Þjóðviljinn - 11.11.1978, Síða 4

Þjóðviljinn - 11.11.1978, Síða 4
4 StÐA — ÞJOÐVILJINN Laugardagur 11. névember 1978 DJOÐVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Otgáfufélag ÞjóÖviljans Framkvæmdasljóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: AlfheiÖur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- uröardóttir, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. tþrótta- fréttamaöur: Asmundur Sverrir Pálsson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson Ljósmvndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur, Biaöaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar, óskar Albertsson. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Rúnar Skarphéöinsson, Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir Skrifstofa: GuÖrún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: GuÖmundur Steinsson. Kristin Pétursdóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, SigriÖur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún BárÖardóttir. Húsmóöir: Jóna SigurÖardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Síöumúla 6. Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent h.f. Olíufurstar Islands • íslensku oliufurstarnir hafa gengið á fund við- skiptaráðherra og tilkynnt að stórhækkunar sé þörf á oliu- og bensinverði. Bera þeir fyrir sig svokallaða Rotterdam-skráningu og segja að bensin hafi hækk- að um 37% i verði og oliur um 27% frá þvi 1. ágúst sl. Sérstakar ástæður til þessarar verðsveiflu eru sagðar fall dollarans og óeirðir og verkföll i oliu- iðnaðinum i fran. • Verði þessar hækkanir viðvarandi og komi þær fram i verðlagi hér, myndu gjaldeyrisgreiðslur af þessum sökum einum aukast um 5.3 miljarða króna á næsta ári. Engin ástæða er þó til þess að viður- kenna kröfur oliufurstanna á stundinni. Rotterdam- markaðurinn er mjög viðkvæmur og sveiflur á hon- um tiðar. Vegna sérstakra aðgerða Bandarikja- stjórnar hefur dollarinn styrkst á ný, og haft er eftir einum formælenda OPEC — samtaka oliuút- flutningsrikja - i AP-frétt i Morgunblaðinu að stöðv- un á oliuútflutningi frá íran muni ekki hafa áhrif á oliuframboð i heiminum, nema að hún vari i allt að þrjá mánuði. • Það stendur ekki á islensku oliufurstunum að minna á þegar hækkanir verða á alþjóðamarkaði. Um það eru hinsvegar ekki birt fagnaðarerindi þeg- ar verðið sveiflast niðurávið. Það er einnig full á- stæða til að meta ástæður til innlendra hækkana á oliu- og bensinverði i ljósi umsvifa oliudreifingar- fyrirtækjanna hér. • Þvi hefur verið haldið fram að yfirbygging hljóti að vera hlutfallslega meiri i fámennu og viðlendu landi heldur en i þéttbýlum miljónaþjóðfélögum. Þrátt fyrir það hefur öllum islenskum almenningi þóttþað mikil ofrausn að hann skuli þurfa að standa undir þreföldu dreifingarkerfi á sömu oliunni. Auk þess fer ekki hjá þvi að spurningarmerki sé sett við gifurlegar fjárfestingar oliufyrirtækjanna, stór- fellda skuldasöfnun þeirra i bönkum, skrifstofuhall- ir þeirra og önnur verðbólguflottheit. Og er þá enn eftir að nefna afskipti þeirra og itök i óskyldum rekstri. Gróðaumsvif þessara fyrirtækja eru þvilik að einhverntima rekur að þvi að þau geti sjálf tekið á sig þó ekki væri nema eina erlenda verðhækkun til þess að stemma stigu við verðbólguáhrifum. • Ódýrara oliudreifingarkerfi með sameiningu oliufyrirtækjanna hlýtur svo að vera