Þjóðviljinn - 09.09.1978, Page 17
I.augardagur 9. september 1978 I ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17
Atriöi úr „Heimkomumii,” Frá vinstri: Michael Jayston I hlutverki Teddys, Ian Holm (Lenny), Cyril
Cusack (Sam) og Paul Rogers (Max).
Undarlegar móttökur
„Heimkoman” eftir Harold Pinter
t kvöld kl. 21.40 veröur sýnt I
sjónvarpinu leikritiO Heimkoman
(The Homcoming) eftir Harold
Pinter. Leikstjóri er Peter Hall.
Aöalhlutverk leika Paul Rogers,
Vivien Merchant, Michael
Jayston og Cyril Cusack.
1 gömlu húsi i London býr
sjötugur ekkjumaður, Max^yngri
bróöir hans, Sam, og tveir synir
Max. Elsti sonur hans, Teddy,
sem býr i Bandarikjunum, kemur
i heimsókn ásamt konu sinni og ta
þau undarlegar móttökur á
heimilinu.
Harold Pinter er fæddur 1930 i.
London. Hann er einn frægasti
núlifandi leikritahöfundur
Bretiands. Leikrit Pinters eru
yfirleitt sýnd hjá Royal
Shakespeare Company jafnóöum
og þau eru skrifuð og i sviö-
setningu Peters Hall. Mörgum
hefur þótt Pinter nokkuö myrkur i
máli og mörg verka hans
torráðin.
„Heimkoman” var fyrst sett á
sviö árið 1965. t þessu leikriti
þykir Pinter takast einna best
upp i fjarstæðukenndum
lýsíngum sinum á þvi sambands-
og afskiptaleysi, sem rikir oft
manna á meöal.
útvarp
„í deiglunni”
kl. 20.35:
Fjölbreytt
efni úr
listalífinu
Stefán Baldursson býður
upp á f jölbreytt efni i þætti
sinum, „i deiglunni", sem
er á dagskrá í kvöld klukk-
an 20.35.
Rabbaö veröur stuttlega viö
Sigurð Bjólu og leikin lög af nýrri
plötu Spilverksins, „Island”, sem
kemur á markaöinn bráölega. Þá
er bókakynning og verður kynnt
sænsk skáldsaga um fangelsis-
mál, sem vakið hefur mikla
athygli. Sagan nefnist Gröndbult-
en og er eftir tvo höfunda, sem
skrifa undir dulnefni. SpjallgJi
verður um islenska kvikmynda-
gerð og rætt við Þorstein Jónsson
kvikmyndageröarmann. Stuttar
kvikmyndafréttir verða sagöar
og m.a. sagt frá nýlegri gaman-
mynd um Picasso, sem heitir
„Ævintýri Picassos”. Að lokum
verður lesin stutt skopsaga um
skattamál.
„t þættinum er reynt að hafa
blandað efni úr lista- og menn-
ingarlifinu, og kynna þá jafn-
framt ýmislegt sem þar er á döf-
inni,” sagði Stefán Baldursson.
Þetta er annar þátturinn með
þessu nafni. Ovist er hve margir
þættirnir verða, en þeir verða á
dagskrá eitthvað fram á haust.
Þátturinn „1 deiglunni” er 40
minútna langur. —eös
7.00 Veðurfregnir. Fréttir
7.10 l.étt liig <>g inorgunrabh.
(7.20 Morgunleikfimi).
7.55 Morgunha-n
8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá.
8.15 Veðurfregnir. Forustu-
gr. dagbl. (útdr.).
8.30 Af ýnisu tagi: Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
9.20 Morgunlcikfini i
9.30 Oskaliig sjúklinga:
Kristin Sveinbjörnsdóttir
kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10
Veðurfregnir).
11.20 Þetta crum við að gera
Valgerður Jónsdóttir sér
um þáttinn.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilky nningar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Hrotahrot E inar
Sigurðsson og Olafur Geirs-
son sjá um þáttinn.
