Þjóðviljinn - 23.09.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. september 1978
DJODVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag bjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur
Bergmann. Ritstjóri: Kjartan ólafsson. Fréttastjóri: Einar Karl
Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Aug-
lýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiösla, aug-
lýsingar: Síöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
Öll sjálfstæðisbarátta
er efnahagslega hag-
kvœm, einnig
baráttan gegn hernum
Það ©r dýrt f yrir 220 þúsund manns að standa undir
sérstölj.y þjóðfélagi með öllum þess stof nunum og marg-
skiptu yf irbyggingu. Ýmsir þættir ,,hins opinbera" á Is-
landi gætu sjálfsagt þjónað mun fleira fólki en nú býr i
landinu. Að mati sumra ókunnugra útlendinga eru ís-
lendingar reyndar allt of fáir til að halda uppi stjórnar-
stof nunum f ullvalda ríkis. Tilburðir Islendinga til að lifa
hér sjálfstæðu menningarlif i séu hlægilegir. ísland geti
ekki með nokkru móti staðist sem efnahagseining út af
fyrir sig.
I verki hafa íslendingar löngu afsannað allar hrakspár
um það að þeir geti ekki staðið á eigin fótum. Eftir þvi
sem íslendingar fengu meiri stjórn á eigin málum, urðu
f ramf arir í ef nahagsmálum örari og meira var hægt að
leggja til hliðar í menningar- og félagsmál. Sjálfstæði í
stjórnarfarslegum efnum reyndist lyftistöng fyrir aðra
þætti í tilveru þjóðarinnar.
Ef íslendngar hefðu áfram verið hjálenda annarrar
þjóðar, hef ðu ugglaust sparast ýrnis útgjöld til opinberra
mála og annar kostnaður við það að vera sér um sig. En í
heild hefði tilvera okkar öll orðið fátæklegri, menningin
snauðari og reyndar lífskjörin, mæld í peningaverðmæt-
um, lakari. Nægir i þessu sambandi að líta til eyjanna
undan strörídum Skötlands. Einmitt vegna þess að þær
eru útkjálki i stóru ríki, hefur hagur fólksins sem þær
byggir ekki haldið til jafns við almenna þróun, heldur
dregist aftur úr.
Sjálfstæði er ekki fengið í eitt skipti fyrir öll. Veiga-
mikil skref í sjálfstæðisbaráttunni voru stigin fyrr á
þessum áratug þegar Islendingar helguðu sér endanlega
til ótvíræðra yfirráða og nýtingar allar auðlindir is-
lenska landgrunnsins og hafsins yfir því. Þetta náðist
fram með þeim hætti að á úrslitastundum tóku íslend-
ingar sjálfir allar ákvarðanir í málinu og vöruðust það
að láta önnur ríki hlutast til um málin. Á grundvelli
stef nufestunnar reyndist tiltölulega auðvelt að ná samn-
ingum við önnur ríki.
Islendingar hafa langvinna og dýrkeypta reynslu af
ráðleggingum útlendinga um skipan sinna mála. Þrátt
fyrir viðvaranir héldu (slendingar því til streitu að
stofna hér eigið ríki. Það reyndist heillaspor. Landhelg-
ismálið er kennslustund í því, hvernig íslendingum
farnast best með því að taka ákvarðanir um eigin mál
samkvæmt eigin forsendum. Það hefur verið talið fs-
lendingum til sérvisku að bægja erlendum atvinnurekstri
sem mest f rá landinu. Við vitum að þessi „einangrunar-
stefna" er lifakkeri sjávarútvegsins hjá okkur. Ekki
stendur á hollráðum erlendra ef nahagsstof nana um pen-
inga- og gjaldeyrismál lslendinga»en í reynd eru kring-.
umstæðurnar sífellt að sveigja islensk stjórnvöld frá
hinum erlendu forskriftum.
Viðleitni íslendinga til sjálfstæðis byggistekki á hroka
gagnvart öðrum þjóðum eða fákænni tilhneigingu til
innilokunar á þessu eylandi okkar. Hér er einfaldlega
um að ræða hagkvæmni þess að við stýrum eigin málum
eftir aðstæðum og höfum sjálf fullt vald á samskiptum
okkar við aðrar þjóðir. Þessi meginregla var rof in þegar
bandaríski herinn hreiðraði hér um sig í óþökk
meirihluta landsmanna. Hersetan er ósamrímanleg
sjálfstæði þjóðarinnar, gengur gegn öryggi landsins i
stríði og friði, dregur úr nauðsynlegu sjálfstrausti við að
leysa vanda hversdagsins í tæknilegum og skipulagsleg-
um efnum, truflar eðlilegt samlífi við nágrannaþjóðir.
