Þjóðviljinn - 22.10.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.10.1978, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. október 1978 SVAVA JAKOBSDÓTTIR: Barnaár Sameinuðu þjódanna Sameinuöu þjó&irnar hafa ákveöiö að helga næsta ár — áriö 1979 — börnum og velferö þeirra. Ef til vill hvarflar aö einhverjum aö efast um gildi slikra alþjóð- legra merkisára og hvort þau muni skila þeim árangri sem ætlast er til. Skammt er siöan viö héldum kvennaár á vegum Sameinuöu þjóöanna. Vart er þó hægt aö fullyr&a aö þær framfarir og umbætur sem orðið hafa á réttarstööu kvenna og högum þeirra megi beinlinis rekja til kvennaársins. Nær væri aö segja, aö kvennaáriö heföi veriö nokk- urs konar staöfesting á réttmæti jafnréttisbaráttunnar sem háö haföi verið af krafti i landinu sjálfu allt frá upphafi þessa ára- tugs. Hins vegar geröi hinn formlegi stimpill Sameinuöu þjóöanna þaö aö verkum aö hin ihaldssamari öfl gátu sameinast þeim sem höföu staöiö i fremstu viglinu og vissulega er slik sam- eining ekki litils viröi þegar um er aö ræ&a a& glæða skilning heillar þjóöar á vandamálunum. En vandinn er auövitaö sá aö halda þeim skilningi vakandi i önn hversdagsins og knýja á um raunhæfar aögeröir áfram i jafn- réttisátt. Hvers vegna? Kannski á ekki á þessu stigi aö spyrja um árangur slikra „ára” Sameinuöu þjóöanna. Kannski ætti fremur aö spyrja hvers vegna i ósköpunum sé talin þörf á þvi aö helga konum og börnum sérstök ár (var ekki einu sinni lika haldiö sérstakt dýraverndun- arár?)? Ætli þaö sé ekki þessi samviskuspurning sem Samein- uöu þjóöirnar eru að leggja fyrir hvern og einn? 1 plaggi einu sem Sameinuöu þjóöirnar gefa Ut til þess aö kynna Barnaáriö, stendur aö á sliku ári gefist tækifæri til aö setja velferö barna i brennidepil um heim alian. Er ekki meö þessu verið að viöurkenna aö málefni barna, kvenna (og raunar ýmissa annarra hópa, svo sem fatlaöra, aldraðra, öryrkja) séu allajafna i útjaöri áhugasviös stjórn- málanna, þegar veriö er aö útdeila peningum og mannrétt- indum? Þetta hlýtur aö vera aðaláhyggjuefniö og raunveru- legum árangri náum viö ekki nema viö horfumst i augu viö aö hér erum viö komin að kjarna andstæönanna milli gróöahyggju- þjóðfélags og einkaneyslu annars vegar og hins vegar þjóöfélags sósialisma og samneyslu. Mikilvægur mœlikvarði Uppbygging dagvistarheimila á Islandi er einn mikilvægasti mælikvaröi á hvort hagur og vel- ferö barna situr I fyrirrúmi eöa ekki. Arum og áratugum saman böröust sóslalistar fyrir því aö rikiö veitti fé til byggingar og reksturs dagvistarheimila. Þörfin var brýn, en ekki viöur- kennd opinberlega. Mörg áhuga- félög höf&u rekiö dagvistar- heimili en orðiö aö gefast upp vegna kostnaöarins og sveitar- félög tóku viö rekstrinum. Sveitarfélögin höföu flest heldur ekki bolmagn til aö svara þörf- inni. A dögum vi&reisnarstjórnar Sjálfstæöisflokks og Alþýöuflokks var öllum tillögum um rikis- fjármagn til þessara mála hafn- aö og Sjálfstæðisflokkurinn rak svo óheillavænlega stefnu hér i Reykjavik a& hætt er viö a& langan tima taki aö bæta þar um. Dagvistunarheimili voru talin neyðarúrræöi og hálfgerö ölmusa fyrir „forgangshópa”. Það var ekki fyrr en Alþýöu- bandalagiö komst i rikisstjórn ár- iö 1971 aö tekiö var á þessum mál- um af festu og myndarskap. Lög- in frá 1973 um hlutdeild rikisins i byggingu og rekstri dagvistar- heimila fyrir börn ollu algerum straumhvörfum. Áriö 1974 voru heimilin sem fá greitt stofnfram- lag 19 talsins 111 sveitarfélögum; áriö 1978 eöa einungis fjórum ár- um siöar voru heimilin oröin 43 talsins i 27 sveitarfélögum. Aukn- ingin er yfir 100% á aöeins fjórum árum. Vanræksla síðustu rikisstjórnar Rikisstjórn Geirs Hallgrims- sonar haföi þó ekki lengi setiö er hún svipti dagvistarheimili rekstrarstyrk og heföi ónýtt lögin með öllu, hefðu ekki komiö til eindregin mótmæli sveitar- stjórnarmanna. Stofnframlag var látiö haldast en varð sifellt rýr- ara. Til stofnkostnaöar dag- vistarheimila á þessu ári eru