Þjóðviljinn - 22.10.1978, Blaðsíða 9
Sunnudagur 22. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Kvartett Dexter Gordon í Háskólabíói
Dexter er meistari i
ballöðusöng á saxafón
George er fær píanisti og Kvartett Dexter Gordon
á framtiðina fyrir sér
Spiluðu eins og englar
Það er stór virðulegur
eldri maður sem stigur
fram á sviðið i Háskóla-
biói. Hann tekur á móti
fagnaðarópum með þvi
að tvihenda saxófóninr
eins og riddari sem ber
sverð að lokinni mikil-
vægri sendiför. Dexter
Gordon gengur að
hljóðnemanum og hrjúf
rödd hans rymur þýtt
um leið og hann kynnir
fyrsta lagið, „Green
Dolphin Street”.
Dexter Gordon er 55 ára, þó
ekki sé hægt aö imynda sér það,
þegar hann blæs hugljúfa tóna á
saxófóninn. Hann virðist mikið
frekar vera á aldur við sam-
leikara sina George Cables
pianóleikara, Rufus Reid bassa-
leikara og Eddie Gladden tromm-
ara. Þessi sveit vinnur saman
eins og einn maöur, enda hefur
hún starfað nær sleitulaust frá þvi
hún kom fyrst saman fyrir rúm-
lega ári. Þeir félagar hafa gefið
út eina plötu undir nafninu
„Dexter Gordon Quartet — Man-
hattan Symphonie” (Columbia
JC 35608.)
Dexter stigur létt um sviðið og
kynnir „Strolin” lag Horace Silv-
er pianista. Strákarnir byggja
upp góöa stemmningu meöal
fólksins og Dexter blæs af mikl-
um þrótti. „As Time Goes By” er
falleg ballaöa um ástina. Dexter
er meistari i ballöðusöng á
saxófón. Hann hugleiðir þennan
fellega ástarsöng i einstöku sólói
sinu. Blásturinn er engu likur og
það fer að færast fjör i leikinn.
Þeir klykkja út fyrir hlé með
hörku boppara eftir Charlie
„Bird” Parker. Þaö er „Jumping
the blues” i þrumu stuði. Dexter
trekkir upp og sólóarnir liggja,
hver öðrum betri. Eddie Gladden
kýlir kröftugum trommusólóum
sinum inni steinhjörtun.
I hléi ræðir fólkiö um góða
gamla Dexter Gordon. Hann hef-
ur sko ekki lagt upp laupana.
Jazz-
vakning
býður
upp á
list-
viðburð
Dexter sjálfur segist vera alveg
steinhissa á þvi að búa i
Skandinaviu og vera að koma i
fyrsta skipti núna til tslands „Ég
hef leikið allstaðar i Evrópu og
Bandarikjunum. Meira segja i
Færeyjum. En Island hefur ekki
komið til greina fyrr en núna.
Þetta er furðulegt”.
Eftir hlé skiptir Dexter um
hljóðfæri. Hann leggur tenðrinn
frá sér og tekur upp sópraninn.
Hann er einhver besti sópran-
leikari heims. Lagiö heitir „Á la
Moldau” og er eftir Dexter. Það
er þrumuhresst og nútlmalegra
en hans þekktustu lög. Næst er
lag eftir pianistann George
FINGRARÍM
UMSJÓN:
JÓNATAN
CARÐARSSON
Eddie Gladden kýllr kröftugum trommusólóum slnum inn fsteinhjört-
un
Cabl^s. George er mjög fær pian-
isti og á framtiðina fyrir sér.
Dexter leikur á sópran fyrri hlut-
ann, fer svo út af sviöinu og lætur
ryþmasveitina eina um frábæra
sveiflu. Þvi næst kemur hann inn
á sviðið aftur og nú með tenórinn i
hönd og blæs lagið heim i enda-
markiö. Þaö er klárt mál að
Dexter spilar ekki með neinum
viövaningum þó ungir séu.
Erroll Garner sá merki pianisti
samdi lagið „We get Misty” og er
það hans frægasta smið. Dexter
segist mjög sjaldan leika Misty.
Það er einhver góður andi sem
hvetur þetta lag fram á varir
Dexters. Ballaðan er ljúf áheyrn-
ar og George Cables fer á kostum.
Antabus er tvimælalaust eitt-
hvert besta lag sem Dexter hefur
samið. Hann varnýgiftur.nýkom-
inn úr þurrkvi og nýbúinn aöeign-
ast soninn Benji, þegar hann lék
þetta lag inn fyrir SteepleChase
1974. Kraftur þessa lags er engu
likur. Hér er boppið i öllu sinu
veldi. Og eins og Dexter segir
„Ég og Benjamin erum frægustu
Danirnir i dag”.
Kvartett Dexter Gordon ætlaði
að ljúka dagskránni á „Antabus”
miðvikudagskvöldið 18. okt. i
Háskólabiói. En jazzþyrstir is-
lendingar slepptu strákunum
ekki, heldur stóöu upp og klöpp-
uöu ákaft þar til þeir enduöu á
„L.T.D.” sem er titillag
kvartettsins. Hvaða lag gæti
hentað þeim betur en „Long Tall
Dexter”.
Kvartett Dexters Gordon lék
eins og englar væru á ferö. En eitt
skyggði þó á fullkomnun himna-
sælunnar. Húsið fylltist ekki eins
og reiknað var með. Jazzvakning
er þvi i undirballans þrátt fyrir
mjög velheppnaöa tónleika i
Háskólabiói 18. okt. 1978.
MEKK
Stórglæsileg ný
skápasamstæða
með höfðingjasvip
\ HÍISGAGNAVKRZI.IIN
KKISI’IÁNS SIGGKIKSSONAR III.
l.iiii||iivi!(|i 1,1 Krykiiivik simi 2.711711