Þjóðviljinn - 03.10.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.10.1978, Blaðsíða 3
Bretland Þriðjudagur 3. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 ERLENDAR FRÉTTIR r~ í stuttu máli _______________ Forseti Líbanon œtlar að mynda nýja stjórn BEIRUT, 2/10 (Reuter) — Forseti Llbanon, Elias Sarkis skýröi frá þvi i dag, aö hann hyggöist mynda nýja rikisstjórn I von um bætt ástand i landinu. Einnig sagöist hann gera öryggisáætlun sem enda ætti aö binda á bardagana milli hermanna kristinna manna og sýrlensku friöarsveitanna. Útvarp falangista skýröi frá þvi aö þrjátiu og tveir menn heföu látiö lifiö i átökunum sem nú eiga sér staö. Bardagarnir náöu há- marki á laugardag, en þá létu tvö hundruö og fimmtiu manns lifiö. Voru þaö verstu bardagar sem oröiö hafa siöan borgara- styrjöldinni lauk fyrir tveimur árum. Forsetinn skýröi ekki nánar frá öryggisaögeröum þeim sem hann hefur i huga, en taliö er aö hann muni reyna aö takmarka svigrúm sýrlensku friöarsveitanna sem bundu enda á borgar- styrjöldina. I byrjun var sýrlendingunum fagnaö af kristnum mönnum en nú er öldin önnur. *■ Tveir ítalir handteknir í Milano MILANO, 2/10 (Reuter) — Aö sögn itölsku lögreglunnar handtók hún I gær mann semgrunaöur er um aöild aö Aldo Moro-ráninu í vor. Maöur þessi heitir Antonio Savino og slapp úr fengelsi í fyrra, en þar sat hann sakaöur um mannrán. Hann var handtek- inn I gær eftir skotbardaga viö lögregluna fyrir utan heimili hans. Auk hans, segist lögreglan hafa handtekiö konu eina, en lét nafns hennar ekki getiö. Alvarlegar afleiðingar flóðanna á Indlandi NÝJA DELHI, 2/10 (Reuter) — Unniö er nú sleitulaust aö björg- unar-oghjálparstarfiá svæöum þeim I Vestur-Bengal sem verst uröu úti I flóöum þeim, sem talin eru hin mestu á þessari öld. Tvö hundruö manna er saknaö úr þorpinu Laudoha, en annars staöar er enn fieiri saknaö. Fæöuskortur veröur æ alvarlegri og segja yfirvöld aö þörf sé fyrir tuttugu þúsund tonn af hveiti og fimm þúsund tonn af hrfs til Ibúa flóöasvæöanna. Flóöin hafa eyöilegt helming kolafram- leiöslu Indverja. Attatiu kolanámur eru undir vatni, og er fjöru- tiu öörum hætta búin. Fylkiö Uttar Pradesh á Noröur-Indlandi hefur beöiö yfirvold um þrjú hundruö sjötiu og fimm milljónir dollara til aö bæta megi tjón þaö sem oröiö hefur vegna flóöanna, auk þess sem beö- iö er um fjörutiu þúsund tonn af hveiti. Bretar hneykslaðir yfir skaðabótakröfum Frakka LONDON, 2/10 (Reuter) — Talsmenn tryggingafélagsins Lloyds I London hafa lýst skaöabótakröfum franskra yfirvalda vegna Amoco Cadiz-slyssins sem fáránlegum. Amoco Cadiz var oliuflutningaskip sem strandaöi I mars fyrir utan strendur Bratagne-skaga og hefur ollan valdiö geigvæn- legri mengun þar um slóöir. Frönsk yfirvöld hafa krafist þúsund milljóna dollara I skaöa- bætur, en talsmenn tryggingafélagsins segja aö alþjóölegur samningur hefi veriö geröur I júll 1975, sem takmarkaöi skaöa- bætur viö 16,7 milljónir dollara og hafiFrakkar skrifaö undir þennan samning. Segja þeir aö sú fjárhæö sé nú 1 höndum franskra yfirvalda. Franska rlkisstjórnin krefst þrjú hundruö milljón dollara I skaöabætur, en áttatíu og átta bæjarfélög á Bretagne-skaga krefjast 750 milljóna. Breskir hermenn skjóta almennan borgara til bana BELFAST, 2/10 (Reuter) — Noröur-Irska lögreglan skýröi frá þvi I dag, aö á laugardag heföu breskir hermenn skotiö ungan mann til bana I misgripum. Maöurinn var aö fara aö skjóta fugla, en hermennirnir hfeldu hann vera Irskan skæruliöa og skutu hann meö fyrrgreindum afleiöingum. Maöurinn hét James Taylor og var aöeins tuttugu og þriggja ára aö aldri. Frændi piltsins skýröi frá þvi aö atburöir laugardagsins heföu fylgt I kjölfar athugasemda hermanna vegna sprungins