Þjóðviljinn - 03.10.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.10.1978, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 3. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7 Síðastliðinn laugardag var afhjúpaður minnis- varði um Þorstein Erlingsson við Skóga- skóla. Gefandi styttunnar Erlingur Þorsteinsson, sonur skáldsins, afhenti styttuna en Guðrún Kristín dóttir hans afhjúpaði hana. Fjölmenni var við athöfnina. Séra Sváfnir Sveinbjarnarson veitti styttunni viðtöku með ræðu, minntist skáldsins og þakkaði gjöfina fyrir hönd Skógaskóla. Jón R. Séra Sváfnir Sveinbjarnarson flytur ræðu við athöfnina. Ljósm. Þorsteinn Erlingsson yngri. Minnlsvarði um Þorstein Erlingsson við Skógaskóla 4 Fjölmennt var við afhjúpunarathöfnina Erlingur Þorsteinsson flytur ávarp sitt f bliðviðrinu sem var við athöfnina. Ljósm. Þorsteinn Eriingsson yngri. Hjálmarsson, fræðslu- stjóri, hélt einnig ræðu um skáldið og verk hans. Þá stjórnaði Þórður Tómasson, safnvörður, söngflokk og lék undir á orgel er kvæði Þorsteins Erlingssonar voru sung- in. Hér fer á eftir ávarp sem Erlingur Þorsteins- son flutti við athöfnina þar sem tildrögin að gjöf- inni eru rakin: Arið 1958, á aldarafmæli föður mins Þorsteins Erlingsson- ar, var afhjúpuð myndæ- stytta af honum, brjóstmynd, eftir hina góðkunnu listakonu Ninu Sæmundsen mynd- höggvara, við Hliðarendakot i Fljótshlið. Rangæingafélagið i Reykjavik lét gera styttuna skáldinu til heiðurs, og færði hana Rangárvallasýslu aö gjöf. Félagið valdi styttunni stað, sem Þorsteini mun hafa verið mjög kær, nálægt fossinum Drifanda og plantaði trjám um- hverfis hana, svo að nú er þar fagur lundur. Rangæingafélagið á miklar þakkir skildar fyrir þetta lofsamlega framtak. En þótt þessi stytta, sem Nina gerði, sé bæði gott og veglegt listaverk þá þótti móður minni og ýmsum öðrum, sem þekkt höfðu föður minn, hún ekki vera nógu lik honum, enda hafði listakonan aldrei séð hann. Þetta var orsök þess að við Svanhildur systir min báðum hinn þjóðkunna listamann Rik- arð Jónsson, myndhöggvara að gera brjóstmynd af föður okkar, en Þorsteinn var kennari hans um skeið og þeir þekktust vel. Rikarður hafði lokið þvi verki áður en móðir min dó árið 1960. Hún var mjög ánægð með myndina og er það brjóstmynd sú, sem hér stendur nú. Ég er Rikarði mjög þakklátur fyrir þetta frábæra verk og sömuleiðis fyrir ágæta mynd af móður minni, sem hann mótaði eftir að hún lést 1960 og er mjög lik henni. Móðir min Guðrún Jónsdóttir Erlings átti aldar- afmæli 10. janúar á þessu ári og minntust þeir þess i blaðagrein- um Guðmundur G. Hagalin, rit- höfundur og sr. Jón Auðuns dómprófastur. Við Svanhildur, systir min, höfum ákveðið að færa Reykja- vikurborg styttu Rikarðs af föður okkar að gjöf, en Svanhíldur lést áður en af þvi gat orðið, árið 1966. Synir hennar, Dr. Þorsteinn og Stefán Sæmundssynir og ég buðum Reykjavikurborg styttuna að gjöf og var það vel þegið af forráðamönnum borgarinnar og var styttan afhjúpuð á Miklatúni 3. júni 1972. Geir Haligrimsson, þáverandi borgarstjóri þakkaði gjöfina með ræðu og hr. Asgeir Asgeirsson, fyrrverandi forseti íslands og prófessor Siguröur Nordal fluttu einnig ræður við það tækifæri. Fótstallur þeirrar styttu var geröur eftir teikningu Rikarös Jónssonar, en þessi stytta hér hvilir á stuðlabergs- súlu, sem upprunnin er úr fæðingarsveit móöur minnar Hrunamannahreppi i Arnes- sýslu. A báða þessa steina eru letraðar sömu ljóðlinurnar úr kvæði Þorsteins, Brautin: ,,Jeg trúi þvi, sannleiki, að sigurinn þinn að sfðustu vegina jafni.” A minnisvarðanum við Hliðarendakot stendur: ,,Mig langar að enginn sá lygi þar finni, sem lokar að siðustu bókinni minni.” Þessar ljóðlinur eru lofsöngur um sannleikann, og tel ég þær svo einkennandi fyrir skáldið að á betra verði ekki kosið, þvi að sannleiksást held ég aö hafi ver- ið einn sterkasti þáttur i lyndis- einkunn og hugarfari Þorsteins Erlingssonar. Nú kann ýmsum þykja einkennilegt að tveir minnis- varðar skuli risa i sveitum þeim, sem