Þjóðviljinn - 22.10.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.10.1978, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. október 1978 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis i tgefandi: Útgáfufélag Þjðóvi'ljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Afgreiftslustjóri: Filip W. Franksson Blaðamenn: Aifheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- urðardóttir, Guðjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Iþrótta- fréttamaður: Asmundur Sverrir Pálsson. I.jósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson fctlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson. Sævar Guðbjörnsson Handrita- og prófarkalestur, Blaðaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar, Öskar Albertsson. Safnvörður: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: RUnar Skarphéðinsson, Sigrlður Hanna Sigurbjörnsdóttir Skrifstofa : GuðrUn Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurðsson. Afgreiðsla: Guömundur Steinsson Kristln Pétursdóttir. Slmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigrlður Kristjánsdóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Ctkeyrsla: Sölvi MagnUsson, Rafn Guðmundsson. Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Slðumtlla 6. Reykjavlk, sfmi 81J33 Prentun: Blaðaprent h.f. Siglingafrœði strandkapteins! Strandkapteinninn var kokhraustur í útvarpsumræð- unum um stefnuræðu forsætisráðherra. Nú hafði hann ráð undir hverju rifi hverju og bauð fram hugmyndir sínar um langtimalausnir á efnahagsvandamálum ís- lensku þjóðarinnar. En varla hefur nokkur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins skilið eftir sig annað eins ef nahagsöng- þveiti eins og sú stjórn sem strandkapteinninn stýrði. Geir Hallgrímsson setti sér það mark að koma verð- bólgunni niður í 15% á ári en skildi eftir sig 50% verð- bólgu. Atvinnuleysi blasti við 10 þúsund manns þegar strandkapteinninn lét nauðugur af stjórn vegna þess að kjósendur voru búnir að f á nóg af hagspeki hans. Undir- staða efnahagslegs sjálfstæðis, sjávarútvegurinn og fiskvinnslan, var í rúst, og allir sjóðir tómir þrátt fyrir góðæri og hátt útf lutningsverðlag. Strandkapteinninn og stjórn hans höfðu magnað svo átök við helstu samtök launafólks í landinu með ó- svífnum kauplækkunartillögum og samningsrofum að síðustu mánuði valdaferilsins ríkti kalt og afdrifaríkt stríð milli launafólks og ríkisvalds. Jafnhliða því höfðu strandkapteinninn og félagar hans safnað erlendum skuldum á valdaferli í svo ríkum mæli að allir hugsandi menn eru sammála um að skuldabagginn sem þeir haf a bundið þjóðinni stofni efnahagslegu sjálfstæði hennar í hættu. Greiðslubyrði af erlendum lánum var 13.8% af öllum útf lutningstekjum okkar 1976, 13.7% 1977, tæp 14% í ár og væntanlega 14 til 15% á næsta ári að mati Seðla- bankans. Þökk sé strandkapteininum. Sífeild skuldasöfnun við Seðlabankann var megin- lausnin á vanda ríkisf jármálanna í tíð stjórnar Geirs Hallgrímssonar þrátt f yrir hástemmd lof orð um að jaf n- vægi yrði komið á í ríkisbúskapnum. Um síðustu áramót var skuld ríkissjóðs við Seðlabankann 14.9 miljarðar króna, á útmánuðum var hún komin í 25 miljarða og er í dag að minnsta kosti 31.3 miljarðar króna. Þökk sé strandkapteininum. Geir Hallgrímsson fékk sitt tækifæri til