Þjóðviljinn - 03.10.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.10.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN i Þriðjudagur 3. október 1978 Umsjón: Magnús H. Gíslason ÚTGERÐ Seiðagengd hefur seinkað rækjuveiðum — Hér hefur verið sæmileg atvinna i sum- ar eða frá þvi um miðj- an -júni, er bátarnir byrjuðu með dragnót- ina og fram að siðustu mánaðamótum. Siðan hefur nokkuð dregið úr atvinnu. Þannig fórust fréttaritara Þjóðvilj- ans á Bildudal, Ingi- mar Júliussyni, orð i viðtali við Landpóst laust fyrir siðustu helgi. Sumir afla vel, aðrir miður A þessum tima voru þrír bátar hérá dragnót og fiskuðu á- gætlega. Aörir þrir voru á skaki en afli þeirra var misjafn. Þessi . fiskur var nú uppistaðan i vinn- unni i frystihúsinu. Þeir eru raunar með tvo báta, Hafrúnu og Steinanes, en þeir hafa legið mikið i sumar, bæði vegna við- gerða og rekstrarörðugleika. Steinanes var þó um tima i júli á trolli en aflaði litið. Svo byrjuðu þeir hér á linu- veiðum ummiðjan mánuðinn en það er mjög tregur afli hjá þeim, enn sem komið er, enda segja þeir að það sé mikið af togurum hér úti fyrir. En það gæti nú ræst úr þvi. En Hafrún liggur hér við bryggju og hefur svo verið um tima. Sagt er að hún muni vera til sölu. Þrátt fyrir þetta hefur þessi afli nægt til þess, að fólk hefur haft vinnu hjá Fiskvinnsl- unni þennan tima. Svo hefur landað hér, nú i þessum mánuði, báturinn Birgir frá Patreksfirði, — einum tvisv- ar sinnum, — dálitlum slatta af grálúðu. Það er nú aöallega sá fiskur, sem við höfum haft við vinnsluhér iþessum mánuði þvi dragnótabátarnir hættu flestir um mánaðamótin og dekkbát- arnir einnig. Einn þeirra hefur þó verið að þar til i dag. Hann mun vera búinn að fá um 160 tonn frá því i júli. Hörpudiskur Einn bátur hefur verið hér á hörpudiskaveiðum. Aflinn hefur verið unninn hjá Rækjuveri h.f. Þessar veiðar hafa gengið vel og raunar hefur varla verið hægt að afkasta öllu meira i verksmiðjunni. Þessum veiðum lauk nú um miðjan mánuðinn. Rækjan Rækjuveiðin byrjar hér vana- lega 1. eða uppúr 1. október. Við vitum þó ekki hvernig það verð- ur núna þvi það er, eðaa.m.k. var töluverð seiöagengd hér I firðinum. Ég veit ekki til þess að það sé búið að athuga það á nýhvað þvi llöur; það gæti þvi dregist að rækjuveiðin byrjaöi. Bæði skakbátarnir og dragnóta- bátarnir munu fara á rækju- veiðar þegar þær verða leyfðar, þeir eru þegar undir það búnir að mestu leyti a.m.k. Byggingar Byggingaframkvæmdir hafa verið nokkrar hér i sumar en þó aðallega unnið við hús, sem byr jað var á á s-.l. ári eða fyrr. Veriðer að grafafyrir grunni að stækkun á verksmiðjuhúsi Rækjuvers h.f. og mun það verða nokkuð stór bygging. Engar framkvæmdir hafa verið hjá hreppnum i súmar. Kennaraskortur Skólinn er ennþá ekki byr jað- ur en ætti þó að vera það. Ég veit ekki hvernig það er með kennara. Skólastjórinn, sem hér hefur verið og konahans, fluttu burtu, en þau voru bæði kenn- arar hérna og ég veit