Þjóðviljinn - 28.10.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.10.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. október 1978 ÞJÓÐVILJINN •’-'SIÐA 7 Ég hefi látid sannfærast svo um óheillavænleg áhrif verðbólgunnar, að ég tel mér bæði ljúft og skylt að leggja mitt af mörkum til þess að nema af henni mesta kúfinn. Sigurbjorn Ketilsson, Ræningjar, skatt- heimta, verðbólga Nil siðustu daga hafa ýmsir mætir menn upphafiö mikiB ramakvein i opinberum og hálf- opinberum málgögnum Sjálf- stæöisflokksins vegna sviviröi- legrar aðfarar rikisvaldsins gegn skattþegnum landsins og þá alveg sérstaklega öldruöu fólki. Fylgja greinum af þessu tagigjarnanmyndir af elskuleg- um gömlum konum svona til þess að sýna sem skilmerkileg- ast, hve framkvæmdavald rikisins i mynd núverandi rfkis- stjórnar sé svivirðilegt. Og i sambandi við skatt- heimtu rikisins fljóta með i greinum þessum ýms allstór orð eins og skattarán, skattaáþján, skattpining o.fl. o.fl. Ungir lesendur nefndra blaða, sem væru i fyrsta sinn aö gera tilraun til að fylgjast meö gangi innanlandsmála, gætu jafnvel af þessum málflutningi imynd- að sér að handhafar rikisvalds- ins væru af einskærri mann- vonsku aö ræna jafnvel þá lak- ast settu i þjóöfélaginu sér til persónulegs ávinnings. Nú er það að visu ekki nýtt af nálinni að blaöamenn noti stór oröatiltæki i málflutningi sin- um. Fyrir tæpu ári voru öll vinstri blöð landsins daglega yfirfull af greinum um mann- vonsku þáverandi rikisstjórnar. Aftur og aftur var talaö um kauprán og stuld af hálfu þeirr- ar stjórnar. Samkvæmt islenskri mál- venju er sá, sem stendur fyrir ráni og stuldi, nefndur ræn- ingjaforingi. Einn þeirra manna, sem stóð fyrir þvi „kaupráni” sem vinstri blöðin nefndu svo, var núverandi for- sætisráðherra Ólafur Jóh. Hann gat þvi vissulega kallast samkvæmt „ritúalinu” ræn- ingjaforingi og ekkert annað. Svo skeöur þaö undarlega einn góðan sumardag að þessir sömu blaðamenn sem i raun og veru nefndu Ólaf Jó. þessum nöfnum kjSsa hann sem stjórnarfor- mann i rikisstjórn Islands og sitja þar nú við hlið hans og una sér vonandi vel. Og meö svona ritmennsku ætlast blaðamenn þessir liklega til þess að almenningur taki mark á málflutningi þeirra. Og þeir blaðamenn Sjálf- stæöisflokksins, sem gráta nú hæst af samúð með illri meðferð núverandi valdhafa á gömlu fólki ætlast vist til þess aö þeim veröi trúaö, að þeir séu hinir einu og sönnu mannvinir, en andstæðingar þeirra hrein og ósvikin illmenni eöa meö af- brigðum heimskir. En þótt blaöalesendur al- mennt láti daglegan vaðal blað- anna um stjórnmál sér i léttu rúmi liggja og veiti honum nán- ast enga athygli, þá hefur þess- um herrum samt tekist aö telja almenningi trú um það, að þvi er virðist, að nánast öll skatt- heimta rikisins og sveitarfélag- anna sé runnin undan rifjum hins versta og neðsta. Hversu oft höfum viö ekki lesið á lifs- leiðinni, að skattur greiddur til rikisins sé blóöpeningur, sem kreistur sé af illum og heimsk- um valdhöfum undan blóöugum nöglum okkar, sem kallaöir erum þvi virðulega