Þorsteinn var fæddur og uppalinn i. Skýringin er einfaldlega sú, að hér er um tvö ólik listaverk að ræða og er þessi mynd Rikarðs, eins og ég gat um áðan, talin vera mjög lik skáldinu. Ég hafði þvi mikinn áhuga á að koma henni upp undir Eyja- fjöllum. Fyrst hafði^g i huga að hún risi við Stóru-Mörk, þar sem Þorsteinn fæddist, en ýmis rök mæltu með þvi að Skógar yrðu fyrir valinu, þar sem menntastofnun og byggðasafn eru staðsett, og auk þess nú i þjóðbraut, þar eð hringvegurinn er og veröur mjög fjölfarinn. Ég skrifaði þvi stjórn skólans i maimánuði s.l. og bauð skólan- um styttuna að gjöf. Séra Sváfnir Sveinbjarnarson. formaður skólanefndar, tjáði mér siðan i bréfi aö gjöfin yrði þakksamlega þegin og mundi nefndin sjá um fótstall og uppsetningu styttunnar. Ég skrapp meö honum hingað að Skógum i sumar til þess að velja styttunni stað. Við lituðumst hér um, i fylgd meö Sverri Magnús- syni skólastjóra Skógaskóla og Þórði Tómassyni byggðasafns- verði. Óskuðu þeir eftir þvi að ég veldi sjálfur staöinn. Mér leist fljótlega best á þennan stað, hér uppi undir fjalls- hliðinni, og samþykktu leiðsögumenn minir staðsetn- inguna fyrir sitt leyti. Hvort vel hefir tekist um staðarvalið læt ég aðra um að dæma, en ég er ánægður með það. Ég þakka forráðamönnum skólans og öðrum þeim, sem hér kunna að eiga hlut að máli, kær- lega fyrir alla hjálp og þá viröingu, sem minningu föður mins er sýnd með þvi að veita myndinni viðtöku og setja hana hér upp. Hér er allt svo snyrti- legt að ég efast ekki um að vel verði séð um styttuna og um- hverfi hennar. Ég hefði kosið að afhjúpun þessa minnisvarða hefði fariö fram á 120 ára afmælisdegi Þorsteins, þ. 27. september, en frestaði athöfninni um tvo daga, þar eð laugardagur er heppi- legri fyrir slika athöfn. Að svo mæltu leyfi ég mér að afhenda Skógaskóla þessa myndaslyttu. Landssamband skáta Efla þarf almanna- varnir á Suður- landi A 8. landsþingi hjálparsveita skáta var m.a. vakin athygli á skýrsiu vinnuhóps Almannavarn- arráðs um jarðskjálfta á Suður- landi og varnir gegn þeim. 1 til- efni af þessu var gerð eftirfarandi samþykkt: Þingið hvetur rikisvaldið og sveitarstjórnir á Suðurlandi til skjótra og markvissra aðgerða. Margt bendir til þess að þessar náttúruhamfarir séu nær en margur hyggur og áhrif þeirra geti orðið mjög eyðandi og mann- tjón verulegt. 1 samstarfssamningi viö Al- mannavarnir rikisins hafa Hjálp- arsveitir skáta tekið að sér viða- mikil verkefni svo sem: fyrstu hjálp á vettvangi, sjúkraflutn- inga, starfrækslu og uppsetningu fyrstuhjálpar stöðva og aðstoð viö uppsetningu og rekstur vara- sjúkrahúsa. Enda þótt hjálparsveitirnar eigi allgóðan útbúnað er ljóst að mikið skortir á til að sveitinar geti staðið sómasamlega viö sinn hluta samkomulagsins. Þar er helst um að ræða skyndihjálpar- búnað og fjarskiptatæki. Næsta stórverkefni sveitannaer að koma sér upp samræmdu fjar- skiptakerfi. Þarna er um mikinn kostnað að ræða og ráðast úrslit þessa máls á viðbrögðum stjórn- valda við umsóknum sveitanna um niðurfellingu á tolli, vöru- gjaldi og söluskatti við innflutn- ing á fjarskipta- og björgunar- búnaði. Þingið leggur áherslu á sam- ræmt átak rikisvalds, almanna- varna, sveitarstjórna og björgun- araöila til að koma öryggismál- um landsmanna i viðgnandi horf. Heimsmet í þriðja yeldi INNSBRIJCK, (Reuter) — Austurrískur húsasmiður að nafni Giinther Griesser kom hreykinn úr baði i gær, enda bú- inn að vera það i hundrað tuttugu og fimm klukkustundir. A meðan á baðinu stóð, át hann, drakk, svaf og neytti jafnvel tó- baks. Nánar tiltekið sagðist hann hafa reykt fjögur hundruð tóbaksvindlinga. Astæðan fyrir að þessi frétt er skrifuö, er aöal- lega sú, að Giinther segist hafa slegið fyrrum heimsmet i böðun, en hið gamla var aðeins fimm klukkustundur. Halló krakkar Þaö var sett vitlaus mynd í kompuna á sunnudaginn. Rúnasteinn í staðinn fyrir rúnaletur. Hér kemur rúnastaf róf ið: mfcfcmim&ru F UTHA r K HNlASTBML R

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.