Það getur vel verið að einhverjir missi spón úr aski
þegar bandaríski herinn fer frá Islandi. Það skal ekki
hræða. Baráttumenn sjálfstæðisins á 19. öld hræddust
ekki nein þjóðhagsáföll sem yrðu við brotthvarf danskra
vinnuveitenda úr stjórnsýslu og kaupsýslu. Sjálfstæði
sýnist dýrt á gróðaöld, en það er óhjákvæmileg forsenda
þessaðunntséaðlifa góðu lífi i landinu. Þegartil lengd-
ar lætur er ódýrast að ráða sér sjálfur.
Sveinn Tryggvason: Niöur-
greiöslurnar sýna hugrekki
rikisstjórna til aö stjórna.
upphafi stjórnartiöar hverrar
rikisstjórnar en fallið svo niöur
„eins og barómet” þegar á
stjórnartimann liður, aö þvi er
Sveinn Tryggvason fram-
kvæmdastjófi Framleiösluráös
landbúnaöárins upplýsir i
samtali viö Timann.
Frá sjónarmiöi búvöru-
neytandans,. ef þaö er til sem
sérsjónarmiö, ætti þvi aö skipta
sem oftast um rikisstjórn þvi aö
þeim endist dcki hugrekki til
niðurgreiöslna.
Um þetta segir Sveinn:
Kostulegt
,,Þaö er kostulegt ef maöur
gerir línurit yfir niöurgreiöslur
á landbúnaöarvöfum, þá eru
þær á árinu 1966 til 1967 um 25
þús. kr. á hvert mannsbarn i
landinu. Ariö 1970 er þessi tala
komin niöur i 11 þús. kr. á mann
en áriö 1971, þegar ný stjórn
kemur tð valda, aukast niöur-
greiöslurnar aftur upp i 24 þús.
kr. á mann. Siöan smálækka
þær til ársins 1973 þegar dagar
stjórnarinnar eru endanlega
taldir. Skömmu seinna tekur ný
stjórn viö taumunum og þá
hækka niöurgreiöslur upp i 25,5
þús. kr. á mann. A árinu 1977 er
hins vegar komiö annaö hljóö i
skrokkinn og niöurgreiöslur
komnar niöur i 11 þús. kr. á
hvert mannsbarn eins og áriö
1970.
Ég vil halda þvi fram,” sagöi
Sveinn „aö þetta sé linurit yfir
hugrekki stjórnanna hverju
sinni til aö stjórna i landinu. Af
þessu má lika sjá aö fólk gerir
yfirleitt betri innkaup á land-
búnaöarvörum i upphafi stjórn-
’artiöar.
Sannleikurinn er sá, aö
auövitaö skipta niöurgreiöslur
nokkru máli. Hins vegar skipta
þær ennmeira máli, þegar veriö
er aö rokka meö þær cins og
jó-jó upp og niöur. Þetta er aöal
ókosturinn viö þær eins og þær
hafa verið undanfarin ár. Haun-
verulega ættu þær aö vera
ákveðið hlutvall af óniöur-
greiddu veröi búvaranna.
Hugrekki og
niðurgreiðslur
Allur fróöleikur er nýtilegur
þótt menn dragi mismunandi
ályktanir af honum. Þaö er til
aö mynda staöreynd aö niöur-
greiöslur á landbúnaöar-
afuröum hafa alltaf aukist i
Barnaskapur i
öryggismálum
Jónas Guömundsson, sem
veriö hefúr viö nám I Banda-'
rikjunum, ritar athyglisverða
grein i Timann nýveriö þar sem
hann setur ofan i viö utanrikis-
ráðherra fyrir barnaskap i
öryggismálum. Þetta hittir að
sjálfsögöu fyrrverandi utan-
rikisráöherra sem trúöi þvi
aldrei heldur aö þaö komi til
greina að kjarnorkuvopn væru i
herstööinni á Miönesheiöinni,
enda haföi aömirállinn sjálfur
margsagt honum aö engu sliku
væri til aö dreifa.
Jónas Guömundsson segir
hinsvegar:
„Eftir aöeins viku i starfi
hefur nýbakaður utanrikis-
ráöherra vinstri stjórnar opin-
beraö betur en oft áöur
þekkingu sina á varnarmálum.
Hefur Benedikt Gröndal þó
undanfarin tuttugu ár leikiö
hlutverk mikils varnarmálasér-
fræðings og meöal annars skrif-
aö bók um efnið. I viötali viö
Timann nú fyrir nokkru segir
Benedikt svo vegna ummæla
Gunnlaugs Stefánssonar um
möguleika á aö geymd séu
kjarnorkuvopn á Keflavikur-
flugvelli: ,,Ég er þeirrar skoö-
unar aö engin kjarnorkuvopn
séu geymd hér, enda teldi ég aö
þaö væri útilokaö aö fela þaö
fyrir tslendingum ef svo væri.”
Ógeriegt er aö geta sér til um
viöhvað Benedikt hefur stuöst i
fuliyröingu sem kemur fram i
siöari hluta hinnar tilvitnuöu
málsgreinar. Hún virðist
vægast sagt vera nokkuö fjarri
raunveruleikanum. Vafalaust
máhér um kenna sakleysislegri
fáfræði um eöli kjarnorkuvopna
svo og fullblindri trú á yfir-
lýsingar heraömirála i vest-
rænu samstarfi.