heiti skatt- borgarar? Og samkvæmt þessari trú reynir næstum þvi hver maöur i landinu að svikja og blekkja til þess.að bjarga sér undan þess- ari óheyrilegu ofsókn rikis- valdsins. Blaðamenn eru stöö- ugt og si og æ aö hamra þá kenningu inn i lesendur sina, unga og gamla, að við getum fengiö allar mögulegar fyrir- greiöslur af hálfu rikisins án þess að láta neitt i staöinn. Við eigum aö eignast fullkom- ið samgöngukerfi kringum allt land, fullkómna skóla, heilsu- gæsiu og hvaðeina, sem telst til þæginda i lifsbaráttunni, og það er varla ýjaö aö þvi, að við þurfum aö greiöa þessi hlunn- indi einhverju veröi, hæsta lagi bara taka lán. Eru ekki þing- menn Sjálfstæöisflokksins með frumvarp á döfunni um alfull- komið vegakerfi allt I kringum landið og bara taka lán og svo er málið leyst? Svona einfalt er það. Og hamingjan hjálpi núver- andi stjórnarsinnum, ef þeir ekki samþykkja þessa tillögu. Þá eru þeir eitt af tvennu: afturhaldsseggir eða óvinir fólksins. A meöan þessi og þvilikur hugsunarháttur er rikjandi I landinu, þá er handhöfum rlkis- valdsins mikili vandi á höndum. Þeim þýðir ekki að tala um og þvi siður aö reyna að fram- kvæma þá kenningu, að al- menningur i landinu veröi að „fórna” einhverju þegar fjár- hagur landsins er hangandi á heljarþröm samkvæmt allra dómi. Það sannast best nd siöustu daga. Þegar núv. stjórn er af veikum mætti að gera tilraun til aö lækka örlitið drambiö i verð- bólgudraugnum, sem sam- kvæmt allra dómi er hinn ægi- legasti skaðvaldur i þjóðfélag- inu; hvað gerist? Lagður er á nýr skattur, mis- munandi mikill eftir efnum og ástæðum. En þá er bara fulltrú- um þess hóps aö mæta, sem krefst þess að fá allt updí höndurnar fyrir ekki neitt. Og ætla þeir ekki einfaldlega að stofna samtök til þess að gera rikisvaldinu ókleift að inn- heipita þessar nýju álögur, sem svo eru kallaðar? Og vik ég þá aftur að þeim mannvinum, sem hæst hafa hrópað um samúð sina með öldruðu fólki, sem lika fékk sina „glaðningu” eins og það er 'kallaö. Siðan eru birt átakanleg dæmi um næstum þvi hundruð- ustu og elleftu meðferð á þessu fólki. Ekki sést neinsstaðar örla á þvi hjá þessum postulum með- aumkunnarinnar, aö einn ein- asti maður i landinu sé þess um- kominn að láta eitthvaö af hendi rakna til raunverulegrar bar- áttu við hinn margumtalaða draug veröbólguna. Og af þvi sjaldan er góö visa of oft kveðin, þá vil ég bæta einu dæmi við þau, sem birt hafa verið undanfarna daga um hroöalega meðferð á hinum öldruðu, en ég er einn þeirra borgara þessa lands, sem telst til þessa viröulega hóps, næst- um sjötugur að aldri, kominn á eftir- og ellilaun, en vinn samt dálitið og kona min einnig. Samkvæmt þinggjalda- og álagningarseöli minum fyrir ár- iö 1978 höfum viö hjónin haft tekjur samtals 5.036 milj. A þessum sama seöli sé ég að okk- ur er gert að greiöa i öll opinber gjöld á árinu 1978 kr. 1322 þús. Þá telst mér svo til, að við höfum eftir til persónulegra þarfa um þrjár miljónir og sex- hundruö þúsund. Enda þótt verölag i landinu sé eins og það er, þá sé ég enga ástæðu