bara ekki hvort ennerbúiðaðfákennara I þeirra stað. Vonandi tekst það en illt er að skólinn skuli ekki geta tekið til starfa á eðlilegum tima. Verið var hinsvegar að setja tónlistarskólann hér i gær, en hanner einskonar útibú frá tón- listarskólanum á Patreksfirði. Við tónlistarskólann er aðeins einn kennari. Tónlistarkennsla fór og fram hér i fyrra vetur. Ég veit ekki gjörla um aðsókn að skólanum núna en i fyrra hafði einn kennari nóg að gera. Baldur fer hamförum Leikfélagið okkar, Baldur, sýndi Skjaldhamra Jónasar Arnasonar hér i vor og viða um Vestfirði. Núhefur það á nýhaf- ið sýningar á leikritinu. Er búið að sýna leikinn fimm sinnum hér heima og um siðustu helgi fór félagið til isafjarðar og Bolungarvikur og sýndi þar. Eru sýningarnar þá orðnar 15. Aðsóknhefur verið mjög góð og undirtektir ágætar. Leikstjórinn er Kristin Anna Þórarinsdóttir. Engin slátrun Hér á Bildudal verður vist engin sauðfjárslátrun i haust. SláturhUsið er i lamasessi. Það er verið að breyta gamalli niðursuðuverksmiðju i slátur- hús. ij/mhg Svo sem áður hefur komið fram i fréttum hér i blaðinu þá eru f jór- ir dekkbátar gerðir út frá Hrisey, að sögn fréttaritara Þjóðviljans þar, Guðjóns Björns- sonar. Skal þeirra nú getið nánar: Þorfinnur Hann er 6 tonn. Eigandi hans er Aslaugur Jóhannsson. Aslaugur hefur „róið einn á báti” á þessu ári. 1 vor var hann á grásleppu- veiðumog gerðiþáút frá Flatey. hannþannig búinn að stunda sjó- inn I meira en 40 ár. Eyfell Eyfell er 10 tonn og eigendur þess eru Hörður Snorrason og'óli Björnsson. Þeir voru á netaveið- um fram á vor og öfluðu 160 tonn. Úr þvi fóru þeir á handfæraveið- ar. Sagði Óli að færaafli heföi verið lélegur og „helst ekki fisk að fá fyrr en fram undir Kolbeins- ey". NU búast þeir félagar á neta- veiðar. Haförn Haförn er 27 tonn. Eigandi er Jóhann Sigurbjörnsson. Hann stundaði netaveiðar og fékk 220 Hrisey. Valþór og fleiri Valþór hefur og verið gerður Ut frá Hrisey en hann er i eigu Óskars Hermannssonar á Akureyri. Hefur hann stundað handfæraveiðar. Óskar var ekki viðlátinn er fréttamaður hugðist ræöa við hann. Þá munu, fyrst um sinn, tveir dragnótabátar frá Dalvik leggja upp afla sinn i Hrisey, Vinur og Otur. Sömuleiðis 36 tonna bátur frá Litla-Arskógsandi, Vinur, sem þeir bræður, Gylfi og Brynj- ar Baldurssynir, hafa nýlega keypt. Þeir hyggjast bráðlega hefja dragnótaveiðar en fara sið- an á net. Munu þeir leggja aflann upp i Hrisey, i vetur a.m.k. (Heim.: Norðurland). gb/mhg Útflutningur á fersku dilkakjöti Parisar, þangað sem þeir voru komnir morguninn eftir. Kaup- mannahafnarkjötið var komið i búðir þar samdægurs en Parisar- kjötið var sent áfram til Grenoble og selt þar. Tilraun þessi var gerð að undir- lagi Markaðsnefndar, sem land- búnaðarráðuneytið skipaði á sið- asta ári. Staöfest hefur veriö að utan, að báðar sendingarnar hafi náð áfangastað I mjög góðu ásig- komulagi, og einnig hafa borist fregnir af þvi, að i Kaupmanna- höfn