veittar einungis 180 miljónir, enda þótt fyrir lægi aö þörfin væri 311 miljónir. Verkalýöshreyfingin haföi gert þá kröfu viö samninga- boröiö I fyrra aö framlög hins opinbera til dagvistarheimila yröu stóraukin og dagvistar- heimilum fjölgað. Fyrir lá loforö rikisstjórnarinnar um aukiö framlag en efndirnar voru þá ekki meiri en raun bar vitni. Rikisstjórn þeirri sem nú situr ber skylda til aö taka upp merki fyrri vinstri stjórnar enda þótt stórátak þurfi til þess aö bæta upp vanrækslu si&asta kjörtimabils. Er þess aö vænta aö verkalýös- hreyfingin minni á kröfu sina frá þvi I fyrravor og knýi á riflegt fjárframlag til þessa málaflokks viö afgreiöslu fjárlaga i vetur. Þá ber aö fagna þvi markmiöi núverandi meirihluta I borgar- stjórn Reykjavikur aö veita uppbyggingu dagvistarheimila forgang. Uppeldi og menning En löggjöfin um dagvistar- heimili frá 1971 fól I sér fleiri nýmæli. Staðfest var aö dagvist- arheimili skyldu vera uppeldis- og menningarheimili sem öll börn skyldu eiga kost á aö sækja. Markmiösgreinin hljóðar svo: „Markmiöiö meö starfsemi dag- vistarheimila er aö gefa börnum kost á aö njóta handleiöslu sér- menntaðs fólks i uppeldismálum ogbúa þeim þau uppeldisskilyröi, er efli persónulegan og félags- legan þroska þeirra.” Fleiri atriði I lögunum benda til þeirrar framtiöarþróunar, aö dagvistarheimili skyldu tengd eöa felld inn i fræöslukerfiö og tíyggja börnum jafnrétti á for- skólastigi. Eftirfarandi atri&i má nefna: Staöfest var að dagvistar- heimili heyrðu undir mennta- málaráöuneytiö, og skipaöur sér- menntaður starfsmaöur I ráöu- neytinu til aö sinna þessu verk- efni. Kveöiö var á um rétt barns til aö dveljast á dagheimili til skóla- skyldualdurs. Aöur var markiö miöaö viö 6 ára aldur. Byggingarstyrkur rikisins til dagheimila og skóladagheimila var ákveöinn meö hliösjón af samsvarandi framlagi rikisins til skólabygginga. Kveðið er á um menntun starfsfólks Stefnt skyldi aö þvi aö dag- vistarheimili skyldu eiga kost á sálfræöi- og ráögjafarþjónustu er skyldi tengd viö rágjafar og sál- fræðiþjónustu skóla. Þá má geta þess aö skv. lögun- um var forstööumanni dagvistar- heimilis gert skylt aö halda reglu- lega fundi meö starfsliði um stjórn heimilisins og velferö hvers einstaks barns auk þess sem rekstraraöili dagvistar- heimila skyldi skipuleggja tengsl milli foreldra barnanna og heimilanna I þvi skyni aö efla samstarf milli þessara aöila um velferö barnsins. Börn í þróunar- löndunum Barnaár Sameinuöu þjóöanna leggur okkur fleiri skyldur á heröar en uppbygging dagheimila og skóla. Verkefnin eru ótalmörg, Ég minni á börn meö sérþarfi^ég minni á bætta réttarstööu barna og aö lokum minni ég á, aö barna- árið er ekki sist haldið aö frum- kvæði þeirra sem bera fyrst og fremst fyrir brjósti börn i þró- unarlöndunum. Sameinuöu þjóöirnar skýra okkur frá þvi aö um þaö bil 350 miljónir barna I þróunarlöndunum skorti mat og njóti ekki lágmarksþjónustu á sviöi heilsugæslu eöa fræöslu. Þaö væri veröugt verkefni islenska rikisins og hvers sveitar- félags aö ætla einhverja upphæö á fjárlögum næsta árs til Barna- sjóös Sameinuöu þjóöanna til aö hjálpa þessum börnum. HEBA heldur viö heilsunni Ný námskeið að hefjast Dag-og kvöld tímar Leikf imi Sauna Ljós Nudd Megrun Hvild Kaffi o.fl. Tvisvar eða Megrunarkúrar Fjórum sinnum Nuddkúrar í viku Létt leikfimi o.fl. Hárgreiöslu- stofan HRUND Innan veggja Hebu hárgreiöslustofa með alla almenna þjónustu Snyrtistofan ERLA Andlitssnyrting handsnyrting o.fl. Opið allan daginn og fram eftir kvöldi Iloilsurækt Auðbrekku 53 Kópavogi §imi 42:?(io Óska eftir að taka á leigu 2ja-3ja herbergja íbúð helst i gamla bænum. Vinsamlegast hafið samband við mig i sima 17966 kl. 13-17 virka daga. Björn Br. Björnsson Akranes — fóstra Akraneskauðstaður óskar að ráða fóstru til að veita forstöðu leikskóla að Viðigerði 2. Umsóknum sé skilað til undirritaðs fyrir 27/10 nk. Akranesi 20.101978 Bæjarritari

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.