Þjóðviljinn - 22.10.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.10.1978, Blaðsíða 3
Sunnudagur 22. október 1978 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 3 þekkingar kennara á hreyfi- kennslu vantaöi nokkuö rytmaæf- ingar og leiki i tónmenntartim- un. Annárs væri t.d. danskennsla mjög timafrek og mikiö mál. Aö kennat.d. vikivaka tækia.m.k. 3-4 tima. G.: „Ef við ættum að fara út i flókin spor, þjóödansa o.þ.h., þá gerum við ekki annað. En i sb. við t.d. hátiðahöld i skólanum væri tilvalið að kenna þetta fyrir skemmtiatriöi, í samvinnu viö iþróttakennara skólans og fleiri. Þarna gætu tónmenntarkennarar haft frumkvæði, ef með þyrfti. Blöndun á staðnum Talað var um, hve erfitt væri aö tryggja virkni allra barna i 30 manna bekk og um afieiðingar af blöndun mismunandi hæfra barna saman i bekk J.: „Þetta hefur að minu viti skapað mikil vandræði og aukið álag á kennarann. Þú ert — i ein- um og sama bekknum — með allan skalann, frá botni upp i topp. Vegna þessa eru alltaf fá- einir krakkar, sem óhjákvæmi- lega verka sem dragbitar á kennslunni, verða til að staðallinn iækki. Sp.: Er þá auðveldara um vik meö hreinræktaðan „skussa- bekk”? J.: „Það væri miklu betra. Þá gæti maður einbeitt sér á þeirra plani.Ef maður tekur lægsta pól- inn i blönduðum bekk, höfðar kennslan ekki til þeirra, sem músikalskari eru. Mér þótti nokkuð óhugnanleg niðurstaðan eftir fyrsta vorpróf blandaðra 1. bekkja hjá okkur i Árbæ. Að gamni bárum við sam- an meðaltöl einkunna við sams konar próf árið áður, áður en blöndun hafði átt sér staö i skól- anum. Meðaleinkunn úr öllum ár- ganginum sem blandaður var reyndist lægri en meöaleinkunn lægsta bekkjarinsárið áður, þeg- ar raðað hafði verið i bekki eftir getu.” G.: t rauninni er aðeins próf- aður takmarkaður hluti af þvi sem þau læra. En ef yngstu börn- in eiga erfitt með að lesa og skrifa, eiga þau lika erfitt með að taka þetta próf”. Sp.: Hefur þaö ekki viss örvandi áhrif i eldri bekkjunum, ef frammistaöa I greininni hefur áhrif á aöaleinkunnina? J.: „Það er sjálfsagður hlutur, að þessi grein sé metin til jafns við aðrar greinar.” A.: „Hún er það ekki i augum barnanna, fyrr en hún er tekin og afgreidd á sama hátt og aðrar, þegar að prófi kemur”. J.: „En það má minna á aftur, að grunnskólalögin virðast ekki gera ráð fyrir persónulegum metnaöi nemenda. Það er verið að fletja allt út i meðalmennsku. Að „skara fram úr”er ekki leng- ur til, það er bannorð”. Nótur og fordómar Nótnaiestur er kenndur strax I 1. bekk í 25 skólum á landinu, eöa a.m.k. þar sem áætiun tilrauna- kennslu skólarannsókna nær til. Ég spuröi, hvort mætti hugsa sér, aö meirihiuti þjóöarinnar væri oröinn læs á nótur eftir 20 ár. G.: „Það væri óneitanlega skemmtilegt, ef þjóðin gæti sung- ið eftir nótum! Æskilegt væri, ef fólk þy rfti ekki að láta lemja inn i sig lög af pianói og kenna sér allt eftir eyranu”. Sp.: Er stefnt aö ákveönu getu- stigi í nótnalestri? G.: „Hvað tilraunaefnið varöar væri t.d. hugsanlegt markmiö, að fólk yrði læst á „vasasöngbæk- ur”.” J.: „Annars eru geysimargir nemendur i 11 og 12 ára bekkjum, sem hafa gengið i gegnum til- raunaefnið, orðnir furðanlega sleipir. Með undirleik geta þau sungið hérumbil hvaða lag sem er i fyrstu tilraun”. G.: „Það er allt annaö að fá krakka i kór núna en var fyrir nokkrum árum. Þau eru greini- lega betur i stakk búin að styðjast við nótur, sérstaklega hvað hljóö- fall varðar.” A.: „Það er svo miklu léttara fyrir þau að vera i kór” G.: „Hvað sem þvi liður, þá er Guöfinna I)óra ólafsdóttir: — Þaö væri óneitanlega skemmtilegt, ef þjóöin gæti sungiö eftir nótum að sjálfsögðu liöur i almennri menntun að fólk viti, hvernig músik er skráð”. Komiðvarniðurá merka eyöu i Islenskri bókaútgáfu, skortinn á kórsöngsbókum. öli játtu þvi, aö forsenda slikra bóka væri tvi- mæiaiaust útbreiösla almennrar tónlistarþekkingar. G.: „Það hafa margir mjög vel menntaðir menn kvartað undan þvi, að skortur á tónlistarþekk- ingu væri stórt gat i þeirra menntun. Það er mjög algengt, að maður fái krakka i 7 ára békk, sem fussa við „sinfónium” og „óperum”, án þess að hafa nokk- urn tima heyrt slikt áður. Þeir þykjast nú alveg