hefðiþettakjöthorfið eins og dögg fyrir sólu i verslunum. Hinsvegar sýndi það sig við þessa tilraun, aö verðið, sem fékkst fyrir kjötið i Frakklandi er of lágt til þess að grundvöllur sé fýrir þvi, að halda áfram slikum útflutningi þangaö. Stafar það fyrst og fremst af þvi, að Islendingar þurfa að greiða sér- stakan verðtryggingartoll af kjöt- inu þar i landi. P Danmörku þótti verðið einnig full lágt, en þó hefur verið ákveð- ið að halda áfram tilraunasölum þangað, i þeirri von, að þar verði hægt að skapa aukna eftirspurn, sem siðan myndi leiöa til hækk- andi verðs. Af þeim sökum hefur veriðákveðiöað senda aðrasend- ingu þangað. Verður hún mun stærrien hin fyrri, eða 4 tonn, og siðan er ætlunin, að senda viku- lega kjöt með flugi til Kaup- mannahafnar sláturtiðina Ut. (Heim.: Sambandsfréttir) —mhg Aflinn var 33 tunnur af hrognum. Að grásieppuveiðunum loknum fór Aslaugur á handfæri og telur sig muni hafa aflað 15 tonn á færin. Aslaugur byrjaði sinn sjó- mannsferil 9 ára gamall og þá á linu, með Jónasi Jóhannssyni. Er Búnaöar- blaöið Freyr 1 seinasta hefti Freys, sem blaðinu hefur borist, er eftir- greint efni: Að búa betur að sinum, forustugrein. Nýr kjötmats- formaður og nýjar reglur fyrir kjötmat, (Jónmundur ólafsson, kjötmatsformaö- ur, hefur nú látið af störfum eftir langa og góða þjónustu en við tekið Andrés Jó- hannesson frá Sturlu-Reykj- um). Einkunnir hrúta á sæðingarstöðvum, eftir Jón Viðar Jónmundsson, Skýrsla um brautskráða búfræðinga 1978. RefabUskapur— ný bú- grein mikilla möguleika, viðtal Júliusar J. Daniels- sonar við Sigurjón Bláfeld Jónsson, loðdýraræktar- ráðunaut Búnaöarfélags íslands, Landssamband veiðifélaga 20 ára. Birt er fundargerð siðasta aöal- fundar og skýrsla formanns sambandsins, Þorsteins Þor- steinssonar á Skálpastöðum um störf stjórnarinnar frá aðalfundi 1977. Þá eru og nokkrar tölulegar upp- lýsingar um veiöimál. Flokkun og mat á gærum, eftir Svein Haligrimsson. Ofbeit — offramleiðsla, hug- leiðingar um landnýtingar- mál, eftir Ólaf R. Dýrmunds- son, landnýtingarráðunaut ogloks eru Erlendir þættir. —mhg tonn á vertiðinni. Siðan prófaði Jóhann handfærin en gafst illa. Varð hann fyrir mikium vélarbil- unum og fleira var öndvert. NU hefur Haförnin hinsvegar farið þrjá róðra með dragnót og fengið 40 tonn, mestmegnis kola. Kolann sagði Jóhann vera á litlum svæð- um og yrði trúlega stutt i honum ef margir stunduðu þær veiðar. Fyrir nokkru var gerð tilraun til þess að flytja út ferskt dilkakjöt með flugvélum til Danmerk- ur og Frakklands. Nánar tiltekið var þessu þannig háttað, að kjötskrokkar af dilk- um, sem slátrað vará Selfossi 11. sept., voru settir i sérstaka um- búðakassa, tveir og tveir samap, og hinn 13. sept. fóru svo 100 skrokkar með þotu Flugleiða til Kaupmannahafnar og 88 skrokk- ar með annarri þotu til Luxem- borgar. Hinir siðarnefndu voru svo sendir áfram með bifreið til í HRÍSEY

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.