Þjóðviljinn - 03.10.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.10.1978, Blaðsíða 6
6 S|ÐA — ÞJOÐVILJINN! Þriðjudagur 3. október 1978 0 att C&7f>ákottartcnat DANSKENNSLA í Reykjavik-Kópavogi-Hafnarfirði Innritun daglega kl. 10-12 og 1-7. Börn-unglingar-fullorðnir (pör eða einst.). Nýútskrifaðir kennarar við skólann eru Níels Einarsson og Rakel Guðmundsdóttir Kennt m.a. eftir alþjóðadanskerfinu, einnig fyrir BRONS — SILFUR — GULL. ATHUGIÐ: ef hópar, svo sem félög eða klúbbar, hafa áhuga á að vera saman i timum, þá vinsamlega hafið samband sem allra fyrst. — Góð kennsla — Allar nánari upplýsingar í sima 41557. Blaðberar RUKKUNARHEFTIN eru tilbúin. Vin- samlegast sækið þau á afgreiðsluna. MOtMUINN Siðumúla 6, simi 8 13 33 Afgreiöslan opin frá kl. 9 til 17 mánud.-föstud. a§ Gtrlendum vettvangi „Upprisa” Aldo Moros Ef til vill muna menn enn eftir atburöunum á ttaliu 1969 til 1974: Þá virtist alger upplausn vofa yf- ir landinu, einhverjir dularfullir „stjórnleysingjar” frömdu I si- fellu sprengjutilræöi, sem kost- uöu fjölmarga menn lifiö, og lög- reglan virtist ekki ráöa viö neitt, þótt hún tæki aö visu nokkra „stjórnleysingja” höndum. Þess- ir atburöir sigldu I kjölfar stúd- entauppreisnanna 1968, og stóð ekki á fjölmiðlum vesturlanda aö kenna upplausnaröfium meöal stúdenta um þetta ástand. En eft- ir 1974 kom sannleikurinn loks i Ijós: forsprakkar þessara sprengjutilræöa voru alls ekki neinir byltingarsinnaðir stúdent- ar og heldur ekki stjórnleysingjar (þeir sem teknir höföu veriö höndum voru allir saklausir) heldur italskir fasistar. Markmiö þeirra var aö skapa upplausn i landinu og búa i haginn fyrir valdarán hersins og myndun fas- istiskrar einræðisstjórnar. Þetta valdarán fór þó reyndar út um þúfur og þá komst allt upp, — en það var athyglisvert hve miklu slælegar iögreglan gekk nú fram i þvi aö hafa upp á þessum sam- særismönnum en ofsækja vinstri sinnaöa menn áöur. Þvi er verið að rifja upp þessa atburði hér, að ástandið á ttaliu nú minnir að vissu leyti á þennan tima þegar hægri sinnaðir undir- róðursmenn reyndu að grafa und- an lýðræði i iandinu; ýmsir und- arlegir atburðir hafa gerst, og veit enginn hver stendur að baki þeirra og hver er tiigangurinn. Fjórum mánuðum eftir að Aldo Moro, leiðtogi kristilegra demó- krata, var myrtur, 9. mai i vor, kom hann aftur fram á sjónar- sviðið i itölskum stjórnmálum og olli þar jafnvel ennþá meiri rösk- un en meðan hann \ar á lifi: „Hann er jafnvel ennþá þyngri dauður en lifandi”, sagði einn af flokksmönnum hans. t kringum þessa „upprisu” Moros er vægast sagt mjög undarlegt andrúmsloft. Þessir atburðir hófust 11. september: Þá er það skyndilega blásið upp á ttaliu að i bók franska sósialistaleiðtogans Francois Mitterrand, „Býflugan og húsasmiðurinn”, sem var þá aö koma út f Frakkalndi, séu nýj- ar upplýsingar um ránið á Moro, sem Bettino Craxi, leiðtogi italskra sósialista, hafi trúað Mitterrand fyrir. (Franski leið- toginn benti reyndar á að bókar- kaflinn með þessum „uppljóstr- unum” hefði birst i málgagni franska sósialistaflokksins i mai án þess að vekja neina sérstaka