Þjóðviljinn - 23.09.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.09.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. september 1978 Laugardagur 23. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Frá Flatey. Ljósm. — H.S. A sumrin ferjar Baldur bila og ferðafólk margsinnis I viku hverri. Um vetur hefur hann siglt einu sinni í viku yfir fjöröinn með vistir og vörur i eyjarnar og upp á Strönd. Ljósm. — eik. Baldri er fagnað og hann kvaddur I hvert skipti sem hann kemur I Flatey. Hér má sjá nokkra af eyjar- skeggjum á bryggjunni i Flatey. Ljósm. — AI Til athugunar fyrir samgönguráðherra, Ragnar Arnalds Dálítill pistill um samgöngumál Breiöqfjaröareyja Eins og þér mun væntanlega vera kunnugt stendur til að leggja flóabátnum Baldri I vetur sökum rekstrarörðugleika. Þetta höfum við Ibúar Flateyjarhrepps, raun- ar vitað i allt sumar. En okkur hefur þótt þaö með slikum ólik- indum að viö yröum þegjandi og hijóðalaust sviftir eina sam- göngu- og birgöaflutningatæki okkar yfir þá árstið sem við þörfnumst þess mest, aö við höf- um nánast litiö á þetta sem mein- lausa hótun útgerðarinnar til að krla frekari rekstrarstyrk útúr rlkinu. En þar sem nú eru aöeins tvær vikur til væntanlegrar stöðvunar Baldurs og skipstjóri hans hefur þegar kvatt, þykir okkur heldur mikil alvara hafa færst I lcikinn. Vetrarferðir Baldurs hafa undanfarin ár verið með þeim hætti að hann hefur komið hingað til Flateyjar einu sinni I viku með farþega, póst og vistir, og eru ekki mörgbyggöarlög hér á landi sem búa við jafn strjálar sam- göngur. Nú yrði sjálfsagt séö til þess, ef Baldri yrði lagt, aö Ieigja einhverja fleytu úr Stykkishólmi til að erinda þetta um helgar, trúlega einhvern skelbátinn: og látum það vera, við erum ekki sérlega frdt til þægindanna, eyjaskeggjar, þótt við að sjálfsögðu kjósum heldur aö feröast i þokkalegu farþega- rými Baldurs en loftillum lúkar fiskibáts — og væri raunar gaman að sjá framanl þá viðskiptavini islensku sérleyfisbifreiðanna sem istaö þægilegra vagna með rauð- um hægindastólum yröi boðið uppi pallhús vöruflutningabfls að hristast á svampbekkjum. Fraktferöirnar aö sunnan Nei, það sem verst kæmi viö okkur ef Baldri yrði lagt væri að missa fraktferðirnar að sunnan. Á veturna hefur Baldur að jafnaði lestað tvisvar til fjórum sinnum i mánuði i Reykjavik og affermt hér I næstu póstferð þær nauð- synjar sem viö höfum orðið að panta úr höfuöstaðnum. Oft eru þetta stórir flutningar: fóöurbæt- ir, áburður, timbur og önnur þungavara. Veröi Baldri lagt er ekki um annað að ræða en að fá þetta flutt vestur i Hólm með vöruflutningabílum. Og þá vand- ast heldur málið, þvl að vöru sem komin er i skemmu flutningabils- ins i Stykkishólmi verður viðtak- andi sjálfur að sækja. Tökum dæmi um bónda hér sem pantað hefði slatta af fóður- bæti. Fyrst þyrfti hann að greiða fyrir flutninginn vestur I Hólm (sem mun jafnvel vera dýrara en að fá vöruna hingaö aö bryggju með Baldri). Þvi næst yrði hann að hringja i umboðsmann vöru- flutningaaðilansf Stykkishólmi til aö ganga úr skugga um hvort varan sé komin, og siðan leita uppi einhvern vörubflstjóra til að koma vörunni um borð i póstfiski- bátinn að morgni brottfarar, trúlega á laugardegi: sem sagt helgidagakaup. Að lokum yröi hann svo að greiða fyrir flutning- inn með bátnum hingað út. Ut- koma þessa dæmis yröi væntan- lega sú að flutningskostnaðurinn yrði a.m.k. helmingi meiri en meö Baldri beint