Þjóðviljinn - 09.09.1978, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 09.09.1978, Qupperneq 14
14 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN La“gardagur 9. september 1978 Atli Heimir Sveinsson Atli Heimir Sveinsson: Tilefni þessara skrifa eru þrjár viðtals- greinar um Sinfónluhljómsveit- ina eftir Guðmund Emilsson. 1 í ; -r i i ■p 'm ■ ýBjjX; ma m? „Eftirfarandi ummæii bera vott um afturhald og forheimskun: „Að kenna fólki og þar með börnum að njóta tónlistar er hlutverk skóla landsins en ekki Sinfónfuhljómsveitar islands*’ " Tilefni þessara skrifa eru þrjár greinar eftir Guðmund Emilsson sem birtust i Mogganum i ágúst- mánuðis.l. Þarræðir Guðmundur við fjóra menn nátengda Sin- fóniuhljómsveitinni: annars veg- ar tvo söngvara, Sigurð Björns- son framkvæmdastjóra Sinfóniu- hljómsveitar islands og Þorstein Hannesson tónlistarstjóra Rikis- útvarpsins (hann er einnig for- maður verkefnavalsnefndar og á sæti i yfirstjórn hljómsveitarinn- ar) — og hins vegar klarinettist- ana Gunnar Egilson sem er for- maður starfsmannafelags hljóm- sveitarinnar og Sigurð I. Snorra- son sem er fulltrúi hljóðfæra- leikaranna i verkefnavalsnefnd. Greinar þessar eru hinar at- hyglisverðustu, bæði vegna þess sem þar er sagt og ekki slður vegna þess sem látiö er ósagt. Spurningar Guðmundar eru prýðilegar — hreinar og klárar. Slæmt rekstrarform Fram kemur að viðmælendur, nema Þorsteinn Hannessop, telja nUverandi rekstrarform ákaflega óheppilegt: aðSinfóni'an sé i eins konar próventu hjá Rikisút- varpinu. Þorsteinn telur það fyrirkomulag eðlilegt við núver- andi aöstæöur. Telja hinir betra „Sigurður Björnsson vill reka hljómsveitina sem einvaldur eins og tiðkast i landsliðum i hand- og fótbolta." að hljómsveitin verði sjálfstæð stofnun likt og Þjóðleikhúsið og Háskólinn. Það kemur i ljós að i yfirstjórn hljómsveitarinnar er enginn sem getur lesið hljómsveitarraddskrá, enginn sem hefur góða þekkingu á tónbókmenntun, né þekkir nokkuð til vandamála hljóm- sveitarreksturs. En i yfirstjórn sem svo er kölluð eiga sæti: Andrés Björnsson, Utvarpsstjóri, Þorsteinn Hannesson og Guð- mundur jónsson og eru þeir full- trúar RikisUtvarpsins. Þá situr Ólafur B. Thors i stjórninni. full- trúi Reykjavikurborgar. Enginn fulltrúi hljóðfæraleikara á þar sæti. Einvaldur? Sigurður Björnsson kvartar undan þvi að hann hafi ekki nægi- leg völd,að hann verði fy rir gagn- rýni, sem yfirstjórn ætti fremur skilið. Hann segir einnig, að ef hann fengi aö ráða myndi hljóm- sveitin vera ööruvísi rekin. En hins vegar er hann ekki tilbUinn að segja hvernig. Hugleiðingar um Sinfóníu- hljómsveitina En einnig kemur fram, að hann vill reka hljómsveitina sem „ein- valdur”, eins og tiðkast i lands- liöum hand- ogfótbolta, — standa og falla með sinum verkum, og kveður hann slikt tiðkast erlendis núorðið. Ekki getur Sigurður þess, hvort hannhugsi sér að vera slikur „einvaldur” alla ævi eða til skemmri tima. Hér er sem oftar dálitið erfitt að henda reiður á ummælum Sigurðar, hugsun hans og hug- myndir eru mjög ógreinilega orðaðar i greinum þessum. Það sem oft tíðkast erlendis er þetta: Hafður er „einvaldur” ákveðinn tima, sem leggur fram ákveðna stefnu, sem einhvers konar hljómsveitarráð samþykkir. Siðan framkvæmir hann si'na stefnu. Og þá er „einvaldurinn” fremur hljómsveitarstjóri, tón- visindamaður eða tónskáld, sem viðurkenningar hefur notið fyrir starf sitt, fremur en fram- kvæmdarstjóri sem ekki hefur komiðnær hljómsveitarrekstri en það, að syngja undir tónsprota hlj óms ve ita r stj óra. Frumvarp