athygli). Kjarni málsins var á þá leiö að Mitterrand haföi eftir Craxi að italskir sósialistar hefðu beitt sér fyrir þvi á bak við tjöld- in að fallist yröi á að náða einn „hryðjuverkamann” til að bjarga lifi Aldo Moros. Þessi afstaöa kom Itölum mjög á óvart, þvi aö sósi,alistar höfðu aldrei talað um slik skipti meðan Moro var á valdi ræningjanna, og auk þess fannst ttölum nokkurrar beiskju gæta hjá Craxi i garð kommún- ista og kristilegra demókrata fyr- ir að þeir hefðu algerlega neitað öllum samningum við „rauðu sveitirnar”. Skömmu siðar fékk ritstjórn i- talska stórblaðsins „Corriere della sera” undarlegan böggul i pósti; það voru átta bréf, sem Aldo Moro hafði sent meðan hann var fangi ræningjanna. Enginn vissi hver hafði sent þennan pakka — enda áttu bréfin að vera i algerri leynd hjá rannsóknar- dómaranum sem hafði málið með höndum. „Corriere della sera” birti þau þegar i stað. Þessi bréf vöktu gifurlega at- hygli. ttalski rithöfundurinn Leonardo Sciascin lýsti þvi yfir ? Aldo Moro fangi „Rauöu sveitanna” viðtali 17. september að hann væri að skrifa bók um „bréf Aldo Moros”. Taldi hann að menn hefðu átt að reyna að semja við hryðjuverkamennina þar sem fangi þeirra óskaði sjálfur eftir þvi, og hefði Moro verið „drepinn tvisvar sinnum”: fyrst hefðu mannræningjarnir tekið hann af lifi en siðan hefðu kommúnistar, kristilegir demókratar og blaða- menn yfirleitt gert það sama með þvi að gefa almenningi ranga mynd af hinum myrta leiðtoga. Stjórnmálamenn i Róm velta þvi nú mjög fyrir sér hver skipu- leggi svo kænlega „upprisu” Aldo Moros, — hver hafi hag af þvi að þetta mál verði aftur á dagskrá. Sósialistar halda þvi fram að birtingu bréfanna og áróðursher- ferðinni i kringum bókarkafla Mitterrands sé beint gegn þeim: ætlunin sé sú að koma þvi orði á þá að þeir hafi viljað „gefast upp” fyrir hryðjuverkamönnun- um og séu þeim jafnvel samsekir. Kristilégir demókratar og komm- únistar telja hins vegar báðir að leikurinn sé til þess gerður að koma þvi orði á þá að þeir séu ómannúðlegir og miskunnarlaus- ir og hugsi ekki um annað en is- kalda hagsmuni rikisins. Komm- únistar haida að það eigi að koma ábyrgðinni af dauða Moros á þá eingöngu og reyna þannig að slita þá úr tengslum við þingmeirihlut- ann. Gagnkvæmar grunsemdir hafa þvi kviknað meðal italskra stjórnmálamanna, en þeir eru þó allir sammála um eitt: hér er á ferðinni raunverulegt „samsæri” — einhverjir óþekktir aðilar eru að reyna að veikja stjórnmála- stöðuna i landinu með þvi að not- færa sér Moro-málið á kænlegan hátt. Þetta hefur ýtt undir alls kyns bollaleggingar um það sem áður hefur gerst i þessu máli. Það kemur lika fljótt i ljós við athug- un, að rannsókn þess hefur gengið mjög undarlega. Kvöldið 13. september var Corrado Alunni handtekinn, en hann var grunaður um að vera foringi þeirra „Rauðu sveita”, sem rændu Moro og e.t.v. aðal- skipuleggjandi ránsins. Fyrsta verk lögreglunnar i Milanó, sem náöi honum, var. að gera innan- rikisráðuneytinu viðvart og fara fram á að ekkert yrði látið uppi um þetta mál, svo að lögreglan fengi svigrúm til að gera frekari rannsóknir. En