framtiðar- verkefni sem ómótmælanlega kæmi neytendum og þjóðarbúinu i líeild til góða. Semjum við EFTA • Það hefur komið áþreifanlega i ljós á siðustu mánuðum að friverslunarmarkaður EFTA-rikj- anna er ekki tiltakanlega frjáls, opinn og hömlu- laus. Rikisstjórnir viðkomandi landa hafa útispjót á ýmsum sviðum til þess að styrkja og vernda sinn iðnað. Engin ástæða er þvi til að ætla annað en að þvi yrði sæmilega tekið á ráðherrafundi EFTA-rikj- anna i næstu viku ef islenska rikisstjórnin færi þess eindregið á leit að siðasti áfangi tollalækkana komi ekki til framkvæmda um næstu áramót. • t þessu sambandi má minna á að Tyrkir sem eru i basli með sinn þjóðarbúskap likt og íslendingar hafa farið fram á að tollalækkunum gagnvart inn- flutningi frá Efnahagsbandalagi Evrópu. sem þeir hafa aukaaðildarsamning við frá árinu 1963, verði frestað i fimm ár. Það er mat breska blaðsins The Economist að Tyrkir muni að visu ekki fá öllum sin- um viðtæku kröfum fullnægt, en samningar við þá verði i öllu falli teknir upp að nýju. • Þetta sýnir að i höfuðstöðvum friverslunar- manna er vilji fyrir hendi til þess að leiðrétta skekkjur i friverslunaráætlunum þegar þær koma ekki heim og saman við raunveruleikann. • Þvi skyldu EFTA-menn vera tregari til þess að horfast i augu við staðreyndir? —ekh Almennir krataþingmenn Kratar hafa lagt fram mikinn fjölda mála á Alþingi og hafa umræöur i þinginu siðustu vik- ur mjög sniiist um hinar ýmsu tillögur þeirra. Svo viröist aö fjölmiölariddararnir i þing- flokki Alþýöuflokksins hafi ætl- aö sér aö yfirgnæfa störf þings- ins meö athafnasemi sinni. I fyrsta lagi hafa þeir lagt tillögur sem beinast aö endurskoðun stjórnarskrárinnar og starfs- hætti Alþingis. Þessar tillögur eru einungis settar fram til þess aö vekja athygli á stefnumálum krata. þvi vitaö var aö þær mundu allar koma til umfjöllun- ar sérstakrar stjórnarskrár- nefndar sem skipuö veröur full- triium allra þingflokka. I ööru lagi hafa þeir lagt fram þingsá- Gyifi; gengur Ijósum iogum um þingsali. lyktunartillögur sem spanna flest höfuöstefnumál fbkksins I efnahags- og skattamálum. Þær eru yfirleitt fluttar af öllum „al- mennum” þingmönnum flokksins i þinginu. Þar er oftast tekiö á málum sem Alþýöuflokkurinn náöi ekki fram i samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna. Þegar horft er til þess aö náin samstaöa viröist vera meö krötum og i- haldi um meginefni þessara til- lagna, hljóta aö vakna áleitr.ar spurningar um heilindi Alþýöu- flokksins I stjórninni. Menn velta þvi jafnframt fyrir sér hvort óbreyttir þingmenn Alþýðuflokksins telji aö stjórn- arsamstarfiö nái ekki til þings- ins? Gylfi nífaldur Annars eru þessar tillögur margar meö kunnuglegum keim, manni viröist stundum sem Gylfi Þ. Gislason sé alls ekki hættur störfum f þinginu, heldur gangi hann þar um f fullu fjöri — f ellefu eintökum. Sú goöfræöilega skýring hefur veriö sett fram, aö þótt Gylfi hafi falliö i bardaganum viö Benedikt um forystuna, þing- sætiö og stjórnarþátttökuna þá hafi hann jafnskjótt risiö aftur eins og einherji i Valhöll. Töfra- mátturhanssé hins vegar af ætt kattarins og þvf berjist hann nú nifaldur. Þaö er aö minsta kosti mjög náin samsvörun meö greinaskrifum prófessorsins og tillöguflutningi „almennra þingmanna” Alþýöufbkksins eins og Vilmundur nefnir þá. BjarniP.; samþykktin var gerö ,,aö gefnu tilefni”. Benedikt: Ekki búinn aö bfta úr nálinni... L. Orð og gerðir En kratar eru nú sem betur fer ekki allir eins. Um siðustu helgi var haldiö i Hafnarfiröi þin g SUJ. Þingiö geröi aö venju fjölmargar ályktanir um her- inn, utanrikismál ofl. en þær hafa þvi miöur ekki enn borist Þjóðviljanum (líklega vegna samgönguerf iöleika ), þótt fregnir hafi af þeim spurst.