Þjóðviljinn - 09.09.1978, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. september 1978
Einar Karl
ræðir við
Svavar
Gestsson
viöskipta
ráðherra
um
bráöa
birgöa-
lögin
,,ftg vænti þess að þetta samstarf viö verkaiýössamtökin haldi áfram. Enda er það skýrt tekið fram i samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna
aö um atriöi sem sncrta beint iifskjör launafólks i landinu eigi að hafa samráö við samtök þess.” -- Myndin er tekin á fundi viðræöunefndar
ráöherranna með fulltrúum BSRB og ASt i vikunni.
Staðfesting pólitískra tímamóta
Þessi ríkisstjórn á líf sitt
og starfshæfni undir
samvinnu og samráði
við verkalýðssamtökin
— Með bráöabirgöaiögum um
ráðstafanir i kjaramálum sem
sett verða á morgun eru loksins
staöfest i verki þau pólitísku
timamótsem urðu-i kosningunum
i vor. Það er óvenjulegt við þessi
lög að i fyrstu grein þeirra eru
greinar úr öðrum lögum felidar
niður. Vcnjulega eru slik niöur-
fellingarákvæði höfö aftast i slik-
um lagabálkum sem þessum en
hér er undirstrikað það eðli
bráöabirgðalaganna að þau
hrindi þeirri kjaraskerðingar-
stefnu sem fráfarandi rlkisstjórn
fylgdi.
betta sagði Svavar Gestsson,
viðskiptaráðherra, i upphafi er
Þjóðviljinn leitaði til hans i gær
og bað hann skýra ut nýju bráða-
birgðalögin, sem eru hin þriðju
sem stjórnin setur á sinni fyrstu
starfsviku og öll snerta með ein-
hverjun hætti kaup og kjör lands-
manna.
Áhrifin ljós í
næstu viku
— Lögin taka gildi frá 1. sept-
ember, sagði Svavar ennfremur,
það er að kaup verður greitt sam-
kvæmt kjarasamningum frá 1.
september. Launamenn fá þá
grunnkaupshækkun sem um var
samið i samningunum 1977. 1 stað
veröbóta á launin er verö á land-
búnaðarvörum greitt mjög mikið
niður og söluskattur felldur niður
af matvörum. Það er rétt að taka
fram að þessi framkvæmd mun
taka nokkra daga þannig að end-
anleg áhrif þessara aðgerða
verða ef til vill ekki komin i ljós i
lifskjörum launafólks fyrr en i
næstu viku.
Vísitöluþakið
Þjóðviljinn: En hvað um hið
margumrædda visitöluþak?
— I annarri grein laganna er
ákvæði um svokallað visitöluþak.
Það er að segja að laun fyrir ofan
ákveöið mark fá visitölubætur i
krónutölu en ekki hlutfallslega og
er miðað við laun sem voru 200
þUsund krónur á mánuði i desem-
ber 1977, en þau voru 233 þUsund
krónur á mánuði i ágUst siðast -
liönum.
Mikilvæg trygging
Þjóðviljinn: Hvaöa tryggingu fær
launafólk i þessum lögum fyrir
þvi að rikisstjórnin muni ekki
ganga á kaupmátt launatekna
þess á næstunni?
— Um þetta efni er mjög mikil-
vægt ákvæði i þriðju grein lag-
anna. Þar er gert ráö fyrir að hafi
ekki verið um annað samið fyrir
1. desember næstkomandi verði
grunnlaun og tilhögun verðbóta
óbreytt frá þvi sem nú er. Hér er
ekki um að ræða lögbindingu
kjara, heldur tryggingu rikis-
valdsins fyrir þvi að þeirri launa-
stefnu verði fylgt sem um hefur
verið rætt við verkalýðshreyfing-
una af hálfu stjórnarflokkanna i
sumar.
Ótvírætt að
lögin gildi
Þjóöviljinn: En er þaö tryggt að
friður verði um þessar ráðstaf-
anir rikisstjórnarinnar?