til að kvarta fyrir okkar hönd I við- skiptum okkar við rikisvaldiö nema siöur sé, og nú hljótum við að sitja til sama borðs og allir aðrir I hópi hinna öldruöu að þvi slepptu, að um mismunandi tekjur er aö ræða. Við höfum getaö leyft okkur utanlandsferð og verulega fjárfestingu. Nú, en svo kom „glaöningin” um daginn, þessi voðalega á nýja skattseðlinum hvorki meira né minna en 32.251 kr. hugsið ykkur: þrjátiu og tvö þús. veröbólgukrónur aukreitis af 3,6 milj. Ég hef lát-ið sannfærast svo um óheillavænleg áhrif verðbólg- unnar i landinu að ég tel mér bæöi ljúft og skylt að leggja mitt af mörkum til þess að nema af henni mesta kúfinn. Þessvegna hefði ég taliö eöli- legt, að mér nefði veriö gert að greiða allt að tiu sinnum meira i þessum tilgangi. Dettur mér þó sist af öllu i hug, aö ég sé eitthvað fórnfúsari en aörir borgarar þessa landst eg er eigingirnin holdi klædd: þessvegna vil ég reyna aö auka verðgildi sparifjár, en ekki stööugt að eyða verulegum hluta þess árlega á hinu marg- umtalaöa veröbólgubáli. Segir ekki Vilmundur okkar að við höfum brennt um 20 miljöröum þess á sl. ári? Það er vel að veriö. Og svo aö siöustu: Það er verulega ánægjulegt og vonandi timanna tákn um hugsunarhátt til hins betra, að málgögn Sjálf- stæðismanna skuli nú allt I einu vera oröin helstu málsvarar aldraðra i baráttunni fyrir betra og áhyggjuminna lifi I ellinni. Það er eins og mig minni, að Magnús Kjartansson fyrrv. ráð- herra, sem fór með málefni aldraðs fólks og tryggingar al- mennt i rikisstjórn 1971— 1974 hafi þurft aö betrumbæta hag þess að einhverju leyti eftir viö- skilnað stjórnar Sjálfstæöis- flokksins. Kannske er það mis- minni. En ég minnist þess ekki, að málsvarar Sjálfstæðisflokksins hafi nokkru sinni haft forgöngu fyrir ellitryggingum eða neinu i þá veru, og hef ég þó fylgst meö stjórnmálum almennt frá árinu 1924. En nú hafa þeir sem sé tekið að sér að gæta hagsmuna allra aldraöra gagnvart vondu rikis- valdi og mætti þá kannski við bæta: Batnandi manni er best aö lifa. A siðasta sumardag 1978 Sigurbjörn Ketilsson Fáein minningarorð Páll Ásgrímsson Fæddur 23.3 1892 — dáinn 3.8. 1978 „Allt hefðarstand er mótuö mynt, en maðurinn gulliö þrátt fyrir allt”. Þegar við vinir og samverka- menn Páls Asgrimssonar minn- umst hans látins og samvistanna við hann, slikur mannkostamaður sem hann var, finnst okkur ekkert lýsa honum betur en þessar ljóö- linur. Ævisaga hans var svipuö ævi fjölmargra annarra islenskra al- þýðumanna, en hann var sómi og prýði sinnar stéttar. Páll var fæddur að Sigriöar- stöðum i Flókadal I Vestur-Fljót- um. Foreldrar hans voru hjónin Sigriöur Sigurðardóttir og Ás- grlmur Sigurðsson, sem þá bjuggu þar en fluttust siðar að Vatni og Dæli i sömu sveit. For- eldrar hans eignuöust 13 börn og komust 9 þeirra til fullorðinsára. Vegna fátæktar uröu foreldrarnir að láta fjögur af börnum sinum frá sér á unga aldri og ólust þau upp hjá vandalausum. En Páll átti þvi láni að fagna að alast upp hjá foreldrum sinum og njóta þar kærleika og fórnfúsrar umönnun- ar eins og