Þjóðviljinn - 03.10.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.10.1978, Blaðsíða 11
ÞriOjudagur 3. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA II Handknattleikur Fyrstu landsleikimir á keppnistímabilinu Island — Færeyiar 24:17 /%/v v O og 20:16 Á föstudag og laugardag lék hið unga islenska landslið (meðalaldur 22,8 ár) við Færeyinga. Fyrri leikinn sigruðu islendingar 24:17 og hinn siðari með 20 mörkum gegn 16. Tilgangurinn með þessum leikjum var fyrst og fremst sá að reyna þolrifin i þessum littreyndu leikmönnum, sem flestir þeirra eru, og ekki brugðust þeir vonum manna. Allir leik- mennirnir voru reyndir i leikjunum svo og ný leik- kerfi. Þjálfari liðsins Jóhann Ingi, sagðist vera ánægður með útkomuna, ekki sist ef það væri haft i huga, að liðinu hefði lítið tóm gefist til æfinga. I fyrri leiknum höföu Islending- átti mjög góöan dag og skoraBi ar ætiö forystu og var sigurinn hann 8 mörk úr 8 skotum, sem er aldrei í hættu. Oft náöu þeir góö- frábær árangur. Steindór Gunn- arsson átti einnig góöan leik og geröi 5 mörk. Næst þessum leik- um sprettum og sýndu ágætan handknattleik. Viggó Sigurösson Hausthátið TBR Viggó Sigurössonskilaöi sinuhlut- verki vel i báöum leikjunum. Var hann markahæstur tslending- anna, skoraöi samtais 1S mörk. mónnum i markaskorun kom Páll Björgvinsson meö 3 mörk. Slöari leiknum var frestaö um 3 klukkutima meöan Færeyingar biöu leikmanna frð Danmörku. Um þessa frestun vissu íslend- ingar ekki fyrr en skömmu fyrir auglýstan leiktime. Haföi þetta heldur slæm áhrif á liöib þar sem allur undirbúningur þess var miöaöur viö eðlilegan gang mála. I heild var þessi leikur heldur slakar leikinn af hálfu íslendinga, en þeir náöu nú aö nýta sér hraöa- upphlaupin betur en I hinum fyrri og var þaö ekki slst þeirra vegna, sem sigur vannst. Viggó var aftur atkvæöamestur okkar manna og skoraöi hann 7 mörk. Páll Björg- vinsson skoraöi 4 og sýndi slnar bestu hliöar. Brynjar Kvaran stóö sig vel I markinu I báöum leikjunum og varöi m.a. þrjú vltaskot. Jens Einarsson var svolitiö mistækur, léleg skot fóru inn hjá honum, en hin erfiöari varbi hann aftur á móti. Jóhann Ingi sagöi aö Færeying- ar tækju sifellt framförum og þeir heföu átt góöan leik slðari daginn. Jörgen Pedersen, „Islandsbani” þjálfaöi landsliö þeirra i sumar og undir tilsögn hans hefur liöiö fariö aö leika nútima handknatt- leik. GETRAUNIR Sjötugur Reykvik- ingur vinnur 3/4 úr mUjón I 6. leikviku Getrauna kom fram einn seðill meb 12 réttum og er vinningurinn fyrir hann 740.000 kr. Eigandi seðilsins er sjötugur Reykvikingur, sem þarna nældi sér i 3/4 úr milljón fyrir 200 króna seöil. Meö 11 rétta voru 15 raöir og vinningurinn fyrir hverja 21.100 krónur. Skemmtileg keppni í mörgum greinum A laugardag og sunnudag var s.k. Hausthátiö TBR haldin i iþróttahúsi félagsins I Gnoðavogi. Var þetta fyrsta batmintonmótiö á þessu starfsári og voru kepp- endur margir I öllum aldursflokk- um. Hér á eftir fara helstu úrslit á mótinu: Hnokkar-tátur — tviliöaleikur: Þóröur Sveinsson TBR og Iris Smáradóttir 1A sigruöu Þórdisi Klöru Bridde TBR og Ingólf Helgason IA, 15:12, 12:15 og 15:4 Sveinar-meyjar — tviliöaleikur: Elin Helena Bjarnadóttir TBR og Þórhallur Ingason IA sigruöu Gunnar Björnsson og Drifu Danielsdóttur TBR 15:8 og 15:2. Drengir-telpur — tviliðaleikur: Bryndis Hilmarsdóttir TBR og Ar.na Steinsen KR sigruöu Gunnar Tómasson TBR og Hávirö Bernharðsson TBV, 18:16og 15:2. Konur-Kariar — tviliðaleikur: Jónas Þ. Þórisson KR og Hannes Rikarðsson TBR sigruöu Guö- mund Adolfsson TBR og Ólaf Gústafsson