Þjóðviljinn - 28.10.1978, Page 16

Þjóðviljinn - 28.10.1978, Page 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. október 1978 Börkur er býsna fengsæll á bræöslufiskinn. Aflafréttir frá Neskaupstað Frá áramótum og til mibs þessa mánaóar höfóu borist á land I Neskaupstaö 7.300 tonn af fiski, sem ýmist var frystur eöa saltaóur. Er þá miöaö viö slægö- an fisk meö haus. Nemur fram- leiösla frosins fisks um 88 þús. kössum en saltfiskframleiösian er um 835 tonn. Um sama leyti haföi Sildar- bræöslan i Neskaupstaö tekiö á móti 102 þús. tonnum af bræöslu- fiski, frá áramótum. Skiptist hann þannig: Vetrarloöna 53.500 tonn. Kolmunni 14.000 tonn. Sumar-oghaustloöna 34.500 tonn. Aldrei fyrr hefur jafn mikill afli borist bræöslunni en á sildarár- unum skeöi þaö einu sinni aö hún tók á móti 100 þús. tonnum yfir áriö. Af þeim bræöslufiski, sem kom- iö hefur á land I Neskaupstaö á árinu, hefur Börkur fengiö 25 þús. tonn auk 7 tonna, sem annaö hafa fariö. (Heim.: Austurland) —mhg Skipan fram- haldsnáms Magnús frá Hafnarnesi: Viðtal við verkakonu Ég átti þess kost aö heim- sækja Ingibjörgu ólafsdóttur frá Vatnsdal, sem nú býr ein i svoköiiuöu bráöabirgöahús- næöi, litlum en vistlegum húsum, sem Vestmannaeyja- bær keypti er jaröeldunum linti og fólk fór aö flytjast út. Þaö var hreinlegt og snyrtilegt kringum Ingibjörgu og auöséö aö þar fór kona, sem vildi hafa röö og reglu á öllum hlutum. Ég átti viö hana eftirfarandi viötal, yfir molasopa: iþróttaunnandi — Svo þú varst heiöruö gullmerki á sextiu og fimm ára afmæli iþróttafélagsins Þórs. Varst þú iþróttakona á þínum duggarabandsárum, svo ég noti austfirskuna?7 — Ekki kvaö nú mikiö aö þvi. En ég unni hverskonar iþróttum heitt, enda var Siguröur heitinn Högnason mikill glimu- og hlaupagarpur. Hann var geröur aö heiöursfélaga Þórs 9. sept. 1933, enda einn af stofnendum félagsins og frumkvööull iþróttamála hér i bæ. — Hverjir voru heiöraöir meö þér? — Þaö voru þau Bernódia Siguröardóttir, ekkja Sveins heitins Arsælssonar, hins alkunna gáfumanns, Vilhjálmur Arnason og Magnús Grimsson frá Felli. — Og þú skemmtir þér vel i hófinu? — Já, konunglega. Dansaöi mikiö þótt ég væri ekki heil á öörum fæti. En hverju skiptir þaö þegar gleöin er rikjandi og Bakkus ekki haföur viö hönd. Ég hef alltaf skemmt mér vel á mannamótum. Frá æskuárum — Hvenær ert þú fædd, Ingi- björg? — Ég er fædd i Vik i Mýrdal 29. mars 1907. Fluttist til Vest- mannaeyja til aö leita mér at- vinnu, þá 17 ára. Þá var ekki um aöra vinnu aö ræöa en vinnu- konustarfiö. — Og þá hefuröu kynnst Sig- uröi? Já, þá kynntumst viö og bundumst heitum.sem vöruöu til til ársins 1951, er hann dó. Hann dó alltof ungur. Ingibjörgu vöknaöi um augu, er hún sagöi þetta, og er henni þó ekki fisjaö saman. — Var erfitt aö lifa á þfnum ungdómsárum i Vlk? — Já, þaö var mikil fátækt. Fólk haföi svona I sig og á. — Var svolitiö um skemmtanalif þá? — Þaö var dansaö og þaö fram á morgun. Svo var spilaö á hátiöum, vist, alkort og púkk. Ingibjörg ólafsdóttir frá Vatnsdal Gjaldmiðillinn var sveskju- steinar. Þaö heföi ekki þótt beys- inn peningur I dag. En fólk var ánægt. —■ Var stundaöur sjór frá Vik á þessum árum? — Já, töluvert. En lending var erfiö og brimasöm, enda fyrir opnu hafi. tþróttir voru iökaöar, glima jafnvel stúlk- urnar kepptu I knattspyrnu viö piltana og unnu þá stundum. — Þú hefur liklega skoraö nokkur mörkin, ef ég þekki þig rétt? — Ég var ekkert duglegri en hinar stúlkurnar