frá vöruskemm- um Rikisskips, — fyrir nú utan ónæðið sem af þvf hlytist að þurfa að fylgja vörunni eftir simleiðis og greiða mörgum aöilum flutn- inginn I stað eins. Hagsmunir Baröstrendinga En það eru ekki aðeins við eyjaskeggjar sem eigum mikið undir fraktferðum Baldurs komið. Barðstrendingar eiga þar einnig mikilla hagsmuna að gæta. Verði alvara gerð úr þvi ólánsáformi að leggja Baldri munu þeir neyðast til að fá þungavöru sina flutta sjó.leiðis til Patreksfjarðar og þaöan yfir fjallveg sem aö vetrarlagi er oft mjög erfiður yfirferðar. Einnig hefur Baldur flutt bila yfir fjörð- inn og auðveldaö þannig mörgum akandi Barðstrendingi að fara ferða sinna suður á bóginn þegar ófært er orðið landveg um norður- firöi Bráðafjaröar. Nú er það ekki á minu valdi aö negla þessi orö min niður meö hreinum tölum um þann fjárhagslega skaða sem áform þetta mundi hafa I för með sér fyrir hina föstu viðskiptavini Baldurs hf, né heldur veit ég hversu stór útgjaldaliður rlkis- kassans þarna er í húfi, en um það munt þú geta upplýst sjálfan þig fyrirhafnarlltiö þar eö rflriö er stærsti hluthafi þessa útgeröar- félags. En eitt mun þó augljóst hverjum manni: Með þvl að leggja Baldri dregur rikið úr út- gjöldum sinum til samgöngumála og skeröir um leið hlut þeirra enn meir sem veriö hafa afskiftir i hinni öru samgönguþróun undan- farinna áratuga. Af hverju er tap á flóabátnum? Þaö er vitað mál að Baldursút- geröin hefur barist I bökkum fjárhagslega undanfarin ár. Oft hefur legið við aö skipið stöövað- ist vegna þess að ekki hafa veriö til peningar fyrir oliu eða launum áhafnarinnar. Rekstur þess virö- ist hafa verið tilviljunum háður meir og minna, oltiðáskyndiverk* efúum, svo sem sandflutningi eöa áburðarflutningum, sem fleytt hafa útgerðinni yfir verstu sker- in. En nú virðist komið að enda- lokunum, strandið blasa við, og ekki önnur verkefni I framtiöinni fyrir þetta prýðilega skip en aö ferja túrista og bila þeirra yfir Breiðafjörö á sumrin. En hvaö veldur? Getur þaö veriö að Breið- firðingar séu svo þurftarsmáir um aðdrætti úr höfuöborginni að litlu vöruflutningaskipi þurfi að leggja vegna verkefnaskorts? Nei, ég ætla að ástæðan sé önnur. Hún felst fyrst og fremst i þvl aö einstaklingar og fyrirtæki hér við fjörðinn notfæra sér ekki þessa þjónustu Baldurs nema i litlum mæli, en kjósa heldur vöruflutn- ingabilana. Ég á bágt með að skilja hvers vegna. Sú tið er ekki löngu liöin aö skip voru einu flutn- ingatæki okkar islendinga. Og hvað er i rauninni sjálfsagðara? Landið er lltið, byggö er nær öll með ströndum fram og hafnir margar og góðar. Nei, bíll skal þaö vera. Og um aHt þetta viðkvæma vegakerfi okkar skreiðast tiu tonna þungir drekar sökkvandi niöurúr þunnu malarlaginu, fullhlaðnir vörum sem með miklu hægara og ódýr- ara móti mætti flytja sjóleiöis — ódýrara bæði fyrir kaupandann og rflúð. Eöa skyldu forsvars- menn stærsta hluthafa Baldúrs hafa reiknað út hversu mikið mætti spara I viðhaldi vega- kerfisins, segjum á leiðinni frá Borgarnesi og vesturá Snæfells- nes, með þvi að koma einhverju af umferðaþunganum yfirá öldur Faxaflóa og Breiöafjarðar? Mér býður i grun að þaö yröi mun hærri upphæð en sú sem nú er um að ræða þegar Baldri skal lagt. Nú siösumars var i Stykkishólmi haldinn stjórnar- fundur Baldurshf þarsem fjallað var um vandræöi þau sem aö steðjuðu og fyrirhugaða stöðvun. Fundþennan sat fulltrúi frá sam- gönguráðuneytinu og kvaö hafa borið