Þjóðviljinn - 23.09.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.09.1978, Blaðsíða 9
Lang»rd»gBf 23. %*pt*mb*r ItTS j.JOPViLjIWN StPA t Umsjón: Hallgerdur Gísladóttir Kristín Ástgeirsdóttir Kristín Jónsdóttir Sólrún Gísladóttir Steinunn H. Hafstad Konurnar inn á heimilin! Menn búast nú viö þrenging- um á vinnumarkaðinum. Þetta má m.a. marka af þvi, aö undanfarið hafa guðsmenn og fleiri hjartahreinir menn tiund- að hvílik nauösyn það sé börn- um, að hafa mæður sinar „heimavinnandi” minnst fimm fyrstu ár ævi sinnar og helst lengur. Bara aö þessar sjálfselsku karlkerlingar nií á dögum fengju nú úbyrgðartilfinningu og hyrfu að þvl, að búa fjöl- skyldu sinni ástríkt og notalegt heimili — (a.m.k. hluti þeirra, sumar eru jú nauðsynlegar til að bjarga þjöðarverðmætum) Haldiði að þaö yröi nú munur! Unglingavandamálið myndi lik- lega hverfa úr sögunni, of- drykkja og fiknilyfjaneysla minnka að mun, þegar fóstur- landsins freyjur fara að vaka meö skilyrðislausri ást og um- hyggju yfir karlpeningi og ung- viði hinnar hraustu islensku þjóðar. Og það myndi lika bjarga ýmsu i efnahagsmálun- um þessa stundina, ef þær gæfu sér tima til að lita upp frá þessu andlausa aurastreði. — Já það er alveg greinilegt, að kvenna er aö verða minni þörf á at- vinnumarkaönum og barnaupp- eldi og heimilisstörf gerast mikilvægari að sama skapi. Þessar raddir koma að venju úr málgögnum atvinnurekenda og frá málpipum þeirra I stétt geistlegra manna. Það er hollt að hafa þennan áróður ihalds- aflanna i huga þegar við athug- um réttindi kvenna til lifeyris I fæðingarorlofi. Af hve miklum heilindum skyldu þessir menn bera velferð foreldra og barna meðal alþýðu fólks fyrir brjósti. 3ja mánaða fæðingarorlof nauðsynlegt Það er ljóst, að'meðal lág- launafólks með börn veitir ekki af launum beggja foreldra til að halda heimilunum gangandi, ekkisíst þegar fólk er að streða við að koma sér þaki yfir höfuð- iö, eins og nauðsyn er i þjóð- félagi þar sem leigjendum er boöið upp á annað eins okur og óöryggi. Flestir munu viðurkenna nauðsyn þess, aðkonur getihaft það rólegt, a.m.k. fyrstu 2-3 mánuöina eftir barnsburð. Þann tima þurfa allf lestar konur til að ná upp eðlilegu likamlegu þreki. Sé það á annað borð viðurkennt, að nauðsynlegt sé fyrir móöur og barn, að konan þurfi ekki aö leggja á sig brauöstrit þennan tima, væri æskilegt, að allar konur ættu skilyrðislaust rétt á lifeyrium þriggja mánaða skeið eftir barnsburð, jafnvel lengur. Nú er það s vo, að hjá félögum opinberra starfsmanna er farið að greiða konum, sem hafa veriö um skeið full laun i þrjá mánuði við barnsburö. Hjá verkalýðsfélögunum innan A.S.Ier þetta minna,2 til 3 vikui að jafnaði fyrir fastráðna starfskráfta. Hver er réttur kvenna á launum í fæðingarorlofi? ,,Atvinnuleysis - bætur’ í fæðingarorlofi I april 1973 voru sett lög um ,,at vi nn u leysi sbæ tur ” i fæöingarorlofi, en þau ætlum viö aö lita örlitið nánar á hér. Þar er gert ráð fyrir atvinnu- leysisbótum i 90 daga samtals til handa þeim konum, sem for- fallast frá vinnu vegna barns- burðar. Þetta kemur til góða verkakonum, sem eiga rétt á litlu eða engu fæðingarorlofi. Þessar bætur eiga að miðast við laun fyrir 8 stunda dagvinnu samkvæmt næst lægsta taxta Dagsbrúnar. Þær skulu vera til giftrar konu, eða sambúðar- konu, sem er aöalfyrirvinna heimilis (þ.e. ef maki hennar er sannanlega óvinnufær) 80% af áðumefndumlaunum og til ann- arra kvenna 70%. Aöalfyrir- vinnur, svo ogeinstæðar mæður eiga aö auki að fá 6,5% af áður- nefndri upphæð vegna hvers barns sem þær framfæra. Þess- ar bætur voru í dag til fyrsta sept. 5235 kr. fyrir aðalfyrir- vinnur, 4.577kr. fyrir aðrar kon- ur og 425 kr. á dag með barni. Þær konur, sem eiga rétt á þessum bótum þurfa aö vera 16 ára og vera fullgildir félagar i