Þá kemur fram, að ekki var leitað til tónlistarmannasamtaka viðsamningufrumvarps þess um Sinfóni'uhljómsveitina, sem nú liggur fyrir Alþingi. Það frum- varp settu saman Birgir Thor- lacius ráðuneytisstjóri, Andres Björnsson, útvarpsstjóri og Ólaf- ur B. Thors borgarfulltrúi. Aöeins voru þri'r söngvarar með í ráðum, — Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson og Sigurður Björnsson — og það i veigalitlum atriðum. Sigurður I. Snorrason segir: „Ég vil taka þaðfram aðenn þann dag i dag hefur starfsmannafélagi hljómsveitarinnar ekki verið sent eintak af þessu frumvarpi, né heldur stéttarfélagi hljómlistar- manna.” Svona vinnubrögð em- bættismanna eru Urelt. Markmið frumvarpsins var að tryggja fjárhagslega stöðu hljómsveitarinnar, sem er nauðsyn. En að öðru leyti var það meingallað. Ég gerði nokkra grein fyrir þeim göllum i tveim langhundum í Morgunblaöinu 19. og 20. nóv. s.l. Skipulagsleysi Þá kemur það fram — og „stjórarnir” mótmæla þvi ekki — aö „starfsemi hljómsveitarinnar er skipulögð frá degi til dags, eða aðeins viku I senn.” Þess er rétti- lega getið, að annars staðar tlð- kast miklu ýtarlegri skipulagn- ing, lengra fram I timann, og full- yrt er, að ef slikt væri gert hér „Hljóðfæraleikarar hafa ekki fengiö að vita um tónleika með samningsbundnum fyrirvara.” þekkir ekki, eða virðir ekki, samninga hljómlistarmanna — en þessu neitar Sigurður Björns- son. Hér stendur þvi staðhæfing gegn staðhæfingu. Barnatónleikar — eður ei?. 1 Ennfremur er rætt um æsku- lýöstónleika. Sigurður I. Snorra- son fullyrðir að engin samvinna sé við menntakerfið við undirbUn- ing skólatónleika og er þvi ómót- mælt. Gunnar Egilson telur að slika tónleika ætti að skipuleggja af engu minni aiUð en aðra tón- leika — og skil ég þau orð hans þannig aðhonum finnist að þaðsé ekki gert. Svar Þorsteins Hannes- sonar við þessu er: „Það er sjálf- sagt að halda barnatónleika en ekki ástæða að gera mjög mikið af þvi. Börn eiga ekki mikið er- indi á tónleika fyrr en þau eru komin af gelgjuskeiði. Að kenna fólki ogþarmeð börnum að njóta tónlistar er hlutverk skóla lands- ins en ekki Sinfónluhljómsveitar Íslands/Meturbr. min). Mann rekur í rogastans yfir þessum talsmáta. Svona ummæli bera vott um afturhald og forheimsk- un. Sambandsleysi Þá er rætt um samband Sinfóniuhljómsveitarinnar við fjölmiðla. NU á ti'mum verður að auglýsa menningu eins og hverja aðra vöru, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Sigurður Björnsson viðurkennir að sam- band við fjölmiðla sé ekki sem skyldi. „Dagblöðin birta sjaldn- ast fréttatilkynningar hljóm- sveitarinnar i' heild” segir hann. Þá segir Þorsteinn Hannesson: „Rikisfjölmiölarnir standa sig betur enblöðin. Þau hafa, aö þvi er virðist, engan áhuga á starf- semi hljómsveitarinnar.” Eflaust má margt að fjölmiðl- um finna. En ég, sem hef unnið að tveim umfangsmiklum tónlistar- hátiðum, og nU seinast við Lista- hátið, hef aldrei orðið var við þetta áhugaleysi dagblaðanna á tónleikahaldi. Þvert á móti. Hins vegar þarf að útbúa fréttir vand- lega íhendur blaöanna — „mata” þau dálítið. (Þau eru flest of fá- liðuð). Og svo þarf að ýta á eftir. Ég er t.d. þess fullviss að Hrafn Fyrri hluti „væri hægur vandi að gera „óhugsandi” hluti”. Einnig heldur Gunnar Egilson þvi fram að hljóðfæraleikarar hafi ekki fengið að vita um tón- leika með samningsbundnum fýrirvara — það merkir einfald- lega að framkvæmdastjórinn „Enginn fulltrúi hljóðfæraleikara á sæti I yfirstjórn Sinfónlunnar.”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.