þess að glíma við efnahagsmál þjóðarinnar. Allir þekkja hvernig fór og þessvegna er ekki nema eðlilegt að efnahagsúrræði Alþfðubandalagsins móti aðgerðir stjórnarinnar nú eins og strandkapteinninn benti réttilega á í útvarpsumræð- um. í stað kalda stríðsins við verkalýðshreyf inguna er nú komið náið samráð um efnahagsmálastjórnina. I stað stöðvunar í atvinnulíf inu snúast hjól þess á ný. I stað ó- friðar á vinnumarkaði er nú vinnufriður. I stað vöru- hækkana kemur vörulækkun. í stað árása á laglaunafólk er nú leitast við að skipta þjóðartekjum jafnar en áður milli þjóðfélagshópa. Vissulega hafa orðið umskipti frá því að strandkapt- einninn hrökklaðist frá vegna þess að enginn stjórn- málaf lokkur vildi stjórna með honum þrátt f yrir ákveðin bónorð til þeirra allra. Það stoðar lítt að koma nú og ætla að kenna þjóðinni siglingafræði. Sá sem strandaði skút- unni í vor fær ekki traust til þess að stranda henni á ný að hausti, hversu hátt sem hann hefur um að nýi kúrsinn stefni í hafvillu. En það er of snemmt að spá þvi að núverandi ríkis* stjórn takist að koma á skynsamlegri efnahagsstjórn og jaf nvægi í þjóðarbúskapnum. Enn er allt of margt óljóst í endanlegri stef numótun hennar í ef nahagsmálum. Eins og Svavar Gestsson viðskiptaráðherra benti á í útvarps- umræðunum sl. f immtudag má þó spá stjórninni langlíf i og farsæld ef störf hennar mótast af þeim meginsjónar- miðum sem ráðherrann setti fram á þennan hátt: „Stjórnin verður langlíf, ef allir stjórnarflokkarnir gera sér í daglegum störfum grein fyrir forsendum stjórnarsamstarfsins, tryggingu kaupmáttar og atvinnu og mótun nýrrar efnahagsstefnu í samráði við launa- fólk. Stjórnin verður langlíf, ef kauplækkunarpostulunum verður haldið utan dyra. Stjórnin verður langlíf, ef hún markar sér sannfær- andi framtíðarstefnu, sem getur leitt þjóðina út úr þeim ógöngum erlendra skulda og óðaverðbólgu sem fráfar- f.ndi ríkisstjórn lét eftir sig. * Stjórnin verður langlíf ef hún þorir að leggja byrðarn- nr á þá sem hafa rakað saman verðbólgugróða.” -ekh. OLA ULLSTEN — hinn nýi forsætisráðherra Svíþjóðar: pólitlskri úlfakreppu. Atti flokk- ur hans aö sitja einn að stjórn — eöa átti hann aó bjó&a Bohman til borös? Það leiö þó ekki á löngu, ádur en hann hafBi á- kveöiö sig: — Ég ætla aö stjórna einn. Þaö er eina leiöin til aö flokkur minn komist lifandi út úr þessari stjórnarkreppu. UU- sten hlýtur aö hafa óttast dauöa- koss Bohmans. En nú hafa vandræöin fyrst fyrjaö. Ef Ullsten á aö komast lifs af á þingi, veröur hann aö treysta á aö sósíal- demókratarnir sitji hjá viö atkvæöagreiöslu. Er Ullsten þá reiöubúinn aö viöurkenna hlutleysisstefnu og þegjandi þögn kratanna, ef hann þá fær hana? Þaö væri auövitaö þaö sama og aö kasta hinni borgaralegu samsteypustefnu fyrir róöa. En Ullsten kaus heldur aö treysta á hlutleysi Palmes viö atkvæöagreiöslu á þingi, en að taka upp samstjórn meö hægriflokknum hans Boh- mans. Fjölhæfur maður Ullsten er fjölhæfur stjórn- málamaöur, en hefur tvö sér- sviö: Mál, sem varöa aöstoö viö vanþróuðu löndin, og húsnæöis- mál. I þessu sambandi má nefna, aö hann var sá ráöherra er sá um aðstoð viö vanþróuö lönd I stjórn FSlldins. Pólitísk- ur frami Ullstens hófst i sænsku templarahreyfingunni. Þaö er sagt um hann, aö hann fál sér glas öðru hverju I dag — en