Éins og kunnugt er hafa ungkratar ekki veriö á sama máli og gamli flokkurinn i utanrikismálum og hafa margir þeirra veriö virkir félagar i Samtökum herstöðva- andstæöinga. Þeir hafa þó átt viönokkurfcringjavandamál aö striöa eins og pabbinn. Fyrrver- andiformaöurSUJ er Bjarni P. Magnússon. Þaö hefur veriö rakiö I þessum þætti hvernig hann kom ihaldinu i háskólan- um til hjálpar meö þvi aö vitna i blaöi þeirra „Vöku”. Hann mun einnig hafa tekiö þátt i „kynnis- ferö” ihaldsmanna til höfuö- stööva verndaranna í Ameriku. Þessi athaftiasemi vaktiaö von- um litla hrifningu fulltrúa á þingi SUJ. Þar var þess vegna samþykkt í fundarlok ályktun 1 Davið; var hann kannski kosinn skrifstofustjóri Sjúkrasamlags- ins? sem segir á þá leiö aö „orö og geröir formanns SUJ veröi aö vera i samræmi viö stefnu og samþykktir sambandsins.” 1 upphafi ályktunarinnar sagöi aö hún væri gerö aö gefnu tilefni. Davíö og stólarnir Nú uppá siðkastiö hefur staöið yfir i Morgunblaöinu krossferö Davfös Oddssonar til varnar lýöræöinu i höfuöborginni gegn hinni fbkkspólitisku misnotkun kommúnista á stólum og skrif- stofubúnaði borgarinnar. Þaö er upplýst i máli þessu aö Sigurjón Pétursson hefur notfært sér aö- stööu sina til þess aö tala viö meinta flokksbræöur sina i hús- næöi borgarinnar tvo til þrjá tima i viku. Þetta hefur hann meö dæmigeröum öfugugga- hætti kremlverja kallaö aö hafa lýöræöisleg tengsl viö borgar- búa. Klippari tekur ekki undir þá sviviröilegu aödróttun sem ma. hefur birst i fylgiblaöi kommúnista Timanum, aö þetta sé hræsni hjá Daviö. Þaö er þvert á móti eðliiegt aö ungur og efiiilegur sjálfstæöismaöur á borö viö hann veki athygli á þessari freklegu misnotkun sovétvaldsins i Reykjavik. Til þess liggja söguleg rök. Eftir þau sorglegu mistök, sem kjós- endur i' Reykjavik geröu i vor er nefnilegahárréttaö upplýsa al- menning um eöli ráöstjórnar- innar og umskipún sem uröu i lifi Reykvikinga. Þaö veröur aö vera hverjum lýöræöissinna umhugsunarefni hvaö tekiö hefur viö. Nú rikir ekki lengur hér hagsældarstjórn Sjálf- stæöisflokksins. Þeir timar eru liönir aö gjörvöll störf meiri- hlutans i borginni mótist af ó- eigingirni og heildarhagsmun- um ibúanna. Nú veröur aldrei framar úthlutaö böum af þeirri réttlætiskennd og pólitiska hlut- leysi sem Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir. Nú er þaö liöin tiö aö stööu- veitingar byggist á viðsýni og frjálshyggju. Nú geta menn jafnvel átt von á þvl aö kommúnistar veröi embættis- menn. Nei,það er rétt hjá Davlð aöopinbera ósómann. Enklipp- ara finnst rétt aö Daviö gangi lengra. Merkir hugsjónamenn I rööum ungra sjálfstæöismanna hafalagttilaöborgararnir kjósi sér embættismenn. Þeir benda á ýmis fordæmi, td. i Ameriku þar sem menn kjósa sériffann. Og nú er hætta á ferðum i Reykjavik. Daviö veröur aö sinna lýöræöislegri köllun sinni. Til þessaöbyrja meögætihann lagt til aö efnt yröi til kosninga um embætti skrifstofustjóra Sjúkrasamlags Reykjavikur. sgt

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.