TBR, 17:14 og 15:11. Hnokkar — einliðaleikur: Arni Þór Hallgrimsson IA sigraöi Harald Sigurðsson TBR, 11:4 og 11:6 Tátur — einliðaleikur: Þórdls Erlingsdóttir TBR sigraöi Katý Jónsdóttur 1A, 11:1 og 11:0.' Meyjar — einliðaleikur: Þórunn óskarsdóttir KR sigraöi Ingu Kjartansdóttur TBR, 11:8, 11:8. Sveinar — einliðaleikur: Þorsteinn Páll Hængsson TBR sigraði Indriða Björnsson TBR, 11:5 og 11:2. Telpur — einliðaleikur: Sif Friöleifsdóttir KR sigraði örnu Steinsen KR, 11:7 og 12:9. Drengir — einliðaleikur: Skarphéðinn Garðarsson TBR sigraöi Þorgeir Jóhannsson TBR, 2:11, 11:6 og 11:4. A-flokkur karla — einliðaleikur: Óskar Bragason KR sigraöi Björgvin Guðbjörnsson KR, 7:15, 15:8 og 15:2. Meistaraflokkur Kvenna — einliðaleikur: Kristin Magnúsdóttir TBR sigr- aði Hönnu Láru P&lsdóttur TBR, 11:5 og 11:4. öðlingaflokkur karla — einliða- leikur: Garðar Alfonsson TBR sigraði Hæng Þorsteinsson TBR, 17:16 og 15:12 Meistaraflokkur karla — einliða- ieikur: Sigfús Ægir Arnason TBR sigraði Jóhann Kjartansson TBR, 15:10 og 15:10. Breiðablik svarar þór Rangur skilningur, staðlaus ásökun ! siðasta laugardagsblaði Þjóðviljans birtist á Iþróttasiðu grein frá stjórn Handknattleiks- deildar Þórs á Akureyri um kæru Handknattleiksdeildar Breiðabliks vegna seinni leiks þessara félaga um sæti f 2. deild, sem fram fór á Akureyri 4. mai sl., og málsmeðferð og dóm dómstóls H.S.t. En leikur þessi var dæmdur ógildur, svo að nýr leikur verður nú aö fara fram. Um dómaramál og málsmeð- ferö dómstóls H.S.Í. höfum við tjáö okkar skoöanir á hliðstæð- um vettvangi áöur. Og raunar sýnist svo, aö allir séu sammála um það, aö ekki hafi tekist aö koma þessum mále&ium hand- knattleiksins I eðlilegt horf. Þar þurfi aö bæta um betur og það stórlega og strax. En grein Þórs snérist ekki aö- eins um þetta. I henni gera höf- undarnir óvænta atlögu aö iþróttaheibri Breiöabliks, sem óhjákvæmilegt er aö ansa, þótt leitt verkefni sé. Alger misskilningur Fyrst veröur þó aö vikja að þvi, aö * grein Þórs kemur fram sá algeri misskilningur, aö kæra okkar hafi verið gegn Þór, eins og sagt er berum oröum I grein- inni: .... „Þaö hefði þvi ekki verið til mikils mælst aö Þór fengi aö leggja orð I belg, þvi málið var höföaö gegn Þór.” Þaö var auövitaö deginum ljósara frá upphafi, aö þaö var framkvæmd leiksins, sem kærð var, en hún var I höndum H.S.I. Þetta mál var þvl alls ekki höfö- aö gegn Þór, heldur H.S .1. Allar bollaleggingar I grein Þórs, sem byggjast á þessum algera mis- skilningi þeirra, falla þannig um sjálfar sig. Gersamlega staðlaus ásökun Þessi framangreindi mis- skilningur er afsakanlegur, þótt hann sé annars næstum óskilj- anlegur. Hinu þykir okkur þyngri þraut aö kyngja, þegar viö erum I grein þessari ásakaö- ir um óheiðarlega framkomu gagnvart Þór, bornir þeim sök- um aö hafa fyrirumræddanleik samþykkt dómarann, sem kær- an siöan spratt af, og þetta jafn- vel fullyrtmeð stuöningi af sögu þar um og aö viðlögöum dreng- skap stjórnar Handknattleiks- deildar Þórs, sem ritar grein- ina. Þetta er svo gersamlega stað- laus ásökun, aö engu tali tekur, og sagan þar um tilbúningur frá rótum. Nákvæmlega ekki neitt kom fram fyrir þennan leik, sem kallaöi á efa um aö skipan dómaramálanna væri með eöli- legum hætti, enda höfðum viö itrekað fyrir feröina noröur ósk- að eftir þvi viö þáverandi fram- kvæmdastjóra H.S.I., aö vandaö yrði til dómgæsíu, og á leikstaö fyrir leikinn var ekki vikiö einu oröi aö því við okkur, aö ekki væri allt meö felldu. Sagan I grein Þórs um hið gagnstæða er skáldsaga, sem viö vonum aö greinarhöfundar þeirra