hann er hættur aö reykja. Og fyrir þá, sem hafa gaman af persónuleg- um áhugamálum frægra manna, skal upplýst, aö Ullsten leikur tennis og teflir skák i fri- stundum, og uppáhaldsmatur- inn hans er laxabúöingur — hvaö sem þaö getur nú veriö. (Byggt á Dagbladet) Deildl og drottnaði ■ Fyrir nokkrum árum | var hann óþekkt stærð í ■ Þjóðarf lokknum (Folke- | partiet), sem er minnsti J borgaralegi flokkurinn í I Svíþjóð. I dag er hann l forsætisráðherra Sví- | þjóðar. Þetta er í hnot- ■ skurn hið pólitíska ösku- ■ buskuævintýri um Ola ■ Ullsten (47), formann ! hins frjálslynda Þjóðar- | flokks. En róðurinn verð- ■ ur þungur fyrir hann; | hann hefur aðeins 39 ■ þingsæti (af 349) að baki I sér, þegar hann tekur við Z forsætisráðherraembætt- ■ inu. Og það er tæpt ár til j næstu þingkosninga. ■ Ullsten er nær óþekktur utan ■ Sviþjóöar. Þaö er a&allega á ■ slöustu mánuöum, sem hann Z hefur látiö á sér bera. Hann var I kjörinn formaöur Þjóöarflokks- ■ ins þegar Per Ahlmark hætti ■ formennsku af persónulegum á- | stæöum. Þarmeö varö hann ■ einnig aöstoöarforsætisráö- I herra I samsteypustjórn FSlld- ■ ins. ■ Ullsten hefur þaö orð á sér aö ' vera duglegur, en frekar lit- laus. Þó hefur hann aö sögn manna reynst litskrúðugari upp á síökastiö, sérstaklega i sam- bandi viö skipbrot FSlldins- stjórnarinnar. Ullsten bak við tjöldin Þaö var nefnilega Ullsten, sem átti virkastan þátt i þvi, aö samsteypustjórnin sprakk á limminu. Ullsten og Þjóöar- flokkurinn kraföist áframhald- andi byggingar 11. kjarnorku- versins, en Gösta Bohman, for- maöur Hógværa sameiningar- flokksins (Moderata samlings- partiet) beitti-sér ekki svo ýkja mikiö fyrir þeirri stefnu, enda haföi hann mestan hug á aö sitja áfram I stjórn. Þaö var þvi hin þráláta stefna Ullstens — á- samt þögn FSlldins — sem varö þess valdandi aö samsteypu- stjórnin sprakk. Þaö mætti þvi halda, aö þetta heföi veriö þaulhugsaö hjá Ull- sten — en slikar hugleiöingar eru aö sjálfsögðu getgátur. Þaö er alla vega langt siöan aö for- sætisráöherra hefur komiö úr rööum Þjóöarflokksins — eöa 46 ár. Einn við stjórn — en tæpast við völd Faildin-stjórnin var ekki fyrr fallin, er Ullsten var lentur i Hjartakreppa Helgadóttir A siöustu öid voru sett lög i Brasiliu, sem veittu fólki algjört frelsi til aö velja nöfn barna sinna. Aö visu ráöa islenskir for- eldrar hvort dóttir þeirra á aö heita Margrét eöa Melkorka, en brasilskir foreldrar þurfa ekki aö gefa barni sinu mannsnafn, heldur hvaöa samsetningu sem þeim dettur i hug. Nafngiftafrelsi þetta hefur reynst mjög vafasamt. Annarlegt hugarástand foreldra eftir fæð- ingu hefur oft haft þungar afleiö- ingar. Mörg börn i Brasillu hafa mátt þola háö og spott vegna nafna sinna. Til eru börn þar I landi sem heita Hjartakreppa, Magakveisa Messíasar og jafnvel Himinblámi sólskinsfaðmsins, allt eftir smekk foreldranna. Drengur einn var skirður Faraó Egyptalands, þvi móöir hans haföi mikinn áhuga á mannkynssögu. Annar hlaut nafniö Chevrolet Silva Ford, þvi faöir hans var meö bíladellu. Nú er svo komiö aö yfirvöldum er fariö aö finnast nóg um Imyndunarafl foreldra og hafa nú gripiö til þess ráös, að neita aö skrá nofn sem talin eru börnum til vandræöa og skammar, frekar en til blessunar og gagns. (Le Matin.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.