Þjóðviljinn - 31.08.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 31. ágúst 1978
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkaly ks-
hreyfingar og þjóöfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg-
mannRitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein-
ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs-
ingar: Siöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
Einkaneysla —
samneysla
Meðal margra tækniorða nútímans sem eru orðin al-
menningi býsna munntöm í umræðum um þjóðmálin, eru ,
orðaleppar hagf ræðinganna um samneyslu og einka- [
neyslu. Þessi hugtök eru afsprengi markaðsþjóðfélags-
ins og lúta að því, hvernig gæði sem framleidd eru í
markaðsbúskapnum eru tekin til hagnýtingar á lokastigi
tilveru sinnar. Sá hlutinn sem fer til einkaneyslu mætir
þeim þörfum sem spretta upp hjá einstaklingunum sem
slikum, einangruðum og afskiptum. Hinn hlutinn sem
fer til samneyslu á að fullnægja félagslegum þörfum
heildarinnar. í þjóðfélagi þar sem almenningur verður
að lifa á því að selja vinnuafI sitt, verður einkaneyslan
mælikvarði á lífskjör, þótt einhlítur sé hann ekki. Arðrán
manns á manni kemur vissulega fram í því að einka-
neyslumagninu er misskipt, en hins vegar byggist vöru-
búskapur arðránskerf isins á því að einkaneystumynstrið
blómgist. Æði margar þarfir manna eru þess eðlis, að
það er miklu ódýrara að f ullnægja þeimmeð félagslegum
aðgerðum á samneyslusviði, heldur en að hætti einka-
neyslunnar. Auðvaldsþjóðfélagið kæmist fljótlega í of-
framleiðslukreppu, ef einkaneyslan sæti ekki í fyrir-
rúmi.
Markaðslögmál auðvaldsþjóðfélagsins hafa því áhrif i
þá átt að einkaneyslu sé hossað en samneysla litin horn-
auga. Þetta verður áberandi í þeim löndum þar sem
hefðbundin verkalýðshreyfing er veikburða og hefur
ekki megnað að setja eigin gildi upp á móti markaðs-
kerfinu. Skýrast vitni um þetta er ástandið í Bandaríkj-
unum, því auðuga landi þar sem einkaneyslan er tignuð
með allt að því trúarlegum hætti. Nefna má fáránleg
dæmi um þjóðhagslegt óhagræði og félagslega mis-
munun sem af þessu leiðir. i víðlendum borgum eru al-
menningsfarartæki engin, og hver fulltíða heimilis-
maður verðuraðeiga sinn bíl til að komast leiðar sinnar.
Börn og gamalmenni eiga ekki að fara hænufet upp á
eigin spýtur. í Bandaríkjunum eru í hverri fjölskyldu
sagðar hörmungarsögur.af vinum og kunningjum sem
verða fyrir sjúkdómum eða slysum í þessu landi þar sem
almennar sjúkratryggingar eru af skornum skammti og
megnið af heilbrigðisþjónustunni lýtur gróðalögmálum.
Bandaríski hagfræðingurinn Galbraith telur að mælt i
félagslegum gæðum sé bandaríska þjóðfélagið eitt hið
fátækasta í heimi. Það sé einn þyngsti áfellisdómurinn
sem upp hafi verið kveðinn yfir markaðsþjóðfélaginu.
Sósialistar hljóta að hafa þá afstöðu til þessara mála,
að markaðsbundin neyslugæði segi ekki nema takmark-
aða sögu um þau lífsgæði sem eftirsóknarverð eru til
auðugs menningarlífs. Markmiðið er að afnema drottn-
unarvald markaðarins, en á meðan markaðstengslin eru
ráðandi verður að takmarka ranglæti þeirra, ma. með
því að ef la samneyslu og þann félagslega þátt sem henni
fylgir.