séuekki sjálfir höfundar að. Nógu bölv- aö er að leggja drengskap sinn viö slikan söguburö, þótt sagan sé ekki Hka heimabökuö. Það væri hægt aö skýra þetta málalltliöfyrir liöognefna þar til fjölmörg nöfn, svo aö ljóst mætti verða, aðengar likur gátu legiö til þess aö viö samþykkt- um eða heföum samþykkt hinn ólögmæta dómara. Þaö er hins vegar efni I lengra mál en ástæöa er til aö hafa um þetta hér að sinni. Enda er sjálfsagt aö óska eftir þvi fyrst, aö undir- ritaöur, sem skrifar þessar at- hugasemdir fyrir hönd Hand- knattleiksdeildar Breiöabliks og var jafnframt ábyrgöarmaöur deildarinnar i umræddum leik, aö ég fái aö sjá framan I þann, sem vill standa viö söguna um samþykki mitt eða einhvers okkar viö dómgæslu hins ólög- mæta dómara. Þaö hlýtur að vera merkur maöur, en þó af öörum toga en ég hef hingað til kynnst á Akureyri. Sá hinn sami á ef til vill eftir aö reyna aö sannfæra mig og aöra um aö hvorki ég né aðrir úr Breiðablik hafi verið á staönum, heldur einhverjir allt aörir. ÞaB væri álika gáfulegt. Heiðarlegt og réttlátt En enda þótt svo hrapallega hafi til tekist af hálfu Þórs aö blanda skáldsagnagerÖ I þetta mál allt, sem var þó nógu leitt fyrir, ogþannigorðiö til þess að vega aö íþróttaheiðri okkar, nennum viö með engu móti aö reiðast þvi. Við erum fyrst og fremst undrandi, og þar til ann- aö kemur í ljós ætlum viö að lita á söguburö og drengskaparheit Þórsara þarum sem mistök, aö vlsu alvarleg mistök i Iþrótta- samskiptum okkar og innan handknattleiksstarfsins al- mennt. Nei, við áttum I allan fyrra- vetur undir högg aö sækja, aö fá notiöheiðarlegrarog rétÚátrar þátttöku I tslandsmóti fyrir þann keppnisflokk, sem mætti Þórsurum á Akureyri 4. mai sl. Agnúarnir I þvi sambandi voru orönir okkur allt of kunnir til þess okkur heföi til hugar kom- iö, að fara aö hampa þeim. Viö höföum þvert á móti gert ráö- stafanir til þess, aö þeir skytu ekki upp kollinum þarna enn á ný. Ogaðætlaokkur þá ósvinnu, eftir allt, sem á undan var gengið, aö viö yrðum siöan til þess aö beita fláttskap og sækja rétt meö röngu, er of langt gengið. Þaö sem vakti fyrir okkur meö kæru okkar Ut af umrædd- um leik, var það eitt, aö láta ekki enn einu sinni fara meö okkur eins og ómerkinga, ein- mittþaö.Endaerljóst, að ileik af þessu tagi, um deildarsæti, heföi slik framkvæmd aldrei komiö til greina, sem þarna varö raunin á, ef t.d. heföi veriö keppt um 1. deildarsæti. Þaö getur hver maöur hengt sig upp á. Og viö eigum einfaldlega sama rétt og vildum standa á þvl. Hitt er svo annað mál, aö eins og leikurinn var framkvæmdur, gat hann til viðbótar viö ólög- legan dómara aldrei skoriö rétt- látlega úr um þaö, hvort liöið væribetraiþessumleik.Þvi aö hinn óiögmæti dómari var einn- igóhæfur með öllu til starfsins, ogþaösvo, aödómgæslan i heild var I algerum molum, sem nefna mætti um hin furðuleg- ustu dæmi. Þetta er þó ekki sagt viðkomandi dómurum til lasts, san persónum, þeir hafa efa- laust gert sitt besta við erfiöar aöstæöur, sem annar þeirra réöi ekkert viö af hreinu þekkingar- leysi um verkefni sitt. Hann. á einfaldlega eftir að afla sér þeirrar þekkingar, sem lög gera ráð fyrir. Og enginn þarf að halda að reglur um dómara, þekkingu þeirra, reynslu og ald- ur til misjafnlega erfiöra verk- efiia, séu settar hreint út I blá- inn. Þetta mál staðfesti einmitt að svo er ekki. Þessar reglur á aðhalda en ekki hundsa, sem og aörar grundvallarreglur I skipulegu handknattleiksstarfi. Fh. Handknattteiksdeitdar Breiðabliks, Herbert Guðmundsson, fbrmaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.