Þjóðviljinn - 09.09.1978, Side 2
2 SÍÐA — !>JÓÐVILJINN Laugardagur 9. september 1978
AF FRÆÐINGUM
íslenska þjóðin hafði sannarlega þraukað
þorrann og góuna i aldaraðir þegar fyrir-
brigðið ,,fræðingur" fyrsf leit dagsins Ijós.
Án þess að„fræðingar" kæmu til lifði þjóðin
menningarleg gullaldartímabil, menningarleg
blómaskeið, menningarleg hrörnunarskeið og
menningarlegan afturbata í milli átta og níu
aldir. Þegar ég var krakki í sveit þótti orðið
„fræðingur" svo ankanalegt að búfræðingar
voru jafnan kallaðir fræbúðingar.
Mér er sagt að orðið „f ræðingur" komi f yrst
fyrir í Ritum Lærdómslistafélagsins frá 1785
og þar í samsetningunni „ættfræðingur". i
öðrum samsetningum sést það ekki fyrr en í
Felsenborgarsögum ef tir miðja 19. öld. í orða-
bók Fritzners, sem nær fram að siðaskipturrv
er orðið ekki til, né heldur það margþvælda
orð „vandamál," eitt mesta tískufyrirbrigði
siðari ára. Segja má að „vandamálin" séu
fylgifiskar fræðinganna, því hlutverk „fræð-
inga" í samfélaginu er að f inna upp vandamál
og leysa þau síðan með ærnum tilkostnaði og
oft á launum hjá almenningi í landinu.
Á sama hátt og vísindi Háskóla íslands
skiptast í raunvísindi og hugvísindi, skiptast
fræðingar i „raunfræðinga" og „hugfræð-
inga". Þeir siðarnefndu eru stundum kallaðir
„sálvíkingar."
Á hverju ári koma á vinnumarkaðinn hér-
lendistugir af útskrifuðum sálvíkingum, sem
reiðubúnir eru að leysa áður óþekkt vandamál
(flest innf lutt frá Svíþjóð),og ef vandamál eru
ekki f yrir hendi, þá eru enn aðrir sálvíkingar í
því að búa þau til.
Eitthvað verður fólkið að hafa að gera, ef
það á að geta séð fyrir sér og sínum og lifað
mannsæmandi lífi.
Félagsf ræðingar, félagsráðgjafar,
sálkönnuðir, sambýlisf ræðingar, uppeldis-
fræðingar atferlisfræðingar, félagsmálafull-
trúar, sálfræðingar, sálmeinatæknar, sex- eða
kynmeinatæknar, umhverfisfræðingar, vist-
fræðingar, afbrotafræðingar og próblemó*
lókar (stundum kallaðir „vandamenn").
Allt hefur þetta fólk eytt dýrmætum tíma
sínum, drjúgum skildingi úr eigin vasa að
ógleymdum framlögum af almannafé til þess
að sinna þeirri skyldu sinni að leysa áður
óþekkt vandamál innflutt frá Skandinavíu.
Ráðstefnur halda sálvíkingar reglulega og
eru þær kallaðar „vandræði", en þeir sem
ekki þurfa á sálvíkingum að halda eru nefndir
„vandalausir" og fer þeim óðum fækkandi,
enda eru herskarar sálvíkinga í því að benda
fólki á aðsteðjandi vandamál.
Sagt er að í haust muni koma til landsins,
erlendis frá, víst fjórir tugir útlærða sálvík-
inga, og hef ur þjóðin verið i því að undanförnu
að upphugsa vandamál (próblem) handa
öllum þessum sérfræðingum að fást við. Víst
er talið að helmingur hinna útskrifuðu fari
strax í það að stofna til vandræða sem hinn
helmingurinn reyni síðan að afstýra, en til
vara er ráðgert að reisa heilsuræktarstöð í
„Mjóddinni" milli Breiðholts og Fossvogs.
Heilsuræktarstöðin á að kosta tæpiega
miljarð, en þar eiga að hafa aðstöðu sálvík-
ingar eftir þörfum, sex læknar og sjötiu tal-
meinafræðingar, sjúkraþjálfar, músikterap-
istar, föndurterapistar, sjúkraþjálfar, meina-
tæknar og gæludýragæslumenn, en þegar Ijóst
var að kjallarinn undir byggingunni yrði jafn
stór og stöðin öll var afráðið að lyfta honum
uppá fyrstu hæð og hafa þar gæludýragæslu.