Þó að íslenskri verkalýðshreyf ingu hafi orðið nokkuð
ágengt við að sveigja þjóðfélagið að sinum kröfum,
skortir þó mikið á að (slendingar sitji við sama borð og
nágrannaþjóðir hvaðsamneyslu snertir. Þetta sést varð-
andi húsnæðismál, barnaheimili, aðbúð að öldruðum,
æskulýðsmálefni, fræðslumál og stuðning við allt er
snertir frjálsa menningarstarf semi. Því er ekki að neita
að verðbólguvandinn sem sífellt knýr á um endurnýjaða
kjarasamninga, elur á óeðlilegu neyslukapphlaupi, og
hinar knöppu tómstundir sem fylgja löngum vinnutíma
banna fólki að n jóta f élagslegra gæða. Þó er það svo, að
einmitt i verðbólguástandi eru það í reynd hin f élagslega
áunnu gæði sem eru hvað óbrotgjörnust, þvi þau verða
ekki aftur tekin með því einu að hækka verðlag gegn
kaupgjaldi.
Goluþytur
Morgunblaðið varar í gær Alþýðuf lokkinn við vinstri- j
mennsku, þar eð fylgisaukning hans hafi að verulegu
leyti komið frá óánægðum stuðningsmönnum Sjálfstæð- [
isf lokksins. Sama dag skrifar Árni Gunnarsson alþingis- j
maður að fylgi Alþýðuflokksins gæti sópast af honum
eins og ryk í golu á vordegi. Árni var ? sumar meðmælt-
ur samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn.
—h.
Núllinn á
hverju hausti
A hverju hausti i rúma þrjá
áratugi hafa islensk stjórnmál
snúist um þaö aö „leysa efna-
hagsvandann”. Misjafnlega
mörg núll hafa verið sett aftan
við misjafnlega háa tölustafi og
viðkomandi rikisstjórn tilkynnt
að þessar fúlgur verði aö fást,
annars stöövist atvinnuh'fiö.
I grein sem Einar Olgeirsson
reit i Rétt 1973 um pólitiskt bak-
svið efnahagsvandans segir
hann m.a. :
„Þessi tegund „efnahags-
vanda”, sem nú er glimt viö
hófst fyrir tæpum þr játiu árum.
Hann hófst viö þaö aö verka-
lýöurinn varö nógu sterkur, til
þess aö sætta sig ekki lengur viö
fátæktina og launakúgunina, —
en ekki nógu voldugur og nógu
pólitiskt þroskaöur sem heild, til
þess aö ráöa þjóöfélaginu og
stýra þvi eftir sinum hugsjón-
um.
Þar meö hefst EFNAHAGS-
VANDI BURGEISASTÉTTAR,
sem enn ræöur rfkjum, en er
ekki nógu sterk til þess aö geta
lækkaö laun verkalýösins, —
pólitiskt of veik til þess aö þora
til lengdar aö láta atvinnuleysiö
sverfa aö, — en vill fá aö græöa
á öllu, sem hún leggur i, án þess
að vera knúin til þess aö skipu-
leggja atvinnurekstur sinn af
viti eöa umskipuleggja hann í
sifellt stærri og betur reknar
heildir. — Og þessi burgeisa-
stétt fer aö leita aö nýjum
leiöum til aö geta haldið áfram
að græöa án þess aö viturlegu
skipulagi væri komiö á atvinnu-
reksturinn. Ein höfuöleiöin sem
hún fór var verðbólgan.
A tvinnurekendur
á opinberu
framfœri
„Burgeisastéttin átti ekki viö
ÞESSI vandamál aö striöa i
hinum „frjálsa” kapitalisma
m il listriösáranna. Þá bjó
verkalýðurinn viö fátækt og at-
vinnuleysi, oft viö sultarkjör.
Og þá fóru atvinnurekendúr á
hausinn samkvæmt eöli hins
„frjálsa” kapitalisma, — sem
þeim er talin trú um aö sé svo
indæll, — og aö iokum voru
„Kveldúlfur” og „AHiance”,
voldugustu togarafélögin, og
jafnvel sjálft Sambandiö, — og
meðþeim öllum Landsbankinn,
— sem eftir stóð er fslandsbanki
varö gjaldþrota — Ifka raun-
verulega á hausnum. Kreppa
hins „frjálsa” kapitalisma
hafði fengiö aö segja til sin.
