Þjóðviljinn - 09.09.1978, Síða 20
DWDVIlllNN
Laugardagur 9. september 1978
Aöalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa
tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn blaðs-
ins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285,
útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
Skipholti 19, R. 1 BUÐIM
simi 29800. (5 linurlN—,
Versliö í sérverslun
með litasjónvörp
og hljómtæki
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON:
Verður grýtt
gæfuleiðín
— fyrir þá sem
ætla að hespa af
endurskoðun
vísitölunnar fyrir
1. desember
— Kndurskoðun vfsitölunnar
hefur i mínum huga verið alls-
her jarendurskoðun. Bæði á
grundvelli hennar og neysluvenj-
um. Þar eru geysilega mörg
atriði sem þarf að rannsaka og
kanna með úrtaki. Núverandi
grunnur er frá árinu 1964 eöa ’65
og það þarf að kanna á hvern hátt
neysluvenjur hafa breyst á þeim
tima sem liðinn er síðan, en þær
hafa áreiðanlega breyst talsvert
mikið. Siöan koma til fjölmörg
önnur atriði sem útheimta ná-
kvæmar rannsóknir. Þegar
niðurstöður þessara rannsókna
liggja f vrirþarf að taka ákvörðun
Guðmundur J.: Þessar aðgerðir
virðast hagstæöari fyrir lág-
launafólk en hátekjumenn....
Guðjón Jónsson, formaður Málm-
og skipasmiðasambandsins
Niðurfærsla
betri en krónu
fjölgun
— Ég tel umtalsverða verö-
lækkun á brýnustu neysluvörum
mun æskilegri kjarabót en
hækkun verðbóta, sagði Guðjón
Jónsson formaður Málm- og
skipasm iðasambands tslands i
samtali við Þjóðviljann i gær.
— Aukning eða viðhald á
kaupmættinumerþannigað minu
áliti mun æskilegri eftir niður-
færsluleið en eftir krónufjölg-
unarleiö. Ég vona þess vegna að
væntanlegar verðlækkanir verði
aðeins upphafið aö enn frekari
niðurfærslu verölags á
nauðsynjavörum.
Varðandi fyrirhugaöa hækkun
á ýmsum vöruflokkum tel ég rétt-
nyetara að afla tekna með
hækkun verða á vörum sem ekki
teljast til brýnna nauðsynja,
þegar rikissjóður þarf aö afla
aukinna tekna til millifærslu fjár
og lausnar á sérstökum efnahags-
vanda. Sama gildir um hækkun
tekjuskatts á hálaunafólk og
skatts á eignir umfram hæfilegt
ibúðarhúsnæði.
Þegar Guðjón var aö þvi
spurður, hvort hann teldi mögu-
legt aö ljúka endurskoðun visi-
tölukerfisins fyrir 1. desember,
svaraði hann því til, aö hann teldi
sli'kt gjörsamlega útilokað.
Timinn væri of naumur.
— Samfara slikri endurskoöun
þarf einnig að koma til endur-
skoðun á uppbyggingu kauptaxta
meö tílliti til mismunandi og
blandaöra launakerfa sem nú
tiðkast. Þessi mál eru bæri
vandasöm og viökvæm og þvi
ekki hægt aö framkvæma endur-
skoðun undir timarpessu.
t framhaldi af þvi vil ég geta
þess, að mér finnst þaö frá-
leit hugmynd, aö rikisstjórn eða
meirihluti á alþingi geri nokkrar
breytingar á visitölukerfinu án
þess að full samráð séu höfö viö
verkalýöshreyfinguna. Svo gróf
Guðjón Jónsson: Gjörsamlega
útilokað aö Ijúka endurskoöun
visitölukerfisins fyrir 1.
desember.
afskipti af uppbyggingu og gerð
kjarasamninga verða ekki þoluð.
—hm
uni nyjan visitölugrundvöll með
samningum ntilli verkalýðs-
hreyfingar og rOkisvalds, sagði
Guðntundur J. Guömundsson,
formaður Verkamannasambands
tslands i samtali við Þjóðviljann I
gær.
— Til þess aö vinna þetta verk,
bætti Guðmundur viö, — þarf að
minnsta kosti 10 mánuöi, algjört
lágmark. Þeir sem gefa sér
timann til 1. desember eru þegar
búnir að hugsa sér niðurstöðu,
sem þá á að vera til lækkunar.