Slíkt gefur sálvíkingum aukið svigrúm til
starfa, enda hefur því allt of litið verið sinnt
að gefa óleystum vandamálum dýrarikisins
verðugan gaum.
Þarna skapast mikill starfsgrundvöllur
fyrir f jölmarga dýrasálfræðinga. Svíar hafa
komist að þeirri niðurstöðu að sambýlisvandi
gæludýra sé geigvænlegur, og ef það á við í
Svíþjóð, þá á það við hér, eins og dæmin
sanna.
Sambýlisvandi katta annars vegar og
hunda, hamstra eða páfagauka hins vegar,
eykst með ári hverju. Vandi þrasta og spörva
er geigvænlegur, rottur og mýs eiga við telj-
andi sambúðarvanda að stríða, að ekki sé
talað um antilópur og tígrisdýr. Oll þessi gælu-
dýr hafa orðið sambýlisvandanum að bráð, og
sá vandi kallar á sérhæfða dýra-atferlis- og
dýra*sambýlisf ræðinga.
Það má með sanni segja að þessi vísa eigi
hér illa við:
Sýnist mér sálfræðingur
svolítið útí hött,
verri en vitleysingur
við að sálgreina kött.
Flosi.
Ung kona
sýknuð
af ákæru
um fóstur-
eyðingu
BOWLING GREEN,
Kentucky, 30/8 (Reuter) — 1
dag sýknuðu dómstólar unga
konu af ákæru fyrir að hafa
eytt fóstri sinu á ólöglegan
hátt. Á 6. mánuði með-
göngutimans iór Marla
Pitchford sem er 22 ára
með tilvonandi barnsföður
sinum til nálægrar borgar til
að leita fóstureyðingar. A
gistihúsi þar i borg eyddi hún
fóstrinu með hjálp prjóns.
Þaö tók kviðdóm tæpa
klukkustund að komast að
niðurstöðu sem þeir byggðu
á tæpri andlegri heilsu
hennar meðan á þungun
stóð, en þá var trúlofun
hennar við barnsfööurinn til-
vonandi ný slitið. Saksóknari
ákvað að áfrýja ekki en kvað
fóstureyðingarlög Kentucky-
rikis frá árinu 1974 vera of
óljós. Yngsti kviðdómarinn
sagðist vera mjög ánægður
með dóminn og hefðu kvið-
dómendur ekki veriö i mikl-
um vafa. Hún sagði að mál
þetta hefði aldrei átt aö
koma fyrir dómstóla.
Pipulagnir
Nylagmr, brcyf-
íngar, hifaveitu-
tengingar.
Simi 36929 (milli kl.
12 og 1 og eftir kl. 7 á
kvoldin)
Um 4.500 sex og sjö ára
börn hefja skólagöngu í
septembermánuði í fyrsta
sinn. Þá eykst að mun um-
ferðgangandi vegfarenda.
Nauðsynlegt er að öku-
menn hafi hugfast hversu
aðstæður breytast þegar
svo margir nýir og óreynd-
ir vegf arendur bætast í hóp
þeirra sem ferðast um göt-
urnar. Gjarnan er litið á
börnin sem sjálfstæða veg-
farendur og þau standa
frammi fyrir misjöfnum
aðstæðum. Aðstæðum og
umhverfi sem fyrst og
fremst er sniðið fyrir full-
orðið fólk. Oft 'er réttur
bílsins gerður meiri en
gangandi vegfarenda.
Mjög reynir því á að bíl-
stjórar séu skilningsríkir
og aðgætnir í umferðinni.
é
Hvernig er best að fara i skól-
ann? Þannig spyrja margir for-
eldrar sjálfa sig, þegar yngstu
börnin þurfa i fyrsta sinn að fara
ein leiðina til og frá skóla.
Umferðinni fylgja hættur og þess-
vegna þurfa börnin að fá aðstoö,
fræðslu og upplýsingar sem for-
eldrar, lögregla og kennarar geta
veitt. Þessar kringumstæður gera
einnig þá kröfu til hvers og eins
bilstjóra, að hann skilji erfiðleik-
ana sem börnum eru búnir þegar
þau þurfa að komast leiðar sinnar
i nýju og framandi umhverfi sem
einkennist af miklum hraða.