hjólbaröa á bll fuglaskyttunnar. Rannsókn hefur leitt I ljós aö Taylor hefur aldrei komist I kast viö lögin. Um þessar mundir er einnig veriö aö rannsaka svipaö mál, er breskir hermenn skutu sautjan ára dreng til bana, og sögöu atburöinn hafa veriö hörmulega slysni. Viðtœkar mótmœlaaðgerðir i Iran á sunnudaginn TEHERAN, 2/10 (Reuter) — Iranska dagblaöiö Kayhan skýröi frá þvi I dag aö sex menn heföu látiö llfiö I gær I átökum viö lög- regluna, I bæjum sem herlögin ná ekki til. Aö sögn blaösins létu fjórir menn llfiö I Kermanshah en tveir I Doroud, en báöir bæir eru I vesturhluta Irans. Viöa annars staöar fóru mótmælaaögeröir fram, en stærsti stjórnarandstööuflokkurinn, Þjóöarflokkurinn boöaöi til alls- herjarverkfalls I gær, sunnudag, en þaö er almennur vinnudagur I tran. Tilgangur aögeröanna var aö mótmæla aögeröum yfir- valda I trak, sem nú halda Iranska trúarleiötoganum Khomeiny I stofufangelsi. Khomeiny er aöaleiningartákn andstööunnar viö keisarann. Hann hefur veriö I útlegö frá heimalandi slnu siöustu ár og búiö i Irak. Yfirvöld I Iran neita öllum fullyröingum um aö Khomeiny sitji I stofufangelsi I nágrannalandinu. Góö samstaöa var á sunnudag, og voru flestar verslanir I höf- uöborginni lokaöar sem vföa annars staöar i landinu. V erkamannaflokkurinn hafnar efnahagsstefnu ríkisstj ór narinnar BLACKPOOL, 2/10 (Reuter) — A árlegu þingi Verkamanna- flokksins sem nú stendur yfir i Blackpool, var efnahagsstefnu rikisstjórnarinnar hafnaö i dag. Þetta mun vera stærsta áfall sem Callaghan forsætisráöherra hefur oröiö fyrir siöan hann tók viö cm- bætti fyrir tveimur árum. Þd þykir ekki liklegt aö hann muni segja af sér. Sérstakri andstööu mætti sú áætlun stjórnvalda aö frysta kaup, en um þessar mundir eru fimmtiu og sjö þúsund starfs- menn Ford-verksmiöjanna I verkfalli til aö knýja fram 5% kauphækkun. Andstæöingar stefnunnar eru aöallega verkalýösforingjar. Foríngi kolanámuverkamanna Joe Gormley ráðlagöi stjórn- völdum að blanda sér ekki inn I launasamninga i vetur. James Callaghan beiö mikinn ósigur á þingi Verkamanna- flokksins. Eina dagblað blökku- mannaí Ródesíu bannað SALISBURY, 2/10 (Reuter) — Skæruliöar blökkumanna hafa sprengt brú á vegi sem liggur frá Salisbury til Suöur-Afrlku. Vegur þessi er geysilega mikilvægur samgöngum þar á milli. Briiin lá yfir ána Tokwe, sem er i tvö hundruö og fimmtfu kflómetra fjarlægö frá landamærum Suö- ur-Afriku. Skýrt var frá I Salisbury I dag, aö yfirvöld hefðu bannað útgáfu eina dagblaðsins sem gefiö er út fyrir blökkumenn, Zimbabwe Times. Blaöiöergefiðút I tuttugu þúsund eintökum og hefur þaö hvatt til samningaviðræðna viö skæruliðasamtök blökkumanna. Blaðiö er I eigu bresks alþjóöa- fyrirtækis og þykir hliöhollt Nkomo foringja ZAPU, frelsis- hreyfingar Zimbabwe. Ritstjóri Zimbabwe Times getur átt yfir sér sjö ára fangelsisdóm vegna brots á ritskoöunarlögum. Yfir- völd vildulitiðsegja um máliö, en sögöublaöiöógna öryggi almenn- ings. Ritstjórinn sagöist aftur á móú trúa á lýöræði og vildi hann kynna viðhorf allra leiötoga blökkumanna. Sem afleiöing bannsins, missa þrjú hundruö menn atvinnu sina en aöeins sex þeirra eru hvitir. Formaöur Blaöamannafélags Ródesiu, Michael Hartnack sagöi útgáfubanniö bera vott um rit- sko öuna rbr jálæö i. góður ritari óskast enskukunnátta naubsynleg bókfærsluþekking æskileg Margt námsefni Bréfaskólans stuólar beinlínis aö því aó auka hæfni fólks á vinnumarkaönum. Þar á meðal er vélrit- un. Þér er sent allt sem til þarf annað en ritvélin. Tungu- mála- og bókfærslukennsla stendur þér til boöa og margt, margt fleira. Hringdu í síma 81255. Bréfaskólinn Suóurlancisbraut 32. 105 Reykjavik Simi 8 12 55.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.