Slík vinnubrögð, aö ætla sér að
kássa þessu af á tveimur mánuð-
um, verður sannarlega grýtt
gæfuleið fyrir þá sem hana ætla.
Þaö er ekki þaö sem verkalýðs-
hreyfingin hefur I huga þegar hún
samþykkir endurskoðun. Aö
byrja á niðurstöðunni getur dug-
að einhverjum aðilum i augna-
blikinu, en sú leið er ekki tii þess
fallin að byggja á framtiðarlausn.
Bráðabirgðalög hafa verið sett i
kanseliinu, til að hafa áhrif á visi-
tölugreiðslur til skerðingar, sagði
Guðmundur, þegar hann var
spurður áhts á þvi hvort hann
teldi vænlegt að rikisstjórnin setti
lög um nýjan visitölugrundvöll 1.
desember, ef endurskoðun verður
ekki lokið, — og þau viti eru til
þess eins að varast þau.
Guömundur var að þvi spurður,
hvaðhonum finndist um þá laskk-
un á matvörum sem taka á gildi á
mánudag.Hannsvaraðiþvitil, aö
iþaðheila tekiö virtust þessar að-
gerðir talsvert hagstæðari fyrir
láglaunafólk en hátekjumenn,
þar sem hinn láglaunaöi eyddi
stærra hlutfalli af launum sinum i
nauðþurftir heldur en sá sem
hærri launin hefur.
— En allt spilverk meö visitöl-
una, eins og svona niöurgreiðslur
eru, er ákaflega tvieggjaö, sagði
hann. — Hins vegar sé ég ekki að
þetta séu mjög hættulegar að-
gerðir. En ég vil aö vandlega sé
fylgst meö þvi t.d. að matur á
veitingastöðum og i mötuneytum
lækki hlutfallslega við þessar að-
geröir. Þaö hefur viljað brenna
við að slikt geröist ekki.
Loks var Guðmundur spurður
Framhald á 18. siðu
Snæfellið sökk
Akureyrarhöfn
/
í
Gamla Snæfellið, sem legið
hefur vðarvana utan á togaran-
um Haröbaki i Akureyrarhöfn
undanfarin ár, sökk i fyrrinótt,
að svo miklu leyti sem festar
þess leyfðu. Það maraði i hálfu
kafi og á hliðini, þegar Akureyr-
ingar brugöu blundi i gær-
morgun.
Háværar raddir hafa verið
um að vernda þyrfti þetta
gamalfræga skip, sem smiðað
var árið 1943, en litið hefur veriö
gert til þess. Kaupfélag Ey-
firðinga sem er eigandi Snæ-
fellsins hefur látið það drabbast
niður við hliðina á siðasta
nýsköpunartogaranum sem enn
flýtur hér við land, Harðbaki.
Myndina tók ljósmyndari
Þjóðviljans —eik á Akureyri
fyrir skörpmu, af Snæfellinu og
Harðbaki.
—-hm
Gjaldeyrisskammturinn tvöfaldaður:
Úr 350 í 700$
10% gjald sett á ferðalög til útlanda
Viðskiptaráöherra ákvað I gær
að gjaldeyrisskammturinn vegna
ferðalaga til útlanda skyldi hækk-
aður úr 90.000 krónum fyrir ein-
stakling i 215.000 krónur.
1 bráðabirgðalögum rikis-
stjórnarinnar er ákvæði um sér-
stakt gjald á ferðalög til útlanda
og nemur það 10% á andvirði er-
lends gjaldeyris vegna greiðslu á
dvalarkostnaði öðrum en viður-
kenndum kostnaði nemenda og
sjúklinga og áhafnagjaldeyri.
Gildir þetta 'ákvæði til 31. des.
1979.
—Ai.
Gunnar Már Kristófersson, form. Alþýðusambands Vesturlands:
Hæpið á tveimur mánuðum
Ef breyta á vísitölukerfinu verður það að gerast í fullu
samráði við verkalýðshreyfinguna
— Auðvitað fagna ég þessari
hækkun, það hljóta allir að gera,
sagði Gunnar Már Kristófersson,
formaður Alþýðusa mb ands
Vesturlands, þegar blaðið náði
tali ai honum vestur á Rifi i gær.
— Þetta er mikill akkur fyrir lág-
launafólk, eins og allt sem lýtur
aö lækkun neysluvara.
