eins og komiö hefur fram i Þjóöviljanum hefur veriö samiö aö nýju viö verktaka þann sem byggir dagheimil- iö viö Suöurhóla fyrir Reykjavíkurborg. i fyrri samningum viö verktakann var áætlaö aö verklok yröu fyrir 1. október og þann dag tæki dagheimilið til starfa, og I fjárhagsáætlun þessa árs var veitt til byggingar- innar 95 miljónum króna, sem taliö var myndi nægja til verkloka. Þegar fjárhags- áætlun var endurskoöuö nú I sumar var þessi tala, 95 miljónir, látin standa óbreytt, en nú er Ijóst aö um 40 miljónir vantar til viöbót- ar, ef ljúka á verkinu á til- settum tima. Aætlun verklok i nýja samningnum eru 20.3. ’79. Formaður Félagsmálaráös, Gerður Steinþórsdóttir, rit- aði fyrir skömmu grein i Timann um þessar breyting- ar á verksamningnum og bókun félagsmálaráðs vegna þess, og þykir Þjóðviljanum rétt að endurbirta grein Gerðar hér. Nokkur skrif hafa orðið um dagvistarmál i blöðum undanfar- ið (Mbl. 6. ág., Þjóðv. 9. ág. og Mbl. 11. ág.) Tilefni þessara skrifa er bréf byggingadeildar borgarverkfræðings — þar sem greint er frá samkomulagi við verktaka þriggja barnaheimila — og bókun meiri hluta félagsmála- ráðs á fundi sinum 3. ágúst s.l. Tilgangur þéirrar bókunar var i fyrsta lagi, að mótmæla þeim vinnubrögðum, sem viðhöfð voru gagnvart félagsmálaráði og i öðru lagi, að beina þvi til borgar- ráðs, að það endurskoðaði samn- ingana við verktakana i þvi augnamiði að upphafleg áætlun standist um opnunartima dag- vistunarheimila. Þetta er kjarni málsins. Um hlutdeild borgarverkfræðings verður rætt siðar. Bréfiö lagt fram. Bréf frá byggingardeild borgarverkfræðings barst félags- málastjóra 25. júli s.l. Voru þá liðnir nitján dagar frá dagsetn- ingu þess. Af þessum seinagangi má draga þá ályktun, að ekki hafi þótt aðkallandi að koma boð- skapnum til þeirra aðila, sem með réttu eiga að sjá um stefnu- mótun og uppbyggingu dag- vistarmála i borginni. Og 55 Fyrrgreint bréf var lagt fram i stjórn dagvistar 27. júli. Nefndina skipa þrir fulltrúar félagsmála- ráðs, þar af tveir borgarfulltrúar, fulltrúi starfsfólks dagvistar- heimila og fulltrúi Sumargjafar. Enginn hafði heyrt getiö um þessa samninga, og borgarfuli- trúar lýstu þvi yfir aö niöurskurð- ur á framkvæmdum borgarinnar heföi ekki átt að koma niður á dagvistarheimilum. A sama tima og bréfið liggur væntanlega hjá byggingadeildinni er verið að inn- rita börn á dagheimilið við Suður- hóla, sem ^tti að taka til starfa skv. áætlun 1. okt. Afriti af samkomulagi við verk- taka þessara þriggja barnaheim- ila fylgdi stutt bréf, og þykir mér rétt aö vitna orörétt i það til aö sýna hversu óljóst kemur fram hvar, hvernig og af hverjum ákvörðunin er tekin: „Þetta er gert aö fyrirmælum borgarverkfræðings og án efa i samráði eða samkvæmt fyrir- mælum fjármálastjórnar borgar- innar.” 1 bréfinu er lögð áhersla á fyrir- mæli borgarverkfræðings. Þann- ig dregst hann inn i málið. Fjárhagsáætlun A siðari hluta árs fer ávallt fram endurskoðun fjárhagsáætl- un^r. A fundi borgarstjórnar i júli var gerð grein fyrir niðurskuröi framkvæmda á vegum borgar- innar og náði hanh ekki til dag- vistarheimila. Þab var fjárhags- áætlun látin standast, sem þýöir i raun niðurskurður með lækkandi gengi krónunnar. Þetta þýðir, að Dagheimiliö viö Suöurhóla, þar sem fjöldafólks hefur veriö úthlutaö plássum fyrir börn sln 1. ol tóber n.k. þau þrjú barnaheimili, sem nú eru i smiðum, dragast á langinn: Dagheimiliö við Suðurhóla átti skv. upphaflegri áætlun, að taka til starfa 1. október, en eftir nú- gildandi samningi 20.3. ’79, dag- heimilið