vita, hvað þaö er! Þarna eru greinilega áhrif frá heimilunum að verki. Það virðist algengt að foreldrar hafi horn i siðu þessarra hluta, sem þeir vita ekkert um, vegna þess að þeir hafa ekki fengið nógu góða menntun, þegar þeir voru sjálfir i skóla.” Sp.: Fá nemendur þá litinn stuðning frá foreldrum i tón- menntanámi? A.: „Þaö er ákaflega misjafnt. Sumir, sérstaklega foreldrar barna i 1. bekk, eru mjög áhuga- söm og tala gjarnan við mann. Aðrir hafa engan áhuga”. Það koin i ljós, aö foreldrar heföu tilhneigingu til aö lita á tónmennt sem afþeyingu og skemintun. Þeir heföu yfirleitt ckki hugmynd um hvaö færi fram i timunum. Nærliggjandi þótti mér þvi aö heyra. hvort tón- menntarkennararnir sæktust sér- staklega eftir aö kynna foreldrum starfsemi sina. A.: „Ef við náum sambandi við þá, þá reynum við það gjarnan. Þegar þeir frétta hvað er að ger- ast f tímum, koma þau alveg af fjöllum. Það er allt annaöen það, sem þau hafa búist við”. G.: „Maður heyrir stundum krakka segja: Pabbi segir, að 'hann hafi alltaf látið eins og fifl i söng, þegar hann var strákur!” Sp.: llvernig er hægt aö hnika slikum fordómum? G.: Það gerist eKki á einum degi”. J.: „Það gerist, þegar okkar börn verða foreldrar sjálf.” Viö fóruin aö ræöa um hvcrnig mætti kynna almenningi þessi mál. A.: ..Það væri þá helst i sjón- varpi... bjóða alþjóð inn i tón- menntatima. Þetta hefur verið gert litillega áður, i einum þætti að mig minnir". Sp.: Væri heppilegt aö taka málui meira til umræðu i blöö- um? A.: „Eg er ekki viss um gagn- semi þess. Aöallega þyrfti að kynna þetta i skólunum, hafa t.d. „opið hús” i eina viku og bjóða fólki aðfylgjast með eins og hver vill. Þá gæti enginn sagt, að erfitt væri að fá að vita, hvað er að ger- ast i skólanum”. G.: „Vert væri að gefa tón- menntarkennslu i sjónvarpi ein- hvern gaum. Það vantar viöa tón- menntarkennara á landinu... Þetta er ekki siður sjónvarpsefni en framburöarkennslai islensku, sem þingmenn ályktuðu svo fal- lega um i vor.” Mútter Sinfónía Sp.: Hvað um uppeldishlutverk sinfóniuhijómsveitarinnar? Nú telja sumir forráöamenn hennar þaö ekki vera verksviö S.l. aö uppfræöa börn. Hvernig finnst ykkur hafa tekist meö skólatón- leika? A.: „Þár greipstu á kýlinu! Það er alveg forkastanlcgt að stofna til barnatónleika eins og gert hef- ur veriö Tónmenntaricennarar fá — stundum — senda efnisskrá skólatónleikja, en það er algjör undantekning.ef þaö er gert með meira en tveggja daga fyrirvara. Það segir sig sjálft, að það er úti- lokaðað undirbúa börnin á þenn- an hátt. Þessir tónleikar ættu að geta verið kjöriö tækifæri til aö kynna börnunum hljómsveit- ina, hljóðfærin, músikina o.s.frv. En okkur er gert það alveg ómögulegt. Lágmark er, að við séum látin vita um skólatónleika með mánaðar fyrirvara.Ég trúi ekki öðru en aö sé ákveðiö um svona tónleika meira en viku fram i timann!” J.: „Við ætlumst til, að hljóm- sveitin æfi þetta efni ekki siður en annað. Það er mjög viðkvæmt og mikilvægt, að börnum sé kynnt tónlist á sem vandaðastan hátt. Það þarf enginn að halda, að þau láti bjóða sér hvað sem er”. Með þvi lauk þessu spjalli aö réttu lagi. En segulminni snæld- unnar minnar hafði varðveitt orð Egils Friðleifssonar,. er hann kvaddi fundinn fyrr i viðtalinu: ,,Þó aö tónmenntarkennslu sé i mörgu ábótavant og mörgu þurfi aö breyta og bæta, þá er margt að gerast sem er jákvætt fyrir greinina. Barnakórastarfsemi á landinu hefur aldrei staðiö meö jafnmiklum blóina. Barnalúöra- sveitir hafa aldrei verið s'tærri eða öflugri. Nemendum í tónlist- arskólum fer fjölgandi frá ári til árs. Tóniistarskólunum fer fjölg- andi. Varla er þaö vegna þess aö kennarar i grunnskóium drepi niöur alla músikalska ánægju. Þaö er kannski hægt aö finna dæmi þess, en ég held, aö hitt, þ.e.a.s. aö örva og efla múskalska hæfileika harna, eigi sér staö i yfirgnæfandi nteiri mæli. Ég trúi þvi. Þess vegna erum viö að þessu”. Húsgagnavika 20-29 október GLÆSILEG SYNING ÍÁG HÚSINU' ÁRTÚNSHÖFÐA Skoóiö nýjungar innlendra framkióencia: híisgögn, áklœói og innréttingar. Opíö virka daga kl. 17 — 22 Laugardaga og sunnudaga kl. 14—22 argus

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.