en áhuginn var ódrepandi og hreystin. //Þetta var mikill bardagi" — Hvenær giftist þú? — Ég giftist 21 árs, Siguröi Högnasyni frá Vatnsdal, eins og ég sagöi áöan. Hann var einn af stofnendum Þórs 1913. Hann var mikiö þrekmenni, meðalmaöur á hæð en samanrekinn og ram- efldur. Viö bjuggum alla tiö i Vatnsdal. — Hvernig var aö lifa er þú byrjaöir aÖ búa, Ingibjörg? — Þaö var bara sæmilegt. Þá var ekki verðbólgan eins og hún er nú. Peningar sáust varla en eljusemin og vinnan bjargaöi og fólk var þá nægjusamara, ekki þessi samkeppni um hlutina eins og nú, enda fátt um glingur i verslunargluggum. Verkalýðs- baráttan var þá byrjuö. Þá voru þeir fremstir Isleifur Högnason og Jón Rafnsson, sem skrifaöi siöar bókina Vor i verum, gagn- merkt rit um verkalýðs- baráttuna. — Var hún ekki hörö þá? — Jú, býsna hörö. En þaö var fylgt fast á eftir. Þetta var mikill bardagi. Þeir voru harðir I horn aö taka, Jón og lsleifur. — Var félagshyggjan sæmi- leg, verkalýðsfundir vel sóttir? — Ekki mjög. Vinnudagurinn var þá óhóflega langur, eins og nú. Þaö þarf aö borga dag- vinnuna betur. Maöur minn var verkamaöur og bilstjóri. Hann vann hjá bænum i aldar- fjóröung, viö hreinsunina. Eftir aö hann dó bjó ég meö börnunum, sem voru þá 4 I ómegö. Þá fór ég aö vinna úti og vann I Hraöfrystistöðinni hjá Einari rika Sigurössyni i 20 ár samfleytt. Martröðin er liðin hjá — Svo komu jaröeldarnir. Fórst þú ekki illa út úr þeim? — Jú, ég missti mikiö af minu dóti, sumt, sem ég get aldrei bætt mér. En þaö þýöir ekkert aö vera aö fárast yfir þvi, þaö voru fleiri en ég, sem höföu um sárt aö binda. Sérstaklega fóru eldarnir illa meö taug- arnar. En nú er þetta liðiö og mér liöur vel núna. — Hvernig hugsar þú til framtiöarinnar? — Ég lit hana björtum augum. Ég á góö börn. Það er þaö besta, sem maöur á. Ég hef alltaf verið skaplétt og heilsu- hraust, sjaldan þurft að leita til lækna. Ég þakka guði fyrir það. Að loknum þessum orðum verkakonunnar hraustu, Ingi- bjargar ólafsdóttur, lauk ég við að drekka hið góða kaffi hennar, óskaði henni góðs gengis, kvaddi og fór. Hún er nú 71 árs. Megi heilla- disir hamingjunnar og ylur minninganna fylgja henni alla tið. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi Nýjasta bók Gudmundar Halldórssonar frá Bergsstööum: á Nordurlandi „Þar sem bændurnir brugga í friði” 1 sumar skipaöi bæjarstjórn Akureyrar fimm manna nefnd til þess aö fjalla um þær breytingar, sem veröa á framhaidsnámi samkvæmt frumvarpi til laga um framhaldsskóla, sem liggur fyrir alþingi. Mun nefndin gera tiliögur um hvernig skipan framhalds- náms veröur háttaö á Akureyri I framtiðinni. Formaöur nefndar- innar er Tryggvi Gislason, skóla- meistari. Frumvarpiö gerir ráö fyrir þvi, að I hinum samræmda fram- haldsskóla fari námiö fram á átta sviöum en námsbrautir veröi um 50. Nefndin mun annarsvegar gera tillögur um hvaöa námsleiöir veröur um aö ræöa á Akureyri og um samstarf þeirra skóla, — Dalvikingar eru aö bæta viö bátaflota sinn. Fyrir nokkru voru keyptir þangaö tveir bátar, sem geröir veröa út þaöan I vetur. Annar þeirra, Stafnes, KE-38, 57 tonn, er keyptur frá Keflavik og eru hinir nýju eigendur Fisk- verkun Jóhannesar og Helga. Kemur báturinn til meö aö halda sínu nafni þrátt fyrir vistaskiptin, en ber nú einkennisstafina EA-14. Stafnesiöereikarbátur, smiöaöur jafnvel samruna, — sem þegar eru starfandi á þessu stigi en þaö eru Iönskólinn, Menntaskólinn og Gagnfræöaskólinn (framhalds- deildir). Frá þvi I byrjun september hef- ur nefndin haldiö vikulega fundi. Hún hefur fengið til viöræöna for- stööumenn skólastofnana á Akur- eyri og ýmsa þá aöra, sem af- skipti hafa af skólamálum. Þá hefur hún og haft samráö viö full- trúa launþegasamtaka og at- vinnulifs. Ætlunin er aö leita álits og hafa samstarf viö skólamenn úr öllum fjórðungnum, enda er svo ráð fyrir gert i frumvarpinu að Akureyri verði miðstöö mennt- unar og fræöslu á Noröur- og Austurlandi. (Heim.: Noröurland) —-mhg I Hafnarfiröi áriö 1954, en endur- byggöur á árunum 1973-1974; Caterpillarvél, 350 hö.. Ahöfn bátsins er 7 menn og fer hann á netaveiðar. Hinn bátinn, Hafborgu, KE-54, einnig frá Keflavik, keypti Stefán Stefánsson, útgeröarmaöur. Fær hann nú nafnið Búi EA-100. Búi er 47 tonna stálbátur meö 270 ha Scania-vél, smiðaður á Seyöis- firöi, áriö 1970. Það er sagt aö mikið sé bruggað á Islandi nú um stundir og er svo að skilja á flestum, aö ekki þyki tiltökumál. Meira aö segja sum dagblööin lifðu á þvi I nokkra daga nú fyrir skemmstu aö „drekka” brugg, þótt meö óbeinum hætti væri. Nú hefur þessi umræöa aö mestu falliö niöur og bruggiö mun halda áfram aö renna eftir sinum far- vegum, óáreitt. En þaö hefur áöur veriö brugg- aö áfengi i þessu landi, þótt i mun minna mæli væri en nú. Og þá var ekki ávallt jafn friösamlegt i kringum þessa „framleiðslu- grein” og nú er. Menn áttu yfir höfði sér fyrirvaralausar heim- sóknir af árvökulum löggæslu- mönnum og i kjölfar þeirra sektir og aörar „kárinur, ef upp komst um athafnasemina. Hét sá Björn Blöndal, er einna vasklegast gekk fram i þvi að berja á bruggurun- um. Þá komst á kreik gaman- bragur, þar sem segir m.a.: „Hér i borginni allt er á iði, en í sveitinni kyrrð er og ró þar sem bændurnir brugga I friöi meöan Blöndal er suður meö sjó.” Nú vill svo til aö út er aö koma hjá Bókaforlagi Arnar og örlygs skáldsaga, sem látin er gerast á bruggárunum fyrri. Ber hún heitið: „Þar, sem bændurnir brugga i friði” og er eftir Giömund Halldórsson frá Bergs- stööum. Er ekki aö efa aö saga Guömundar veröur skemmtileg lesning fyrir þá, sem muna þessa , tima^og aö auki fróöleg fyrir hina, er aöeins þekkja áhættulitla bruggstarfsemi samtimans. Bændurnir brugguðu nefnilega ekki alltaf „I friöi” þvi Blöndal var ekki ætið „suður meö sjó”. „Þar, sem bændurnir brugga i friöi” er fjóröa bók Guömundar Halldórssonar. Fyrst kom út smásagnasafniöHugsað heim um nótt, 1966. Þá skáldsagan Undir ljásins egg, 1969. Siðan smásagnasafniö Haustheimtur, 1976. Allar hlutu þessar bækur góöa dóma gagnrýnenda og annarra. Guömundur er hófsamur höfundur og vandvirkur meö afbrigöum. Hann fjallar i bókum sinum aðeins um það mannlif, sem hann gjörþekkir, velur sér það sögusvið, sem hann sálfur er vaxinn upp úr og er hluti af. 1 þvi er styrkur hans em rithöfundar m.a. fólginn. Guðmundur Halldórson er fæddur aö Skottastööum I Svartárdal, A-Hún., áriö 1926. Ölst upp hjá foreldrum sinum aö Bergsstööum i sömu sveit. Stundaöi öll algeng sveitastörf heima og aö heiman þar til hann fluttist til Sauðárkróks fyrir nokkrum árum. Er þar nú bóka- vöröur viö sjúkrahúsiö og „likar þaö starf vel”, segir Guömundur. Munu og orö aö sönnu þvi naumast mun honum annar félagsskapur geöfelldari utan heimilis en sá, sem hann á með bókum. I Þjóöviljanum á morgun veröur nánar kynnt nýjasta bók Guðmundar frá Bergsstööum. — mhg Bætist viö bátaflotann

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.