Hins vegar er ákaflega um-
Forsætisráðherra um kjaramálaþátt bráðabirgðalaganna:
Vongóður um árangur
Endurskoðun vísitölunnar mikið og vandasamt verk, en allt
er hægt efgóður vilji er hjá öllum aðilum
I
1 stuttu simtali i gær kvaðst
Ólafur Jóhannesson forsætis-
ráðherra vera ánægður með það
að rikisstjórnin hefði nú gengið
frá lögum um aðgerðir á sviöi
kjara- og verðlagsmála. Hann
vonaöi að ákvæði bráöabirgða-
laganna um kj arasam ninga
gætu tryggt vinnufrið á næst-
unni, þótt ekki væri hægt aö
vitna til fyrirheita af hálfu
hagsmunaaöila i þvi sambandi.
Spuröur um endurskoöun visi-
tölunnar, kvað hann það mikið
og vandasamt verk en gæti þó
unnistef góður vilji væri hjá öll-
um aöilum.
Ólafur Jóhannesson sagði aö
rikisstjórnin heföi haft samráð
um þær ráðstafanir,sem bráða-
birgðalögin fela i sér við ýmsa
hagsmunaaðila. Yrði vonandi
hægt að finna I framhaldi af
þeim ráðstöfunum i samræmi
viö það sem gert er ráð fyrir i
stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar.
Oskandi væri að unnt yrði að fá
kjarasamninga framlengda um
eitt ár með óbreyttu grunnkaupi
en um möguleika á þvi lægju
ekki fyrir neinar yfirlýsingar
frá aðiium. Þó hefðu komið
fram vissar samþykktir, t.d hjá
atvinnurekendum, sem mættí
skilja á ýmsa vegu.
— Endurskoöun visitölunnar
fyrir nóvemberlok?
— Ég skal ekki segja um það
hvort þvi' verki yrði lokiö á svo
skömmum tima, en þaö eru litil
takmörk fyrir þvi hvað hægt er
.að gera ef góður vilji er fyrir
hendi hjá öllum aðilum. Þetta er
mikið og vandasamt verk og
þaö eru margir aðilar sem
þarna þurfa aö koma við sögu.
— Fari svo að endurskoðun
visitölunnar verði ekki lokið og
ekki hafi tekist að semja um
framlengingu kjarasamninga,
hvað tekur þá við i kaupgjalds-
málum 1. desember i vetur?
— Þeirri spurningu hvorki vil
ég né get svarað. Þetta þarf að
taka til ihugunar þegar það
timamark nálgast. Ég veit ekki
hvort hægt er aö lita svo á að
orðalag laganna gefi nákvæma
bendingu um þetta fram yfir
það sem felst i sjálfu orða-
laginu.
—h
deilanlegt hvað kalla má
munaðarvörur, enda hlýtur það
alltaf að vera misjafnt mat. Ég sé
til dæmis ekkert samhengi i þvi
að með hækkun vörugjalds sé það
gert erfiðara fyrir mann með lág
laun að láta gera við sjónvarps-
tækið sitt, — eða fá sér plötu-
spilara sem eru eiginlega löngu
hættir að vera lúxus.
En ég hef ekkert á móti þvi aö
peninga sé aflað með hækkun tó-
baks og áfengis.
1 sambandi við endurskoöun
visitölukerfisins sagðist Gunnar
Már telja slikt verk geysilega
mikla vinnu. Þarna væri á
ferðinni mál sem i blönduðust
hagsmunir ákaflega margra
aðila.
— Endurskoðunin veröur að
vera þannig úr garði gerö, að
kaupmáttur launa haldist. Ég tel
þörfina á slikri endurskoðun fylli-
lega fyrir hendi, til að tryggja á
réttlátan hátt bætur til launafólks
vegna verðhækkana. Kannski er
hægt að vinna slika endurskoðun
á tveim mánuðum, en ef hér á aö
vera um raunhæfa endurskoðun
að ræða finnst mér ákaflega
hæpið að hún takist á svo skömm-
um tima.
En takist endurskoðunin ekki,
þá skiptir miklu máli fyrir laun-
þegahreyfinguna, að rikisstjórnin
geri ekkert til að breyta visitölu-
kerfinu, nema meö fullu samráði
viö hreyfinguna.
—hm