verkalýðsfélagi. Þær þurfa að hafa á 12 siðustu mánuöum fyrir barnsburðinn stundað vinnu, sem er tryggingarskyld sam- kvæmt lögum um atvinnuleysis- tryggingar I a.m.k. 1032 dagvinnustundir, eöa 516 dag- vinnustundir sé um reglu- bundna hálfsdagsvinnu aö ræöa, en i því tilfelli greiðast hálfar bætur samkvæmt sömu reglum. Réttlausar konur Stórir hópar kvenna lenda ut- an viö allar reglugerðir um at- vinnuleysisbætur, eða launa- greiðslur í fæöingarorlofi og eiga þvi ekki rétt á lifeyri af neinu tagi, þann tima sem þær eru óvinnufærar sökum barns- burðar. Þar i flokki lenda m.a. marglofaðar húsmæður. Þær, sem vinna hjá riki eða bæ eiga engan rétt á slikum bótum og þar með verða margar konur af þessu,sem eru lausar við hjá rikinu og hafa ekki áunn- ið sér rétt til að fá laun i fæðingarorlofi. Stundarkennarar hafa til að mynda engan rétt i þessu máli. Allfiestar konur i námi lenda einnig utangarðs: þó er til sú klásúla um þær, aö námstima megi telja með til vinnustunda, hafi kona fengið greiðslur skv. taxta verkalýösfélags undan- gengið ár og hafi eignast barn aö afloknum „áfanga i námi” (nánan skilgreining gagn- færöaprófi, stúdentsprófi, eöa lokaprófi i háskóla). Hvert eiga konur að snúa sér? 011 verkalýösfélög hafa sér- staka nefnd, sem sér um að út- hluta fæðingarorlofi — 200-300 manns standa i þessu á landinu! —. Til þessarar nefndar hjá við- komandi stéttarfélagi er best að snúa sé^, ef konur telja sigeiga rétt á margnefndum bótum. Við viljum hvetja konur sem hyggja Framhald á 18., Athyglisverðar umræður hafa átt sér stað i lesendadálk Dag- blaðsins aö undanförnu. Þær hafa fyrst og fremst snúist um klæðnað kvenna en auk þess hefur verið á það bent að konur tilheyri mannkyninu. Loksins! Til þess að gefa lesendum Jafn- réttissiðunnar nokkra innsýn i hinar háfleygu umræður birtum við tvær úrklippur úr Dagblað- inu föstudaginn 15. sept. 1978. Orð í belg Eiginmenn, — verið inærgætnir við frúna Konur gangi í föt- um sem leynalitlu Karl skrifa: Athyglisverðar og timabærar umræður um klæðnað kvenna hafa að undanfórnu vcrið á lesendasiöum Dagblaðsins. Sitt sýnist hverjum eins og gcngur og langar mig að leggja hér litilllcga orðí beig. Það er skoðun min að kvenfólk sem hefur þokkafulla likamsbyggingu eigi að ganga i fölum við hæfi. þ.e.a.s. sem leyna litlu og gefa vonir. Yfirleitt er æskilegt að kvcnfólk sé i kjólum eða pilsfatnaði. Til þcss eru konur jú skapaöar að vera augnayndi og lcikföng karlmanna. Hvernig væri að koma örstuttu pilsunum i tizku á nýjan leik? Það voru góðir timar þegar stúlkur leyndu ekki lokkandi fegurð fótleggja sinna. Þviekkiað reynaaftur? Mcð ósk um að kvenfólk gangi i fatnaði sem hæfir kynferði þeirra og félagslegu hlutvcrki. En það er annað atriði i grcin Einars sem einmg vakti athygli mina og sem knúði mig til að skrifa DB inu. Það var þessi setningarhluti: ... Þar BréfriUii leggur til að kvcnfólk gangi i klæónaði sem „leyni Ulhi”. Sennllega vildi hann sjá fleiri stfilkur i klæðnaði cins og við sjium hér i myndinni. sem, við menn og konur erum börn náttúrunnar.” Hvenær förum við karlar að tala um og lita á konur sem mcnn og sem jafningja? Hvað eru konur annað en menn? Ef karl kemur að konu. sent hcfur verið beitt ofbeldi, andlcgu eða likamlegu. ætti hann þá siðferðilega að hafa samband sem allra fyrst við Dýraverndunarfélagið og láta viðkomandi vita unt aökomuna? Konur eru rnenn, rétl eins og við,' karlarnir. Menn af gagnstæðu kyni við okkur karlmennina og tilheyra þar með mannkyninu. I Annars kann illa að fara, því eftir- spurn er meiri en framboð á íslandi Úr Timanum 10. sept. 1978 Við höfum aldeilis efni á þvi, að láta hvina I okkur stelpur, meðan markaðslögmálin haga þvl svo til að við erum I háu verði!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.