það stoðaði litiö, aðeins tveimur klukkustundum siðar vissublöðin þegar allt. hver gaf þeim upplýsingarnar? Fleiri spurningar hafa komið fram: Hvernig tókst tveimur félögum „Rauðu sveitanna”, Nödiu Mantovani og Vincenzo Guaglioardo, sem voru undir ströngu eftirliti, aö flýja burtu og skýla sér neðanjarðar 25. júli? Hvers vegna var Enrico Triaca, félagi úr þessum samtökum með miða að ókeypis kvikmyndasýn- ingu fyrir lögregluþjóna i vasan- um þegar hann var handtekinn 17. mai? Hvers vegna hefur lög- reglan verið svo sein að notfæra sér upplýsingar, sem almenning- ur veitti henni — t.d. upplýsingar konu frá Flórens, sem hafði séð Alunni i ágústmánuði? Og hvers vegna eru rannsóknardómararn- ir fyrst núna að hugsa um aö yfir- heyra vini Moros, sem hafa þrá- faldlega komiö með yfirlýsingar sem benda til þess, að þeir viti sitthvað athyglisvert um málið? Þessar spurningar eru i rauninni allar ein og sama spurningin: Hver kemur i veg fyrir að lög- regla og dómarar geti starfað á eðlilegan hátt i þessu máli? Þessi hugmynd um samsæri fær einnig stuðning af ýmsum undarlegum atriðum i sambandi við ránið á Moro; þá var oft bent á að yfirlýsingar „Rauðu sveit- anna” sýndu svo furðulega ná- kvæma þekkingu á leynilegum flækjum i itölsku stjórnmálalifi, og kannske sérstaklega i sjálfum flokki kristilegra demókrata, að ekki væri liklegt að hér væru á ferðinni einhverjir vopnaðir „utangarðsmenn” sem aldrei hefðu komist i kallfæri við vald- hafa landsins. En enginn veit hver gæti staðið á bak við slikt samsæri, og hafa þó komið fram ýmsar tilgátur. Ein tilgátan er eftir Ruggero Orfei, einn af leiðtogum kaþólsks verkalýðssambands, og setti hann þessa tilgátu reyndar þegar fram i meginatriðum 2. april, áð- ur en Moro-málið kom til sögunn- ar. Hann heldur þvi fram að til sé á ítaliu eitthvað, sem hann kallar „fjórða flokkinn” — flokk Mafiu- foringja, yfirmanna rikisfyrir- tækja, stjórnenda efnahagsmála og pólitiskra attaniossa, sem hafa ráðið landinu undanfarna áratugi og rakað til sin ómældum auði. Þessum mönnum hefði fundist að Moro væri farinn að ganga of langt i samstarfi sinu við komm- únista, þvi að þeir óttuðust fyrst og fremst að rikisvaldið færi að stinga nefinu niður i þá geigvæn- legu spillingarhit, sem þróast hefur i skjóli kristilega demó- krataflokksins. Þeir hefðu þvi ákveðið að spilla samstarfi kommúnista og kristilegra demó- krata sem allra fyrst. Það hefði þvi ekki verið tilviljun að Moro, sem var einn af aðalhöfundum hinnar „sögulegu málamiðlunar” kommúnista og kristilegra demó- krata, var rænt daginn sem fara átti fram þingfundur þar sem kommúnistar gengju til sam- starfs við meirihlutann, — og likið fannst mitt á milli höfuöstöðva þessara beggja stærstu flokka Italiu. Ef þessar tilgátur eru réttar eru „Rauðu sveitirnar” annað hvort þátttakendur i samsæri, eða þá verkfæri i samsærismanna — en hætt er við þvi að það flækist fyrir italskri réttvisi, ef hún held- ur áfram að standa sig eins og hingað til, að komast til botns i þvi. (eftir „Le Nouvel Observateur”) Auglýsiö í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.