sig illa undan þvi aö rikis- styrkurbátsins yrði aukinn. Samt mun hafa verið ákveðið að reyna allar leiöir til þess að svo yrði. Og nú spyr ég: Hefur það verið gert? Eða var það kannski þegjandi samkomulag stjórnarmanna undir niöri að Baldri skyldi lagt? Byggðinni á Breiöafiröi ógnaö Eins og ég vona að þegar sé oröið ljóst mun það verða okkur, Ibúum hinna svokölluöu Vestur- eyja á Breiðafirði, mikiö reiðar- slag ef Baldri verður lagt og við látin hlita pinhverri bráða- birgðalausn á samgöngumálum okkar. Fyrir okkur er það ekki aöeins hagsmunaatriöi aö Baldur gangi áfram, heldur einnig tilfinningalegt. 1 einangrun þeirri sem okkur er búin skipar bátur þessi ákveöinn sess i hugum okk- ar. Okkur þykir vænt um hann, við erum stolt af honum og skip- ver jar hans eru kunningjar okkar og vinir. Baldur hefur um árarað- ir verið einu sjáanlegu tengsl okkar við umheiminn og reglu- bundin koma hans hefur meö vissum hætti verið okkur trygg- ing þess að hér væri búandi. Einkum á þetta við á veturna þegar einangrun okkar er slik — sökum þess hvað samgöngur eru strjálar — að mánuöir liða án þess nokkur gestur sæki okkur heim. Og nú, þegar vetur ferað, á skyndilega að svipta okkur þessu öryggistákni. Þeir sem eitthvað þekkja til sögu Breiðafjarðareyja vita aö eitt sinn var hér blómleg byggð svo fáar geröust slíkar hér á landi. Þegar fólki tók fyrir alvöru aö fækka hér i Flatey undir miö- bik aldarinnar var veigamikil or- sök þess breyttir samgönguhætt- ir. Aðuren hlutverk bilanna varð slikt sem það er, var Flatey miö- stöö verslunar fyrir allan norðan- verðan Breiðafjörö og jafnframt liflegt útgerðarpláss. Ibúar voru hér flestir nokkuð á þriðja hundr- að á öörum áratug aldarinnar, — nú eru I Flatey yfir vetrarmánuð- ina aðeins um tuttugu sálir og aö auki eru aðeins Svefneyjar og Skáleyjar I byggð. Borgarfjaröarbrúin og Breiöafjöröur Já, við erum ekki ýkja mörg aö höfðatölu og eflaust erum viö þjóðfélaginu nokkuö kostnaðar- söm þar eð reynt hefur verið aö veita okkur lágmark þeirrar þjónustu sem sjálfsögð er talin af landsmönnum. En nú þykir ástæða til aö draga eitthvað úr örlætinu, enda erfiðir timar framundan og mörg fjárfrek verkefni sem biða úrlausnar hjá samgönguráðuneytinu, svo sem einsog það hvernig halda megi áfram með akveginn hans Halldórs E. yfir Borgarfjörð. Þarna er einfaldur höfðatölu- reikningur á ferðinni og hvorki spurt um sanngirni né nauðsyn. Auövitað koma margfalt fleiri til með að njóta góös af þessum brúarvegsspotta á fáeinum mánuðum þegar honum lýkur, helduren Baldri hefur tekist að safna i þjónustuskrá sina allan sinn starfetíma, og samkvæmt sömu regluhefur Baldur sjálfsagt verið þúsundfalt dýrari á hvert höfuði sinum feröum en brú þessi veröur sérhverjum er yfir hana skýst i framtiðinni. En eigi þessi regla að hafa fullt framkvæmdagildi, er þá ekki allt eins gott að gánga hreint til verks og leggja rikisómaga einsog Flateyjarhrepp niður? Þvi hvað Baldursmáliö snertir, þá er spurningin ekki um það hvort rflrið hafi efni á að halda Baldri úti til vetrarferða sinna, heldur hitt hvort rikið hafi efni á að halda úti byggð i Breiöafjaröar- eyjum eða ekki. Flatey, 17.9. Jón Ýngvi Ýngvason Greinarhöfundur, Jón Ýngvi Ýngvason, slmstöðvarstjóri I Flatey. Ljósm. — eik. Skipstjórinn hefur kvatt og nú er ekki annað eftir en að leggja bátnum. Jón Daibú Ibrúnniá Baldri. Ljósm. — eik. wammm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.