Benedikt Gröndal: Ekkihægt aö
fela kjarnorkuvopn.
Henry Kissmger: Ekki hægt aö
finna öll kjarnorkuvopn.
Einar Agústsson: Vildi trúa þvf
aö aömírállinn segöi satt.
Almenningur á þó heimtingu
á aö háttsettir embættismenn
leggi eitthvaö haldbetra til
grundvallar yfirlýsingum
sinum um varnarmál þvi hér er
um mikilvæg mál aö ræöa.”
1
Kissinger veit
betur
„I stuttri grein nægir aö birta
örstutta tilvitnun til aö sýna
haldleysi fullyröingar Bene-
dikts. Höfundur tilvitnunar-
innar er sjálfur Henry Kiss-
inger, sem fáirhafa brugöiö um
kunnáttuleysi I utanrikis- og.
varnarmálum þó margir hafi
oröiö til aö gagnrýna þá stefnu
sem hann fylgdi fram i sömu
málum.
Ein af bókum Kissingers
heitir „Kjarnorkuvopn og utan-
rikisstefna” og var endurút-
gefin meö nýjum formála
höfundar hjá forlaginu W.W.
Norton & Company Inc. I New
York áriö 1969 eöa sama ár og
Kissinger tók viö embætti i
stjórn Nixons. A blaðsiöu 178 i
þessari bók segir svo: „Fram-
leiddar hafa veriö svo margar
tegundir kjarnorkuvopna, og af
svo mörgum stæröum, og þau
eru svo auðvelt aö fela aö jafn-
vel nákvæmustu leitartæki gætu
ekki fundiö þau öll.”
Meö þessi ummæli i huga er
óskiljanlegt hvar Benedikt
Gröndal fær þá skarpskyggni
sem Kissingcr telur ekki nokk-
urn mann eöa tæki ráöa yfir,
skarpskyggni sem nægöi til aö
staösetja kjarnorkuvópn hvar
sem þau væru falin.
Hefur islenska utanrikis-
þjónustan ef tð vill yfir aö ráöa
betri tækni en Bandarikjamenn
tð aö finna slik vopn?”
Herstöðin
hættuleg okkur
„Hérerekkert smámál á ferö-
inni. Um er aö ræöa eina af
stærstu hættunum sem her-
stööin hefur i för meö sér. Það
er dapurlegt til þess aö vita
hvernig æöstu embættismenn
utanrikisþjónustunnar afgreiöa
slikt mál og láta sér nægja ein-
faldar fullyröingar til aö mata
þjóöina á: fullyrðingar sem
jafnvel stangast á viö almenna
þekkingu á þeim vigvélum sem
heimurinn býr yfir.
Mörgum finnst og ekki aö
ástæðulausu sem upplýsinga-
þjónusta stjórnvalda um
varnarmál beri um of merki
pólitiskrahagsmuna þeirra sem
berjast fyrir vestrænni
hernaðarsamvinnu, og þar meö
þeirra sem reka herstööina i
Keflavik. Allt of oft er,
spurningum um varnarmál
svaraö af hálfu stjórnvalda meö
yfirlýsingum heraðmirála af
Keflavikurflugvelli sem lQdega
hvergi i heiminum njóta eins
mikðs trúnaöartrausts og hér á
landi.
Þegar einhverjum efa-
semdum er hreyft, eins og
Gunnlaugur Stefánsson hefur nú
þarflega gert, heyrast lika
stundum innantóm svör eins og
Páll Asgeir Tryggvason deildar-
stjóri varnarn^áladeildar utan-
rikisráöuney tisins gaf
Tímanum hinn sama dag:
„Þetta er bara kjaftæði... Ég
neita aö trúa”. ”
Ekki svo fráleitt
„Hér veröur ekki fariö náiö út
i hernaöarlega þýöingu þess að
ætiö munu lifa grunsemdir um
geymslu kjarnavopna i Kefla-
vik. Menn ættu ef til vill að hafa
I huga aö kjarnorkuvæddur
„óvinur” hefur sömu þekkingu
á kjarnorkuvopnum og Henry
Kissinger. Hann mun þar af
leiöandi ekki treysta eftirlits-
kerfi íslendinga, ekki trúa sak-
leysislegum yfirlýsingum
aömfrála af Keflavikurflugvelli,
og lBdega fastlega gera ráö
fyrir að i Keflavik séu kjarn-
orkuvopn geym.
Bandarikjamenn eiga nú um
6.000 lftil „taktisk” kjarnavopn
sem ekki þurfa skotpalla i felum
viös vegar i Evrópu og er varla
fráleitt aö þeir þykist sjá sér
hag i aö geyma nokkur þeirra
hér á landi.”
—e.k.h.