— Forystumenn Alþýðusam-
bands islands og Bandalags
starfsmanna rikis og bæja hafa
lýst sig reiðubúna til þess að beita
sér fyrir framlengingu samning-
anna óbreyttra, þannig að nýir
samningar taki gildi fyrir 1. des-
ember næstkomandi. En takist
það ekki — það er aö segja að ná
samningum fyrir þann tima —
gilda ákvæði þriöju greinar
bráðabirgðalaganna. Það er þvi
ótvirætt. Það er vert að taka það
sérstaklega fram,að samningar
BSRB ná fram á árið 1979,en það
er ætlunin að setja,fyrir 1. desem-
ber næstkomandi.lög um nýjan
samningsrétt opinberra starfs-
manna og að jafnframt verði
gerðir viö þá nýir kjarasamning-
ar til 31. desember 1979.
Rikisstjórnin mun nú snúa sér
til Bandalags starfsmanna rikis
Svavar Gestsson: Þó að ríkis-
stjórnin sé aðeins fárra daga
gömul er þegar Ijóst að það þarf
að standa vel á verði til þess að
áform kauplækkunarsinna nái
ekki fram að ganga.
og bæja, Bandalags háskóla-
manna og Sambands islenskra
bankamanna og óska eftir til-
nefningu frá þeim i nefnd ásamt
fulltruum þriggja 'ráðherra, fé-
lagsmála-.fjármála- og viðskipta-
ráðherra, sem hefðist handa
um endurskoðun á lögum um
samningsrétt opinberra starfs-
manna.
Tillit tekið til
sérstöðu FFSÍ
Þjóðviljinn: Forystumenn Far-
manna og fiskimannasambands
tslands hafa mótmælt „lögbind-
ingu” kjara og telja að visitölu-
þakið komi mjög iila við marga
félagsmenn innan þeirra raða.
Hefur rikisstjórnin tekið tillit til
þeirra sérstöðu?
— Fyrir utan það að hér er um
misskilning að ræða varðandi það
ið i bráðabirgðalögunum felist
lögbinding kjara er rétt að taka
fram að auðvitað ákveðast kjör
fiskimanna ekki af þessum lögum
heldur af fiskverðinu um næstu
áramót. Þó snerta lögin kjör fast-
launamanna og þá einkum yfir-
manna á farskipum og stóru skut-
togurunum. I lögunum er beinlin-
is gert ráð fyrir þvi að sett verði
reglugerð þar sem reynt verði að
skilgreina dagvinnukjarna heild-
arkaups þessara sjómanna,
þannig að visitöluþakið taki ekki
einungis mið af heildarkaupinu,
þvi að inni þvi er óskilgreind yfir-
vinna og vaktaálag. Þessir menn
verða jú að standa sina plikt þeg-
ar þarf en ekki samkvæmt föstu
vinnutimaskipulagi.
Enginn skattur á
áhafnagjaldeyri
Þjóðviljinn: En hvað um
áhafnagjaldeyri sjómanna?
Verður hann skattlagður eins og
almennur ferðamannagjaldeyr-
ir?
— Þvi er fljótsvarað. t sam-
bandi við sjómennina hefur það
aldrei staðið til af minni hálfu að
leggja skatt á áhafnagjaldeyri
þeirra.
Bætur almennra
trygginga hækka
samhliða
Þjóðviijinn: Nú hefur verið allur
Þó að rikisstjórnin hafi frómar óskir um að flýta endur-
skoðun visitölukerfisins þá getum við ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins að sjálfsögðu ekki staðið að visitölubreyting-
um sem brjóta i bága við viðhorf launafólks og verkalýðs-
samtakanna. Ég hef fyrir mitt leyti engan áhuga á þvi að
taka upp visitölukerfi þar sem rikjandi skipting þjóðar-
tekna milli launavinnu og auðmagns yrði staðfest sem ein-
hver endanlegur stórisannleikur.
Vinstri stjórnin siðasta gerði það að
reglu að bætur almannatrygginga
skyldu hækka samtimis og almennar
launahækkanir yrðu i landinu og með
bráðabirgðalögunum hefur þessu bein-
linis verið slegið föstu i löggjöf.