Kapltalisminn er efnahagsleg
harðstjórn, þar sem þeir veikari
veröa troðnir undir og þeir
sterku og auöugu veröa æ sterk-
ari, allt samkvæmt lögmálum
hins „frjálsa”, óhefta auö-
magnsskipulags.
tslenzk burgeisastétt elskar
og dáir kapitalismann, hún vill
fá aö hafa hann, — þ.e.a.s.
græöa samkvæmt tilgangi hans,
en losna viö aö lúta þeim harö-
stjórnarlögmálum hans aö þeir
veikari fari á hausinn og þeir
sterkari sölsi æ meir og meir
undir sig. Hún vill meö öörum
orðum aö þjóöfélagiö taki sig á
framfæri, — tryggi sér meö
ákveðnu verölagi á afuröunum
og ákveöinni álagningu á
vörunum aö allt beri sig. En
þetta sama þjóöfélag á aö láta
hana eina um hve vitlausan hún
hefur atvinnurekstur þess —
sem hún kallar sinn.”
Skiljanlegur
barlómur
Aö þessi ummæli Einars
halda sinugildi er hægt aö sann-
færast um við lestur greinar i
Austurlandi 27. þ.m. þar sem
Bjarni Þóröarson ritstjóri tekur
fyrir málefni frystihúsanna sem
tilkynnt hafa stöövun á morgun.
„Frystihúsaeigendur hafa nú
lengi borið sig hörmulega yfir
afkomu atvinnureksturs sins,
sem þeir segja afleita og
siversnandi. An efa hafa þeir
mikið til sins máls. Hin æöis-
gengna verðbólgustefna ihalds-
stjórnarinnar hefur auövitaö
aukið mjög allan tilkostnað, en
verð á erlendum markaði ekki
hækkaö að sama skapi en hefur
þó sjaldan eða aldrei hærra
verið.
Mjög er þaö misjafnt eftir
landshlutum hvernig ástatt er.
Verst sýnist ástandiö á Suöur-
nesjum og i Vestmannaeyjum.
öðru visi mér áður brá. Þar var
áöur afkoma þessarar atvinnu-
greinar langbest á öllu landinu
og gróðamyndun áreiðanlega
veruleg. Um Vestmannaeyjar
ræöi ég ekki frekar i þessu sam-
bandi. Þarhefuraf myndarskap
veriö staðiö aö uppbyggingu
fiski&iaðar, en varla er þar allt
komið i samt lag aftur eftir
gosiðog hafa þær þvi sérstöðu.”
Hvert fór
gróöinn
„Sagt er að mörg frystihús við
Faxaflóa séu úr sér gengin og
úrelt og að stórfé þyrfti til að
gera þau rekstrarhæf, og að
skynsamlegast sé aö leggja sum
þeirra niöur. Hvaö varð þá um
gróðann á góðu árunum? Fór
hann kannski i einkaneyslu
hinna svokölluðu eigenda, eða
eignamyndun alls óskylda fisk-
vinnslu?
Og Faxaflóamenn hafa lika
vanrækt að fylgjast meö þróun-
inni að þvi er skipastól varðar.
Á sama tima og menn úti um
land endumýja sinn skipaflota
af miklum myndarskap og færa
hann i nýtiskulegra horf, fara
Sunnlendingar sér óskiljanlega
hægt. Svo þegar fiskur legst frá
hinum heföbundnu fiskimiöum
þeirra, eru þeir ekki viö þvi
búnir að sækja hann á fjar-
lægari mið.
Afkomuskýrslu
krafist
Frystihúsið i Neskaupstaö er
eitt þeirra, sem blöð segja að
ákveöiö sé aö loka 1. september.
Þetta kom stjórnarmönnum
fyrirtækisins alveg i opna
skjöldu. Innan stjórnarinnar
hefur aldrei veriö minnst á
lokun, hvaö þá aö tekin hafi
veriö ákvöröun um hana.
Stjórnin ein eöa hluthafafundur
getur tekið sllka ákvöröun og
þaö kann aö vera biö á aö hún
veröi tekin.