viö Hagamel (Vestur- borg) 1. nóvember, en frestast fram i febr., og skóladagheimilið við Völvufell um áramót, en frestast fram til 15. mars 1979. En — fjárhagsáætlun stenst — þýðir einnig, að boðin veröa út tvö ný dagheimili á þessu hausti. Bókun félagsmálaráös Félagsmálaráð er sá aðili, sem á aö móta stefnuna i dagvistar- málum og sjá um uppbyggingu þeirra. Það skýtur þvi skökku viö þegar gengið er fram hjá ráðinu við svo mikilvæga ákvöröun. Ljóst er aö samþykkt borgarráðs á sinum tima um nýja samninga viö verktakana hefur gengið hljóðalaust fyrir sig, þar sem borgarfulltrúar, sem sæti eiga i félagsmálaráði vissu ekkert um þessa ákvörðun. Bókun félagsmálaráðs 3. ág. s.l. og samþykkt var með fjórum atkvæöum er eftirfarandi: „Félagsmálaráð mótmælir þeirri málsmeðferö borgarverk- fræðings að semja viö verktaka þriggja barnaheimila um frestun á skiladegi án nokkurs samráðs við félagsmálaráö og stjórn dag- vistar. Bréfið frá byggingardeild borgarverkfræðings til verktak- anna er stilað 6. júli s.l. er berst félagsmálastjóra 25. júli s.l. Félagsmálaráð samþykkir að skrifa borgarráði og fara þess á leit við ráðiö að það endurskoði ákvöröun borgarverkfræðings.” Reyndin hefur orðið sú, að i bókunum og skrifum um þetta mál er lögð höfuðáhersla á að hreinsa æru borgarverkfræðings, en minna hugsað um svik við fjöldann allan af barnafólki. Tveir borgarráðsmenn, þeir Kristján Benediktsson og Björg- vin Guðmondsson (Sigurjón Pét- ursson var fjarverandi),' hafa með bókun 8. ágúst lýst þvi yfir, að ábyrgð þessarar ákvörðunar hvili á þeirra breiðu herðum og hvitþvegið borgarverkfræðing. Meginatriðiðerþetta: Ég tel að borgaryfirvöld verði að leita leiða til að upphafleg áætlun um opnunartima geti staðist a.m.k. hvað varðar dagheimilið við Suðurhóla. Þessi grein er skrifuð á ábyrgö mina. Gerður Steinþórsdóttir formaður félagsmálaráös Neytendasamtökin: Verðkönnun í Breiðholtí Neytendasamtökin gerðu nýlega verðkönnun i þremur verslunum i Breiðholti: Breiðholtskjöri, KRON við Norðurfell og Kjöti og Fiski. Þetta ér önnur verðkönnunin sem samtökin gera, og sagði Reynir Ármannsson, formaður samtakanna, að þær gæfu góðan árangur þvi kaupmenn tækju greinilega nokkuð tillit til þeirra. Eins og sjá má af listanum hér að neðan er allmikill verðmunur á ýmsum matvælum i þessum þremur verslun- um, en verðkönnunin var gerð 1. ágúst s.l. Vörutegund Breiðholts- KRON- Breiðholti Hveiti 10 Ibs. kjör Norðurfelli Kjöt & f iskur Philsbury's 865,- 888,- 860,- Sykur2kg. 156,-1 kg. 280,-2 kg. 278, -2 kg. Hrísgrjón 454 gr. Appelsínudjús 187,- 179,- 134,- 21. Egils Korn flakes 1.009,- 1.009,- 907,- KELLOGS 250 gr. 361,- 390,- 342,- Klósetpappír Regin Uppþvottalögur 107,- 106,- 104,- Þvol 2 1. 543,- 544,- 491,- Sirkku molasykur Ikg. 277,- 265,- 299,- Frón mjólkurkex 400 gr. 229,- 215,- 214,- Holts mjólkurkex 250 gr. 192,- 192,- 193,- Frón kremkex 230,- 236,- 235,- Royal lyftiduft 450 gr. 386,- 386,- 368,- Kakó FRY'S 2.27 gr. 701,- ROWNTRE'S 250 gr. 857,- Flórsykur 500 gr. 138,- 122,- 117,- Ora fiskbollur stór d. 422,- 422,- 528,- Ora f iskbúðingur stór d Tómatsósa 613, 735,- 750,- LYBBYS680gr. 453,- 467,- 431,- Kartöf lumjöl 1 kg. Solgryn haframjöl 329,- 263,- 330,- 475 gr. 199,- 180,- 198,- Grænar baunir stór dós 340,- 309,- 344,- Púðursykur Katla Dansukker Katla 375,-1 kg. 164,-1/2 kg 375,-1 kg. Vex þvottaef ni 700 gr. 325,- 301,- 324,- EggjasjampóMan 283,- 323,- 207,- Vanilludropar Kókómalt 89,- 91,- 97,- NESQUIK800gr. 1.186,- 1.085,- 1.173,-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.