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir
16.20 Vinsælustu popplögin
Vignir Sveinsson kynnir.
17.00 „Runki, danskurinn og
ég”, smásaga cftir Alf
é>lason Sigurður Skúlason
leikari les.
17.20 Tónhornið Stjórnandi:
Guörún Birna Hannesdóttir.
17.50 Söngvar f léttum tón
Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins
19.00 Fréttir. Fréttaauki
Tilkynningar
19.35 Allt í grænum sjó
U msjónarmenn: Hrafn
Pálsson og Jörundur
Guömundsson
19.55 Tónleikar a. Intermezzó
úr óperunni „Orfeus og
Evridls” eftir Christoph
Willibald Gluck. Auréle
Nicolet leikur á flautu með
Bach-hljómsveitinni I
Munchen: Karl Richter stj.
b. Konsert I C-dúr fyrir
orgel, lágfiðlu og strengja-
sveit eftir Johann Michael
Haydn. Daniel Chorzempa,
Bruno Giuranna og þýzka
Bach-hljómsveitin leika:
Helmut Winschermann
stjórnar.
Það er ýmislegt I deiglunni
hjá Stefáni Baldurssyni I
kvöld.
20.35 I dciglunni Stefán
• Baldursson stjórnar þætti
úr listalifinu.
21.15 Gleðistund Umsjónar-
menn: Guöni Einarsson og
Sam Daniel Glad
22.00 Svipast um á Suðurlandi
Jón R. Hjálmarsson ræðir
viöJónPálssondyralækni á
Selfossi: siöari þáttur.
22.30 Veöurfregnir. Préttir
22.45 Danslög
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
16.30 íþróttir Umsjónarmaö-
ur Bjarni Felixson. Leikur
úr siöustu umferð Islands-
mótsins i' knattspyrnu.
18.30 Enska knattspyrnan.
(L)
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Gengið á vit Wodehouse
(L) Nýr, breskur gaman-
myndaflokkur I sjö þáttum,
byggður á smásögum eftir
gamansagnahöfundinn P.G.
Wodehouse. 1 aöalhlutverk-
um John Alderton og
Pauline Collins. 1. þáttur.
Sannleikurinn um Georg
Þýöandi Jón Thor Haralds-
son.
20.55 Angelo Branduardi (L)
Tónlistarþáttur með italska
söngvaranum Angelo
Branduardi, en hann nýtur
nú mikilla vinsælda I
heimalandi sinu.
21.40 Heimkoman (L) (The
Homecoming) Leikrit eftir
Harold Pinter. Leikstjóri
Peter Hall. Aðalhlutverk
Paul Rogers, Vivien Merch-
ant, Michaei Jayston og
Cyril Cusack. Leikurinn
gerist i gömlu húsi i Lund-
únum. Þar búa Max, sjötug-
ur ekkill á eftirlaunum,
yngri bróðir hans, Sam, og
tveirsynir Max. Elsti sonur
hans, Teddy, sem er búsett-
ur i Bandarikjunum, kemur
i heimsókn ásamt konu sinni
og eru móttökurnar undar-
legar. „Heimkoman” var
fyrst sett á svið árið 1965. t
þessu leikriti þykir Pinter
takast einna best upp i f jar-
stæðukenndum lýsingum
sínum á þvi sambands- og
afskiptaleysi, sem rikir oft
manna á meöal. Þýðandi
Heba Júliusdóttir.
23.25 Dagskrárlok
PETUR OG VELMENNIÐ — II. HLUTI
EFTIR KJARTAN ARNÓRSSON
íþl HINSií yflRflöfi
hfEFuR i Hvo-ft OW FNurv/í
/Vp 0£Tfcl TW
-5A/0 0(vi oWfi flFTOR BP pfTRí-
VÍ5lMPfíNNA. .