hann kemst sjálfur að orði. Eftir fermingu langaði hann mjög til að komast i skóla, þvi aö hugurinn hneigðist ákaft til bók- ar, en þess var enginn kostur vegna fátæktar. Seytján ára gamall fór hann I vinnumennsku aö Felli I Sléttuhlið og var þar i 8 ár. Or SléttuhlIB fluttist Páll aö Illugastöðum i Flókadal og bjó þar meö Mariu systur sinni I fimm ár, en fluttist þá til Siglu- fjarðar 1925. A Siglufirði hefur hann búið siöan. Ariö 1926 kvænt- ist hann Sigriöi Indriðadóttur og eignuöust þau þrjá syni Indriða, Einarog Asgrim. Arið 1935missti Páll Sigriöi konu sina eftir ástrika sambúð og haföi hún þá átt við mikil veikindi aö striða. Arið 1939 kvæntist Páll I annaö sinn Ingibjörgu Sveinsdóttur mikilli dugnaöar- og mannkosta- konu og lifir hún mann sinn. Sýndi hún ekki sist hver hún var, þegar Páll var þrotinn að heilsu og kröftum. Þau Páll og Ingibjörg eignuðust þrjú börn: Magnús, Sigriöi og Lilju Kristinu og getur sá er þetta ritar borið þvi vitni, aö þau virtust öll hafa erft kosti for- eldranna i rikum mæli. Syni Páls af fyrra hjónabandi þekkti ég ekki, en þeir munu allir hafa ver- ið góðum gáfum gæddir. Páll gegndi ýmsum trúnaöarstörfum um ævina, þar sem hann var glöggur og greindur og mjög vel að sér um marga hluti, þótt ekki gengi hann skólaveginn, en börn sin reyndi hann aö styrkja til mennta eftir þvi sem efni leyfðu. Það var sama hvaöa starf Páll tók að sér. öll vann hann þau svo vel sem framast var unnt. Flest þau störf, sem hann vann fyrir samfélagið voru á sviði verka- lýðs-og samvinnumála. Hann var einn af stofnendum Kaupfélags Siglfiröinga og lengst af i stjórn þess og starfsmaöur þess frá 1956 og til 1969. Einnig starfaöi hann i áfengis- varnarnefnd og barnaverndar- nefnd. En Páll var ekki frama- gjarn, annars heföi hann ef- laust getaö komist til meiri mannviröinga, þvi til þess haföi hann alla burði. En trú- mennska 'Páls kom ekki aöeins fram i hverju þvi starfi, sem hann tók sér á hendur. Hann var alltaf trúr hugsjóninni um betri heim, og öll hans félagsstörf voru bund- in þeirri hugsjón. Hann var alla tið einlægur sósialisti eftir að hann kynntist þeirri stefnu, og hann kunni einnig að meta gildi stéttar sinnar. Hann vissi vel,þótt hann væri hóglátur og yfirlætis- laus, að verkamaðurinn átti ekki siður skilið virðingu en þeir sem teljast hærra settir i mannfélags stiganum og hann trúði á hlutverk stéttar sinnar. Slikir menn eru salt jarðar svo notuö séu orð heil Framhald á 18. siðu Vinátta Kínverja ogPino- chets styrkist Nýlega var utanrlkisráöherra Chile, Hermán Cubillos, I heim- sókn i Kina og ræddi þar við vara- forsætisráðherrann Teng Hsiao- ping og Huang Hua utanrikisráð- herra. Uröu herrarnir sammála um aö styrkja bæri samskipti rikjanna, með auknum heimsóknum sendi- nefnda á báða bóga. Einnig ræddu þeir um að endurreisa samvinnunefnd landanna, sem ekki hefur starfað siðan Allende var varpað frá völdum fyrir fimm árum. Cubillo bauð Huang Hua i opin- bera heimsókn til Chile. (Sociaiistisk Dagblad!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.