Frystihúsunum ber siöferði-
leg skylda til aö gera almenn-
ingi grein fyrir afkomu sinni
miðað viö siöustu eða næst-
siöustu mánaöamót. Er þvi
skorað á frystihús á Austurlandi
aö birta fyrir 1. september
nákvæmt yfirlit um reksturinn
frá áramótum, svo hægt sé aö
glöggva sig á þvi hvort ástæða
sé til svona harkalegra abgeröa,
eöa hvort fyrst og fremst er um
aö ræöa stéttarlega samstööu
meö vanþróuðum og illa
reknum frystihúsum og fiski-
bátum á Suöurlandi.
Samstaöa
atvinnurekenda
Og nú er svo komið, aö ein-
staklingar syðra, sem eru for-
ráðamenn frystihúsa, hafa
lokaö vinnslustöðunum eöa
hótaö að loka þeim um mánaöa-
mót.
Og nú hefur það gerst, að
frystihúsin úti um land eru lika
farin að hóta lokun. Sjálfsagt er
fjárhagsafkoma þeirra ekkert
til að hrópa húrra fyrir og þvi
eölilegt að þau heimti bætt
rekstrarskilyröi. En sennilega
er aðalástæðan fyrir hótuninni
sú, að umráðamenn frystihúsa
úti á landi vilja sýna samstöðu
meö Suðurnesjamönnum.
Hótað hefur verið lokun
frystihúsa á Austfjörðum nú um
mánaðamótin og tekiö undir
kröfur annarra frystihúsa-
manna um gengislækkun og
aðrar ráðstafanir misjafnlega
skynsamlegar.“
Verkalýöshreyf
ingin taki viö
Við þessar aðstæður þegar
öllum má ljóst vera aö frystiiðn-
aðurinn er aö meira eöa minna
leyti á opinberu framfæri er
ekki óeölilegt aö dregin sé sú
ályktun að réttast sé að hiö
opinbera eða verkalýðs- ,
hreyfingin taki aö sér að reka
frystihúsin i stað ævintýra- og
gróðamanna sem hvenær sem
gróöi þeirra minnkar geta lagt
reksturinn niöur. Jafnvel
heiðarlegir Framsóknarmenn
eins og Kristinn Snæland ákalla
verkalýðshreyfinguna I grein-
inni„0pnum fiskiðjuverin” i
Timanum:
„Um næstu mánaöamót er
talið aö um 8000 manns muni
hafa misst vinnu sina vegna
þess aö frystihúsunum sem
fólkiö i landinu á veröur lokað.
Hvenær fær verkafólkiö nóg
af þessum skripaleik, hvenær
ætla Guömundur J. og Karl
Steinar að gera eitthvaö af-
gerandi i málinu.
Eg man þá tið þegar
Guömundur J. fékk sæmdar-
heitið Jaki vegna þess hve
haröur verkfallsvörður hann
var, nú virðist kempan vera að
linast eða hefur ekki Guö-
mundur hugleitt þaö hverjir þaö
eru i raun og veru sem eiga
frystihúsin.
Hefur ekki Karl Steinar lært
þaö i pólitiskum fræðum hverjir
þaö eru sem eiga fyrirtækin.”
Fólkiö
á frystihúsin
Og Kristinn Snæland heldur
áfram:
„Ef Guömundur Jaki og Karl
Steinar eru i einhverjum vafa
um þaö hverjir eiga I raun þessi
frystihús, þá væri rétt fyrir þá
að kanna gjöld fólksins sem
vinnur viö fiskinn og bera þau
saman við gjöld þeirra sem
kalla sig „eigendur”, gjöld
þessa fólks sýna hverjir það eru
sem hafa lagt lif sitt og starf i að
byggja þessi fyrirtæki upp.
Þessi athugun ætti aö nægja
forystumönnum verkalýösins til
þess aö skilja það að engin
ástæða er til þess að biða eftir
þvi að „eigendurnir” opni húsin
hinir réttu eigendur eiga ekki að
bíða eins og lömb tQ slátrunar,
verkafólkið á sjálft að opna
frystihúsin sin það vantar bara
Jakann sinn til forystu, nú er
timi til þess að Jakinn rifji upp
gömlu góðu árin þegar fjör var I
ve rka lýðs bará ttun ni.’ ’
—e.k.h.