En hvað veldur sex ára börnum
erfiðleikum i umferð? Hér verða
nokkur atriði nefnd.
1 fyrsta lagi þurfa börnin aö
finna öruggustu leiðina til og frá
skóla. Það getur stundum verið
erfitt, og hér hvilir ábyrgðin á
okkur fullorðna fólkinu.
Börn á þessum aldri hafa litla
eöa enga reynslu sem sjálfstæðir
vegfarendur og oft kynnast þau
umferðinni i umhverfi sem þau
þekkja ekki. Þau hafa ekki öðlast
nægan þroska til að beita skyn-
færum sinum eins og fullorðnir
menn, t.d. að meta hraða, fjar-
lægöir, fjölda ökutækja á ferð, bil
á milli þeirra, hvaðan hljóðið
berst hverju sinni, o.s.frv.
Börnin þurfa að koma i skólann
á réttum tima.
Aðstæður i hverfum eru mjög
misjafnar. Oft tekur mörg ár að
ganga frá gatnakerfi og
merkingum þannig að aðstæöur
gangandi vegfarenda séu sæmi-
lega tryggðar.
Börn geta átt við sérstök
vandamál að striða sem við hin
fullorðnu veitum ekki athygli i
fljótu bragði. Okkur hættir til að
ætlast til of mikils af þeim. En
það er staðreynd að 6 ára barn er
óútreiknanlegt i umferðinni. Oft
litur út sem það sé fullkomlega
fært um að fara yfir akbrautina
sjálft, liti vel til beggja hliða og
hlusti. En við vitum lika að barnið
gleymir auðveldlega leiðbein-
ingum og öðru sem það hefur lært
ef eitthvað óvænt vekur áhuga
þess, t.d. bolti, leikfélagi o.s.frv. í
þannig tilvikum hleypur barnið
e.t.v. beint af augum án þess að
gæta nokkurrar varúðar.
Foreldrar geta veitt barni sinu
dýrmæta fræðslu og stuölað að
góðri venjumyndun hjá þvi sem
vegfaranda á leið sinni til og frá
skóla. 1 tilefni þess hefur
Umferðarráð i samvinnu við
menntamálaráðuneytið gefið út
og sent til skóla foreldrabréf ,,Á
LEIÐ I SKÓLANN”. Þar er að
finna ýmsar upplýsingar og ráð-
leggingar ásamt spurningalista
um umferöaraðstæður hvers
nemanda sem er að hefja skóia-
göngu i fyrsta sinn. Með svörum
foreldra geta kennarar yngstu
deildanna, betur en ella, lagt
áherslu á þau vandamál sem
fyrir eru i umferðinni.
Foreldrar ættu að ganga úr
skugga um hvort barn þeirra fái
umferðarfræðslu i skólanum og
veita fræðslunni lið t.d. með góðu
fordæmi i umferðinni.
—Frá Umferðarráði
Bóluefni
til lækn-
inga
á bruna-
sárum
Breskir visindamenn hafa
fundið upp nýtt bóluefni, sem gæti
einfaldað mjög lækningar á
brunasárum. Bóiuefni þetta
verndar menn gegn sérstökum
sýklum, sem nefnast
„pseudomur” og ekkert lyf hefur
enn unnið á. Leggjast þessir sýkl-
ar á brunasár og geta valdið þvi
að þau verði banvæn. Hægt er að
komast hjá sýkingu af völdum
þessarasýkla með sérstakri með-
ferð, en hún er mjög kostnaðar-
söm, og i fátækum löndum þriðja
heimsins — þar sem brunasár eru
mjög algeng vegna matargerðar
yfir opnum eldi — er ekki unnt að
koma henni við. Bóluefni þetta
gæti þvi gert lækningar á bruna-
sárum einfaldari í iðnaðarrikjum
og valdið gerbyltingu I löndum
þriðja heimsins.
Tilraunirsem gerðarhafa verið
með bóluefnið hafa gefið mjög
góða raun, en það er þó enn á til-
raunastigi og ekki fáanlegt á
markaði. Þegar hefur þó verið
rætt um að bólusetja slökkviliðs-
menn. __(Reuter)
, Er
sjonvarpið
bilaó?
QJ
Skjárinn
Sjonvarpsvtpríistói
Begsta5asír<fiíi 38
simi
2-19-40